Morgunblaðið - 11.10.2019, Page 24

Morgunblaðið - 11.10.2019, Page 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2019 ✝ Viðar Á. Bene-diktsson fædd- ist 11. ágúst 1939 á Vesturgötu 68. Hann lést á heimili sínu 27. september 2019. Foreldrar hans voru Jóhanna Ólafsdóttir og Benedikt Bjarna- son. Systkini hans eru Halldór Gunnarsson, látinn, Ólafur Gunnarsson, látinn, Tryggvi Gunnarsson, látinn, Júlía Gunnars- dóttir, Lára Gunn- arsdóttir, látin, Selma Gunnars- dóttir, látin, Óskar Benediktsson, Kol- brún Benediks- dóttir, Sesselja Benediktsdóttir, Aðalheiður Bene- diktsdóttir og Mar- grét Benediksdótt- ir. Útförin fer fram frá Digra- neskirkju í dag, 11. október 2019, klukkan 11. Kæri Viðar mágur, vinur og fé- lagi, nú er komið að kveðjustund og það er margs að minnast. Mér er minnisstætt að þegar ég kom í heimsókn til Viðars þá setti hann oft plötu á fóninn því hann átti stórt plötusafn og við sátum, hlustuðum og spjölluðum um dag- inn og veginn. Hann var einnig mikill bókavinur og var sá eini sem ég þekkti sem hafði lesið Biblíuna spjaldanna á milli. Hon- um voru trúmál hugleikin og hann las allt um trúarhefðir og trúmál. En í seinni tíð las hann aðallega vísindaskáldsögur. Hann hafði mikið gaman af Aliens, Star Wars og Star Trek. Þess vegna var það mjög mikilvægt fyrir Viðar að komast til Canaveral-höfða þegar við fórum til Flórída eitt skiptið. Við fórum og skoðuðum geim- flaugar og sáum hólkinn sem hafði flutt mann innanborðs út í geim- inn. Þegar við skoðuðum hólkinn þá þótti okkur hann mjög lítilfjörleg- ur að sjá. Það var ekki mikið svig- rúmið sem maðurinn hafði þarna í hólknum. Við fórum oft á bílasýningar þegar umboðin voru að kynna nýja bíla og horfðum á boltann saman. Við fórum nokkrir sprækir karlar á fótboltaleik í London, en hann var mikill Chelsea-maður. Eitt sinn sátum við heima að kjafta og spila músík þegar við ákváðum það bara svona upp úr þurru að skella okkur til Frakk- lands. Og það var farið niður í Úr- val-Útsýn rétt fyrir lokun og keyptir miðar til Lúxemborgar því þá var ekki flogið beint til Par- ísar eins og í dag. Við flugum svo til Lúxemborg- ar morguninn eftir og tókum lest- ina þaðan til Parísar og Maja tók á móti okkur til að opna íbúðina hjá Margréti og Brúnó. Svo var tekin næsta lest til Bordeaux og þar hittum við á restina af fjölskyld- unni í sumarhúsinu. Við sáum ekki eftir þessari ferð. Hann hafði gaman af því að geta stokkið upp í flugvél með svona litlum fyrirvara og vera kominn í rauðvínssmökkun í Bor- deaux hjá vínbónda sem var rétt hjá sumarhúsinu þar næsta dag. Við fórum líka í bæinn í vínsmökk- un og þar var hægt að kaupa vín beint af tunnunum í flöskur sem maður kom með að heiman. Þetta var önnur menning en við áttum að venjast. Einnig fórum við eitt sinn til Portúgals í sólina og á morgnana fórum við í u.þ.b. tveggja tíma göngutúra og á leiðinni stoppuð- um við á enskum pöbb og fengum okkur sinn bjórinn hvor. Og það var orðið þannig að þegar við birt- umst þá kom þjónninn með bjór- inn fyrir okkur og þessu hafði Við- ar voða gaman af. Við spáðum mikið í heimsmálin og Viðar fylgdist vel með í fjöl- miðlum. Við spáðum í það hvernig heimurinn myndi líta út eftir kalda stríðið því við vissum að hlutirnir gætu ekki gengið svona til lengdar. Og það varð raunin því þegar múrinn féll þá breyttist margt. Takk fyrir samfylgdina og vin- áttuna. Farðu í friði, kæri vinur. Gunnar Haraldsson. Um leið og ég kveð Viðar frænda minn með nokkrum línum þá geri ég það með smá semingi; hann var nefnilega ekkert fyrir ræður eða hól í sinn garð. Viðar var stór hluti af uppeldi mínu frá því að ég var eins árs og fram