Morgunblaðið - 23.10.2019, Side 18

Morgunblaðið - 23.10.2019, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019 1. nóvember 1979, átta leikir á tíu dögum. Ísland var í riðli með Sovét- ríkjunum, sem áttu titil að verja, Vestur-Þýskalandi, Hollandi, Portú- gal og Sádi-Arabíu. Þess má geta að Vestur-Þjóðverjar undir stjórn Vlados Stenzels, sem jafnframt var þjálfari U21 liðsins, urðu heims- meistarar eftir jafnan úrslitaleik við Sovétríkin á HM 1978, en meðal- aldur heimsmeistaranna var um 23 ár. Ísland byrjaði á því að vinna Portúgal 25:19. Síðan kom 25:20-tap á móti Sovétríkjunum og þá örugg- ur 25:17-sigur á Hollendingum. Tvö lið komust áfram úr riðlinum og var Vestur-Þjóðverjum spáð öðru sæt- inu, en íslensku strákarnir gerðu sér lítið fyrir og unnu hina þýsku jafn- aldra sína 16:14. Riðlakeppninni lauk með 35:13-sigri á Sádi-Aröbum. Í milliriðli töpuðu Íslendingar 22:19 í jöfnum leik á móti Dönum. Þegar 10 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik og staðan 12:12 meiddist Andrés Kristjánsson, lykilmaður í vörn og sókn, illa og varð að stöðva leikinn í 10 mínútur. Þar með fór von um verðlaunasæti og í kjölfarið fylgdi 17:14-tap á móti Ungverjum. Stolt og bjartsýni Jóhann Ingi Gunnarsson lands- liðsþjálfari hvatti leikmenn til dáða fyrir lokaleikinn með því að leggja áherslu á að hann væri að leita að framtíðarlandsliðsmönnum. „Þá höfðaði ég til þjóðerniskenndar leik- manna og það bar þann árangur sem menn sjá nú,“ var haft eftir honum í Morgunblaðinu eftir sig- urinn á Austur-Þjóðverjum. „Þetta verður að teljast einhver besti árangur sem íslenskt landslið hefur náð á erlendri grund. Þótt ekki sé nú talað um HM-keppni. Við lögðum Þýskaland þvert og endilangt í keppninni.“ Sigurður Sveinsson skoraði fimm mörk í lokaleiknum. „Ég komst ein- faldlega í stuð og lék minn besta leik í ferðinni til þessa. Þetta var besti hugsanlegi endirinn á skemmtilegri ferð. Við hefðum auðveldlega getað leikið um eitt af efstu sætunum í keppninni en við köstuðum frá okk- ur leikjunum á móti Ungverjum og Dönum.“ Stefán Halldórsson tók í sama streng. „Þetta small vel saman hjá okkur, við hlupum í gegn um þetta eins og að bryðja brjóstsykur.“ Theodór Guðfinnsson bætti við að leikmennirnir hefðu verið ákveðnir í að sanna að frammistaðan fram að lokaleiknum hefði ekki verið til- viljun. „Við ætluðum ekki að koma heim með þrjú töp á bakinu.“ Verkefnið var tekið alvarlega og æfði hópurinn markvisst saman um sumarið fyrir keppnina. Liðið lék æfingaleiki við félagslið og A- landsliðið en vakin var athygli á því að það lék aðeins einn æfingalands- leik fyrir keppnina, á móti Tékkum, þar sem gestirnir unnu 23:17 á Sel- fossi. Hugarfarsbreyting Með undirbúningnum og keppn- inni varð hugarfarsbreyting í ís- lenskum handbolta. Menn sáu að hægt var að ná langt með skipulögð- um og markvissum vinnubrögðum. Alfreð Gíslason bendir á að á þessum árum hafi viðhorf til æfinga einnig breyst. Jóhann Ingi Gunn- arsson hafi kynnt sér vel þjálfun í Júgóslavíu og verið öllum hnútum kunnugur. Margir þjálfarar frá Austur-Evrópu hafi komið til lands- ins með Bogdan Kowalcyk fremstan í flokki á meðan aðrar þjóðir hafi sóst eftir leikmönnum frá sömu löndum. Síðast en ekki síst hafi leik- menn verið tilbúnir að leggja mikið á sig til þess að ná árangri. Þeir ruddu brautina fyrir 40 árum Hópurinn 1979 Landsliðið sem keppti á HM U21 og starfsmenn þess. Menn voru samstiga jafnt utan vallar sem innan. Aftari röð frá vinstri: Jóhannes Sæmundsson aðstoðarþjálfari, Sigurður Gunnarsson, Sigurður Sveinsson, Kristján Arason, Alfreð Gíslason, Guðmundur Þórðarson, Theodór Guðfinnsson, Friðrik Þorbjörnsson, Atli Hilmarsson, Halldór Matthíasson sjúkraþjálfari og Ólafur Jónsson fararstjóri. Fremri röð frá vinstri: Andrés Kristjánsson, Sigmar Þröstur Óskarsson, Birgir Jóhannsson, Stefán Halldórsson, Guðmundur Magnússon, Brynjar Kvaran, Ársæll Haf- steinsson, Ólafur Gunnlaugsson, Jóhann Ingi Gunnarsson þjálfari og Friðrik Guðmundsson, formaður unglingalandsliðsnefndar og stjórnarmaður Handknattleikssambands Íslands. Ljósmynd/Friðrik Guðmundsson SVIÐSLJÓS Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Íslenska unglingalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri tók þátt í heimsmeistarakeppninni í Dan- mörku og Svíþjóð fyrir um 40 árum. Þetta var frumraun Íslendinga í slíkri keppni, en þeir létu það ekki á sig fá, stóðu sig með prýði og end- uðu í sjöunda sæti eftir þriggja marka sigur á Austur-Þjóðverjum, 27:24, í leik um sætið. Þar með var tónninn sleginn um framhaldið, sem ekki sér enn fyrir endann á. Í liðinu voru leikmenn, sem áttu eftir að láta að sér kveða í alþjóð- legum handbolta um árabil, menn eins og Alfreð Gíslason, Kristján Arason, Sigurður Sveinsson, Atli Hilmarsson og Sigurður Gunn- arsson. Þétt var leikið frá 23. október til  SJÁ SÍÐU 20 OG 64 Enski boltinn frá Síminn Sport á Nova TV 2.500 kr./mán. með ótakmörkuðum Ljósleiðara hjá Nova. Verð áður 4.500 kr./mán.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.