Morgunblaðið - 23.10.2019, Side 26

Morgunblaðið - 23.10.2019, Side 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019 Fást í apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaðanna. Innihald: • Kólín sem stuðlar að: - eðlilegum fituefnaski - viðhaldi eðlilegrar starfsemi lifrarinnar • Mjólkurþistil ogætiþi sem talin eru stuðla að eðlilegri starfsemi lifrar og galls • Túrmerik og svartur pipar Góður árangur „Ég ákvað að prófa Active Liver eftir að ég sá að það er úr náttúrulegum efnum, ég hef fulla trú á að náttúruefnin í vörunni stuðli að eðlilegri lifrarstarfsemi. Ég er sjúkraliði að mennt og er meðvituð um líkamsstarfsemina og veit að fita getur safnast á lifrina, þess vegna vildi ég prófa. Ég fékk fljótlega aukna orku og mér finnst auðveldara að halda mér í réttri þyngd. Einnig finn ég mikinn mun á húðinni, hún ljómar meira og er mýkri. Ég er mjög ánægðmeð árangurinn og mæli með Active Liver fyrir fólk sem hugsar um að halda meltingunni góðri.“ Jóna Hjálmarsdóttir Heilbrigð melting með Active Liv ptum sti er Starfsemi lifrarinnar hefur mikið að segja um líkamlegt heilbrigði og hefur lifrin mikla þýðingu fyrir efnaskiptin. Það geta verið margar ástæður fyrir því að fita safnast upp í lifrinni eins og t.d. of mikil neysla á kolvetnum, áfengi og feitummat. Þreyta og þróttleysi geta verið merki um aðmikið álag sé á lifrinni. Active Liver stuðlar að eðlilegum efnaskiptum BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Við sjáum þeim bregða fyrir í lok hverrar keppni í Formúlu 1. Þegar skipi er gefið nafn er þeim slengt ut- an í kinnung þess svo freyðir um allt. Fæstir láta þær fram hjá sér fara á brúðkaupsdegi og James Bond á það til að panta sér eina þegar mikið ligg- ur við. Þegar Coco Chanel tjáði sig eitt sinn um innihald þeirra sagðist hún aðeins drekka það við tvenns konar tilefni; þegar hún væri ást- fangin og þegar hún væri það ekki. Táknmynd hins sanna glaums og velmegunar Kampavín er án efa ein þekktasta og umtalaðasta afurð vínviðarins og um það hefur leikið óútskýrður dýrð- arljómi um margra alda skeið. En það er dýrt og flestir líta svo á að það sé aðeins ætlað til neyslu á stórhátíðum eða í tilefni mikilla viðburða. Um leið hefur það orðið að eins konar stöðu- tákni og tengt við munað og lífsins lystisemdir. Sölutölur hér heima og erlendis benda til að landslagið í þessum efn- um sé að breytast og kemur það til af ýmsum ástæðum. Í fyrsta lagi þeirri að sífellt fleiri átta sig á að kampavín er annað og meira en sætur og kar- akterlaus froðudrykkur sem gott er að dreypa á til hátíðarbrigða. Kampa- vín getur nefnilega verið frábært matarvín og þá geymir það oft og tíð- um sögu sem tvinnast saman af jarð- veginum sem það er sprottið úr, veðr- áttunni sem mótaði vínviðinn á hverjum tíma og því handbragði og þekkingu sem víngerðarfólkið býr yf- ir. Með meira milli handanna Í öðru lagi er sennilegt að bætt efnaleg staða þorra fólks geri fleirum kleift að kaupa kampavín öðru hvoru en áður og því hefur neytendahóp- urinn stækkað til muna. Kampavín er gjarnan allnokkru dýrara en þokka- legt léttvín en því ráða nokkrar ástæður. Helstar þó að framleiðsla á kampavíni er mun flóknari og dýrari en á öðru víni og þá er vínið sem ber þetta heiti aðeins framleitt á tilteknu svæði í Frakklandi, Champagne, og þótt framleiðslugeta þess sé gríðarleg virðist heimsbyggðin óseðjandi þegar kemur að hinum gulli slegna drykk og því er framboðið oft mun minna en eftirspurnin, ekki síst þegar komið er ofarlega í verð- og gæðastigann. Yfir 16 þúsund lítrar í ár? Sölutölur ÁTVR