á unglingsárin, fyrst á Vest- urgötunni og síðan í Kópavogin- um. Þegar ég hugsa um þessi ár kemur strax upp í hugann brosið út í annað og hláturinn. Viðar var duglegur og ósérhlíf- inn til verka. Hann var almennt ekkert fyrir að tjá tilfinningar sín- ar í orðum en lét þær gjarnan í ljós með öðrum hætti. Man sérstak- lega eftir þegar hann var á sjónum og fór í siglingu til Englands, þá keypti hann handa mér flottasta leikfangariffilinn sem var til á þeim tíma. Man svo vel hvað ég var alsæll með hann í öllum kúre- kaleikjunum á Vesturgötunni. Það er mér enn í fersku minni þegar hann hringdi á langbylgjunni heim á leiðinni frá Englandi og vildi ólmur segja mér frá rifflin- um, ég var í alsælu og gat ekki beðið eftir að hann kæmi í land. Man eftir þessu eins og það hefði gerst í gær. Takk frændi. Viðar keypti fyrsta bílinn sem kom á heimilið, þetta var mikil upplifun og spenningur. Vá, bíll fyrir utan heima í Kópavoginum. Þetta var Trabant en í þá daga var ekki mikið um almenna bílaeign þannig að þetta var stórt stökk. Á þessum tíma var Viðar að vinna við gangagerð í Búrfelli og því mikið í burtu. Það var erfitt fyrir unglinginn að þurfa að horfa upp á það að bíllinn stæði bara þarna í innkeyrslunni og ekkert að ger- ast. Auðvitað varð ég að prófa gripinn, vaknaði fyrir allar aldir bara til að setja hann í gang og gefa mátulega mikið inn þar sem þessir bílar voru frekar hávaða- samir. Síðan þróaðist þetta í smá keyrslu eftir Löngubrekkunni, ég var búinn að vera mörg sumur í sveit keyrandi traktora og kunni því vel á allan stjórnbúnaðinn. Auðvitað uppgötvaðir þú þetta, kílómetramælirinn hækkaði en þú gerðir ekkert mál úr þessu. Hafðir fullan skilning á að 14 ára strákur þyrfti að fá útrás. Þegar ég eign- aðist fyrsta plötuspilarann sem var einskonar ferðaspilari því hann gekk fyrir fjórum stórum batteríum þá gaf Viðar mér fyrstu plötuna, spilaði hana í gegn. Takk frændi. Þegar hringvegurinn opnaðist þá var vinsælt að keyra hringinn. Viðar vildi endilega fara hringinn og bauð ömmu með. Svo er lagt af stað og hringurinn kláraður á 3-4 dögum. Gamla konan mátti þakka fyrir að fá pissustopp á leiðinni. Viðar var hæstánægður, sérstak- lega hvað bíllinn sem hann átti fjaðraði vel á holóttum vegunum. Viðar var með hundinn sinn Krumma í vörubílnum. Þeir voru góðir félagar og voru saman flesta daga í vinnunni. Það var gaman að sjá þá félaga í umferðinni. Krummi sat sperrtur í farþega- sætinu. Viðar var bókhneigður, las allt milli himins og jarðar og hafði sterkar skoðanir á flestu, pólitík og heimsmálum. Það var gaman að ræða þessi mál við hann, við vorum kannski ekki allt- af sammála en hann hafði feikilegt innsæi í svo mörgu og það var allt- af upplýsandi að ræða þessi mál við hann. Íþróttir voru helsta áhugamálið, sérstaklega íslenski fótboltinn, hann þekkti flesta leik- menn og gat þulið upp stöðu lið- anna á hverjum tíma. Viðar lifði nægjusömu lífi en naut þess að ferðast og hafði mikla ánægju af. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Magnús Matthíasson (Maggi). Viðar Á. Benediktsson HINSTA KVEÐJA Elskulegi Viðar minn, nú er komið að kveðjustund og vil ég með fáeinum orðum þakka þér samverustund- irnar í gegnum árin. Allar stundirnar og ferðalögin sem við fórum saman. Við- ar var svo barngóður og góður við börnin mín. Ljúf- ur og elskulegur. Við áttum góðar kaffistundir heima þar sem allt var rætt milli himins og jarðar. Ástar- og saknaðar- kveðjur. Þín systir, Stella. ✝ Jóhann KáriEgilsson fædd- ist á fæðingardeild Landspítalans við Hringbraut 14. maí 2018. Hann lést á barnagjörgæslu- deild á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi 