Morgunblaðið - 23.10.2019, Blaðsíða 31
31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019
Ekki veit ég um
nokkurn Íslending sem
ber ekki hlýjar tilfinn-
ingar til Landspítalans.
Allir gera sér grein fyr-
ir mikilvægi spítalans –
enda hornsteinn ís-
lenskrar heilbrigð-
isþjónustu. Þegar vel
gengur á Landspít-
alanum er flest í lagi í
heilbrigðiskerfinu.
Brotalamir og vand-
ræði innan veggja spítalans seytla
hins vegar niður alla heilbrigðisþjón-
ustuna og almenningur líður fyrir.
Hvernig til tekst við rekstur og
skipulag Landspítalans er því ekki
einkamál stjórnenda eða starfsmanna
spítalans, heldur hagsmunamál sem
skiptir alla landsmenn miklu.
Því miður er hægt að ganga að ár-
legum fréttum af fjárhagsvanda spít-
alans, biðlistum og lokun deila, með
sömu vissu og sköttum og dauða. Já-
kvæðar fréttir – því þær eru margar
enda unnin kraftaverk á hverjum
degi á spítalanum – eru annaðhvort
ekki sagðar eða þær kafna í neikvæð-
um fréttaflutningi. Þrátt fyrir van-
kanta og vandræði er heilbrigðisþjón-
ustan á Íslandi ein sú besta sem
þekkist í heiminum. Af ástæðum, sem
ég skil ekki, finnst mörgum nauðsyn-
legt að draga upp allt aðra og dekkri
mynd og sannfæra almenning um að
flest sé í kalda koli og kerfið að
hrynja.
Vandi Landspítalans sýnist krón-
ískur og við það getur enginn sætt sig
við. Þeir sem þurfa á þjónustu að
halda við úrlausn sinna meina líða
fyrir og óöryggi þeirra eykst. Hið
sama gildir um starfsfólk.
Eitthvað að kerfinu
Í viðtali við Ríkissjónvarpið á
mánudag benti Bjarni Benediktsson,
fjármála- og efnahagsráðherra, rétti-
lega á að framlög til Landspítalans
hefðu verið aukin verulega á síðustu
árum, eins og raunar á öðrum sviðum
heilbrigðisþjónustu. Á sama tíma
hefðu komið fram ábendingar um að
hægt væri að nýta fjármunina betur:
„Það er eitthvað að í kerfi sem tek-
ur sífellt við stórauknum fjármunum
en lendir viðstöðulaust í rekstr-
arvanda. Það eru örfá ár síðan við
skárum af margra milljarða uppsafn-
aðan rekstrarvanda á Landspít-
alanum og við höfum stóraukið fram-
lögin til spítalans
þannig að það er enginn
niðurskurður sem hefur
verið í gangi þar.“
Framlög til Land-
spítalans hafa aukist
verulega á und-
anförnum árum. Miðað
við fjárlagafrumvarp
verða þau liðlega 13,6
milljörðum hærri á
næsta ári en 2016 fyrir
utan 755 milljónir króna
sem renna til reksturs
Vífilsstaða. Þetta er
aukning um 22%. Aukn-
ingin er tæplega þremur milljörðum
meiri en samanlögð framlög til heil-
brigðisstofnana úti á landi, á Vest-
urlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi,
Austurlandi, Suðurlandi og Suð-
urnesjum.
Hagkvæmara í
höndum annarra
Varla er hægt að deila við fjár-
málaráðherra þegar hann heldur því
fram að eitthvað sé að í kerfi sem
glímir stöðugt við rekstrarvanda
þrátt fyrir sífellt auknar fjárveit-
ingar. Reynir Arngrímsson, formað-
ur Læknafélags Íslands, er hrein-
skiptinn í samtali við mbl.is um liðna
helgi. Handahófskenndar ákvarð-
anatökur og stjórnunarmistök eru
helstu skýringar á krónískum fjár-
hagsvanda Landspítalans.
