Morgunblaðið - 23.10.2019, Side 44

Morgunblaðið - 23.10.2019, Side 44
Þóra Kolbrá Sigurðardóttir thora@mbl.is Future Kitchen er ný myndbands- sería framleidd af Matís sem studd er af EIT Food, þar sem markmiðið er að fræða fólk um þær nýjungar og þá þróun sem er að eiga sér stað í heim- inum. Þau myndbönd sem þegar hafa verið gefin út sýna hvernig fiskaf- gangar enda í þrívíddarmatarprent- ara og hvernig tómatar eru ræktaðir á Íslandi en fleiri myndbönd eru væntanleg, m.a. um hvernig baka má volga tortillu á sekúndum eftir þörf- um. Allt þetta miðar að því að upplýsa neytendur um þróunina sem er að eiga sér stað og hvernig nýta má tæknina til að tryggja fæðuframboð og draga úr matarsóun. Þrívíddarupplifun Áherslan er á sjálfbærni og upp- runa matarins og með því að nota þrí- víddarupplifun kemst áhorfandinn mun nær viðfanginu þar sem upplif- unin verður raunveruleg séu sýnd- arveruleikagleraugu notuð, en einnig er unnt að nota tvívíðan skjá til áhorfsins og býður myndbandið þá upp á möguleika á því að breyta sjón- arhorninu í heilhring. Betri upplifun áhorfandans Viðhorfskönnun Matís meðal ís- lenskra áhorfenda myndbands- seríunnar sýnir fram á að þeir eru mjög ánægðir með þá upplifun sem þrívíddarumhverfið sem mennt- unarleið gefur, en þrívíddargleraugu gefa besta upplifun og tilfinningu fyr- ir því að áhorfandinn sé sjálfur stadd- ur í miðju myndbandinu og fylgist með framgangi mála á staðnum. Alþjóðlegt samstarfs- verkefni Matís Verkefnið Future Kitchen er leitt af Matís í samstarfi við Cambridge- háskóla, EUFIC, Evrópuráð nýsköp- unar á sviði matar, og framsækin evr- ópsk fyrirtæki, en verkefnið er stutt af EIT Food, Evrópustofnun fæðu með áherslu á nýsköpun og sjálf- bærni, sem starfrækt er undir EIT, Evrópustofnun um nýsköpun og tækni, á vegum Evrópusambandsins. Myndböndin eru öllum aðgengileg til fróðleiks, upplifunar og skemmtunar á vefsíðunni FoodUnfolded (www.fo- odunfolded.com) ásamt öðrum fróð- leik um framfarir tengdar mat og uppruna matar. Hvernig verður eldhús framtíðarinnar? Í eldhúsi framtíðarinnar getur þú þrívíddarprentað fagurlega löguð matvæli úr næringarríkum fiskafgöngum sem annars færu til spillis, bakað rjúkandi volga tortillu á sekúndum eftir þörfum og án nokkurrar matarsóunar í þar til gerðum tortilluofni, og ræktað þitt eigið salat og kryddjurtir á skjótan og sjálfbæran hátt beint á diskinn í plöntuteningi sem er hluti af eldhúsinnréttingunni. Mögnuð framtíðarsýn Það leynist margt skrítið í eldhúsi framtíðarinnar. Hér má sjá Holly Petty, sem stýrir verkefninu hérlendis, ásamt áhugasömum nemanda. Framtíðargróðurhús Guðríður Helgadóttir við upptökur. Í þrívídd Þrívíddarprentaður matur er meðal þess sem koma skal í framtíðinni. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.