Morgunblaðið - 11.10.2019, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 11.10.2019, Qupperneq 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2019 ✝ Kristinn ÓlafurJónsson skip- stjóri fæddist í Stykkishólmi 5. ágúst 1940. Hann lést á St. Franc- iskussjúkrahúsinu í Stykkishólmi 29. september 2019. Foreldrar hans voru Jón Ólafsson sjómaður og Ragn- heiður Hansen, bæði úr Stykkishólmi. Systkini hans eru Sigurbjörg Hansa, Emma og Eggert Ólafur. Krist- inn Ólafur kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni Þórhildi Magn- úsdóttur, f. 30. nóvember 1941, þann 25. desember 1962. For- eldrar Þórhildar voru Magnús Ísleifsson bifreiðarstjóri og Bergþóra Þorgeirsdóttir. Börn 24. september 1981, búsettur í Stykkishólmi, sambýliskona hans er Anna Margrét Páls- dóttir. Dóttir Hjalta er Hildur Lena og stjúpsonur, sonur Önnu, er Brynjólfur Hólmar. Kristinn Ólafur, eða Kiddó eins og hann var alltaf kallaður, ólst upp í Stykkishólmi, við sjó- inn sem átti svo eftir að vera hans staður alla tíð en Kiddó var sjómaður frá unga aldri, lengst af skipstjóri á Þórsnesi SH 108. Þegar Kiddó hætti til sjós hóf hann störf hjá fyrirtæki sínu Þórsnesi hf. og vann þar til starfsloka. Síðar eignaðist Kiddó trilluna Sigrúnu með Freysteini Hjaltalín, svo trilluna Sif og síðast bát sem fékk nafnið Kristborg SH 108. Kiddó og Þórhildur hafa búið alla sína hjúskapartíð í Stykkishólmi, á Þvervegi 8 til ársins 2005 en þá byggðu þau sér hús að Hjalla- tanga 22 og hafa búið þar síðan. Útför Kristins Ólafs fer fram frá Stykkishólmskirkju í dag, 11. október 2019, og hefst at- höfnin kl. 14. Kristins og Þór- hildar eru: 1) Krist- borg, f. 8. október 1962, d. 14. júlí 2004. Kristborg átti synina Kristin Ólaf Smárason og Egil Egilsson en eftirlifandi sambýlismaður hennar er Egill Eg- ilsson. 2) Magnús Þór, búsettur í Stykkishólmi, f. 18. júlí 1965, sambýliskona hans er Wioleta Marzec og eiga þau dótturina Amelíu. Fyrir á Magnús synina Kristjón og Guðmund Kristin. 3) Fanný, f. 25. nóvember 1968, eiginmaður hennar er Patrick Welter og eiga þau dæturnar Alexöndru og Emmu. Fanný er búsett í Lúxemborg. 4) Hjalti, f. Tengdapabbi minn hann Kiddó hefur klárað sitt síðasta verkefni í þessari jarðvist. Skarðið sem hann skildi eftir sig er feikistórt. Ég kynntist honum þegar ég og sonur hans rákumst saman hér um árið. Ég komst fljótlega að því að um mikinn mektarmann í samfélag- inu væri að ræða. Það kemur líklega engum á óvart að ég var strax boðin velkomin í þessa fjölskyldu. Hlýlegt heimili sómahjónanna Þórhildar og Kiddós á Hjallatanganum stóð mér alltaf opið, heitt á könn- unni og heil ósköp af bakkelsi og ekki nokkur leið að fara óét- inn þaðan út. Það fór ekkert á milli mála að Kiddó og Þórhild- ur voru vinamörg hjón, heimili þeirra var oftar en ekki eins og á alþjóðaflugvelli. Ekki er ég hissa á því. Ungur sonur minn varð sam- stundis nýtt barnabarn þeirra hjóna án þess að ég hefði talið krakkanum trú um að þennan góðlega mann mætti hann kalla stjúpafa. Nei, nei. Hann varð strax afi Kiddó. Kiddó var í raun skólabókardæmi um góðan afa. Sköllóttur með gráan kraga og bumbu, brosmildur, mikið að stússast í bílskúrnum, átti fulla skúffu af sleikjóum og hafði un- un af því að leika við barnabörn sín. Ekki þótti honum verra að syni mínum liggur genetískt hátt rómur og hann þurfti yfir- leitt ekki að endurtaka sig fyrir heyrnardaufan afa sinn. Kiddó var sjóhetja, en sjóhetjur eru að mínu mati æðri öðrum mönnum. Það leyndi sér ekki að ég var að labba inn á heimili gamals sjómanns þegar þau buðu mér inn á heimilið, húsið