Morgunblaðið - 23.10.2019, Page 27
FRÉTTIR 27Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019
Sprinter, Vito, Citan.
Sendibílar fyrir öll verkefni.
Sendibílarnir frá Mercedes-Benz henta fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum. Eigum úrval
sendibíla sem eru tilbúnir til afhendingar. Komdu í heimsókn í sýningarsalinn á Krókhálsi 11 og
kynntu þér möguleikana.
Fáðu tilboð í sendibíl frá Mercedes-Benz. Við tökum vel á móti þér.
ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is
Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Blaðburðurinn er fínt starf. Þetta er
fínt ráð til þess að halda sér í formi
og ekki verra að líkamsræktin sé
launuð,“ segir Helga Hansdóttir
blaðberi. Hún er í vaskri sveit Póst-
dreifingar ehf. sem sér um að dreifa
Morgunblaðinu og Fréttablaðinu.
Hundruð fólks eru í þessum vaska
flokki sem hefur lokið störfum þegar
aðrir fara á fætur; fólkið sem telur
ómissandi að lesa blöðin yfir morg-
unkaffinu.
Flestir blaðberar eru með hverfi
nærri heimili sínu, eins og Helga sem
býr við Hvassaleiti í Reykjavík. Hún
fer af stað klukkan hálffjögur á
morgnana og þá eru bílstjórarnir
búnir að setja blaðabunkana á tröpp-
urnar við heimili hennar.
Fólkið er reikult í spori
„Ég ber Moggann og Fréttablaðið
út hér í Hvassaleiti, Kringlunni,
Efstaleiti og Ofanleiti; bæði í heimili
og fyrirtæki. Fer svo þegar því lýkur
á bílnum niður að Höfðatorgi og ber
út blöð þar, og í Bríetartúni og Borg-
artúni. Þetta er stór bunki, mörg
hundruð blöð, sem ég er um þrjá
klukkutíma að dreifa og stundum
lengur. Alls er þetta um tíu kíló-
metra ganga á hverjum degi svo ég
er í fínni þjálfun,“ segir Helga sem
stendur á sjötugu og er leikskóla-
kennari að mennt. Starfaði í rúm
þrjátíu ár við leikskólann Álftamýri
við Safamýri, en fór á eftirlaun fyrir
tæpum tveimur árum.
„Í gamla daga var ég að aðstoða
börnin mín við blaðburð en fór svo í
starfið sjálf,“ segir Helga. „Nóttin í
Reykjavík hefur stundum dulúðlegan
blæ, eins og við blaðberar þekkjum
vel. Það er varla nokkur maður á ferli
að minnsta kosti í miðri viku; ein-
staka leigubílstjórar eru á rúntinum
og fólk frá öryggisfyrirtækjunum.
Stundum finnst mér ég hreinlega
vera ein í heiminum á þessu næt-
urrölti, en um helgar sér maður
stundum bregða fyrir fólki sem er á
heimleið úr skemmtanalífinu, reikult
í spori og það getur verið broslegt að
fylgjast með því.“
Næturvinnunni fylgir að bráð-
nauðsynlegt er að fá sér kríu í eft-
irmiðdaginn. Svefntíminn á sólar-
hringnum er í raun tvískiptur, segir
Helga sem kveðst alla tíð hafa stund-
að reglulega hreyfingu og útivist.
Blaðberastarfið sé því í góðu sam-
ræmi við áhugamálið.
Gekk á fjöll
„Ég hef lengi verið virk í Ferða-
félagi Íslands; fór nokkrar Horn-
strandaferðir og árið 2011 gekk ég
með þeim á 52 fjöll. Eftir það fannst
mér ég eiginlega vera búin með minn
skammt af fjallgöngum í lífinu. Hafði
þá svo sem að nægum öðrum áhuga-
málum að hverfa og er í þessum töl-
uðum orðum á leiðinni á æfingu með
Samkór Kópavogs. Jú og svo les ég
líka talsvert; til dæmis Moggann, þar
sem oft eru áhugaverð viðtöl og af-
mælispistlarnir eru skemmtilegir,“
segir Helga Hansdóttir að síðustu.
Líkamsræktin launuð
Helga Hansdóttir hefur borið út blöð í áratugi 10 kíló-
metra ganga um hverfin Reykjavíkurnætur með dulúð
Morgunblaðið/Eggert
Blaðberi Helga Hansdóttir með blaðberatöskurnar, en hún ber út bæði
Morgunblaðið og Fréttablaðið í Leitum og á svæðinu við Höfðatorg.Mannanafnanefnd samþykkti 3.
október sl. beiðni um eiginnafnið
Aldur (kk.) og skal færa nafnið á
mannanafnaskrá. Eiginnafnið Delía
(kvk.) var einnig samþykkt líkt og
Reinhard (kk.). Þá voru eiginnöfnin
Jarpi (kk.), Katra (kvk.), Jasper
(kk.), Yrkir (kk.) og Ljóni (kk.) sam-
þykkt. Beiðni um eiginnafnið Thor-
steinn (kk.) var samþykkt og skal
færa nafnið á mannanafnaskrá sem
rithátt nafnsins Þorsteinn.
Amarie og Ezra hafnað
Mannanafnanefnd hafnaði hins
vegar beiðni um eiginnafnið Amarie
(kvk.) því það getur ekki talist ritað í
samræmi við almennar ritreglur ís-
lensks máls þar sem e er ekki ritað
næst á eftir i í íslensku. Samkvæmt
upplýsingum frá Þjóðskrá ber eng-
inn, sem uppfyllir skilyrði vinnulags-
reglna mannanafnanefndar varðandi
hefð, nafnið Amarie. Nefndin bendir
á að nafnið komi ekki fyrir í mann-
tölum frá 1703-1920. Þess vegna geti
það ekki talist hafa áunnið sér hefð í
íslensku máli.
Einnig hafnaði nefndin beiðni um
eiginnafnið Ezra (kk.) vegna þess að
það er ekki ritað í samræmi við al-
mennar ritreglur íslensks mál. Bók-
stafurinn z er ekki notaður í íslenskri
stafsetningu.
Í úrskurði mannanafnanefndar
kemur fram að samkvæmt upplýs-
ingum frá Þjóðskrá beri fimm núlif-
andi karlar, sem uppfylla skilyrði
vinnulagsreglnanna, nafnið Ezra. Sá
elsti þeirra er fæddur 1977. Nafnið
kemur ekki fyrir í manntölum frá
1703-1920. Því telur nefndin að ekki
sé hefð fyrir téðum rithætti nafnsins
og hafna beri því. gudni@mbl.is
Morgunblaðið/Garðar P. Vignisson
Hvað á barnið að heita? Nafngjöf fer oft fram við skírn. Mynd úr safni.
Nú má heita Aldur,
Yrkir og Ljóni
Nýir úrskurðir mannanafnanefndar