Morgunblaðið - 23.10.2019, Side 14
ÚR BÆJARLÍFINU
Margrét Þóra Þórsdóttir
Akureyri
Fyrsti snjórinn þetta haustið féll
á Akureyri í gær, allt hvítt þegar
þorpsbúarnir opnuðu augun og
dagurinn hófst. Misvel undirbúnir
auðvitað eins og gengur, þegar
kemur að bílum og hjólbörðum.
Margir fara að huga að dekkja-
skiptum eftir að fyrsti snjór hausts-
ins lætur sjá sig.
Akureyrarbær hefur hvatt
bæjarbúa, þá sem það mögulega
geta, að velja aðra kosti en nagla-
dekk. Bærinn sem sé biður íbúana
að hugleiða og meta hvort nagla-
dekk séu nauðsynleg eða hvort þeir
hafi möguleika á að velja aðrar teg-
undir hjólbarða undir bíla sína og
stuðla á þann hátt að bættum loft-
gæðum og minni hávaða í bænum.
Fram kemur á vef bæjarins að
undanfarin fimm ár hafa að með-
altali 74% bifreiðaeigenda á Ak-
ureyri ekið um á negldum hjólbörð-
um og að notkun þeirra hafi aukist
verulega undanfarin tvö ár. Bent er
á að svifryk mælist of oft yfir
heilsuverndarmörkum á Akureyri
og þar eigi nagladekk sinn þátt. Að
auki valda þau hávaða, slíta malbiki
margfalt hraðar en önnur dekk og
það hefur í för með sér aukinn við-
haldskostnað. Margt mælir með því
að skipta þeim út fyrir aðra kosti;
loftbóludekk, harðkornadekk, harð-
skeljadekk og heilsársdekk með
djúpu mynstri, svo eitthvað sé upp
talið.
Á Akureyri og á hálendisvegum
í nágrenni bæjarins háttar þannig
til að iðulega er flughált og jafnvel
þungfært á veturna og því mikil-
vægt fyrir fólk sem er á ferðinni að
velja góð og örugg dekk. Segir
bærinn. Og nú er valið okkar, bíl-
stjóranna.
Vissulega má kannski segja að
fyrsti snjórinn hafi komið bæjar-
búum á Akureyri í opna skjöldu,
líkt og vanalega og ef til vill verið
helsta umræðuefnið í morgunkaffi
gærdagsins á mörgum vinnustöð-
um. En gera má ráð fyrir að víða
Skiptar skoðanir um Seglin við Pollinn
hafi líka verið rætt um hugmynd
sem nefnist Seglin við Pollinn og
gengur út á að reisa 100 til 120
íbúðir í fjórum húsum á reit norðan
við Gránufélagshúsið. Sitt sýnist
hverjum um ágæti þeirrar tillögu.
Akureyrarbær bauð til opins
kynningarfundar um breytingu á
aðalskipulagi fyrir þennan hluta
Oddeyrar í Hofi síðdegis á mánu-
dag. Viðbrögðin voru góð, fólk
streymdi í salinn og kjaftfyllt hann
á augabragði þannig að áhuginn er
greinilegur. Pétur Ingi Haraldsson
sviðsstjóri skipulagssviðs kynnt að-
alskipulagsbreytinguna fyrir fund-
armönnum, en bæjarstjórn sam-
þykkt nýverið skipulagslýsingu
vegna breytinga á aðalskipulagi á
svæði sem afmarkast af Hjalteyr-
argötu í vestri, Kaldbaksgötu í
austri, Gránufélagsgötu í norðri og
Strandgötu í suðri.
Svæðið er að mestu skilgreint
sem athafnasvæði en með breyt-
ingunni er gert ráð fyrir að það
breytist í íbúðarsvæði þar sem
heimilt verður að byggja allt að 6-
11 hæða fjölbýlishús með athafna-
starfsemi á neðstu hæð. Nú eru á
þessu svæði nokkrar sundurleitar
iðnaðar- og athafnabyggingar flest-
ar í sæmilegu standi en einnig er
þar eitt íbúðarhús. Syðst á svæðinu
meðfram Strandgötu sendur
Gránufélagshúsið, reist af Gránu-
félaginu og er elsti hluti þess frá
árinu 1873. Gránufélagshúsið er
friðað en þar er nú rekin veitinga-
staður.
