Morgunblaðið - 23.10.2019, Page 25
25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019
ekki við bestu aðstæður í heimi. Það
er búið að koma sér fyrir, börnin far-
in í skóla og einhverjir hafa fengið
vinnu. Svo er þeim smalað upp í rút-
ur og flutt út úr borginni í einhverjar
búðir annars staðar. Við sem störfum
hér gefum allt í að aðstoða þessi
börn. Þegar svona gerist líður mér
eins og ég sé að ljúga að þeim þegar
ég segi þeim að þau séu örugg hjá
mér. Við erum að tala um líf barna,
ekki hluti sem er hægt að færa til
eins og húsgögn.
Ég vona að þetta eigi eftir að
breytast aftur því án vonar eiga þessi
börn ekkert og við eigum að hafa í
huga að þau eru framtíðin og þar á ég
við öll börn,“ segir Marianne.
Hvað verður um það
sem þau læra?
Aliki Tzatha, Tatiana Katsina og
Alexandra Kamaretsou kenna grísku
í námsverum ELIX í Aþenu. Þær
segja að engir tveir dagar séu eins og
að kennararnir hittist daglega með
félagsráðgjöfum og sálfræðingum til
að bera saman bækur sínar um
hvernig eigi að taka á vandamálum
sem blasa við.
„Við veltum stundum fyrir okkur
starfinu okkar. Við vitum að flestir
nemendur okkar vilja fara frá Grikk-
landi til þess að eignast framtíð og
við veltum fyrir okkur hvað verði um
það sem við kennum þeim, það er
grísku. Á sama tíma vitum við að allt
sem þú lærir er hluti af einhverju
stærra. Námið er ekki endilega bara
tungumálið heldur einnig málfræði
og setningafræði. Allt er þetta hluti
af miklu stærra ferli sem mun nýtast
þér í framtíðinni. Svo sem menning
og að bera virðingu fyrir öðrum eru
hæfileikar sem þú lærir og hjálpar
þér með allt annað á lífsleiðinni. Við
teljum að þó svo að þau læri ekki
grísku nema í skamman tíma og fari
héðan frá Grikklandi höfum við stutt
við þau á lærdómsferli lífsins,“ segja
þær.
Menntun gerir öllum gott
Tatiana segir að það geri öllum
gott að njóta menntunar. Ekki síst ef
fólki líður illa. Margir nemenda
þeirra hafa aldrei áður verið í skóla
og aðrir hafa ekki verið í skóla í lang-
an tíma. Bara að læra að vera innan
um önnur börn, hegða sér og læra
alls konar hluti skiptir miklu máli,
segir hún.
Að sögn Aliki skiptir ólíkur bak-
grunnur litlu máli hjá þeim þar sem
flest þeirra eru svo vön því að búa
þröngt, vera í nánu samneyti við aðra
og velta ekki fyrir sér bakgrunni
bekkjarfélaganna. Hvort sessunaut-
urinn er frá Afganistan, Erítreu, Sýr-
landi eða Írak.
Hjá ELIX er krökkum skipt upp í
bekki eftir aldri og reynt að vera með
tvo bekki í hverjum aldurshópi, 6-8
ára, 9-12 og 13-15 ára. Sum hafa litla
sem enga reynslu af skóla á meðan
önnur eru komin lengra og því erfitt
að blanda öllum hópnum saman í eina
skólastofu.
Eigum sameiginlegra
hagsmuna að gæta
„Okkar hlutverk er að tryggja að
þeim líði betur en annars væri. Það
er erfitt á sama tíma og sérstaklega
þegar þau hverfa. Við vonum alltaf að
þau hafi haft ánægju og gagn af því
sem við kenndum þeim þrátt fyrir að
við vitum ekki hver afdrif þeirra
verða,“ segir Alexandra.
Um 15-20 nemendur eru í hverjum
bekk. Alls eru 10 bekkir í skólanum
sem blaðamaður heimsótti og nem-
endurnir 150-200 talsins.
Aðeins 20% flóttabarna í skóla
„Það sem við erum að gera hér er
að veita fólki, og sérstaklega börnum,
á flótta stuðning og ekki gleyma því
að við Evrópubúar eigum sameigin-
legra hagsmuna að gæta og okkar
sameiginlega hlutverk er að styðja
við þá sem þurfa á aðstoð að halda.
Sama hvar við stöndum í pólitík.
