Morgunblaðið - 11.10.2019, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 11.10.2019, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Glanstíð“ Hit-lers og nótahans stóð ekki lengi í sögu- legu ljósi. En sá rúmi áratugur ætl- aði seint að líða og sár ódæðisverkanna eru enn op- in. Það er ekki margt sem hægt er að tína til undir jákvæðum formerkjum þegar rætt er um „foringjann“. Kannski er það eina að í þruglkenndu stefnuriti hans leyndi hann því lítt hvað fyrir honum vakti. Og þeir sem geta horft til þessa í baksýnis- spegli geta harmað og undrast í senn hversu lítil viðbrögðin voru heima fyrir og á heimsvísu. Það má að nokkru afsaka með því að þegar sú stefna var birt þótti enn óhætt að líta á Adolf Hitler og fylgjendur hans sem furðuspámenn sem óþarft væri að taka alvarlega. En jafnvel eftir að honum hafði tekist að brjótast til alræðisvalda og boð- skapnum var breytt í biblíu sem skylt var að hafa í öndvegi á hverju heimili virtist veröldin vakna seint og illa. Afleiðingar þess þekkja allir. Það þykir bæði þreytt og ýkt að líkja atburðum eða persónum nútímans við Hitler enda þá vissulega mjög langt seilst og auðvelt að skjóta langt yfir markið með þeirri tilvísun. Og atburðirnir sem urðu í þýsku borginni Halle nú í vikunni rísa ekki undir slíkum samanburði fremur en flest annað. En þótt stærðarmunur sé mikill eiga myndirnar kunnugleg einkenni sameiginleg. Ofstækismaður myrti tvo menn í árás nærri sam- kunduhúsi gyðinga í borginni. En sá hafði stórbrotnari markmið því ljóst þykir að hann ætlaði sér að fremja fjöldamorð á gyðingum sem komu saman á heilögum degi Yom Kippur. Saksóknari í málinu sagði þannig eftirfar- andi við fjölmiðla: „Það sem við upplifðum í gær var skelfing. Við vitum núna að árásarmaðurinn ætlaði sér að fremja fjöldamorð í samkundu- húsinu.“ En við þessa yfirlýs- ingu bætist að árásarmaðurinn, hinn 27 ára gamli Stephen Bal- liet, hafði „streymt“ árásinni á netinu og stóð útsendingin yfir í 35 mínútur. Samkvæmt upplýs- ingum frá netveitunni horfðu 2.200 manns á manninn fremja ódæði gegn saklausum borg- urum. Í fréttum sagði að gyðingar krefðust þess að stjórnvöld í Þýskalandi gripu til aðgerða gegn öfgasinnum og nýnas- istum eins og hlýtur að vera augljóst. Það vekur einnig undrun og ótta í senn að árásar- maðurinn er sagður hafa birt stefnuyfirlýsingu á netinu fyrir rúmri viku þar sem hann birti meðal annars myndir af vopn- unum og skotfærunum sem hann notaði við árásina. Hróp- andi spurning er því hvers vegna svo sláandi fyrirboði nægði ekki til að kalla fram harðar fyrirbyggjandi aðgerðir yfirvalda. Atburðir í Halle í Þýskalandi vekja al- varlegar spurningar og mikinn óhug} Óhugnaður með vonda fyrirmynd Áhyggjufulliráhugamenn um miðbæinn birtu auglýsingu í Morgunblaðinu í gær þar sem sýnd- ar voru myndir af auðu húsnæði við lokaðar götur. Þar var bent á að borgaryfirvöld hygðust halda áfram að loka götum í miðbænum. Fram kom að „af- gerandi meirihluti rekstraraðila við Laugaveg, Skólavörðustíg og í næsta nágrenni eða 70%“ væri alfarið á móti götulok- unum. Hvatt var til að horfið yrði frá götulokunum „en tekið upp raunverulegt samstarf við rekstraraðila í miðbænum um lokanir á góðviðrisdögum“. Í miðbænum hafa borgaryfir- völd því miður knúið fram ein- strengingslega sérvisku sína og lítið samráð haft við þá sem ákvarðanirnar snerta helst. Annað dæmi um svipaða framkomu borgarstjórnar kom fram í sama blaði í umfjöllun um svæð- ið við Sjómanna- skólann. Þar hafa íbúar kvartað mjög undan einstreng- ingslegri afstöðu borgar- stjórnarmeirihlutans, sem hyggst knýja í gegn mikla „þéttingu byggðar“ á svæðinu. Vinir