Morgunblaðið - 23.10.2019, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019
FRÉTTASKÝRING
Guðrún Hálfdánardóttir
guna@mbl.is
„Við erum tveir kennarar með þenn-
an hóp og það er mjög sorglegt þegar
hingað koma börn sem eru búin að
gleyma því að þau eru börn. Sem leik-
skólakennari áttu ekki von á því að
hitta börn sem vita ekki hvað það er
að leika sér. Að þau hafi búið við
þannig aðstæður að vera svipt æsk-
unni.“
Þetta segir leikskólakennari í
Aþenu sem starfar með flóttabörnum
í menntaveri á vegum mannúðar-
samtakanna ELIX sem rekið er með
stuðningi frá UNICEF.
Blaðamaður Morgunblaðsins heim-
sótti menntamiðstöð ELIX í Aþenu
nýverið og ræddi við starfsfólkið um
stöðu barna á flótta í Grikklandi. Það
hefur áhyggjur af framtíð þessara
barna og ekki síst unglinganna. Hvað
verði um þennan hóp barna sem búa
við ótryggar aðstæður nánast alla
barnæskuna. Eru svipt mögu-
leikanum á að vera börn.
Langdregin stríðsátök, hamfara-
hlýnun, versnandi geðheilbrigði og
rangar upplýsingar á netinu eru með-
al helstu ógna sem steðja að börnum
veraldar í nánustu framtíð. Þetta
kemur fram í opnu bréfi Henriettu
Fore, framkvæmdastjóra UNICEF,
til barna heimsins í tilefni af þrjátíu
ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu
þjóðanna. Fore segir að enn ógni
skortur á aðgengi að menntun, fá-
tækt, ójafnrétti og fordómar velferð
barna en heimsbyggðin þurfi að vera
vakandi gagnvart nýjum og aðkall-
andi hættum.
100 ár eru liðin frá því að Eglan-
tyne Jebb, stofnandi Save the Child-
ren, skoraði á heiminn að stöðva stríð
gegn börnum, hún sagði öll stríð vera
stríð gegn börnum. Meira en 420
milljónir barna búa við stríð, það gerir
eitt af hverjum fimm börnum í heim-
inum í dag, segir á vef Barnaheilla.
Ómannúðlegar aðstæður, segir
Flóttamannamiðstöð Sameinuðu
þjóðanna um yfirfullar flóttamanna-
búðir í Grikklandi og ástandið versnar
dag frá degi.
Í september komu yfir tíu þúsund
flóttamenn, einkum afganskar og sýr-
lenskar fjölskyldur, frá Tyrklandi til
grísku eyjanna í Eyjahafi og er það
mesti fjöldi frá því 2016 er Evrópu-
sambandið gerði samkomulag við
Tyrki um að koma í veg fyrir að fólk
héldi flóttanum þaðan áfram.
Talið er að yfir 30 þúsund flótta-
menn séu nú á grísku eyjunum og
hafast þeir við í búðum sem svo sann-
arlega voru ekki byggðar fyrir nema
brot af þeim fjölda. Skortur á hrein-
læti og ítrekuð átök valda því að
margir þeirra sofa í tjöldum fyrir ut-
an búðirnar og bíða klukkustundum
saman á hverjum degi í biðröð eftir
mat, salerni og sturtu.
Koma oft úr skelfilegum
aðstæðum
Margir Grikkir segja að Tyrkir
geri ekki nóg til þess að koma í veg
fyrir að fólk reyni að komast yfir
Eyjahaf með aðstoð smyglara þrátt
fyrir að hundruð farist á þeirri leið á
hverju ári.
En fólk sem starfar fyrir mann-
úðarsamtök á Grikklandi segir að
skýringin sé miklu frekar sú að marg-
ir flóttamenn óttist að vera hand-
teknir í Tyrklandi og vísað úr landi,
ekki síst Afganar. Þrátt fyrir að
margir þeirra viti hversu slæmar að-
stæðurnar séu í grískum flótta-
mannabúðum geti þeir ekki ímyndað
sér að þær séu verri en þeir eru í nú
þegar.
Ný ríkisstjórn tók við völdum í
Grikklandi í sumar og ætlar hún sér
að taka harðar á hælisleitendum en sú
fyrri. Meðal annars á að senda aftur
til Tyrklands 10 þúsund manns sem
hefur verið synjað um hæli í Grikk-
landi.