25. september 2019. Foreldrar Jó- hanns Kára eru Erla Þórisdóttir, 6. árs lækna- nemi, f. 22. janúar 1992, og Egill Örn Sigþórsson tölvunar- fræðingur, f. 17. desember 1989. Foreldrar Erlu eru Jóhanna Margrét Guðjónsdóttir, f. 17. mars 1961, og Þórir Helgi Helgason, f. 18. desember 1963. Foreldrar Egils Arnar eru Hrund Magnúsdóttir, f. 19. júlí 1967, og Sigþór Magnússon, f. 25. júní 1964. Jóhann Kári gerðist ofurhetja þegar hann greindist með hvít- blæði fimm mán- aða gamall. Í byrj- un árs 2019 gekkst hann undir bein- mergsskipti á Kar- olinska sjúkrahús- inu í Stokkhólmi þar sem hann sigraði hvítblæðið. Aukaverk- anir meðferðarinnar voru hins vegar þungar og náðu yfir- höndinni í haust og þar með lauk hetjulegri baráttu Jóhanns Kára. Útför Jóhanns Kára verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag, 11. október 2019, og hefst at- höfnin klukkan 13. Elsku hjartans Jóhann Kári. Það er með ólýsanlegri sorg og brostnum hjörtum sem þó eru uppfull af þakklæti sem við fylgj- um þér síðasta spölinn í dag. Þú fullkomnaðir lífið okkar þegar þú komst í heiminn og á þeim 500 dögum sem hjartað þitt sló kennd- ir þú okkur meira en orð fá nokk- urn tímann lýst. Fyrstu fimm mánuðirnir í lífi þínu voru eins og dans á rósum og við nutum hvers dags í alsælu með þér. Þú fórst svo langt fram úr okkar allra björt- ustu vonum og varst eins og hugur okkar frá fyrsta degi. Þú fylltir hjörtu okkar og huga af stolti og hamingju í þá 500 daga sem við fengum að verja með þér. Alltof snemma fékkst þú að finna fyrir því að rósir hafa þyrna en í októ- ber í fyrra var litlu fullkomnu ver- öldinni okkar snúið á hvolf þegar orðið „hvítblæði“ endurómaði í hugum okkar. Við tók 11 mánaða barátta þar sem þú gafst aldrei eftir og dansaðir með bros á vör í gegnum hverja hindrunina á fæt- ur annarri. Þú varst alltaf svo und- ur glaður og hamingjusamur sama á hverju gekk og það er þér að þakka að alltaf var ótakmörkuð gleði og væntumþykja á sjúkra- stofunum okkar. Þú hreifst með þér flesta starfsmenn spítalanna, bæði á Íslandi og í Stokkhólmi, og komst okkur öllum svo á óvart með takmarkalausum styrk og þrautseigju. Þú átt flottasta stuðningshóp landsins sem fylgdi þér eftir, dáðist að þér og sendi sterka strauma yfir höfin. Þú ert okkar sanna ofurhetja, Jóhann Kári. Þér tókst að gera krabba- meinslyfjameðferð skemmtilega því síðustu mánuðir hafa verið frá- bærir á svo marga vegu. Við höf- um kynnst hliðum lífsins sem við vissum ekki að væru til. Við höfum fundið gleðina í öllum litlum smá- atriðum sem gáfu von einhvern tímann á leiðinni og það er eig- inleiki sem við ætlum að halda áfram að tileinka okkur um alla framtíð. Við höfum á vissan hátt fengið að verja meiri tíma en flest- ir foreldrar með fullkomna og stórkostlega barninu okkar sem kenndi okkur að nýta alla þá gleði sem fyrirfannst í hverju augna- bliki sem við áttum við þína hlið. Þú ert nú skærasta stjarnan á himninum og munt lýsa okkur lífs- ins leið og kenna okkur að takast á við öll þau krefjandi verkefni sem okkur eru ætluð í framtíðinni. Við trúum því og vonum svo heitt að stutta lífið þitt hafi ekki verið til einskis og að sem flestir tileinki sér einstöku gleðina þína og æðru- leysi á öllum tímum, jafnvel þegar allar dyr virðast lokaðar því þá fannstu alltaf leið til að fá okkur til að brosa í gegnum tárin. Stundum vöknum við á nóttunni, leitum að þér en grípum í tómt. Enginn í heiminum gefur betri og innilegri faðmlög en þú og þeirra söknum við mest. Það nístir svo sárt að hafa þig ekki við hlið okkar öllum stundum. Við finnum samt fyrir þér hverja stund og vitum að þú býrð nú í hjörtum okkar og hugum