Orri Árnason arkitekt hjá
Zeppelin arkitektum kynnti til-
lögur sem félagið hefur unnið
vegna uppbyggingar á skipulags-
reitnum. Hugmyndin gengur sem
fyrr segir undir nafninu Seglin við
Pollinn og er tilvísun í starfsemi
Gránufélagsins sem reisti og starf-
aði í húsinu sem við það er kennt
og stendur við umræddan reit.
Gránufélagið eignaðist á sínum
uppgangstíma fjögur skip, fyrst
skonnortuna Gránu, síðan tvær
aðrar sem báru nöfnin Rósa og
Herta og loks hákarlaskipið Njál.
Þannig sagði Orri að leitað væri í
hirslur sögunnar og uppbyggingin
á reitnum yrði tengd sögu Gránu-
félagsins. Seglin fjögur myndu rísa
upp að baki Gránufélagshúsinu
sem tákn fyrir seglin á skipum fé-
lagsins.
Sú bylgja hefur verið nokkuð
ríkjandi í mannvirkjagerð hin síð-
ari ár að færa góður inn í borgir
og bæi og nær hún til hönnunar
„Seglhúsanna“, en ef af verður og
þessi fyrsta hugmynd verður að
veruleika munu veggir og þök
verða klædd gróðri og fá á sig
náttúrulegt yfirbragði. Garður
verður að auki á svæði milli
húsanna fjögurra. Ásýnd húsanna,
staðsetning þeirra í námunda við
miðbæ og Menningarhúsið Hof,
glæsilegt útsýni yfir Pollinn og inn
og út Eyjafjörð eru að mati hönn-
uða til þess fallin að laða að íbúða-
kaupendur. Alls er gert ráð fyrir
að í húsunum verði á bilinu 120 til
150 íbúðir en á jarðhæð fjölbreytt
verslun og þjónustu og undir öllu
er gert ráð fyrir bílakjallara.
Mjög skiptar skoðanir eru um
ágæti hugmyndanna. Einn hópur
telur þessa hugmynd algjörlega
frábæra og vill helst að byrjað
verði að grafa grunninn strax en
svo er annar hópur manna sem
telur að hugmyndin sé algjörlega
galin og út í hött. Verði hug-
myndin að veruleika er hins vegar
ekki úr vegi að halda áfram að
gramsa í hirslum sögunnar og
óska sérstaklega eftir því að hús-
vörðurinn beri nafnið Tryggvi
Gunnarsson.
Tölvumynd/Zeppelin arkitektar
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Íbúafundur Skiptar skoðanir eru á meðal bæjarbúa um hugmyndina.
Tölvumynd/Zeppelin arkitektar
Breyting Svona yrði útsýnið suður eftir Hjalteyrargötu eftir framkvæmd.
Oddeyrin Verði hugmyndin að veruleika verður svona umhorfs við gatnamót Strandgötu og Hjalteyrargötu. Breyting verður því talsverð.
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019
TJARNARBÍÓ|LAUGARDAG 26. OKT.|12-16
Fulltrúar frá eftirtöldum skólum verða til viðtals:
ARTS UNIVERSITY BOURNEMOUTH • CAMBERWELL COLLEGE OF ARTS • CENTRAL SAINT
MARTINS • CHELSEA COLLEGE OF ARTS • LONDON COLLEGE OF FASHION • LONDON
COLLEGE OF COMMUNICATIONS • WIMBLEDON COLLEGE OF ARTS • THE LIVERPOOL
INSTITUTE FOR PERFORMING ARTS• LEEDS ARTS UNIVERSITY • ATELIER CHARDON
SAVARD - BERLIN • MACROMEDIA UNIVERSITY - BERLIN & HAMBURG • ISTITUTO EUROPEO
DI DESIGN - ITALY & SPAIN• EU BUSINESS SCHOOL - BARCELONA
12:00-13:00 Örnámskeið “Portfolio Preparation”.
13:00-15:00 Reynslusögur; Fyrrverandi nemar segja frá.
13:00-16:00 „Maður á mann”. Viðtöl við fulltrúa skóla.
Sjá nánar dagskrá: lingo.is/frettir
Aðgangur
ÓKEYPIS