Verið er að flytja fjölmarga flótta-
menn úr yfirfullum búðum á grísku
eyjunum til meginlandsins, þar á
meðal börn, en talið er að yfir 2.100
fylgdarlaus börn séu á eyjunum. Þau
hafa ekki verið jafn mörg síðan árið
2016. Ríki Evrópu verða að gera
meira til þess að vernda börn á flótta
en um fjórðungur þeirra sem komu til
Evrópu yfir Miðjarðarhafið fyrstu
níu mánuði ársins eru börn. Alls
komu 80.800 flóttamenn þessa leið.
Þar af meirihlutinn til Grikklands.
Þetta kemur fram í skýrslu Flótta-
mannastofnunar Sameinuðu þjóð-
anna. Þar eru ríki ESB hvött til þess
að hætta að loka börn inni og ráða
þjálfaða starfsmenn til þess að sinna
þeim börnum sem eru fylgdarlaus á
flótta og tryggja þeim aðgang að
menntun.
UNICEF hefur einnig hvatt grísk
stjórnvöld og Evrópusambandið til
þess að sinna þessum börnum vel því
þau eru í ákaflega viðkvæmri stöðu.
Í september voru 32 þúsund börn á
flótta í Grikklandi og af þeim voru
nokkur þúsund fylgdarlaus. Á síðustu
þremur árum hefur UNICEF veitt
yfir 60 þúsund flóttabörnum og fjöl-
skyldum þeirra aðstoð í Grikklandi.
UNICEF starfar meðal annars
með grísku hjálparsamtökunum
ELIX en þau voru stofnuð árið 1987
af Eleni Gazi og ætlað að koma góðu
skipulagi á sjálfboðaliðastarf í Grikk-
landi. Þegar Grikkland stóð á barmi
hyldýpis í efnahagskreppunni árið
2008 ákváðu samtökin að aðlaga starf
ELIX nýjum aðstæðum og beina
sjónum sínum einkum að samfélags-
legum verkefnum tengdum við-
kvæmum hópum, sérstaklega börn-
um og ungu fólki.
ELIX, með stuðningi frá UNICEF
og framkvæmdastjórn ESB (DG
ECHO), hefur undanfarin tvö ár rek-
ið menntaver fyrir flótta- og innflytj-
endabörn á aldrinum 3-17 ára. Með
þessu er ætlunin að auðvelda þeim að
samlagast (e. integration) almenna
skólakerfinu í Grikklandi.
Í miðborg Aþenu er slíkt mennta-
ver rekið og eru börnin þar á aldrin-
um þriggja til fimmtán ára. Marianna
Matziri er leikskólakennari hjá ELIX
og þegar blaðamaður Morgunblaðs-
ins heimsótti skólann nýverið var nóg
um að vera enda alls 36 börn á aldrin-
um 3-5 ára í skólanum. Hún segir að
hluti hópsins sé aðeins eldri, það fari
eftir því hvort þau séu fær um að fara
á næsta stig í náminu. Sum þeirra
hafi einfaldlega gleymt því á flóttan-
um hvernig á að leika sér.
Vita ekki hvað þau eiga
að gera við bolta
„Flest börn kunna undirstöðuatriði
í lífinu, svo sem að leika sér með
bolta, en hjá okkur eru börn sem vita
ekki hvað á að gera við bolta eða önn-
ur leikföng. Börn sem kunna ekki að
nota salerni eða annað sem flestum
börnum á þessum aldri þykir eðlilegt
og sjálfsagt. Okkar fyrsta hlutverk er
að láta þeim líða vel, að þau finni að
þau sé örugg hér og óhætt sé að
treysta okkur,“ segir Marianna.
Í gegnum leik er þeim hjálpað við
að finna bernskuna að nýju. „Eðlilega
er þetta oft erfitt en það er ekki hægt
að vera sorgmæddur því þau gefa þér
svo mikið. Um leið og þau læra að
þekkja mig og treysta læra þau fljótt
ferlið hjá okkur, að leika sér, sitja í
hring og eiga samskipti sín á milli,“
segir Marianne.
Hvert barn á sér einstaka sögu
Spurð út í hvernig kennararnir eigi
samskipti við börnin segir hún þau að
mestu fara fram á grísku enda börnin
fljót að læra hana í samskiptum við
önnur börn. Hún segir að starfið sé
erfitt og saga barnanna oft átakanleg
um leið og hvert barn eigi sér ein-
staka sögu.
