Morgunblaðið - 11.10.2019, Page 16

Morgunblaðið - 11.10.2019, Page 16
16 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2019 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Tugir þúsunda manna í norðanverðu Sýrlandi hafa þegar lagt á flótta og óttast er að allt að 300.000 manns þurfi að flýja heimkynni sín vegna hernaðar Tyrkja, að sögn hjálpar- stofnana. Ríkisstjórn Ísraels for- dæmdi innrás Tyrkja í Sýrland í gær og varaði þá við því að hefja „þjóð- ernishreinsanir á Kúrdum“. Ísraelar hafa áhyggjur af þeirri ákvörðun Donalds Trumps Banda- ríkjaforseta að flytja bandaríska hermenn frá landamærunum að Tyrklandi og greiða þannig fyrir því að Tyrkir hæfu árásir á hersveitir Kúrda, sem hafa verið mikilvægir bandamenn Bandaríkjahers í barátt- unni gegn Ríki íslams, samtökum ísl- amista. Ísraelar spyrja sig hvort þeir geti treyst á stuðning Bandaríkj- anna, mikilvægustu bandamanna sinna, þegar á reynir og hafa áhyggj- ur af því að hernaður Tyrkja verði vatn á myllu erkióvinar Ísraels, klerkastjórnarinnar í Íran, sem hef- ur sent hermenn til stuðnings ein- ræðisstjórninni í Sýrlandi. 60.000 manns flúðu Mannréttindahreyfingin SOHR, sem fylgist með stríðinu í Sýrlandi, sagði í gær að rúmlega 60.000 manns hefðu flúið heimkynni sín í norðan- verðu landinu fyrsta sólarhringinn eftir að hernaður Tyrkja hófst í fyrradag. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, kveðst ætla að koma á ör- yggissvæði, sem á að ná rúmlega 30 kílómetra frá landamærunum, og flytja þangað um tvær milljónir af 3,6 milljónum Sýrlendinga sem hafa flúið til Tyrklands frá því að stríðið í Sýrlandi hófst fyrir átta árum. Fjórtán hjálparstofnanir sögðu í sameiginlegri yfirlýsingu í gær að um 450.000 Sýrlendingar byggju innan við fimm kílómetra frá landa- mærunum að Tyrklandi og hernað- urinn gæti stefnt þeim í hættu. Stofnanirnar óttast að hjálparstarf þeirra á svæðinu stöðvist ef hörð átök blossa upp. Hjálparsamtökin International Rescue Committee segja að hernaðurinn geti orðið til þess að allt að 300.000 manns þurfi að flýja heimkynni sín, þeirra á með- al mörg börn, nú þegar veturinn er á næsta leiti. Skaðleg öryggi Evrópu Hernaðurinn hafði virst óhjá- kvæmilegur frá því að Donald Trump tilkynnti um helgina, eftir símasamtal við Erdogan, að hann hefði ákveðið að flytja bandaríska hermenn frá landamærunum og Tyrkir myndu hefja árásir í norðan- verðu Sýrlandi. Mike Pompeo, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur neitað því að Trump hafi gefið „grænt ljós á hernað Tyrkja“ en margir þingmenn repúblikana eru á öðru máli og hafa gagnrýnt forset- ann fyrir svik við mikilvæga banda- menn Bandaríkjahers. Fyrrverandi herforingjar í Banda- ríkjunum hafa tekið undir þessa gagnrýni á Trump, þeirra á meðal Joseph Votel, sem var yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Mið-Austur- löndum. Hann sakar Trump um að hafa stefnt árangrinum af fimm ára baráttu í samstarfi við Kúrda í mikla hættu og segir ákvörðun hans geta orðið til þess að Ríki íslams, samtök íslamista, rísi úr öskustónni. „Hún stórskaðar trúverðugleika og traust Bandaríkjanna í framtíðinni þegar við stöndum frammi fyrir átökum og þurfum öfluga bandamenn,“ sagði hann í grein á vef tímaritsins The Atlantic. „Sýrlensku lýðræðisöflin [undir forystu Kúrda] frelsuðu tugi þúsunda fermílna og milljónir manna úr greipum Ríkis íslams. Herlið þeirra missti nær 11.000 manns,“ sagði Votel. Hann bætti við að á sama tíma hefðu sex bandarískir hermenn og tveir aðrir Bandaríkja- menn beðið bana í baráttunni gegn íslamistunum. Mark Hertling, fyrrverandi yfir- maður herafla Bandaríkjanna í Evr- ópu, tók í sama streng og sagði að ákvörðun Trumps væri „stórslys fyr- ir Bandaríkin“. „Kúrdar í Sýrlensku lýðræðisöflunum – traustir banda- menn okkar í baráttunni gegn Ríki íslams – verða fyrir árásum banda- manna okkar í NATO, Tyrkja. Eftir- köstin fyrir Bandaríkin og NATO verða langvinn og skaðleg öryggi Evrópu og alls heimsins,“ sagði Hertling. „Kúrdar hjálpuðu okkur ekki í Normandí“ Trump hefur sagt að hann vilji kalla bandaríska herliðið í Sýrlandi heim og það hafi verið mikil mistök að senda bandarískar hersveitir til Mið-Austurlanda og láta þær taka þátt í „heimskulegum og endalaus- um stríðum“. Hann sagði á blaða- mannafundi að Bandaríkin gætu ekki bundið enda á aldagamlan fjandskap Kúrda og Tyrkja og gerði lítið úr mikilvægi Kúrda fyrir Bandaríkin. „Þeir hjálpuðu okkur ekki í síðari heimsstyrjöldinni. Þeir hjálpuðu okkur