Morgunblaðið - 23.10.2019, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 23.10.2019, Qupperneq 64
Soffía Auður Birgisdóttir bók- menntafræðingur fjallar um skáldið Arnfríði Jónatansdóttur (1923- 2006) í Bókakaffi Borgarbóka- safnsins í Gerðubergi í kvöld kl. 20. Ljóðabók Arnfríðar, Þröskuldur hússins er þjöl, var nýverið endur- útgefin hjá Unu útgáfuhúsi og mun Soffía Auður fjalla um líf og ljóð Arnfríðar og skyggnast inn í líf skáldsins í braggahverfum borg- arinnar. Soffía fjallar um Arnfríði í Gerðubergi MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 296. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Niðurstöður umfangsmikillar rann- sóknar í Skotlandi benda til þess að endurtekin höfuðhögg í knatt- spyrnu hafi alvarlegar afleiðingar. Niðurstöðurnar eru í það minnsta þær að knattspyrnumenn séu lík- legri til að fá taugasjúkdóma og lík- legri til að látast úr heilabilun, meira að segja mun líklegri en þeir sem ekki stunda knattspyrnu af kappi. »52 Knattspyrnuheimurinn sofið á verðinum? ÍÞRÓTTIR MENNING Vegna mikilla breytinga á toppliðunum í Vesturdeild NBA í körfubolta er erf- itt að gera sér grein fyrir hver útkoman á þeim verður. Los Angeles Clippers er með besta leik- mannahópinn og er talið af flestum sér- fræðingum og framkvæmdastjór- um liðanna líklegast til að vinna titilinn. Gunnar Valgeirsson, NBA-sérfræðingur Morgunblaðsins, spáir í spilin í Vesturdeild- inni í NBA-deildinni, sem er komin af stað. »51 Clippers með besta leikmannahópinn lagði mig fram um að bæta um bet- ur.“ Leikmennirnir æfðu í lotum allt sumarið og bjó Alfreð hjá frænku sinni í Kópavogi auk þess sem Birgir útvegaði honum vinnu fyrir sunnan. „Mikið mannval var í hópnum og ég var alsæll að vera í honum,“ segir Alfreð, sem var varamaður Atla Hilmarssonar sem hægriskytta. „Við vorum mjög góðir vinir og bökkuðum hvor annan upp.“ Hann leggur áherslu á að andinn hafi verið góður í hópnum og keppnin verið skemmtilegt ævintýri. „Hún kom mér af stað og ég sá að ég ætti kannski möguleika í atvinnu- mennsku.“ Sovéska liðið bar höfuð og herðar yfir önnur lið á HM unglingaliðanna og leikmenn þess áttu eftir að vinna glæsta sigra á Evrópumótum, heimsmeistaramótum og Ólympíu- leikum A-landsliða. Alfreð segir að þeir hafi verið gríðarlega sterkir enda með valinn mann í hverju rúmi. Hann bætir við að eftir keppnina hafi hann leitt hugann að því að fara út í atvinnumennsku, en aldrei hafi hvarflað að sér hvað átti eftir að ger- ast. „Árið eftir var ég valinn í lands- liðið og sat þá í rútu erlendis með mönnum eins og Axel Axelssyni, Ólafi H. Jónssyni og Viggó Sigurðs- syni, leikmönnum sem voru í guða- tölu hjá ungum og óreyndum manni frá Akureyri. Eftir það varð ekki aftur snúið.“ »18 og 20 Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Akureyringurinn Alfreð Gíslason átti sér þann draum á mennta- skólaárunum að verða sæmilegur leikmaður í efstu deild handboltans á Íslandi. Á síðustu stundu vorið 1979 var hann valinn í U21 árs lands- liðshóp vegna heimsmeistaramóts- ins um haustið og þar með var tónn- inn sleginn fyrir þennan þá óslípaða demant í alþjóðlegum handbolta. Tékkar léku þrjá æfingalandsleiki hérlendis fyrir mótið og þar af einn við unglingaliðið, sem fékk þar frum- raun sína í keppni við „alvörulið“. Strákarnir náðu góðum árangri á HM og margir leikmenn liðsins urðu lykilmenn í landsliðinu næstu ár. Al- freð var þar í fremstu röð og hefur náð lengst sem leikmaður og þjálf- ari. Eftir samtals 27 ár í þýsku deild- inni ákvað hann að nóg væri komið að sinni, hætti á liðnu vori og hefur ræktað garðinn sinn síðan en stefnir á endurkomu eftir Evrópukeppnina í janúar á næsta ári. „Mig langar mest að taka við landsliði sem getur náð árangri og unnið eitthvað.“ Steypuvinnan skilaði sér Alfreð byrjaði ekki að æfa hand- bolta fyrr en hann var 14 ára og hafði spilað með KA í 2. deild í þrjú ár þegar hann var valinn í unglinga- landsliðið, fyrstur norðanmanna. Hann segir að Birgir Björnsson, þjálfari KA, hafi orðið æfur þegar hann var ekki valinn í hópinn í fyrstu og það hafi haft áhrif. „Ég æfði eins og vitlaus maður og þegar ég var kallaður suður stóð ég mig einna best í þrekprófi, sem hafði mikið að segja með endanlegan hóp,“ rifjar Alfreð upp. „Ég bjó vel að því að hafa verið handlangari hjá múrara frá 13 ára aldri, ganga allan daginn með fullar fötur af steypu, jafnvel upp á fjórðu hæð. Það var helvíti góð kraftþjálfun.“ Hann bæt- ir við að hann hafi verið um 90 kg og stokkið um tvo metra í hástökki. „Það var ekki mikið um það á þess- um árum að menn gætu stokkið upp fyrir varnarmennina og skotið og ég Í fremstu röð í hand- boltanum í 40 ár  Alfreð Gíslason stefnir á endurkomu eftir EM í janúar Sæla í sveitinni Alfreð Gíslason ræktar garðinn sinn í Þýskalandi. FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 HÄSTENS VERSLUN Faxafeni 5, Reykjavík 588 8477 VERTU VAKANDI Í FYRSTA SKIPTI Á ÆVINNI Við höfum opnað glæsilega nýja verslun Hästens að Faxafeni 5. Komdu til okkar og prófaðu einstök gæði Hästens rúmanna. Starfsfólk okkar er tilbúið að aðstoða þig og veita frekari upplýsingar. Þegar þú vaknar í rúmi frá Hästens munt þú skilja virði þess að ná fullkomnum nætursvefni. Rúmin eru framleidd með einstöku samspili handverks og hráefna þar sem hvergi eru gerðar málamiðlanir í gæðum náttúrulegra efna eða tíma við óþreytandi handverkið. Þú sérð það ekki en þú munt fi nna fyrir því. Allan sólarhringinn. Heimsæktu Hästens í Faxafeni eða pantaðu vörulistann á hastens.com.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.