Morgunblaðið - 23.10.2019, Page 43

Morgunblaðið - 23.10.2019, Page 43
sýni fram á að uppruni efna sé frá við- urkenndum stöðum og tekið sé tillit til umhverfisins og maður sér minna af gerviefnum eins og var mikið um á tímabili. Það má því segja að það sé einskonar „endurkoma herramanns- ins“ þessi misserin. Vandaðri efni og meiri áhersla á handbragð. Einnig finnst mér gaman að sjá að köflótt munstur og jarðlitir eru áberandi í bland við flóru blárra tóna. Mér finnst gaman að sjá unga stráka koma til okkar og kaupa vandaða skyrtu og leggja metnað í klæðaburði. Einnig er- um við að auka mikið við okkur í hvers- dags- og sportfatnaði sem er þægilegt að vera í þegar maður er ekki í vinnu. Polo Ralph Lauren-línan er til dæmis mjög sportleg og hefur verið að koma mjög sterk inn þetta haustið.“ Hvaða litur á jakkafötum er mest móðins núna? „Ég gef sama svar og ég hef gefið í yfir 20 ár. Blá jakkaföt eru alltaf vin- sælust. En blátt er ekki bara blátt. Ég á til dæmis eiginlega bara blá föt en þau eru mjög mismunandi. Ég myndi segja að betra væri að hugsa um snið, áferð og munstur frekar en liti þegar talað er um hvað sé móðins. Núna eru það aðeins grófari efni og eitthvað sem er meira „casual“ frekar en hitt. Lát- laus köflótt eða flannelefni eru líka mjög vinsæl. Grunnfataskápurinn á að samanstanda af nokkrum bláum jakkafötum og jökkum, eiga ein svört, ein grá og vandaðar bómullarbuxur og gallabuxur við. Einnig kemst maður langt á því að eiga nóg af bláum og hvítum skyrtum.“ Fóður er ekki bara fóður Hægt er að velja milli alls konar fóðurs sem gerir fötin sérstök. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019 Superior herbergi HVATAFERÐIR OG FUNDIR Superior herbergi Það fer vel um stóra og smáa hópa á fundum eða í hvataferð hjá okkur. Við sérsníðum móttökurnar að þörfum hópsins. Hótel Örk er steinsnar frá borginni í sannkallaðri náttúruparadís. Pantanir í síma 483 4700 booking@hotelork.is hotelork.is Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði Njóttu lífsins í fallegum sundfötum frá Selenu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.