Saltfiskmóans hafa bent á að augljóst sé á skipulagsferlinu sem hófst vorið 2018 „að samráð við íbúa hverfisins er í reynd ekkert heldur aðeins sýndar- mennska, enda hafa málefna- legar ábendingar íbúa al- gjörlega verið hunsaðar fram til þessa“. Hvernig stendur á því að borgaryfirvöld eru síendurtekið sökuð um skort á samráði? Get- ur verið að þau hafi engan áhuga á því sem íbúar og at- vinnurekendur í borginni hafa fram að færa um nánasta um- hverfi sitt? Borgaryfirvöld vaða áfram án tillits til ábendinga íbúanna} Skortur á samráði Ó lafur Ísleifsson, skýrslubeiðandi um EES, er ómaklega gagnrýndur fyrir að hafa horn í síðu Evrópu- sambandsins og þátttöku Íslands í því. Ekkert er fjær sanni. Ólafur hefur staðfastlega barist fyrir fullri aðild Íslands og upptöku evru. Í Fréttablaðinu 3.4. 2018 sagði Ólafur að „ESS-samningurinn hafi markað tímamót hér á landi og í megindráttum haft jákvæð áhrif“. Jákvæð afstaða Ólafs er ekki ný. Í Fréttablaðinu var sagt frá hádegisfundi í HR í febrúar 2007: „[Ólafur] leggur þó áherslu á að menn forðist klisjur í umræðunni og bendir á að evran leysi engan vanda ein og sér, heldur sé hún skipulags- legt atriði og umgjörð um atvinnulífið. Fullyrð- inguna um að krónan sé ekki vandinn heldur hagstjórnin segir hann vera eina klisjuna. „Þetta tel ég rangt. Vandinn er hagstjórnin og krónan, ekki bara að hag- stjórnin hafi hér ekki verið sem skyldi. Við verðum að horf- ast í augu við að krónan er örmynt sem á erfitt með að fóta sig í þessum sviptibyljum sem ganga yfir alþjóðlegan mark- að.“ Þann 28. janúar 2009 var Ólafur í Speglinum á Rás 1 og sagðist „ekki mega til þess hugsa að Evrópumálin yrðu sett á ís“. Hann minnti á orð Görans Perssons, fyrrverandi for- sætisráðherra Svíþjóðar, í heimsókn hingað til lands. Pers- son lagði áherslu á að innganga í ESB í bankakreppu á síð- asta áratug 20. aldar hefði komið Svíum mjög til góða. Sama vor undirritaði Ólafur yfirlýsingu frá Sammála- hópnum um umsókn um aðild að ESB með ósk um flýti- meðferð inn í evrópska myntbandalagið. Þar sagði: „Við erum sammála um að hagsmunum ís- lensku þjóðarinnar verði best borgið innan ESB og með upptöku evru. Þess vegna viljum við að þegar verði sótt um aðild að ESB og gengið frá aðildarsamningi þar sem heildarhagsmunir þjóðarinnar eru hafðir að leiðarljósi.“ Grein Ólafs í Fréttablaðinu 31.12. 2009, Annus Horribilis: „Umsókn um aðild að Evrópusambandinu með upptöku evru fyrir augum felur í sér annan lið í að endurheimta traust á alþjóðlegum vett- vangi. Krónan ein á báti hefur reynst lands- mönnum dýrkeypt og enginn kostur annar er tækur en að bindast öðrum þjóðum um sam- starf í þessum efnum.“ Í DV 27. ágúst 2010 spurði Ólafur: „Hver er framtíðarsýn stjórnvalda um nothæfan gjaldmiðil? Hvað ætla þeir menn að gera sem leggjast gegn aðild að ESB og þar með evrunni sem lögeyri Íslendinga til að leysa þjóðina úr fátæktarhlekkjunum sem krónan leggur á hana?“ Í Víglínunni 14.4. 2018 áréttaði Ólafur afstöðu sína um að Flokkur fólksins styddi aðildina að EES-samningnum, en vildi ekki ganga í Evrópusambandið. Hér hefur Flokkurinn ekki viljað ganga jafnlangt Ólafi, sem átti reyndar ekki lengi samleið með fólkinu. Enda segir hin góða bók [Matt 24:13]: Sá sem staðfastur er allt til enda mun hólpinn verða. En hún segir ekki hve- nær. Benedikt Jóhannesson Pistill Liðsmaðurinn staðfasti Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Netglæpir eru í stöðugriþróun og þeir sem aðþeim standa verða sí-fellt djarfari í aðferðum sínum. Athygli þeirra beinist í auknum mæli að stærri skotmörk- um í von um enn meiri gróða. Þá er aðgengi að upplýsingum lykil- þáttur