kemst næst því að vera skip á þurru landi. Alsett skipalíkn- eskjum og styttum af mönnum í sjóstökkum, myndum og mál- verkum af skipum og risastórt handstýri af gamla skólanum uppi á vegg og togaraklukka í stofunni. Að ógleymdum verð- launagripum fyrir afrek á sjó. Það eina sem vantaði var kýr- auga. Ég sá glögglega að ég væri á hárréttum stað þar sem sjómennskuáhugi minn nær út fyrir endimörk alheimsins og gátum við Kiddó alltaf rætt um sjómennsku alveg fram undir það síðasta. Kiddó var einstak- lega hjálpsamur og alltaf klár í að hjálpa til með allt stúss. Þegar við Hjalti fluttum í Hólminn var hann okkur mikið innan handar, jafnvel óumbeð- inn. Hann sá að það vantaði þvottasnúrur á staurana úti í garði hjá okkur og var einn daginn mættur út í garð að strengja snæri á milli án þess að láta vita af sér og hrökk hús- freyjan nett við þegar hún leit út um gluggann og sá karlinn með snúruna á lofti. Ég fékk að fylgja Kiddó í gegnum hans veikindi, frá byrjun til enda. Hann tók þessu verkefni af miklu æðruleysi. Að vera bæði hans aðstandandi og umönnun- araðili var í senn bæði erfitt og gefandi. Þegar á brattann fór að sækja eyddum við miklum tíma saman, þróuðum með okk- ur fallegt samband og mér fannst mikil forréttindi að fá að hjálpa honum á hans erfiðustu stundum. Við gátum alltaf sest niður og farið að ræða sjógang- inn og rifjað upp gömul sjóslys og annað sjótengt, þá kom allt- af bros á andlitið. Mér þótti mjög vænt um þessar stundir og er ég nokkuð viss um að það hafi verið gagnkvæmt. Ég vil þakka Kiddó samfylgdina og hjálpina og fyrst og fremst samveruna. Anna Margrét Pálsdóttir. Ég naut þeirrar gæfu að kynnast honum afa Kiddó, enda sá eini sem sýndi mér gleði og hlýju þegar ég kom í Hólminn. Við tengdumst sterkum bönd- um þegar ég var lítill og þau ár sem á eftir komu og þau ár sem ég átti með honum. Við rædd- um mikið saman í okkar mörgu göngutúrum með Tinnu okkar og ég fann að afi elskaði hana jafn mikið og ég og hún veitti honum mikla gleði. Man að afi gaf henni oft harðfisk. Við afi töluðum um allt milli himins og jarðar og afi var alltaf hlýr og blíður við mig og tilbúinn að sýna mér hluti og kenna mér sem hann og gerði. Kenndi mér að veiða á Kristborginni og flaka. Svo man ég alltaf þegar kominn var svefntími, þá lásum við oft saman bækur sem hann las. Svo gleymi ég aldrei út- varpinu sem var alltaf í gangi á morgnana þegar ég vaknaði. Ég mun sakna göngutúranna og alls sem við gerðum saman og að heyra rödd afa segja: „Jæja, nú skulum við drífa okkur í göngutúr.“ Ég mun líka minn- ast hans hlýju og sterku nær- veru. Hann varð stoltur að heyra að ég væri byrjaður í vél- fræði og ég ætla mér að klára það nám og ná mér í D-réttindi. Þegar ég útskrifast mun ég hugsa um hversu stoltur hann hefði orðið af mér. Og það er sárt að hafa ekki fengið að kveðja þig og það veldur mér mikilli sorg að hafa ekki fengið að fylgja þér til grafar. Hvíldu í friði, elsku afi. Fyrir hönd móð- ur minnar vil ég láta þessi orð fylgja með: Móðir mín mun aldrei gleyma því þegar hún hitti þig fyrst standandi í dyr- unum og þú bauðst hana vel- komna með fallegu brosi og óskaðir henni til hamingju með giftinguna og þið hlóguð mikið bæði. Með miklu þakklæti frá móður minni fyrir að þú fórst alltaf með blómvönd á leiðið til pabba hennar í Víkinni þegar þú ferðaðist á húsbílnum. Þú hafðir mikið dálæti á Vestfjörð- um. Móðir mín minnist þín með hlýju og þíns góða hjartalags sem allir nutu sem fengu að kynnast þér. Lifi þín minning. En nótt, þú sem svæfir sorgir og fögnuð dagsins og sumarsins dýrðar