sýna þessa þróun ágætlega. Reyndar hefur aldrei meira selst af kampavíni en árið 2007 en í kjölfar bankahrunsins dróst salan verulega saman. Í ár stefnir í að salan verði jafnvel meiri en fyrrnefnt metár, þegar ÁTVR seldi 16 þúsund lítra af drykknum gyllta, og hefur henni vax- ið jafnt og þétt ásmegin síðustu ár. Má að mörgu leyti tengja vöxtinn við þá staðreynd að síðustu ár höfum við búið við lengstu jákvæðu hagsveiflu sem sögur fara af. Tölurnar frá ÁTVR segja þó ekki nema hálfa sög- una. Í þeim er ekki að finna tölur yfir keyptar flöskur á veitingahúsum og því síður þær sem rata til landsins í gegnum eigin innflutning fólks. Lúxus sem sífellt sækir í sig veðrið  Kampavín nýtur sífellt meiri vinsælda hér á landi sem annars staðar  Framleiðendur í Champagne seldu ríflega 300 milljón flöskur í fyrra  Veitingahúsin hafa breytt neyslumynstrinu hér á landi Tölur ÁTVR vitna líklega um tals- vert breytta neysluhegðun þar sem kampavínið kemst æ oftar á lista fólks yfir þá áfengu drykki sem það lætur ofan í sig. Og þeir sem þekkja veitingahúsamenn- inguna sjá hið sama þar. Sífellt fleiri veitingahús hafa kampavín á boðstólum og hin síðustu ár hafa þau einnig tekið að bjóða góð vín frá hinu umtalaða svæði í Frakk- landi á skaplegra verði en áður. Lengi vel voru fá veitingahús með kampavín á vínlista sínum og kost- aði þá flaskan gjarnan 14 til 18 þúsund krónur (sambærileg flaska var þá gjarnan á 5.000 krónur í ÁTVR). En nú bjóða mörg þeirra, eins og áður segir, upp á flöskur sem kosta 9 til 10 þúsund krónur. Sum veitingahúsin byggja það á tímabundnum tilboðum, á öðrum má ganga að þessu verði vísu. Verður sú verðlagning að teljast hófleg í öllum samanburði. Þannig kostar flaska af Drappier (brut nature – pinot noir) 6.490 krónur í Vínbúðunum og Moët & Chandon (Brut Imperial) 6.199 krónur og þar sem þessar tvær tegundir eru til sölu á 10 þúsund krónur nemur álagningin m.v. útsöluverð ÁTVR því í kringum 50-60% en ekki 200- 300% eins og gjarnan má sjá þeg- ar kemur að millidýru rauðvíni og hvítvíni. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Breytingar Veitingahúsið Snaps við Þórsgötu hefur verið í fararbroddi þeirra staða sem boðið hafa upp á kampavín á lægra verði en áður tíðkaðist. Veitingahúsin bjóða betra verð Það segir sitt um umfang framleiðslunnar í Champagne að heildarvirði hennar á síð- asta ári nam hvorki meira né minna en 4,9 milljörðum evra. Það jafngildir um 680 millj- örðum íslenskra króna. Það þarf ekki að koma sérstaklega á óvart að heimamarkaðurinn er sterkastur. Umsvif hans eru um tveir milljarðar evra og 2,9 milljarðar koma til vegna út- flutningsins sem dreifist um veröld víða. Enginn markaður utan Frakklands er jafn stór og sá sem byggst hefur upp í Bret- landi. Þarlendir keyptu 26,8 milljónir flaskna í fyrra. Á hæla þeim koma svo frænd- urnir í vestri. Bandaríkja- menn keyptu 23,7 milljónir flaskna í fyrra. Hálfdrætt- ingar á við Breta eru Japanir, sem keyptu 13,6 milljónir flaskna í fyrra. Gríðarleg verðmæti DREYPT Á UM ALLAN HEIM Viðurgjörningur Það hefur lengi þótt viðeigandi að slá tappa úr kampavínsflösku við hátíðeg tilefni. Framleiðsla á kampavíni árið 2018 Heimild: Comité Champagne 4,9 milljarðar evra þar af 2,9 vegna útflutnings VirðiFramleiðsla 362.000.000 362 milljón flöskur Uppskera=12,361 kg/hektara Ljósmynd/Comité Champagne ■ Þessi grein er hluti greinaflokks sem aðgengilegur er innskráðum notendum á mbl.is. Allt í allt verða greinarnar 14 talsins og verða birtar vikulega fram á nýtt ár.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.