„Það er nauðsynlegt að þekkja
sögu þeirra því við verðum að vita úr
hvaða aðstæðum þessi börn koma.
Við eigum afar góð samskipti við for-
eldra þeirra með aðstoð túlka. Stund-
um eiga mæðurnar erfitt með að
sleppa takinu af börnum sínum sem
þær hafa kannski ekki litið eða sleppt
hendi af frá því flóttinn hófst. For-
eldrarnir eiga oft mjög erfitt með að
yfirgefa börn sín þegar þeir koma
með þau hingað í fyrsta skipti og ótt-
ast hvað geti gerst ef þeir sleppa tak-
inu. Margir foreldrar bíða fyrir utan
stofuna þar sem þeir eiga ekki í önn-
ur hús að venda. Ekkert annað er í
boði fyrir þau en að bíða. Við leggjum
mikla áherslu á að foreldrarnir geti
treyst okkur og að við munum hafa
samband um leið og eitthvað bjátar á.
Ef eitthvað kemur upp, jafnvel í
miðjum tíma, læt ég foreldrana vita,“
segir Marianne.
Börn sem hverfa sporlaust
Frá því nýja ríkisstjórnin tók við
völdum í Grikklandi hefur lögreglan í
Aþenu farið og tæmt hús sem flótta-
fólk hefur búið í. Um er að ræða hús
sem stóðu auð og horfðu yfirvöld
fram hjá því í einhver ár að flóttafólk
og hælisleitendur tóku sér þar bú-
setu. Nokkur hundruð manns, eink-
um fjölskyldur, búa í þessum húsum
og segir Marianne að eftir slíkar
hreinsanir komi þau börn, sem eru
hjá þeim og bjuggu þar, ekki aftur í
skólann.
„Það er svo erfitt þegar börnin
hverfa sporlaust. Ég óttast um þau
og þær skelfilegu aðstæður sem þau
eru sett í. Þetta fólk hefur náð
ákveðnu jafnvægi í lífinu þótt það búi
Hafa verið svipt æskunni
Mannúðarsamtökin ELIX með stuðningi UNICEF reka skóla fyrir börn á flótta og innflytjendur
í miðborg Aþenu Meira en 420 milljónir barna búa við stríð, eða eitt af hverjum fimm börnum
MAROKKÓ ALSÍR
TÚNIS
LÍBÝA
EGYPTAL
SÝ ND
TYRKLAND
PORTÚGAL
BÚLGARÍA
SERBÍA
ALBANÍA
BOSNÍA
OG HERS.
KRÓATÍA
SLÓVENÍA
FRAKKLAND
RÚMENÍA
SVISS
M i ð j a r ð a r h a f
MAKEDÓNÍA
10.000
5.000
0
20.000
15.000
0,4
0,2
0
1,0
millj.
0,8
0,6
1.000
0
4.000
5.000
3.000
2.000
JAN. FEB. MARS APRÍL MAÍ JÚNÍ JÚLÍ ÁGÚST SEP. OKT. NÓV. DES.
2017 2018
18,8%
12,2%
2010 2011 2012 2013 2014 2017 20182015 20162009
2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 20182017
ÞÝSKALAND
AUSTURRÍKI
S v a r t a h a f
til
7.
ok
t.
það sem af er ári 2019
Helstu leiðir flóttamanna sem koma sjóleiðina til Evrópu
64.949
komu sjóleiðina
það sem af er 2019
Fjöldi flóttamanna eftir mánuðum 2018 og 2019
Þjóðerni 81% þeirra flóttamanna sem
komu sjóleiðina til Ítalíu yfir Miðjarðarhaf
Látnir flóttamenn og
saknað á Miðjarðar-
hafi 2010-2018
Flóttamenn sem komu sjóleiðina
yfir Miðjarðarhaf 2009-2018
Heimild: UNHCR
Skipting flóttamanna 2019 (til 7. október)
SPÁNN
22.978
ÍTALÍA
7.923
GRIKKLAND
45.597
MALTA
1.185
5,1%
KÝPUR
794
MAROKKÓ 9,8%
GÍNEA 4,6%
TÚNIS 5,0%
ÍRAK 4,9%
ÖNNUR LÖND 11,1%
AFGANISTAN
SÝRLAND
FÍLABEINS-
STRÖNDIN
4,6%LÝÐVELDIÐKONGÓ
MALÍ 4,6%
21%
Börn
14%
Konur
65%
Karlar
Á leið til lífs