Morgunblaðið - 11.10.2019, Page 8

Morgunblaðið - 11.10.2019, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2019 Tilboðsdagar Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl. 12-16Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050 LISTHÚSINU á púðum, rúmteppum og teppum 25% afsláttur föstudag til mánudags Sorpa hefur sent inn umsögn umfyrirhugaðan urðunarskatt ríkisstjórnarinnar. Í umsögninni segir að urðunarskattur hafi komið til tals í stjórnsýslunni nokkrum sinnum undanfarin ár en ekki orðið að veru- leika. „Nú bregður svo við að skella á skatti á urðunar- staði án nokkurs undirbún- ings og verður að telja það ámæl- isverð vinnubrögð. Setja á skattinn á um næstu áramót án þess að ann- að sé fullmótað en upphæð skatts- ins. Því er lítill tími til undirbúnings eða viðbragða og mætti jafnvel ræða um eignaupptöku í samheng- inu,“ segir Sorpa.    Ekki batnar það þegar Sorpa ferað bera saman fyrirhugaðan skatt hér á landi við það sem þekk- ist annars staðar, en hann mun hafa verið lagður á í sumum löndum Evrópu og í nokkrum aflagður á ný. Hér er lagt upp með að urð- unarskattur verði 15 kr./kg, sem er meira en þrefaldur sá urðunar- skattur sem lagður er á í öðrum löndum Evrópu að meðaltali, þ.e. í þeim löndum þar sem hann á annað borð er lagður á.    Sorpa segir að verði þessi skatturað veruleika þýði það 62% hækkun á urðunargjaldi fyrirtæk- isins. „Því gjaldi verður ekki mætt öðruvísi en með hækkun á gjald- skrá sem þá bæði íbúar og fyrirtæki þurfa að greiða. Sá urðunarskattur sem lagður er til er þá 204% hærri en meðaltal þeirra 18 Evrópuríkja sem eru með urðunarskatt (í raun 349% yfir meðaltali allra ríkj- anna),“ segir í umsögninni.    Telur ríkisstjórnin virkilega þörfá þessum nýja ofurskatti? Ofurskattur á sorp STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Bleiki dagurinn er í dag. Einstak- lingar og fyrirtæki eru hvött til að sýna stuðning við konur sem fengið hafa krabbamein með því að bera Bleiku slaufuna, klæðast bleiku og skreyta eða lýsa upp með bleiku. Á hverju ári greinast um 800 konur með krabbamein og rúmlega 200 af þeim með brjóstakrabbamein. Um 80% landsmanna segjast hafa greinst eða þekkja einhvern sem greinst hefur með krabbamein. Bleika slaufan, sem Krabbameins- félagið selur í fjáröflunarskyni, var uppseld í gær hjá félaginu. Enn fengust slaufur hjá sumum sölu- aðilum. „Salan á Bleiku slaufunni fékk gríðarlega sterkar viðtökur strax í upphafi átaksins. Hátíðar- slaufan, sem var gerð í 240 eintök- um, seldist upp á þremur dögum. Það hefur ekki gerst áður,“ sagði Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir kynn- ingarstjóri. Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir, skartgripahönnuður í Aurum, hann- aði Bleiku slaufuna í ár. Hún sér- smíðaði tvö gulleintök úr 14 karata gulli, hálsmen með bleikum demanti og nælu með bleikum demanti. Þess- ir tveir skartgripir voru settir á upp- boð til styrktar átakinu. Hægt er að bjóða í skartgripina á facebooksíðu Bleiku slaufunnar. Uppboðinu lýkur þriðjudaginn 15. október klukkan 16.00. gudni@mbl.is Árvekniátakið Bleiki dagurinn í dag  Hvatt til að klæðast bleiku  Stuðningur við þær sem fengið hafa krabbamein Ljósmynd/Sigríður Sólan Skart Bleika slaufan boðin upp. Arnar Þór Ingólfsson arnarth@mbl.is Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- ráðherra segir einungis Tyrki bera ábyrgð á ákvörðun sinni um að ráðast inn í norðurhluta Sýrlands, spurður út í það hvort hann teldi að ábyrgðin á stöðu mála gæti ekki einnig talist á herðum ríkis- stjórnar Donalds Trump Banda- ríkjaforseta, sem tók ákvörðun um að flytja banda- ríska hermenn frá því svæði sem Tyrkir herja nú á. „Þetta er auð- vitað einhliða ákvörðun Tyrkja, þeir bera ábyrgð á henni,“ segir Guðlaug- ur Þór og vísar svo til yfirlýsingar Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem hefur neitað því að Bandaríkin hafi gefið „grænt ljós“ á innrás Tyrklands. Íslensk stjórn- völd hafa ekki komið gagnrýni á fram- færi við Bandaríkjamenn vegna þeirrar ákvörðunar að draga herlið sitt af svæðinu. „Hins vegar hefur Bandaríkjafor- seti verið gagnrýndur mjög, meðal annars í heimalandi sínu af sínum eig- in flokksmönnum, eins og við þekkjum. Stóra málið er auðvitað að þetta snýr að Tyrkjum, þetta er þeirra ákvörðun og þetta er þeirra framferði,“ segir Guðlaugur Þór í samtali við mbl.is. Hernaður fordæmdur Utanríkisráðuneytið sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem aðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum í norðurhluta Sýrlands voru gagnrýndar og hern- aður sem beindist að almennum borg- urum fordæmdur. „Við höfum gagnrýnt þetta harð- lega og komið þeirri gagnrýni á fram- færi, bæði beint við Tyrki og líka með „tvítum“ og yfirlýsingum. Við höfum miklar áhyggjur af ástandinu og er- um ekki ein um það. Þú finnur það nú bara hvernig viðbrögðin eru víða um heim. Viðbrögð okkar eru mjög í sam- ræmi við það sem við sjáum í þeim löndum sem við berum okkur saman við,“ segir Guðlaugur Þór. Utanríkisráðherra segir að sér vitanlega hafi engin viðbrögð borist til íslenskra stjórnvalda frá Tyrkjum vegna þeirrar gagnrýni sem íslensk stjórnvöld hafa komið til skila. »16 Einhliða ákvörðun Tyrkja um innrás  Ráðherra hefur áhyggjur af ástandinu Guðlaugur Þór Þórðarson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.