Morgunblaðið - 11.10.2019, Page 11

Morgunblaðið - 11.10.2019, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2019 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Sjávarútvegsráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvarðanir Fiskistofu um að svipta fimm norsk skip varan- lega leyfi til fiskveiða í íslenskri lögsögu. Skipin voru svipt leyfi í byrjun þessa árs vegna brota fjög- urra þeirra á loðnuvertíðinni 2017 og eins skipanna ári síðar. Skipin lönduðu öll afla sínum hér á landi, en ekki var samræmi á milli til- kynningar um afla og þess sem kom upp úr skipunum við löndun, ýmist var aflinn minni eða meiri en tilkynnt var. Eftirlitsmenn Fiski- stofu voru viðstaddir löndun í öll- um tilvikum. Samkvæmt upplýsingum Ernu Jónsdóttur, sérfræðings í sjávar- útvegsráðuneytinu, felldi ráðuneyt- ið úrskurði Fiskistofu úr gildi á þeim grundvelli að samkvæmt þeim reglum sem giltu um loðnu- veiðar norskra skipa komi fram að ef skipin landa í íslenskri höfn fari um vigtun og skráningu afla með sama hætti og gildir um íslensk skip. Þar sem íslensk skip eru ekki beitt viðurlögum vegna rangra skráninga í afladagbækur taldi ráðuneytið, með vísan til jafnræð- isreglu stjórnarskrárinnar, að norsku skipin yrðu ekki beitt við- urlögum vegna rangra tilkynninga. Tilkynning um afla hafi ekki verið grundvöllur aflaskráningar skip- anna um það hvað þau höfðu veitt innan íslenskrar landhelgi heldur löndunartölur skipanna. Í úrskurðinum segir: „Ráðuneyt- ið fær ekki séð að rök standi til þess að láta þá umframskyldu sem lögð er á erlend skip umfram ís- lensk, að tilkynna aflamagn áður en komið er til hafnar, sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 1170/2013, leiða til viðurlaga þar sem þær tilkynning- ar voru ekki grundvöllur skráning- ar á þeim afla sem skipin veiddu í íslenskri landhelgi, heldur fór um vigtun og skráningu afla kærenda eftir sömu reglum og gilda um vigtun og skráningu afla íslenskra skipa.“ Samtök norskra útgerðarmanna, Fiskebaat, komu strax á framfæri athugasemdum við úrskurð Fiski- stofu og töldu hann vera umfram tilefnið. Ákvarðanir felldar úr gildi  Fimm norsk loðnuskip ekki beitt viðurlögum vegna rangra tilkynninga Morgunblaðið/Albert Kemp Fáskrúðsfjörður Norsk skip landa loðnu á vertíðinni veturinn 2018. Flottir í fötum Laugavegi 77, 101 Reykjavík - Sími 551-3033 Buxur frá NÝ SENDING mikið úrval Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is Gerið verðsamanburð ALLT BLEIKT 30% afsláttur Mikil tækifæri í tengiflugi Kínverja  Viðskiptafulltrúi Íslands bendir á risastóran markað í vexti BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Pétur Yang Li, viðskiptafulltrúi í sendiráði Íslands í Peking, segir mik- il tækifæri felast í því að styrkja stöðu Íslands sem tengistöðvar fyrir flug milljóna Kínverja yfir hafið. „Ég hef reynt að sannfæra menn í Kína um að ekki ætti aðeins að líta á Ísland sem áfangastað fyrir kín- verska ferðamenn, heldur ætti að líta á Ísland sem tilvalinn stað til tengi- flugs á leiðinni til austurstrandar Bandaríkjanna og Kanada. Kín- verskir ferðamenn þurfa nú að kosta miklu í ferðalag til Íslands enda er ekkert beint flug í boði. Ef þeir gætu ferðast til austurstrandar Bandaríkj- anna með því að stoppa á Íslandi – þannig að Íslandsferðin væri innifal- in í flugfarinu – er ekki annað að ætla en þeir vilji gera sem mest úr