Morgunblaðið - 23.10.2019, Side 35

Morgunblaðið - 23.10.2019, Side 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019 Kveðja frá bræðrum í Odd- fellowstúkunni Hásteini Bjarni Jónsson lést eftir langa baráttu við illvígan sjúkdóm hinn 3. október sl., 73 ára að aldri. Bjarni var virkur í Oddfellow allt frá því hann vígðist í stúku okkar árið 2000. Bjarni gegndi mörgum embættum innan stúkunnar og var við andlátið einn af fyrrver- andi meisturum hennar. Bjarni tók þátt í starfi fleiri regludeilda svo sem búða og var m.a. stofn- félagi í búðum nr. 6, Odda á Sel- fossi. Bjarni Jónsson ✝ Bjarni Jónssonfæddist 23. júní 1946. Bjarni lést 3. október 2019. Útför Bjarna fór fram 11. október 2019. Í Oddfellow nefn- um við hvert annað bræður eða systur. Bjarni var svo sann- arlega mikill vinur okkar allra og sann- ur bróðir í hverju máli. Það kom snemma í ljós að hann var ekki aðeins virkur þátttakandi heldur mikilvirkur í öllu sem við tókum okkur fyrir hendur. Megin- inntakið í starfsemi okkar eru mannúðar- og líknarmál. Þar gekk Bjarni í fararbroddi okkar. Sérstaklega er þess minnst nú þegar stúkan í samvinnu við kvennastúkuna á Selfossi tók að sér að innrétta kapellu í sjúkra- húsinu á Selfossi. Bjarni var þar verkefnisstjóri og gerði því verk- efni einstaklega góð skil. Hann var óþreytandi að snúast og reka erindi til þess að koma því verkefni áfram og fór m.a. ótal ferðir til Reykjavíkur til þess að velja efni í innréttingarnar, hús- gögn og fleira sem til þurfti. Margt fleira mætti tína til af verk- efnum sem Bjarni kom að eins og endurbyggingu og innréttingu regluheimilis okkar. Það var gott að eiga Bjarna að í okkar starfi á öllum sviðum og vill sá sem ritar þessar línur sérstaklega minnast með miklum hlýhug samstarfs okkar í stjórn stúkunnar það kjör- tímabil sem við sátum í henni sam- an. Rósemi og yfirvegun voru áberandi einkenni í fari Bjarna. Stundum þegar honum fannst við ætla að fara of hratt eða af of mikl- um ákafa í einhver mál kom fyrir að hann segði: „Ef eitthvað er ekki bilað þarf ekki að gera við það.“ Með þessu vildi hann benda okkur á að íhuga vel fyrirliggjandi mál og haga gerðum okkar varlega. Útför Bjarna var gerð frá Sel- fosskirkju föstudaginn 11. október sl. Oddfellowbræður stóðu þar heiðursvörð og báru kistu hans úr kirkju. Það var með trega og sorg sem við kvöddum látinn vin og bróður sem við munum sakna úr starfi okkar um ókomin ár. Það er við hæfi að minnast Bjarna með þessum línum úr Hávamálum: Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. Bjarni rækti stúkustarfið af- skaplega vel og alveg fram á síð- ustu stund í lífi sínu. Hann sat fyrsta fund vetrarins með okkur nokkrum dögum fyrir andlát sitt þótt sárþjáður væri. Við leiðarlok sendum við Há- steinsbræður Bjarna innilegar þakkir fyrir samfylgdina í hart- nær 20 ár og söknum þess að eiga ekki lengur vísan vísdóm hans, yf- irvegun og góð ráð. En minning hans mun lifa með okkur og við munum reyna að vinna áfram í hans anda. Ásu, eiginkonu Bjarna, og börn- um þeirra sendum við innilegar samúðarkveðjur með þeirri von að þau bönd sem við bundum við Bjarna og fjölskyldu hans megi halda þótt hann sé horfinn af velli. Guðmundur Ingi Gunnlaugsson. Þann 4. október síðastliðinn var Jón Ólafur bróðir minn til moldar borinn. Það er ævinlega erfitt að kveðja systkini sitt og við börnin þeirra Þórðar Júlíussonar og Báru Hjaltadóttur höfum horft á eftir þremur okkar yfir í annan heim og átt við þann missi sem því fylgir. Þegar ég hugsa til Nonna bróður, eins og hann var ávallt kallaður hér heima á Vinaminni, minnist ég margs úr lífi hans. Lög og réttur voru heilagt Jón Ólafur Þórðarson ✝ Jón ÓlafurÞórðarson fæddist 16. janúar 1946. Hann varð bráðkvaddur 23. september 2019. Útför hans fór fram 4. október 2019. fyrirbæri fyrir Nonna. Hann fór eftir lögum sama hvað á dundi enda hafði hann ríka