Morgunblaðið - 11.10.2019, Side 10

Morgunblaðið - 11.10.2019, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2019 VIÐTAL Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Þetta er hálfgerð tilviljun, en við erum báðir með svipaðan bakgrunn úr flughernum sem flugumferðar- stjórar, en það er mjög góður bak- grunnur fyrir björgunarstjórnstöð- ina,“ segir Bent-Ove Jamtli, en hann og Ståle bróðir hans starfa báðir fyrir björgunarmiðstöð sjó- farenda og loftfara í Noregi, JRCC. Bent-Ove er yfirstjórnandi fyrir Norður-Noreg og Ståle er stjórn- andi aðgerða fyrir þann hluta JRCC sem sinnir suðurhluta Nor- egs, en bræðurnir eru hér á landi vegna Arctic Circle-ráðstefnunnar, sem fram fer í Hörpu um helgina. Bent-Ove segir að JRCC- samtökin muni fagna fimmtugs- afmæli sínu á næsta ári og bætir við að skipting Noregs í tvo hluta sé arfur frá þeim tíma er sam- skiptatækni var önnur en við þekkjum á tíma stafrænu bylting- arinnar. „En við höfum haldið skiptingunni meðal annars til að tryggja að ef önnur stjórnstöðin getur ekki sinnt hlutverki sínu geti hin tekið við því.“ Ståle segir að ekki sé vanþörf á. „Það eru næstum því 6.000 atvik á ári í suðurhlut- anum.“ Bent-Ove bætir við að um 16 atvik séu á dag fyrir suðurhlut- ann. Þá kalli um níu atvik á hverj- um degi á athygli í norðurhlut- anum. „Þannig að við erum oft að stýra björgunaraðgerðum á sama tíma, sem sumar hverjar eru flókn- ar og krefjast mikillar samþætt- ingar.“ Erfiðar aðstæður Það reyndi á stjórnstöðina í vor þegar skemmtiferðaskipið Viking Sky varð vélarvana á einu hættu- legasta hafsvæði norskrar land- helgi í miklu vonskuveðri. „Þarna eru mörg rif, og leiðin í gegn er þröng og erfitt að sigla hana,“ segir Ståle, en hann stýrði björgunar- aðgerðum í tengslum við slysið, þar sem flytja þurfti um eitt þúsund farþega í land við vondar aðstæður. „Vegna veðursins var ekki hægt að nýta öll þau úrræði sem venjuleg- ast er hægt að nota, í þessu tilfelli var mjög erfitt að nota þyrlur og mjög erfitt að koma dráttarbátum að skipinu, þar sem það var svo ná- lægt ströndinni og illt var í sjó,“ segir Ståle. Þá var vitað að það myndi taka tíma fyrir dráttarbátana að komast að skipinu, en tíminn var af mjög skornum skammti. „Í versta falli hefði skipið getað rekist á rif, tekið á sig vatn og farið að halla, jafnvel með þeim afleiðingum að farþegar hefðu endað í ísköldu vatninu, þar sem þeir hefðu látið lífið á nokkrum mínútum.“ Það flækti ekki síst stöðuna að á svipuðum tíma brotlenti þyrla og stuttu eftir að Viking Sky varð vélarvana kom upp bilun í flutn- ingaskipinu Hagland Captain, sem krafðist þess að tvær þyrlur væru sendar frá Viking Sky til að bjarga áhöfninni. Ståle bætir við að þar hafi aðstæður verið svo slæmar að áhöfnin varð að stökkva frá borði, því að sigmennirnir töldu sig ekki geta sigið um borð í Hagland Captain vegna strekkingsvinds. Mildi að ekki fór verr Ståle segir að það hafi skipt miklu máli að björgunarsveitir, sem skipaðar eru sjálfboðaliðum, hafi brugðist hratt við til þess að sinna farþegunum eftir að búið var að koma þeim í land. Þá hafi lög- regla og aðrir viðbragðsaðilar veitt fyrstu aðstoð. Stále segir það mikla mildi að ekki fór verr. „Það var mikil heppni. Skipið var aðeins um eina mínútu frá stórslysi ef vélarnar hefðu farið síðar af stað. Og ef bilunin hefði komið upp einni eða tveimur mínútum síðar er nánast öruggt að skipið hefði siglt í strand innan tíu mínútna. Þess í stað feng- um við um 25-30 mínútur til þess að koma aftur vélarafli á skrúfurnar og það tókst á síðustu stundu.“ Aðspurðir segja bræðurnir að at- vik á borð við Viking Sky gæti hæg- lega gerst innan íslenska björg- unarsvæðisins, þar sem ferðum skemmtiferðaskipa hafi fjölgað mikið. „Við höfum séð svipaða þró- un í Noregi,“ segir Bent-Ove og bætir við að komum skemmti- ferðaskipa til Noregs hafi fjölgað um 25% á síðustu árum. „Og nú sigla þau í hverjum mánuði ársins, sem er frekar nýtilkomið.