um ókomna tíð. Elsku Jóhann Kári, við elskum þig svo undurheitt út fyrir enda- mörk alheimsins og finnum að þakklætið og sáttin í hjörtum okk- ar tekur svo miklu stærra pláss en sú nístandi sorg sem eftir situr. Við ætlum að lifa í gleði en ekki sorg – alveg eins og þú! Þín að eilífu, mamma og pabbi. Á fallegum vordegi kom hann Jóhann Kári inn í lífið okkar. Eftirvæntingin mikil, fyrsta og eina barnabarnið okkar, dásam- legastur af öllum, fullkominn. Um leið og við litum hann aug- um stækkaði ástarhólfið í hjörtum okkar á einhvern undursamlegan hátt. Ný tilfinning, nýtt hlutverk og hugurinn fór á flug um allt það sem framundan væri. Allt sem við ætluðum að gera, fara, fá að vera þátttakendur í lífi litla drengsins okkar, leiðbeinendur og gefendur á allri þeirri ást og umhyggju sem við eigum. En erindi Jóhanns Kára til okk- ar var annað, með tímanum varð það hann sem varð okkar leiðbein- andi. Lítill fimm mánaða sýndi hann okkur hvað lífið er brothætt og getur í raun snúist við á einum degi. Síðustu ellefu mánuði kenndi hann okkur og sýndi alla daga þrautseigju, endalausa gleði, já- kvæðni og óbilandi baráttuvilja og þrek í veikindum sínum. Svona lít- ill og svona smár en samt svo stór. Það að vera foreldri og fylgjast með börnunum sínum í þessari stöðu með litla barnið sitt er ósanngjarnt, óbærilegt og í raun engan veginn hægt að skilja þann tilgang. Þrátt fyrir allt var það samt fallegt að verða vitni að því á hverjum einasta degi og jafnvel oft á dag hvernig samheldni, virð- ing og ást óx og dafnaði á milli for- eldra hans við umönnun á Jóhanni Kára. Sú ást sem þau gáfu hvort öðru og honum myndaði þykkan ástarhjúp sem mun umlykja litla drenginn okkar hvern einasta dag, alla tíð. Með brostnum hjörtum kveðj- um við hann Jóhann Kára okkar, amma og afi drúpa höfði um stund. Svo kemur sá dagur að við lítum til himins og sjáum skær- ustu stjörnuna skína og vitum í hjörtum okkar að við eigum þetta fallega ljós sem lýsir okkur veginn um ókomna tíð. Megi góður Guð styrkja og leiða Erlu og Egil okkar áfram í sinni vegferð í gegnum lífið. Við vitum að Jóhann Kári fylgir þeim í hverju spori. Hvíl í friði og ró, elsku hjartans drengurinn okkar, okkur gæti ekki þótt vænna þig. Þín eilíflega elskandi, amma Jóhanna og afi Þórir. Elsku Jóhann Kári, hetjan okk- ar og hjartagull. Ævi þín var ekki löng né auðveld en þú gafst okkur svo mikið og snertir við svo mörg- um á þinni stuttu ævi. Sem betur fer vissir þú ekki hvað barrátta þín var erfið og ósanngjörn heldur varstu alsæll að fá að hafa mömmu og pabba hjá þér öllum stundum og þið þrjú voruð svo sannarlega flottasta þríeykið, með miklum styrk, æðruleysi og gleðina að vopni fóruð þið saman í gegnum þessa erfiðu rússíbanareið. Það var ekki að ástæðulausu að þú varst kallaður kóngurinn á Karolinska. Þú vissir alveg hvað þú vildir og með þínu einstaka jafnaðargeði og gleði tókst þér að bræða alla. Þér leiddist ekki at- hyglin enda áttir þú athygli svo margra frá fyrsta degi. Þú varst fljótur að læra að með því að sýna öll þín helstu trix í tíma og ótíma áttir þú sviðið. Það er með svo mikilli sorg í hjarta sem við kveðjum þig en við erum svo þakklát fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum þó sam- an og þær munu ylja okkur um ókomna tíð. Við náðum að gera ýmislegt saman þrátt fyrir stuttan tíma, all- ar gönguferðirnar, músíkstund- irnar og margt fleira, alveg örugg- lega ekki margir sem hafa prófað eins margar ungbarnarólur á Ís- landi og í Svíþjóð og þú. Elsku Jóhann Kári, það er stórt sár í hjarta okkar sem mun aldrei gróa en um leið mun það alltaf minna okkur á þig sem er gott því með því munum