Morgunblaðið - 23.10.2019, Side 8
Tillaga meirihluta skóla- og frí-
stundaráðs Reykjavíkur, þ.e. Sam-
fylkingar, Viðreisnar og Pírata, um
breytt skóla- og frístundastarf í
norðanverðum Grafarvogi var ekki
borin undir atkvæði á fundi ráðsins í
gær.
Marta Guðjónsdóttir, borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokks sem á sæti
í skóla- og frístundaráði, sagði að
minnihlutinn, fulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins, hefði gert athugasemd við
útsendingu
fréttatilkynn-
ingar með tillögu
meirihlutans í
fyrradag þegar
trúnaður átti að
ríkja um fundar-
gögn.
Marta sagði að
minnihlutinn
hefði lagt til að af-
greiðslu tillögu
meirihlutans yrði frestað en meiri-
hlutinn fellt það.
Hann lagði hins vegar fram máls-
meðferðartillögu um að tillagan færi
til umsagnar skólaráða og foreldra-
félaga grunnskólanna Vættaskóla og
Kelduskóla í Grafarvogi. Marta
sagði að málsmeðferðartillagan hefði
verið samþykkt einróma í ráðinu.
„Við í minnihlutanum vorum ekki
að samþykkja upphaflegu tillöguna
heldur að hún færi til umsagnar,“
sagði Marta. Hún sagði að veittur
yrði tveggja vikna umsagnarfrestur
um málið. Að honum loknum verður
tillagan afgreidd í skóla- og frí-
stundaráði. Síðan á að ræða málið
14. nóvember í borgarráði og af-
greiða það endanlega í borgarstjórn
19. nóvember.
Marta sagði að bókað hefði verið á
báða bóga. Í bókun minnihlutans
kom m.a. fram að hann legðist gegn
lokun Korpuskóla. gudni@mbl.is
Leita umsagna skólaráða og foreldrafélaga
Minnihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur er á móti lokun Korpuskóla
Marta
Guðjónsdóttir
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019
Framkoma borgaryfirvalda við þásem reyna að reka fyrirtæki í
miðborginni hefur sætt mikilli gagn-
rýni og enn bætist í. Eigandi Gráa
kattarins, Ásmundur Helgason,
skrifar um framkvæmdirnar á
Hverfisgötu og sam-
skipti sín við borg-
aryfirvöld.
Hann segir fram-kvæmdatím-
ann hafa tvöfaldast
frá því sem áætlað
var og áhrifin hafi
verið fyrirsjáanleg:
„Fjórir veitinga-
staðir farnir á haus-
inn við þennan spotta
Hverfisgötunnar og
staðurinn okkar
Ellu, Grái kötturinn,
rétt lafir. Uppsafn-
aður taprekstur frá
því í sumar eykst með hverri vik-
unni, með hverri vikunni sem verkið
tefst.“
Hann segir allar upplýsingar hafa
reynst rangar. Borgarstjóri hafi sagt
í ágúst að verkið myndi klárast í
september en nú sé ljóst að það muni
ekki klárast í október.
Hann bætir við: „Borgarfulltrú-inn sem er formaður skipu-
lagsráðs svarar ekki tölvupóstum,
sem fyrr, og firrir sig þannig allri
ábyrgð. Því spyr ég hana hér; Sig-
urborg Ósk Haraldsdóttir, hefur
borgin tekið afstöðu til þess að
greiða okkur bætur vegna hinna
miklu tafa sem hafa verið við fram-
kvæmdir á neðri hluta Hverfisgötu?“
Sigurborg segir í samtali við Rík-isútvarpið að ekki hafi tíðkast
að borga tafabætur. En að „í þessu
máli eins og öðrum sé best að setjast
niður og sjá hvað megi betur fara og
ræða saman.“ Hún segir þetta snúast
um samskipti. Vissulega snýst þetta
meðal annars um samskipti, en þeg-
ar borgin svarar ekki rekstrarað-
ilum er ekki von á miklum sam-
skiptum.
Dagur B.
Eggertsson
Samskipti án svara
STAKSTEINAR
Sigurborg Ósk
Haraldsdóttir
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Þróun kjaramála og aðgengi fólks
að heilbrigðisþjónustunni verða
meðal stærstu umræðuefna á
tveggja daga þingi Starfsgreina-
sambands Íslands (SGS) sem hefst
á morgun á Hótel Reykjavík Nat-
ura. Ekki er búist við átakaþingi,
skv. upplýsingum Morgunblaðsins
en um 140 fulltrúar sitja þingið.
SGS er langstærsta landssamband
launaþega á Íslandi og eru launa-
menn í 19 aðildarfélögum sam-
bandsins nú orðnir um 72 þúsund
talsins. Hefur þeim fjölgað mjög
hratt að undanförnu að sögn Flosa
Eiríkssonar, framkvæmdastjóra
SGS, eða úr um 65 þúsund frá síð-
asta þingi á tveimur árum. Vöxtur-
inn er að verulegum hluta til kom-
inn vegna fjölgunar ófaglærðra
erlendra starfsmanna sem komið
hafa til landsins á umliðnum árum.
Björn gefur áfram kost á sér
Undir lok þingsins síðdegis á
föstudag fara fram kosningar um
forystu sambandsins til næstu
tveggja ára þegar kosið verður um
formann, varaformann og fulltrúa
og varafulltrúa í sjö manna fram-
kvæmdastjórn sambandsins. Er allt
eins búist við nokkrum breytingum
í stjórn sambandsins. Björn Snæ-
björnsson, formaður SGS, hefur
greint frá því að hann sé tilbúinn að
gegna starfi formanns í tvö ár í við-
bót. Hafði ekkert mótframboð til
formanns borist í gær.
Ráða má af samtölum við við-
mælendur innan verkalýðsfélag-
anna að viðbúið sé að Efling, sem
er langstærsta stéttarfélagið innan
SGS, muni sækjast eftir auknum
áhrifum í stjórn sambandsins, en
félagið á í dag einn fulltrúa af sjö
meðstjórnendum í framkvæmda-
stjórn SGS.
Núverandi formaður og varafor-
maður SGS eru bæði forystumenn
landsbyggðarfélaga. Björn Snæ-
björnsson er formaður Einingar
Iðju á Akureyri og Hjördís Þóra
Sigurþórsdóttir, varaformaður SGS,
er formaður AFLs starfsgreina-
félags á Austurlandi.
Spurður um þessi mál segist
Flosi ekki hafa heyrt um neinar
framboðstilkynningar en uppstill-
ingarnefnd sé að störfum. ,,Menn
geta boðið sig fram á þinginu og
kjörgengir eru allir þeir sem eru í
einhverju stéttarfélagi innan
Starfsgreinasambandsins. Þeir eru
því um 70 þúsund,“ segir Flosi.
Heilbrigðis- og
kjaramál ber hæst
Félagar í SGS eru orðnir 72 þúsund
Glæsilegar danskar
innréttingar í öll
herbergi heimilisins
Fríform ehf.
Askalind 3,
201 Kópavogur.
562–1500
Friform.is
Mán.–Fim. 09–18
Föstudaga 09–17
Laugardaga 11–15