“ Það auki aftur líkurnar á því að slys sem þetta gerist á vetrarmánuðum, þegar veðuraðstæður eru sem verstar. „Ef svona aðstæður kæmu upp hér mynduð þið þurfa margar þyrlur,“ segir Ståle og bætir við að þeir hafi þurft að fá björgunar- þyrlur að láni frá norska olíu- iðnaðinum til þess að sinna aðgerð- unum í tengslum við Viking Sky. Ståle segir einnig að stórir dráttar- bátar sem ráði við skip af þessari stærð séu nauðsyn. Samstarf skiptir lykilmáli Bent-Ove segir að aðstæður séu um margt svipaðar á Íslandi og í Norður-Noregi, þar sem færri úr- ræði séu til að spila úr. „Og meðal annars þess vegna ýttum við undir ARCSAR-verkefnið, sem miðar að því að finna aðferðir þannig að við getum hjálpað hvert öðru ef svona stór atvik koma upp.“ Hann bætir við að ríkin hafi skuldbundið sig til að koma hvert öðru til aðstoðar ef eitthvað bjáti á. „Þannig að ef stórt atvik kæmi upp gætuð þið átt von á aðstoð frá Grænlandi, Bandaríkj- unum, Kanada og Noregi,“ segir Bent-Ove. Ståle bætir við að Danir og Svíar hafi veitt aðstoð til þess að hægt væri að halda uppi viðbún- aðarstigi á meðan á aðgerðum stóð við Viking Sky. Bent-Ove segir að lokum að það skipti lykilmáli að Norðurlanda- ríkin standi saman þegar kemur að þessum hlutum. „Norrænu ríkin búa yfir miklum hæfileikum og eru lausnamiðuð. Það skiptir því öllu máli að við eigum í nánu samstarfi, sérstaklega nú þegar umferð um þetta svæði eykst mikið.“ Bent-Ove bendir á að viðbúnaðarstig ríkjanna geti ekki haldið í við þá aukningu, og því verði líklegra að eitthvað komi upp á. „Við áttum í raun von á einhverju í líkingu við Viking Sky, þar sem ferðunum hafði fjölgað svo mikið á árunum á undan,“ segir Bent-Ove. Hann bætir við að björg- unaryfirvöld í Noregi og Íslandi hyggi á sameiginlegar æfingar á næstu árum ásamt öðrum aðilum, m.a. bandarísku strandgæslunni, til þess að auka viðbúnaðarstigið. „Við vonum að þetta tengslanet björg- unaraðila muni ásamt fræðasam- félaginu reynast lyftistöng fyrir okkur til að mæta þeim áskorunum sem eru fram undan.“ Hefði getað endað miklu verr  Björgunaraðgerðir við Viking Sky tókust vel þrátt fyrir vondar aðstæður  Svipað atvik gæti hæglega komið upp hér  Samvinna ríkja á norðurslóðum í björgunarmálum skiptir lykilmáli Morgunblaðið/Hari Ávallt viðbúnir Bræðurnir Ståle (t.v.)og Bent-Ove Jamtli gegna lykilstöðum við norsku björgunarstjórnstöðvarnar. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Landlæknir beinir þeim tilmælum til Landspítalans að opnuð verði legu- deild til að koma í veg fyrir að sjúk- lingar dvelji til lengri tíma á bráða- móttöku eða þá að sjúklingum verði dreift betur á deildir. Einnig þurfi að styrkja viðbrögð við atvikum sem upp koma á bráðamóttöku og leita leiða til að tryggja að þau endurtaki sig ekki. Þá er bent á nauðsyn þess að efla sýkingavarnir, ekki síst að starfsfólk fylgi ábendingum um handhreinsun, en henni er talið veru- lega ábótavant. Koma þessar ábendingar fram í skýrslu um úttekt á bráðamóttöku til að fylgja eftir úttekt í desember sl. Dvalartími aldrei verið lengri Fram kemur að bráðamóttöku tekst að sinna bráðahlutverki sínu. Þeir sem veikastir eru fá þjónustu. Vandinn liggur í þjónustu við sjúk- linga sem bíða innlagnar á spítalann, eftir komu á bráðamóttöku. Meðal- dvalartími þess hóps er tæpar 23 klukkustundir og hefur aldrei verið lengri, utan flensutímabila. Þá fer þeim sjúklingum fjölgandi sem dvelja svo dögum skiptir á bráða- móttökunni. Það gerist vegna skorts á hjúkrunarfræðingum á legudeild- um og vegna þess að fleiri sjúklingar leggjast nú inn af bráðamóttöku vegna flutnings bráðastarfsemi hjartagáttar. Fram kemur að hús- næði bráðamóttöku ber engan veg- inn þann fjölda sjúklinga sem þar dvelur og eru gerðar alvarlegar at- hugasemdir við það í skýrslunni. Þá er sýkingavörnum verulega ábóta- vant við þessar aðstæður. Í skýrslunni kemur fram að Land- spítalinn hafi brugðist við flestum ábendingum úr fyrri úttekt. Opnuð verði bráðalegudeild  Efla þarf sýkingavarnir á bráðamóttöku Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bráðamóttakan Miklar annir eru flesta daga hjá starfsfólki.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.