Morgunblaðið - 23.10.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.10.2019, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019 Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Jóhann Ingi Gunnarsson var ráðinn landsliðsþjálfari eftir afhroð lands- liðsins í heimsmeistarakeppninni í Danmörku 1978, aðeins 24 ára að aldri, en þrátt fyrir ungan aldur var hann enginn nýgræðingur í íþrótt- inni og hafði meðal annars kynnt sér þjálfun í Júgóslavíu, þar sem hand- boltinn var á hæsta stalli. Undirbún- ingur hans með U21 árs liðið fyrir heimsmeistarakeppnina 1979 var óvenjulegur, því í fyrsta sinn æfði ís- lenskt handboltalandslið markvisst allt sumarið fyrir keppnina, sem hófst 23. október. „Margir töldu mig galinn, þegar ég ákvað að kynna mér þjálfun fyrir austan járntjald og fara til Júgó- slavíu árið 1975, en ég vildi einfald- lega læra af þeim bestu,“ rifjar Jó- hann Ingi upp. Hann var á æfingum hjá besta félagsliðinu og landsliðinu í þrjá mánuði og kom breyttur maður með ferskar og nýjar hugmyndir til baka. Nýr heimur „Ég uppgötvaði nýjan heim. Þarna æfðu menn tvisvar á dag og árangurinn lét ekki á sér standa. Með júgóslavneska skólann í far- teskinu byrjaði ég að þjálfa yngri landsliðin og þegar ég valdi 21 árs landsliðið byggði ég það að stórum hluta á 18 ára landsliðinu, sem ég hafði áður verið með ásamt Steindóri Gunnarssyni aðstoðarþjálfara og varð í 2. sæti á Norðurlandamótinu.“ Árangurinn vakti athygli og ekki síst vegna þess að allir nema einn voru nýliðar í landsliði. U21 árs landsliðið æfði ekki aðeins í 10 daga lotum um sumarið heldur var álagið eins og hjá atvinnumönn- um, æft tvisvar á dag. Jóhannes Sæ- mundsson heitinn, íþróttakennari í Menntaskólanum í Reykjavík, var aðstoðarþjálfari. „Hann var sá eini sem þorði að fara með mér, ein- hverjum stráklingi, í þetta verkefni,“ segir Jóhann Ingi. „Hann var langt á undan sinni samtíð með þekkingu í þjálffræði, sem hann hafði numið í Bandaríkjunum. Í þessum æf- ingalotum hóf ég líka það sem ég kalla andlega styrktarþjálfun, mark- vissar æfingar til að ná stjórn á spennustigi.“ Brotið blað Jóhann Ingi segir að margir góðir þjálfarar hafi áður starfað á Íslandi en með fyrrnefndum undirbúningi hafi verið brotið blað. „Þarna hófst þjálfun af alvöru og þetta sumar urðu þessir drengir að mönnum,“ staðhæfir hann. „Leikmennirnir voru tilbúnir að leggja mikið á sig, Bogdan tók þá síðan enn frekar áfram, þegar hann tók við landslið- inu, og aðrir hafa síðan haldið keflinu á lofti.“ Ísland var í sterkum riðli á HM 1979, en ungu og lítt reyndu strák- arnir stóðu sig vonum framar. Fyrir mót voru flestir á því að Sovétmenn og Þjóðverjar færu áfram úr riðl- inum, en annað kom í ljós. „Við vorum mjög nálægt því að komast í undanúrslit, en töpuðum fyrir Dönum á þeirra heimavelli í mjög jöfnum leik. Ég man það eins og það hafi gerst í gær þegar Andrés Kristjánsson slasaðist illa skömmu fyrir miðjan seinni hálfleik og staðan 12:12. Leikurinn var stöðvaður, langt hlé fylgdi í kjölfarið og strákarnir stóðu sem lamaðir eftir. Danir voru með mjög sterkt lið en gæðin hjá okkur voru mikil og ég hef oft sagt að ef við hefðum fengið fleiri æfinga- leiki á undirbúningstímabilinu hefð- um við náð enn betri árangri.“ Sterkir árgangar Oft er það svo að sterkir árgangar koma upp í íþróttum. Jóhann Ingi segir að kynslóðin í liðinu 1979 hafi verið ótrúlega sterk, rétt eins og sú sem hann þjálfaði síðast. „Síðasta verkefni mitt í þjálfun var að þjálfa drengjalandsliðið mörgum árum seinna. Þá hafði ég þjálfað öll önnur karlalandslið en í þessum hópi voru Óli Stefáns, Dagur og jafnaldrar þeirra. Munur á þessum hópum er að síðari hópurinn var teknískari, en hópurinn 1979 var ótrúlega líkam- lega sterkur og hann ruddi brautina. Með þessu unglingalandsliði var stigið mjög mikilvægt skref í því hvernig þurfti að vinna og æfa til þess að eiga möguleika á meðal þeirra bestu.“ Rétt hugarfar Að öðrum ólöstuðum hefur Alfreð Gíslason náð lengst sem leikmaður og síðan þjálfari úr hópnum 1979. Árangur hans kemur Jóhanni Inga ekki á óvart og hann rifjar upp, þeg- ar hann kenndi honum utanvert gegnumbrot. „Mörgum árum seinna heyrði ég að hann hefði æft þetta at- riði heima í stofu, „fintað“ pabba sinn aftur og aftur og brotið allt og bramlað. Aðalatriðið var að ná þessu fyrir næstu æfingalotu, hvað sem það kostaði. Hugarfarið hjá þessum strákum var með þessum hætti og ég dáist að þeim fyrir úthaldið, en seigla er forsenda góðs sjálfstrausts, upp- gjöf er ekki til. Síðan kom bar- áttugleðin, að spila með hjartanu, sem síðar varð stefið hjá Guðmundi Þórði Guðmundssyni landsliðsþjálf- ara.“ Rétt hugar- far og seigla  Jóhann Ingi Gunnarsson steig áður óþekkt skref sem þjálfari hérlendis Sálfræðingur Jóhann Ingi Gunnarsson rekur sálfræði- og ráðgjafarþjónustu og er með ráð undir rifi hverju. Undirbúningur Sigurður Gunnarsson hysjar upp um sig buxurnar en Theodór Guðfinnsson, Alfreð Gíslason, Sig- urður Sveinsson og Kristján Arason eru á undan og tilbúnir í slaginn. Ljósmynd/Friðrik Guðmundsson Þjálfari Jóhann Ingi var ekki gamall þegar hann tók við landsliðinu. www.danco.is Heildsöludreifing Fyrirtæki og verslanir Heildarlausnir í umbúðum Pappír v Borðar v Pokar v Bönd Skreytingarefni v Teygjur v Kort Pakkaskraut v Sellófan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.