Stundum finnst okkur að það sem við
gerum sé lítið miðað við það sem
þyrfti að gera. En það sem er alvar-
legt er að aðeins 20% af þeim börnum
sem eru á flótta og eru í Grikklandi
þessa stundina eru í skóla. 80% þeirra
fá því enga menntun. Þetta eru skelfi-
legar tölur og við teljum að það þurfi
að breyta hugsanagangi stjórnmála-
manna. Ekki bara hér í Grikklandi
heldur í allri Evrópu. Við sem kenn-
arar gerum okkar besta en þetta er
allt of lágt hlutfall. Allir reyna sitt
besta en það er ekki nóg. Það verður
ekki bara að fá fleiri ríki til þess að
taka þátt heldur líka að huga að þessu
– að menntun er lykillinn að öllu öðru.
Ef við veitum þeim ekki menntun
getum við ekki ætlast til þess að þeim
vegni vel,“ segja þær Aliki Tzatha,
Tatiana Katsina og Alexandra Kam-
aretsou.
Hafa áhyggjur af unglingunum
Unglingarnir og framtíð þeirra er
helsta áhyggjuefni kennaranna. Þær
segja að unglingarnir hafi flestir farið
á mis við menntun á flóttanum og
margir þeirra séu án foreldra og
systkina. Fæstir þeirra fá menntun
þegar þeir eru komnir til Evrópu og
segja þær Alexandra, Aliki og Tati-
ana það ekki bara alvarlegt fyrir ung-
mennin heldur samfélagið í heild.
„Það á að vera hlutverk okkar Evr-
ópubúa að tryggja öllum menntun.
Sama hvaðan börnin eru. Staða
þeirra er oft slæm í grunnskóla en
hún versnar þegar á líður í námi þar
sem þau hafa ekki þann bakgrunn
sem er nauðsynlegur til þess að tak-
ast á við námsefnið.“
Þær segja nógu erfitt fyrir ung-
menni sem hafa alltaf búið í Grikk-
landi að vita það sem þarf að vita um
gríska menningu og fleira, hvað þá
fyrir ungmenni sem hafa kannski bú-
ið í skamman tíma í landinu.
„Skólar gefa flóttafólki ný tæki-
færi,“ segir Filippo Grandi, fram-
kvæmdastjóri UNHCR: „Við erum
að bregðast flóttafólki með því að
veita því ekki tækifæri til að bæta við
hæfni sína og þekkingu sem það þarf
á að halda til þess að fjárfesta í fram-
tíð sinni.“
Grísk stjórnvöld hafa boðað neyð-
araðgerðir vegna þess mikla fjölda
hælisleitenda sem þangað hafa komið
undanfarnar vikur frá Tyrklandi og
óttast að sagan frá 2015 endurtaki sig
á ströndum landsins þegar fjöldi fólks
drukknaði á leið sem það taldi til lífs.
Á hverjum degi koma bátar drekk-
hlaðnir flóttafólki yfir Eyjahaf á sama
tíma og farið er að hausta með versn-
andi veðri. Grískir ráðherrar segja að
smyglarar standi á bak við flutning-
ana og þeir noti til verksins betri og
hraðskreiðari báta en áður.
3.145 dagar frá upphafi
stríðsins í Sýrlandi
5,6 milljónir Sýrlendinga eru land-
flótta. Flestir þeirra eru í Tyrklandi
eða 3,6 milljónir. Yfir 6,2 milljónir eru
á vergangi í eigin landi. Nokkur
hundruð þúsund eru í bráðri hættu í
norðurhluta Sýrlands vegna aðgerða
Tyrkja þar og óvíst er hversu margir
þeirra freista þess að komast úr
landi.
Í dag eru 3.145 dagar frá því stríðið
í Sýrlandi hófst, eða átta ár, sjö mán-
uðir og níu dagar. Algjörlega óvíst er
hvenær eða hvernig því lýkur. Á með-
an þjáist heil þjóð og kynslóð ung-
menna vex úr grasi sem hefur aldrei
upplifað frið í eigin landi.
Morgunblaðið/Gúna
Menntun Aliki Tzatha, Tatiana Katsina og Alexandra Kameretsou eru kennarar í ELIX-námsverinu í Aþenu.
Ótti Marianna Matziri er leikskólakennari í ELIX-námsverinu í Aþenu. Hvar er Ísland? Nemendurnir fá kennslu í mörgum námsgreinum á grísku.
Þetta er síðasta greinin í
greinaflokknum Á leið til lífs þar
sem fjallað var um stöðu barna og
kvenna á flótta. Greinaflokkurinn
er allur aðgengilegur á mbl.is
Eikjuvogur 29 - 104 Rvk.
s: 781-5100
Opið: Mán-fim: 12-18
fös: 12-16