ekki í Normandí, svo dæmi séu tekin,“ sagði hann. Vatn á myllu Írana og Rússa? Fréttaskýrendur The Wall Street Journal segja að óvissa ríki um stefnu Bandaríkjastjórnar í málefn- um Mið-Austurlanda eftir að Trump ákvað að greiða fyrir innrás Tyrkja þótt bandarískir embættismenn hefðu áður lofað kúrdísku banda- mönnunum því að Bandaríkin myndu ekki hlaupast frá þeim. Fréttaskýrendurnir telja að ákvörð- unin geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir hagsmuni Bandaríkjanna í heimshlutanum. Verði hún til þess að hersveitir Írana í Sýrlandi færi sig upp á skaftið geti það stefnt öryggi Ísraels í meiri hættu. Ísraelar hafa þegar gert hundruð loftárása á írönsku hersveitirnar í Sýrlandi. Talið er að ákvörðun Trumps geti einnig orðið vatn á myllu Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta sem hóf hernaðaríhlutun í Sýrlandi í septem- ber 2015 og vill auka áhrif Rússa í Mið-Austurlöndum. The Wall Street Journal hefur eftir bandarískum embættismönnum að Tyrkir kunni að hafa undirbúið hernaðinn í sam- ráði við Rússa sem telji hann auka líkurnar á því að Trump kalli allt bandaríska herliðið í Sýrlandi heim. Tugir þúsunda flýja árásirnar  Hjálparstofnanir óttast að allt að 300.000 manns þurfi að flýja heimkynni sín vegna hernaðar Tyrkja í Sýrlandi  Ísraelar hafa áhyggjur af ákvörðun Trumps og óttast að hún verði vatn á myllu Írana AFP Á flótta Sýrlendingar koma til bæjarins Tall Tamr í norðvesturhluta Sýrlands eftir að hafa flúið árásir Tyrkja. Hernaður Tyrkja í Sýrlandi Deir Ezzor Raqa Hasakeh Aleppó Homs Palmyra Idlib Heimild: *Mannréttinda- hreyfingin SOHR/stjórnvöld í Tyrklandi 50 km TYRKLAND SÝRLAND ÍRAK Tal Abyad Ras al-Ain Stöðvar bandarískra hermanna Fangelsi þar sem liðsmenn Ríkis íslams eru í haldi Qamishli Dashisha Damascus Tyrkir og bandamenn Kúrdar og bandamenn Sýrlandsher og bandamenn Uppreisnarmenn Samtökin Ríki íslams (mjög strjálbýl svæði) Yfirráðasvæði (byggð) Ain Issa Öryggissvæði sem Tyrkir hafa boðað Kobane Lofthernaður og sprengjuárásir, skv. upplýsingum SOHR* Refsiaðgerðir boðaðar » Hópur þingmanna repúblik- ana og demókrata í öldunga- deild Bandaríkjaþings kvaðst í gær hafa náð samkomulagi um viðamiklar refsiaðgerðir gegn Tyrklandi ef hernaður Tyrkja í norðanverðu Sýrlandi verður ekki stöðvaður. » Refsiaðgerðirnar eiga m.a. að felast í því að allar eigur tyrkneskra ráðamanna verði frystar. Ennfremur á að refsa fyrirtækjum, m.a. olíufélögum, sem eiga viðskipti við her Tyrk- lands. » Repúblikaninn Lindsey Gra- ham telur að refsiaðgerðirnar verði samþykktar „með mikl- um stuðningi þingmanna í báð- um flokkunum“. Hann hefur gagnrýnt Donald Trump for- seta fyrir að gefa grænt ljós á hernað Tyrkja. Leo Varadkar, forsætisráðherra Ír- lands, sagði í gær að hann teldi mögulegt að samkomulag næðist um útgöngu Bretlands úr Evrópusam- bandinu fyrir lok mánaðarins. Varadkar sagði þetta eftir þriggja klukkustunda fund með Boris John- son, forsætisráðherra Bretlands, á sveitasetri í grennd við Liverpool. Þeir sögðust hafa rætt það sem þeir kölluðu „slóð að mögulegum samn- ingi“. Varadkar sagði á blaðamannfundi á Liverpool-flugvelli að fundurinn með Johnson hefði verið „mjög góður“ og kvaðst vera „algerlega sannfærður“ um að bæði ríkin vildu ná samkomulagi. „Ég tel það mögu- legt að við náum samkomulagi sem tryggi útgöngu Bretlands úr ESB með skipulegum hætti og að samn- ingurinn náist fyrir lok október,“ sagði Varadkar. Hann bætti þó við að enn væru margar hindranir í veg- inum. „Ekki er sopið kálið þótt í aus- una sé komið.“ Þingið kemur saman eftir leiðtogafund Írski forsætisráðherrann sagði að enn væri einkum deilt um hvernig ætti að fá samþykki Norður-Íra við ákvæði samningsins og hvernig tryggja ætti að ekki þyrfti að koma á tollgæslu við landamæri Írlands og Norður-Írlands. Steve Barclay, brexit-ráðherra bresku stjórnarinnar, ræðir málið við Michael Barnier, aðalsamninga- mann ESB, á morgunverðarfundi í Brussel í dag. Stefnt er að því að ná samkomulagi um tilhögun útgöng- unnar fyrir leiðtogafund ESB á fimmtudag og föstudag í næstu viku. Náist samkomulag verður það lagt fyrir neðri deild breska þingsins, sem á að koma saman á laugardag í næstu viku. Telur mögulegt að ná brexit-samkomulagi AFP Brexit-viðræður Boris Johnson og Leo Varadkar í garði fundarstaðarins.  Forsætisráðherra Írlands telur að hægt sé að ná samningi fyrir lok mánaðarins en segir að enn séu mörg ljón í veginum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.