Læknafélagið hefur líkt og flestir
Íslendingar áhyggjur af „langvarandi
fjárhagsvanda Landspítalans“, en
Reynir bendir á umhugsunarverða
staðreynd:
„Það er stöðugt verið að bæta við
verkefnum á sjúkrahúsið sem væri
skynsamlegra að væru í höndum ann-
arra sem gætu veitt þjónustuna á
hagkvæmari hátt og væru ekki að
taka mannafla frá kjarnastarfsemi
spítalans.“
Pétur Magnússon, forstjóri Hrafn-
istu, er ekki með ósvipaðar ábend-
ingar og formaður Læknafélagsins. Í
viðtali við Morgunblaðið segir Pétur
það ekkert óeðlilegt að stjórnendur
spítalans fari „vel yfir það hvað er
kjarnastarfsemi og hvað eru hlið-
arverkefni sem Landspítalinn ætti
kannski ekki að sinna og fá heldur
aðra til að gera“. Hann bendir á að
langflest hjúkrunarrými séu rekin af
öðrum en opinberum heilbrigð-
isstofnunum. Þau hjúkrunarrými
sem Landspítalinn annast á Vífils-
stöðum séu dýrari en rými á hjúkr-
unarheimilum.
Með öðrum orðum: Það hefur ekki
tekist að samþætta starfsemi Land-
spítalans við aðra þætti heilbrigð-
isþjónustunnar m.a. með því að nýta
kosti einkaframtaksins þar sem það
er hagkvæmt. Ríkisvæðing þjónust-
unnar hefur gert hana dýrari og óör-
uggari. Hagsmunum landsmanna –
sem allir eru sjúkratryggðir – er ekki
þjónað. Möguleikum heilbrigðis-
starfsfólks fækkar og samkeppn-
ishæfni íslenskra heilbrigðiskerfisins
verður verri.
Sjálfstæð stjórn yfir spítalann
Á síðasta ári hafði Landspítalinn
um 71 milljarð úr að spila og þar af
voru bein framlög úr ríkissjóði tæp-
lega 63 milljarðar. Laun eru lang-
stærsti hluti kostnaðar. Á síðasta ári
nam launakostnaður tæpum 54 millj-
örðum og hækkaði um 11,3% á milli
ára.
Í ársreikningi kemur fram að árs-
verk starfsmanna Landspítala voru
4.221 að meðaltali á árinu 2018, en
þau voru 4.073 árið á undan. Á síðasta
ári voru 5.489 starfsmenn að störfum
að meðaltali í hverjum mánuði í mis-
munandi starfshlutfalli borið saman
við 5.305 á árinu 2017.
Í mörg ár hefur verið á það bent að
óeðlilegt sé og óskynsamlegt að ekki
skuli vera sjálfstæð stjórn yfir
stærsta og mikilvægasta fyrirtæki
heilbrigðiskerfisins. Formaður
Læknafélagsins sagði í áðurnefndu
viðtali við mbl.is að staðan sýndi mik-
ilvægi þess að stjórn væri sett yfir
spítalann eins og tíðkaðist í öðrum at-
vinnurekstri:
„Þar sem forstjóri og
framkvæmdastjórn lúti eðlilegu að-
haldi stjórnar og stuðnings við
ákvarðanir sem þarf að taka við
reksturinn.“
Ráðgjafarnefnd Landspítalans
sem starfar samkvæmt lögum er til
ráðgjafar og álits um þjónustu, starf-
semi og rekstur. Nefndin kemur því
ekki í stað virkrar stjórnar, enda ber
hún ekki ábyrgð á rekstrinum og hef-
ur engin formleg völd. Skipun form-
legrar stjórnar sem ber ábyrgð á
rekstri og skipulagi Landspítalans
mun ekki aðeins renna styrkari stoð-
um undir alla starfsemina heldur
auka nauðsynlegt aðhald á öllum
sviðum.
Aðgerðaleysi ekki í boði
Auðvitað ber að taka það alvarlega
ef fjárhagsvandi Landspítalans stefn-
ir öryggi sjúklinga í hættu. Gagnvart
slíkum staðhæfingum getur enginn
setið aðgerðalaus, allra síst yfirvöld
heilbrigðismála eða fjárveitingavaldið
– Alþingi. Þann vanda verður að leysa
en það eru of margar vísbendingar um
að vandinn sé ekki aðeins fjárhags-
legur heldur einnig skipulagslegur.
Fjármunirnir eru ekki að nýtast með
þeim hætti sem eðlilegt er að krefjast.