í fölnuðu laufi geymir! Ég veit, að augu þín lykja um ljósið sem myrkrið. Því leita ég horfinna geisla í skugg- um þínum. Tak þú mitt angur og vinn úr því söng, er sefi söknuð alls þess, er var og kemur ei framar. (Tómas Guðmundsson) Guðmundur K. Húnfjörð Magnússon. Kæri vinur. Minningarnar hrannast upp. Tveir litlir strákar að leik við drullupoll, þar flutu fyrstu draumafleyin okkar. Síðan var útgerðin færð á Pallatjörn og þar var siglt með „aflann“ um öll heimsins höf. Síðar þegar við stofnuðum Þórsnes hf. fluttum við okkur yfir höfðann. Þá höfðum við keypt Þórsnes SH108 ásamt öðrum góðum félögum. Sá bát- ur varð okkur happafley. Ég minnist þess þegar fyrsta áhöfn Þórsness kom frá skrán- ingu á Sýsluskrifstofunni, þá mættum við öldruðum sjómanni sem sagði við okkur: „Þetta er sú yngsta áhöfn sem ég hef séð.“ Kiddó skipstjórinn 23 ára og hinir á aldrinum 17-35 ára. Allt blessaðist þetta og útgerðin óx og dafnaði ár frá ári og varði í 40 ár. Við höfum átt samleið í yfir 75 ár. Við lékum okkur saman sem litlir drengir og fljótlega bætt- ist hún Þórhildur þín í hópinn. Við skemmtum okkur saman sem unglingar. Við unnum saman og við stofnuðum fjölskyldur. Og allar þær ferðir sem við höfum farið saman. Fastur liður var að fara í útilegur einu sinni til tvisvar á sumri. „Menning- arferðir“ til Reykjavíkur og svo allar utanlandsferðirnar. Við höfum átt gott samstarf, ekki alltaf verið sammála, en umfram allt verið vinir og siglt margan sjóinn saman. Nú siglir þú á vit hins ókunna og við óskum þér góðr- ar ferðar með þökk fyrir allt. Þórhildi þinni og börnum vottum við samúð okkar. Baldur, Guðrún Marta, dætur og fjölskyldur. Það er mánudagskvöld, ég horfi út um vesturgluggann á stofunni á ógnardimm ský yfir Víðivörðuásnum en sólin stafar skærri birtu á örmjóa rönd næst jörðu. Á hvað skyldi þetta nú vita? Síðar um kvöldið frétt- um við lát vinar okkar, Kristins Ólafs Jónssonar, skipstjóra í Stykkishólmi, en fyrir okkur var hann alltaf Kiddó á Þórs- nesinu. Mín fyrstu kynni af Kiddó gleymast mér aldrei. Það var vorið 1964, ég fór vestur í Hólm að sækja Mörtu konu mína og tveggja mánaða dóttur okkar. Þannig stóð á spori að það var dansleikur um kvöldið á Breiða- bliki og þangað var ferðinni heitið hjá Kiddó og Þórhildi, æskuvinkonu Mörtu, og við Marta skruppum með. Ég var hálfsmeykur, hafði heyrt um róstur milli Hólmara og Ólsara og hvað yrði þá um sveitastrák norðan úr Skagafirði? Sá ótti reyndist ástæðulaus því mér var vel tekið og Kiddó stríddi Mörtu og sagði „ég hélt að þú hefðir náð í gamlan bónda þarna fyrir norðan en svo er þetta bara ungur strákur sem mætir í Hólminn“. Þar með var ísinn brotinn. Alla tíð síðan hef- ur verið mikill samgangur á milli heimilanna og ófáar nætur höfum við gist á heimili þeirra og alltaf var það eins og að koma heim að koma til þeirra. Ávallt einstaklega gott og skemmtilegt að spjalla við þau hjónin. Í einni ferðinni okkar vestur fórum við með þeim í siglingu út í Brokey að heim- sækja Steina vélstjóra og var það skemmtileg reynsla að sjá búskapinn hjá þeim Brokey- ingum. Þau hjónin voru ákaflega samstillt og sást það best þegar þau urðu fyrir þeirri djúpu sorg að missa Kristborgu dóttur sína. Fátt held ég að reyni meira á en að fylgja börnum sínum hinsta spölinn en þau stóðust þá erfiðu raun. Elsku Þórhildur, Magnús, Fanný, Hjalti og fjölskyldur. Missir ykkar er mikill en minn- ingin er dýrmæt og góð um þennan trausta dreng. Ég sé hann fyrir mér sterkan standa og stefna í örugga höfn. Kunni að bregðast við hverjum vanda þó hvessti á sjávar Dröfn. Farsæll