við halda minn- ingu þinni og gleði á lofti. Litli engillinn okkar sem skín skærast á himnum, þín verður sárt saknað en við yljum okkur við góðar minningar og stundir sem við átt- um með þér. Takk fyrir að leyfa okkur að vera amma þín og afi, þann titil munum við bera stolt alla tíð. Megi ljós þitt skína og guð blessi þig, ástin okkar litla. Amma Hrund og afi Sigþór. Elsku Jóhann Kári minn. Mikið óskaplega á ég eftir að sakna þín, með þitt fallega bros og sjarmerandi augnaráðið. Þú varst alltaf svo glaður, sama hvað á gekk. Þú þreyttist ekki á því að sýna okkur hversu sterkur þú varst, heilsa okkur með handa- bandi eða senda okkur fingurkoss. Þú hafðir það einstaka lag að bræða alla í kringum þig með ein- lægu brosi og dansi. Eitt af því mörgu sem þú kenndir okkur var örlæti, þú vildir alltaf deila með þér – meira að segja páskaegginu sem var í miklu uppáhaldi hjá þér. Ég fékk þann heiður að vera bæði fyrsta og síðasta manneskj- an sem passaði þig og hafði ég un- un af. Það var svo margt sem ég hlakkaði til að gera með þér í framtíðinni, halda bestu bíókvöld- in þegar mamma og pabbi þyrftu pössun, fara með þér á fótboltaæf- ingar í KR og auðvitað dekra við þig eins og móðursystur eiga að gera. Ég er mjög þakklát fyrir þann stutta tíma sem við fengum saman, bæði hér heima og í Sví- þjóð – ég vildi óska þess að hann hefði verið svo miklu lengri. Hvíl í friði, elsku litli Jóhann Kári minn. Þín Margrét. Elsku litli frændi og ofurhetjan okkar allra, hann Jóhann Kári, hefur nú kvatt eftir hetjulega bar- áttu við óvægin veikindi. Við sem fylgdumst með úr fjarlægð getum verið sammála um hvað litla hetj- an tók þessu öllu með jafnaðargeði svo aðdáunarvert var. Hann hélt bara áfram að dilla sér við söngva vinar síns Emils í Kattholti, hvað sem á gekk, enda ekki amalegur félagsskapur! Það er ekki hægt annað en dást að því hversu dug- legur hann var, elsku kallinn, svo ekki sé minnst á foreldrana sem stóðu við hlið hans eins og klettar. „Áfram gakk“ eru einkunnarorð þeirra og þar er svo sannarlega gengið í takt. Elsku Erla og Egill, þið eruð hvunndagshetjurnar okk- ar sem stóðum álengdar en gátum lítið gert til að hjálpa annað en að stynja upp hvatningarorðum við og við. Þvílíkt sálarþrek, styrkur og óbilandi bjartsýni við erfiðar aðstæður! Þið þrjú blésuð okkur og þeim sem fylgdust með þessu erfiða ferðalagi anda í brjóst um að þrátt fyrir erfiðleika er til bjartsýni og von og í vonina skal halda því þannig verður ferðalagið léttara. Við munum aldrei gleyma Jóhanni Kára og hans hetjulegu baráttu. Við erum ríkari af því að hafa fengið að fylgjast með honum hans stuttu ævi, auðmýktinni og umburðarlyndi litlu ofurhetjunn- ar, sem ekki er öllum gefið. Elsku Erla og Egill, Þórir og Jóhanna, Hrund og Sigþór, systkini og aðrir aðstandendur, megi Guð gefa ykk- ur styrk á þessari erfiðu stundu. Hugur okkar er hjá ykkur! Unnur og Sveinn, Héðinn og Fanney, Sigurður og Ólöf. Jóhann Kári Egilsson HINSTA KVEÐJA Elsku Jóhann Kári, ég var svo spennt að kynnast þér betur og hitta þig meira. Þú varst svo sterkur í gegnum allt þetta og þú barðist eins og ljón. Þú varst svo á sterkur og ég trúði alltaf að þú myndir komast í gegnum þetta. Ég veit að þú fylgist með mér þarna uppi á hverjum degi. Mér þykir þetta samt svo leitt, ég mun hugsa til þín á hverjum degi. Lifðu góðu lífi þarna uppi. Þín frænka, Eva Mía. Elsku besti frændi minn, Jóhann Kári, ég er svo ánægður að hafa kynnst þér og átt svo margar skemmtilegar minningar með þér sem ég mun varð- veita að eilífu. Þinn Magnús.  Fleiri minningargreinar um Jóhann Kára Egils- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.