Það mun ekki duga að veita stöðugt
meiri fjármuni til Landspítalans. Allt
skipulag þarf að endurskoða, leggja
áherslu á kjarnastarfsemina, færa
verkefni frá spítalanum til annarra
sem geta sinnt þeim með hagkvæmari
og betri hætti. Með skipulegum hætti
verður að auka samvinnu við aðila ut-
an spítalans, jafnt einkaaðila sem op-
inbera.
Að lokum þetta: Það er ekki mark-
mið í sjálfu sér að auka útgjöld til heil-
brigðismála. Markmiðið er og á alltaf
að vera að auka lífsgæði landsmanna
með góðri og öflugri heilbrigðisþjón-
ustu. Skipulag kerfisins verður að
mótast af því að mæta þörfum hinna
sjúkratryggðu – allra Íslendinga –
með hagkvæmum og skilvirkum
hætti.
Eftir Óla Björn
Kárason
» Það hefur ekki tekist
að samþætta starf-
semi Landspítalans við
aðra þætti heilbrigð-
isþjónustunnar m.a.
með því að nýta kosti
einkaframtaksins.
Óli Björn
Kárason
Höfundur er alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins.
Brotalamir og fjárhagsleg vandræði
Morgunblaðið/Ómar
Landspítalinn Á síðasta ári hafði spítalinn um 71 milljarð úr að spila.
Öll höfum við heyrt
af frístundakortinu en
það er styrkjakerfi í frí-
stundastarfi fyrir 6-18
ára börn með lögheim-
ili í Reykjavík. Styrk-
urinn er 50.000 krónur
á barn. Ekki er um
beingreiðslur til for-
ráðamanna að ræða
heldur hafa þeir rétt til
að ráðstafa tilgreindri
upphæð í nafni barns
síns til niðurgreiðslu á þátttöku- og
æfingagjöldum. Markmið og til-
gangur frístundakortsins er að öll
börn og unglingar í Reykjavík 6-18
ára geti tekið þátt í uppbyggilegu frí-
stundastarfi óháð efnahag eða fé-
lagslegum aðstæðum foreldra.
Árið 2009 var samþykkt á fundi
borgarráðs tillaga Vinstri grænna að
unnt verði að greiða fyrir frístunda-
heimili með frístundakortum. Þessi
samþykkt var mistök enda gengur
hún í berhögg við markmið og til-
gang frístundakortsins. Sú þróun
hefur orðið í kjölfarið að efnalitlir for-
eldrar nota kortið upp í gjald frí-
stundaheimilis barna sinna. Þetta
sést glöggt þegar nýting kortsins er
skoðuð milli hverfa. Nýting frí-
stundakortsins í þeim
tilgangi sem því er ætl-
að er minnst í hverfi
111. Þar búa margar
efnalitlar fjölskyldur.
Sterkar vísbendingar
eru um að ástæðan fyrir
lakari nýtingu frí-
stundakortsins þar er
m.a. sú að foreldrar hafa
vegna bágborins efna-
hags orðið að nota kort-
ið til að greiða dvöl
barns á frístundaheim-
ili.
Frístundakortið upp í skuld
Borgin hefur seilst lengra en að
nota réttinn til frístundakortsins sem
gjaldmiðil fyrir frístundaheimili.
Réttur til nýtingar kortsins hefur
einnig verið gerður að skilyrði fyrir
umsókn um fjárhagsaðstoð hjá
Reykjavíkurborg og fyrir að sækja
um skuldaskjól eða fá skuldir afskrif-
aðar. Hið göfuga markmið frí-
stundakortsins sem hugsað er til að
stuðla að jafnræði í þátttöku íþrótta-
og tómstundum hefur því verið út-
þynnt og kemur að sjálfsögðu verst
niður börnum foreldra sem eru í fjár-
hagserfiðleikum.
Sem sálfræðingur og borgarfull-
trúi blöskrar mér afbökunin á mark-
miði og tilgangi frístundakortsins.
Það hefur verið komið aftan að for-
eldrum og brotið á rétti barna. Ég hef
þess vegna lagt til að borgarstjórn
samþykki að frístundakortið verði
einungis notað í samræmi við skil-
greint markmið þess og tilgang. Þar
með verði afnumið að skilyrða rétt
kortsins fyrir að sækja um fjárhags-
aðstoð þ.m.t. þriggja mánaða skulda-
skjól eða afskriftir vanskilaskulda.
