Morgunblaðið - 11.10.2019, Page 2

Morgunblaðið - 11.10.2019, Page 2
Bjart veður verður sunnan heiða í dag og milt veður um allt land. Áfram verður tiltölulega hlýtt í veðri sunnanlands næstu daga og þótt heldur kaldara verði norðaustantil er ekki kom- ið að því að bændur þurfi að hýsa fé sitt. Slátur- tíð er enn í gangi og bændur í hauststörfum. Í Grindavík eru enn nokkrir útvegsbændur með fé, sér til ánægju og yndisauka. Féð gengur frjálst við sjávarsíðuna og í heimalöndum. Gengur frjálst við sjávarsíðuna Morgunblaðið/Eggert Spáð björtu og mildu veðri 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2019 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Drjúgur fjöldi af flækingsfiðrildum hefur sést hérlendis upp á síðkastið og er ekki ólíklegt að þau hafi borist hingað frá Evrópu með lægðakerf- um og austlægum áttum. Þannig hefur nokkuð borið á yglu- fiðrildum og aðmírálsfiðrildum á sunnanverðu landinu, en þau síðast- nefndu vekja meiri athygli enda stórglæsileg skrautfiðrildi. Nokkuð hefur sést af haustfeta upp á síðkastið, en síðasta haust virtist hafa verið honum erfitt. Fiðr- ildi haustfeta eru, nafninu sam- kvæmt, á ferli á haustin, frá miðjum september og langt fram eftir nóvember. Drapplit karldýrin eru oft áberandi á húsveggjum í október þegar mest er af þeim, ekki síst að morgni umhverfis útiljós sem hafa logað yfir nótt. aij@mbl.is Yglur, að- mírálar og haustfetar á ferðinni Ljósmynd/Erling Ólafsson Skrautlegur aðmíráll Fjöldi af flæk- ingsfiðrildum hefur sést hérlendis. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Þetta er auðvitað mikill fjöldi fólks og við höfum átt fullt í fangi með að taka á móti því öllu,“ segir Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Virk starfsendurhæfingarsjóðs, og vísar í máli sínu til þess að frá stofnun sjálfseignarstofnunarinnar árið 2008 hafi um 16.700 einstaklingar leitað þangað. Yfir 80% þeirra sem þangað leita hafa ekki starfsgetu vegna sjúk- dóma og/eða stoðkerfisvandamála. Konur eru í miklum meirihluta, eða 67%, en alls eru nú um 2.600 manns í starfsendurhæfingarþjónustu á veg- um Virk um allt land. „Í dag eiga allir rétt á þjónustu hjá okkur á aldrinum 16 til 70 ára að ákveðnum faglegum skilyrðum upp- fylltum. Eins og staðan er núna er gríðarleg aðsókn í þjónustuna,“ segir Vigdís og bendir á að í fyrra hafi alls 1.965 nýir einstaklingar fengið þjón- ustu hjá Virk. Fleiri hafa sótt sér þjónustu í ár en á sama tíma í fyrra. „Við fáum allan aldur til okkar þótt þeir séu nú ekki mjög margir sem eru á aldrinum 16 til 18 ára. Ein- hverjir eru samt á þeim aldri. Að sama skapi eru þeir ekki mjög marg- ir sem eru á aldrinum 68 til 70 ára.“ Þá kemur fram í ársriti Virk 2019 að 85% þeirra sem þangað leituðu væru á aldrinum 25 til 64 ára. Flest- ir, 25%, eru á aldrinum 25 til 34 ára. Vigdís segir einstaklinga frá öllum starfsstéttum og menntunarstigum leita til Virk. Flestir þeirra, eða 34%, hafa lokið skyldunámi. Fólk með há- skólanám að baki er 20% þeirra ein- staklinga sem leitað hafa til Virk. Vigdís segir þann hóp fara stækk- andi, en mun fleiri háskólamenntaðir einstaklingar leituðu til Virk á síð- asta ári en fyrri ár. „Háskólamönnum hefur fjölgað undanfarin ár. Hvað veldur hef ég ekki eina skýringu á. Það þyrfti að rannsaka það betur, en kannski er fólk meðvitaðra um þessa þjónustu og það getur skýrt svo margt í aukn- ingunni hjá okkur.“ Hátt í 17.000 hafa leitað til Virk  Hafa átt fullt í fangi með að taka á móti öllum fjöldanum, segir framkvæmdastjóri Virk  Hátt í 2.000 manns leituðu þangað í fyrra  Konur eru í miklum meirihluta  Háskólamenn sækja á Fjöldi nýrra og útskrifaðra einstaklinga hjá VIRK 2012-2018 2.000 1,750 1.500 1.000 750 500 250 0 Fjöldi nýrra einstaklinga Fjöldi útskrifaðra 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 Heimild: VIRK 736 846 1.032 1.332 1.097 1.110 1.346 1.234 1.638 1.780 1.793 1.710 1.855 1.965 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Heildarveiði stangaveiddra laxa er 28.800 fiskar í ár, samkvæmt bráða- birgðatölum Hafrannsóknastofn- unar. Er það 16.500 löxum, eða ríf- lega þriðjungi, minna en á árinu 2018. Er þetta sjöunda minnsta veiði sem skráð hefur verið frá árinu 1974. Ekki hafa komið færri laxar á land frá aldamótum. Laxveiðitímabilinu er lokið í flest- um ám landsins og lokatölur liggja fyrir. Enn er þó veitt í ám þar sem uppistaðan í veiðinni er lax úr slepp- ingum gönguseiða, svo sem Rang- ánum. Þess ber að geta að í tölum um heildarveiði eru taldir laxar sem upp- runnir eru úr sleppingum gönguseiða og þeir laxar sem sleppt er eftir veiði, auk villtra laxa sem landað er. Ef litið er framhjá hafbeitarlaxi og leiðrétt fyrir endurveiddum laxi telja sérfræðingar Hafró að heildar- stangaveiði hefði orðið um 20 þúsund laxar. Þannig reiknuð er veiðin minnsta stangaveiði villtra laxa frá því að farið var að skrá veiði í rafræn- an gagnagrunn. Laxveiði minnkaði í sumar í öllum landshlutum nema á Norðurlandi eystra og Austurlandi. Mestur varð samdrátturinn í ám á vestanverðu landinu en aukning á Norðaustur- landi. Mesta veiðin verður sem fyrr í Eystri-Rangá, en þar verður veitt út mánuðinn. Aflahæst af náttúrulegum laxveiðiám er Miðfjarðará með rúm- lega 1.600 laxa þótt þar hafi orðið verulegur samdráttur. Veiðin í Þverá, Blöndu og Norðurá er ekki svipur hjá sjón þótt þar sé veitt á 14- 15 stangir. 16.500 færri laxar í sumar Morgunblaðið/Einar Falur Velgengni Selá er fjórða aflahæst.  28.800 laxar veiddir  Lélegasta veiðiár frá aldamótum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.