í glæpum á netinu og á það jafnt við gerendur og rannsak- endur. Er þetta á meðal þess sem fram kemur í nýrri úttekt evrópsku löggæslustofnunarinnar Europol um netglæpi og þróun þeirra. „Það er ekki einungis ný tækni sem leiðir af sér nýjar ógnir heldur verða þær einnig til vegna þekktra tæknigalla sem látnir eru afskiptir til lengri tíma. Það er af þessari ástæðu sem löggæslusveitir mega ekki bara einblína á áhrif tækni- þróunar á netglæpi, s.s. gervi- greind, heldur verða þær að nálg- ast netglæpi af meiri heild, s.s. með forvörnum, athygli og aukinni þekkingu,“ segir í úttekt Europol. Gagnagíslataka á toppnum Svokallaðar gagnagíslatökur (e. ransomware) eru sem fyrr á toppi netglæpa á heimsvísu. Dæmi um slíka árás er „WannaCry“, sem fór eins og eldur í sinu milli landa árið 2017. Hefur Europol m.a. sett á laggirnar sérstakt verkefni, svo- nefnt „No More Ransom“, til að berjast gegn gagnagíslatökum. Eru samstarfsaðilar verkefnisins yfir 100 talsins, þar á meðal eru lög- gæslusveitir víða um heim og tölvu- og netöryggisfyrirtæki. Árásir eru gerðar á bæði tölvur einstaklinga og fyrirtækja. Europol segir þó að árásir séu gerðar í meira mæli á fyrirtæki því gerendur sjá fram á að geta kreist út hærra lausnar- gjald á gögnum sem rænt er frá fyrirtækjum frekar en einstakl- ingum. Heildarfjöldi þeirra sem verða fyrir gagnagíslatöku hleypur á milljónum notenda á hverju ári. Einstaklingar og fyrirtæki á Ís- landi eru í þeim hópi. Álagsárásir á netkerfi, svo- nefndar DDoS, eru einnig mikið vandamál, að sögn Europol. Bank- ar verða gjarnan fyrir þessum árásum og myndast þá mikið álag á vefsíður þeirra og er tilgangurinn að hindra aðgang annarra að net- kerfinu. Í einhverjum tilfellum verður rof á þjónustu. Íslenskir bankar hafa m.a. orðið fyrir DDoS- árásum. Veiki hlekkurinn Ragnhildur Geirsdóttir, for- stjóri Reiknistofu bankanna (RB), tók þátt í ráðstefnu á Grand hóteli sl. miðvikudag. Var þar boðið upp á röð fyrirlestra um öryggismál. „Fyrirtæki þurfa að vera með- vituð um að þrátt fyrir að net- glæpir séu flóknir og tölvuþrjótar tæknivæddir þá er mannlegi þátt- urinn oftast veikasti hlekkurinn. Fræðsla og þjálfun starfsmanna á netglæpum skiptir því sköpum,“ sagði Ragnhildur í ávarpi sínu og bætti við að netöryggismál yrðu sí- fellt flóknara viðfangsefni og það væri nauðsynlegt að líta á þenn- an málaflokk sem samstarfs- verkefni fyrirtækja og stofn- ana. „Við þurfum að vinna bæði innan atvinnugreina og þvert á þær. Meiri þekking og samstarf er öllum til góða,“ sagði hún enn fremur, en það voru RB og netöryggisfyrirtækið Syndis sem boðuðu til ráðstefnunnar. Í stöðugri þróun og verða sífellt djarfari Peter Kruse, forstöðumaður netglæpadeildar öryggisfyrir- tækisins CSIC Security Group, var einn þeirra sem tóku til máls á ráðstefnunni. Segir hann það aldrei hafa verið jafn einfalt að vera netglæpamaður og á okkar tímum. „Upplýsingar eru aðgengileg- ar á netinu og tölvuþrjótar kunna leiðina og aðferðina til að nálgast þær og nýta þær. Net- glæpamenn setja upp þjónustu- starfsemi með það að markmiði að svíkja út peninga úr fyrir- tækjum, stofnunum og ein- staklingum. Tölvuþrjótar ná að brjótast inn í kerfi, líkt og netbanka, þar sem viðskiptavinir eru beðnir að gera ein- hverjar aðgerðir inn- an frá í kerfinu. Þessi glæpastarf- semi er gríðar- lega skipulögð og flókin.“ Aldrei jafn einfalt og nú ÖRYGGISSÉRFRÆÐINGUR Ragnhildur Geirsdóttir Morgunblaðið/Ófeigur Tölvubúnaður Netþrjótar verða sífellt klókari þegar kemur að brotum og verða milljónir notenda um heim allan fyrir barðinu á þeim á hverju ári.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.