Geti foreldrar ekki greitt gjald frí-
stundaheimilis er heimild í Reglugerð
um fjárhagsaðstoð að foreldrar í fjár-
hagserfiðleikum geti sótt um sér-
stakan styrk. Láta á rétt barnsins til
frístundakortsins í friði. Það kort er
fyrir barnið til að nota í íþrótta- og
tómstundastarf. Að spyrða rétt barns
til frístundakorts við fjárhagserf-
iðleika foreldra þess er óforskammað.
Nánasarleg upphæð og
allt of strangar reglur
Upphæð frístundakortsins er
50.000 kr. Reglur um notkun kortsins
eru auk þess ósveigjanlegar. Skilyrði
fyrir að nota frístundakortið er að
námskeið sé allt að 10 vikur og kosta
slík námskeið án efa mun meira en
50.000 krónur. Aðeins þeir foreldrar
sem geta greitt mismuninn geta leyft
börnum sínum að taka þátt í lengri og
dýrari námskeiðum t.d. námi í tónlist-
arskóla, dansskóla, myndlistarskóla
eða annað sambærilegt. Börn efnalít-
illa foreldra eru þannig útilokuð frá
löngum, dýrum námskeiðum þar sem
foreldrar hafa ekki efni á að greiða
mismuninn. Mismunurinn gæti allt
eins verið tvöföld upphæð frí-
stundakortsins. Engar undantekn-
ingar eru gerðar ef barnið vill fara á
styttri og þar með oft kostnaðar-
minni námskeið. Svo langt er gengið í
ósveigjanleikanum að ekki einu sinni
er hægt að nota kortið á sumarnám-
skeið þar sem þau námskeið ná aldrei
10 vikna lengd.
Styttri námskeið geta vel verið
jafn árangursrík í að styrkja félags-
færni barna og löng námskeið. Fyrir
mörg börn henta styttri námskeið
betur en lengri. Fyrir barn fátækra
foreldra getur ein vika, jafnvel einn
dagur, í félagslegum samskiptum
skipt miklu máli. Ef foreldrar hafa
ekki ráð á að greiða heildarkostn-
aðinn fyrir 10 vikna námskeið hvern-
ig samræmist það þá yfirlýstum
markmiðum um frístundakortið? Í
hverju felst jöfnuðurinn?
Til að nýta réttindin til frístunda-
kortsins með einhverjum hætti er
efnaminni foreldrum hálfpartinn
þrýst til að nota kortið til að greiða
upp í gjald frístundaheimilis. Frí-
stundaheimili er ekki það sama og
íþrótta- og tómstundanám þótt vissu-
lega fari fram metnaðarfullt frístund-
astarf á frístundaheimilum borg-
arinnar. Frístundaheimili er fyrst og
fremst hugsað til að veita börnum
öruggt og þroskavænlegt skjól á
meðan foreldrar eru í vinnu. Hér er
um nauðsyn að ræða í flestum til-
fellum. Það gefur auga leið að ef for-
eldrar vegna fjárhagserfiðleika sinna
verða að nota frístundakortið til að
greiða með frístundaheimilið er rétt-
ur barnsins til nýtingar þess í íþrótta-
og tómstundaiðkun ekki nýttur.
Markmiðið og tilgangurinn með
frístundakortinu var ætíð að auka
tækifæri barna til að stunda íþróttir
og tómstundir óháð efnahag foreldra.
Markmiðið með frístundakortinu hef-
ur verið afbakað og útþynnt og er nú
nýtt ekki síður sem bjargir frekar en
tækifæri fyrir börn að iðka tóm-
stundir.
Eftir Kolbrúnu
Baldursdóttur »Markmiðið með frí-
stundakortinu hefur
verið afbakað og út-
þynnt og er nú nýtt ekki
síður sem bjargir frekar
en tækifæri fyrir börn
að iðka tómstundir.
Kolbrún
Baldursdóttir
Höfundur er borgarfulltrúi
Flokks fólksins.
Frístundakort barna gengisfellt