drengur í flestum störfum feðranna stefnir til. Enn þá hugar að annarra þörfum á öllu hann kunni skil. Við kveðjum þig vinur, klökk í huga, það kanna að skyggja um sinn. Þessar línur látum við duga ljúfasti vinur minn. (Ben. Ben.) Dýpstu samúðarkveðjur fær- um við ykkur og fjölskyldum ykkar. Kveðja frá Benedikt og Mörtu. Auðlindir hafsins yrðu ekki nýttar ef ekki væru til staðar í sjávarbyggðunum dugmiklir einstaklingar sem kunna að stunda sjóinn. Hinar miklu þjóðartekjur sem falla til vegna veiða, vinnslu og útflutnings sjávarafurða verða til vegna þess að samhentir einstakling- ar, fjölskyldur og fyrirtæki leggja til eignir sínar og fjár- festa í veiðarfærum og fiski- skipum sem nýtt eru til þess að sækja á fiskimiðin undir stjórn öflugra skipstjóra og sókndjarf- ra sjómanna. Einn þeirra sem í áratugi stóðu við stjórnvölinn á fiski- skipi frá Stykkishólmi var skip- stjórinn og útgerðarmaðurinn Kristinn Ólafur Jónsson, sem verður kvaddur í dag frá Stykkishólmskirkju. Kristinn Ólafur var fæddur og uppalinn í Stykkishólmi. Hann hóf að sækja sjóinn fimmtán ára gamall sem háseti, síðar vélstjóri og stýrimaður áður en hann tók við sem skip- stjóri og varð einn mesti afla- kóngur landsins á fiskiskipun- um sem báru nafnið Þórsnes SH 109 frá Stykkishólmi. Það þarf bæði áræði og fyrirhyggju til þess að verða jafn farsæll skipstjóri og Kristinn var. Ár eftir ár var hann meðal afla- hæstu skipstjóra landsins og þurfti því að sækja sjóinn af miklu kappi. Hann lét ekki staðar numið við að stýra sínu skipi því hann var í samhentum hópi sem stofnaði fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækið Þórsnes hf. og varð það og er eitt öfl- ugasta sjávarútvegsfyrirtæki við Breiðafjörð þrátt fyrir mikl- ar sveiflur í sjávarútvegi. Það hefur verið gæfa Hólm- ara að geta nýtt auðlindirnar sem Breiðafjörðurinn geymir og samfélagið hefur notið þess. Sem bæjarstjóri í Stykkishólmi átti ég gott samstarf við Krist- in og það var gott að njóta þess að geta leitað ráða hjá honum sem þekkti svo vel til manna og málefna staðarins og hann þekkti þarfirnar til uppbygg- ingar í þágu atvinnulífsins. Hafnamálin voru honum sér- stakt áhugamál svo sem eðli- legt verður að teljast og ég átti mikið samstarf við hann sem útgerðarmann og skipstjóra vegna undirbúnings við hafn- argerð og þróun þeirrar þjón- ustu sem Stykkishólmshöfn hefur byggt upp og veitt. Þegar til mín var leitað árið 2014 að koma aftur að stjórn bæjarmál- anna leitaði ég ráða hjá Kristni sem hvatti mig til þess að verða við þeirri beiðni. Fyrir stjórn- málamann er það ómetanlegt að eiga stuðning vísan frá manni á borð við skipstjórann Kristin. Þess naut ég og vil þakka á þeim tímamótum er við kveðjum Kristin hinstu kveðju. Megi minningin um hann lifa. Ég votta Þórhildi, börnum hennar og fjölskyldu samúð og bið þeim blessunar. Sturla Böðvarsson. Kristinn Ólafur Jónsson ✝ Valgarður Sig-urðsson fædd- ist 14. maí 1943 á Tjörnum, V-Eyja- fjallahreppi, Rang- árvallasýslu. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Skjóli 30. september 2019. Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson Haralds- son, f. 20. apríl 1919, d. 28. jan. 1998, og Una Huld Guðmundsdóttir, f. 21. mars 1918, d. 8. nóv. 1995. Fósturforeldrar hans voru Guðni Magnússon, bóndi í Hólmum í A-Landeyjum, og k.h. Rósa Andrésdóttir. Systkini Valgarðs voru Har- aldur Sigurðsson, f. 5. júní 1942, Hermóður Sigurðsson, f. 26. sept. 1945, d. 27. sept. 2008, Þórhallur Sigurðsson, f. 20. jan. 1947. Hálfsystkini voru Krist- ján Sigurðsson, f. 29. jan. 1942, Guðjón Sigurðsson, f. 7. feb. 1954, Sigríður Járngerður Sigurðardóttir, f. 24. sept. 1955, Guðbjörg Ágústa Sigurðardóttir, f. 2. nóv. 1958, Ágúst Sigurðsson, f. 31. okt. 1964, og Ómar Haffjörð Harðar- son, f. 25. sept. 1939. Valgarður kvæntist fyrri konu sinni, Guð- rúnu Magnúsdóttur Stephen- sen, f. 15. nóv. 1950, 15. nóv. 1970. Dóttir þeirra er Hulda Björk Valgarðsdóttir, f. 15. feb. 1971. Valgarður kvæntist seinni konu sinni, Elísabetu Kristjáns- dóttur, f. 2.7. 