dvöl sinni á Íslandi og njóta einstakrar náttúrufegurðar,“ segir Pétur. Bíður eftir beinu flugi „Sonur minn heimsótti Ísland sem unglingur. Nú stundar hann nám við bandarískan háskóla. Hann hefur lengi hlakkað til þess að fá beint flug milli Kína og Íslands. Þannig gæti hann haft ástæðu til að heimsækja Ísland aftur á ferðalögum sínum milli Kína og Bandaríkjanna. Hér ræðir því ekki aðeins um kínverska ferða- menn heldur líka Kínverja sem eiga leið til austurstrandar Banda- ríkjanna í ýmsum erindagjörðum. Við erum því að ræða um milljónir kínverskra ferðamanna en á síðustu árum hafa um þrjár milljónir þeirra ferðast til Bandaríkjanna á ári. Til að það geti orðið að veruleika er hins vegar mjög mikilvægt að íslensk ferðaþjónusta sé í stakk búin til að taka á móti kínverskum ferðamönn- um,“ segir Pétur sem kveðst von- góður um beint flug milli ríkjanna. „Með þetta í huga er ég bjartsýnn á að fjölgun kínverskra ferðamanna á Íslandi – sem hefur verið um 10 þúsund ferðamenn á ári – geti að minnsta kosti tvöfaldast ef þetta beina flug verður að veruleika. Jafn- vel þótt ekki verði af því er ég bjart- sýnn á að fjölgunin verði umfram 10 þúsund ferðamenn í ár. Þann vöxt má að mestu leyti rekja til áfram- haldandi hagvaxtar í Kína og góðra tvíhliða samskipta milli Íslands og Kína, sem byggist á grunni fríversl- unarsamnings milli ríkjanna. Vöxturinn getur orðið enn meiri ef meiri vinna er lögð í að stuðla að komu kínverskra ferðamanna til Ís- lands.“ Yrði búhnykkur fyrir Ísland Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir beint flug milli Kína og Íslands munu reynast lyfti- stöng fyrir íslenska ferðaþjónustu. Hins vegar liggi ekki fyrir nægar upplýsingar til að áætla mögulega fjölgun kínverskra ferðamanna. „Kínverskum ferðamönnum hefur fjölgað ár frá ári með nokkuð stöð- ugum hætti. Kína er nú í fjórða sæti hvað varðar fjölda erlendra ferða- manna á Íslandi. Þetta er mjög mikil- vægur hópur sem gefur mikið utan háannar,“ segir Skarphéðinn og bendir á að ¾ Kínverja heimsæki líka annað land í Evrópu í ferðinni. Áætl- að var í fyrra að um tvær og hálf milljón erlendra ferðamanna myndi koma til Íslands í ár. Nú eru horfur á að þeir verði tvær milljónir. Skarp- héðinn segir óvíst hversu margir þeir verði á næsta ári. Krónan veiktist í kjölfar falls WOW air í lok mars í fyrravor. Fram kemur í nýjum Fjármála- stöðugleika Seðlabankans að um 1.400 hótelherbergi bætist við á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum. Skarphéðinn segir mega draga þann lærdóm af síðasta sumri að gengi krónu hafi mikil áhrif á eftirspurn er- lendra ferðamanna. Ef gengi krónu styrkist megi því gera ráð fyrir að lengra verði í að tvær og hálf milljón erlendra ferðamannna komi til landsins. Því geti falist viss kerfislæg áhætta í styrkingu krónunnar. Þá segir Skarphéðinn að skortur á fjárfestingu í íslenskri ferðaþjónustu standi greininni fyrir þrifum. Það dugi ekki til að fjárfest sé í dýru hús- næði í miðborg Reykjavíkur. „Það er ekki verið að fjárfesta í vexti heldur til að mæta eftirspurn. Það verður að fjárfesta meira í fram- leiðslutækjum. Bátafloti í ferðaþjón- ustu er til dæmis frekar gamall og það er ekki fjárfest nógu mikið í gist- ingu á landsbyggðinni.“ AFP Samgöngur Daxing-flugvöllur í Peking var tekinn í notkun í september. Vantar þig pípara? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.