1945, 13. maí 1978. Börn þeirra eru Kristján Valgarðsson, f. 2. sept. 1975, Pétur Valgarðsson, f. 2. sept. 1975, og Sigurður Valgarðsson, f. 9. jan. 1978. Útför Valgarðs fer fram frá Víðistaðakirkju í dag, 11. októ- ber 2019, klukkan 13. Á Tjörnum undir Eyjafjöllum hafði verið búið frá ómunatíð, þar var tvíbýli og þar bjuggu gildir bændur, því þetta var góð jörð. Meðal annars bjuggu afi og amma Valgarðs á þessum bæ, sem og foreldrar hans. Tjarnir eru á vesturbakka Markarfljóts. Svo var hlaðið fyrir ála úr Fljótinu sem runnu vestur með Fljótshlíð í farvegi Þverár og líka hlaðið fyrir aðra ála sem það dreifði sér í og runnu í svoköll- uðum Ála-farvegi verstan við bæ- inn. Með þessu var vatninu öllu veitt í einn farveg austan við Tjarnir og það tók að brjóta niður landið, farvegur þess sem verið hafði eins í margar aldir var nú orðinn of lítill. Þegar loks voru gerðir varnargarðar þarna niður frá hafði Markarfljót brotið niður fallegt land tvo kílómetra til hlið- ar og var komið í fyrstu tóftina. Ekki þarf að orðlengja frekar að ekki var byggilegt á Tjörnum við allar þessar hamfarir, fólkið flúði þaðan burtu. En Valgarður var síðasta barnið sem fæddist á Tjörnum 1943, bróðir hans tæplega ári eldri var þá líka á bænum og hann langaði til að sjá þennan ný- fædda bróður sinn. Hann var leiddur inn í stofu í litla bænum á Tjörnum og sagði er hann sá Val- garð í fyrsta sinn: „Ei lilla, líbba líbb, kis kis.“ Sjálfsagt hefur hon- um fundist eitthvað líkt með hon- um og lítilli kisu, þessu hefur oft verið brosað að og talað um. Svo fór Valgarður til Hafnarfjarðar með foreldrum sínum og því hef- ur líka verið brosað að þegar hann var að kynna sig fyrst þá sagðist hann heita Valgadur Si- gudson. Taldara Valli (Kallaður Valli). Kom svo að Hólmum í Landeyjum og var alinn þar upp til margra ára, þar byrjaði skóla- ganga hans í barnaskólanum í Gunnarshólma sem var upphaf menntaferils hans, því hann lærði lögfræði og starfaði við það til margra ára eða þangað til hann veiktist af sjúkdómi þeim sem dró hann til dauða langt um aldur fram. Valgarður var vel gerður á all- an hátt, mjög vandaður maður í öllu tali, hreinskiptinn og góður drengur. Svipur hans allur bar vott um innræti hans – góða lund og gott hjartalag. Hann átti þrjá albræður Harald, Hermóð og Þórhall. Og auk þess fimm hálf- systkini. Öll eru þessi systkini vel af guði gjörð og fólk með mikla hæfileika til ýmissa hluta. Skrif- ari þessara orða er gamall maður sem bjó í fjarlægð við Valgarð lengst af og þekkti ekki mikið til hans lífshlaups eða áhugamála hans og hafði ekki mikið sam- band við Valgarð en svo náskyld- ur honum að úr fjarðlægð fylgd- ist alltaf með honum, hvernig honum gekk í hinum ýmsu störf- um lögfræðinnar, til dæmis, og hvernig hann óx í mannlegum samskiptum og var mikils met- inn. En man frekar eftir honum litlum ljúfum dreng, sem var vin- sæll og hátt metinn af öllum, greinilega hugsandi og vel gerð- ur á allan hátt, sem seinna kom í ljós. Ég votta konu hans og börn- um mína dýpstu samúð. Grétar Haraldsson. Valgarður Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.