réttlætiskennd. Réttlætiskenndin varð til þess að hann var ekki alltaf sammála lögum og dómum og ræddi hann það oft af mik- illi innlifun. Trú hans var þó á því að lagadómstóll væri æðri almenningsdómstól. Þetta varð til þess að ég treysti Nonna til að túlka lögin þá sjald- an að til þess kom fyrir mína hönd. Þegar ég bað bróður minn um aðstoð sem lögfræðings en ekki bróður þá var það ævinlega gert af greiðvikni og án endur- gjalds. Jón Ólafur hafði gaman af því að leika sér með íslenskuna enda var hann vel máli farinn. Kímni- gáfan og hans einstaka málfar gerðu sögur hans litríkar. Nonni var mjög barnelskur og sem dæmi má nefna að ég gleymi því aldrei þegar hann heimsótti son minn á Landspítalann og hversu natinn hann var þegar Hjalti var þriggja ára og var fluttur suður í sjúkraflugvél með sprunginn botnlanga stuttu eftir að mamma var jörðuð. Nonni fylgdist vel með frétt- um, heima og erlendis, enginn kom að tómum kofunum þar og ef hann hafði misst af einhverju þá var hægt að klappa í stein að við næsta fund var hann búinn að lesa sér til og tilbúinn að ræða málin ofan í kjölinn. Ég passaði Fríðu og Þórð á meðan Badda og Nonni bjuggu á Ísafirði og á þeirra heimili lærði ég að meta Nat King Cole og Elvis. Þau fluttu síðar suður á höfuðborgarsvæðið. Eftir öll þessi ár þeirra hjóna fjarri heimahögum eru mínar sterk- ustu minningar um Nonna að leita uppi ekta vestfirskan harð- fisk. Nonni hafði gaman af því að ferðast og upplifa nýja menning- arheima fordómalaust og með næstum barnslegri gleði og for- vitni. Hann gat lýst svo vel upp- lifun sinni að það var næstum eins og viðmælandi væri með í för. Hann hafði einnig gaman af eldamennsku. Eldaði oft heima í Mosfellsbænum og gerði vel við matargesti. Jón Ólafur var ættrækinn, fjölskyldumót sótti hann og hann kunni milljón skemmtilegar sög- ur bæði úr hversdagslífinu og úr bókum og var góður sögumaður Ég á margar gamlar minning- ar um bróður minn: Stolt for- eldra minna þegar hann varð stúdent og síðar lögfræðingur; að hann las ætíð Moggann þótt hann væri honum ekki alltaf sammála og kallaði hann Soss- ann; treysti á ameríska bílafram- leiðslu og hvað hann var mikill sjálfstæðismaður. Síðasta sumar misstum við systkinin frá Vinaminni Ásthildi Cesil, elsta systkini okkar, úr bráðu krabbameini. Ég tel að ég tali fyrir okkur öll þegar ég segi að okkur þótti óskaplega vænt um þau bæði, minnumst þeirra og syrgjum. Inga Bára. Látin er í hárri elli Maj-Lis Tómas- son. Maj-Lis var finnsk, fædd í Helsinki og lauk þar námi í hjúkrun og einnig fram- haldsnámi í barnahjúkrun og heilsuvernd. Hún starfaði í Finn- landi, Skotlandi og síðan á Íslandi eftir að örlögin leiddu þau saman, Benedikt Tómasson lækni og Maju. Benedikt var eina systkini móð- ur okkar og með þeim miklir kær- leikar og árleg sumarheimsókn hans til Seyðisfjarðar ætíð mikið tilhlökkunarefni. Eftirvæntingin var þó óvenju mikil þegar Maja kom með honum í sinni fyrstu heimsókn til Íslands og við urðum sannarlega ekki fyrir vonbrigðum. Hún tengdist fjölskyldunni fljótlega sterkum böndum og urðu hún og mamma nánar og góðar vinkonur. Auk finnsku talaði Maja bæði sænsku og ensku og sýndi strax áhuga á að bæta íslenskunni við. Úr þessu gat stundum orðið Maj-Lis Tómasson ✝ Maj-Lis Tóm-asson, fædd Ahlfors, fæddist í Helsinki, Finnlandi, 24. ágúst 1920. Hún lést 16. ágúst 2019. Útförin fór fram 6. september 2019. skemmtilegur leik- ur. Við kenndum henni eitt og eitt orð í íslensku og fengum finnsk orð í staðinn sem flest gleymdust fljótt en Maja hélt ótrauð áfram ís- lenskunáminu. Hún var kröfu- hörð við sjálfa sig og vildi læra málfræði og rétta beygingu orða og æfði sig af kappi. Er ekki að orðlengja það að hún hafði erindi sem erfiði og tungutak hennar kraftmikið og blæbrigða- ríkt. Sambúð þeirra Maju og frænda var falleg og farsæl. Ólík voru þau á margan hátt en allt sem þau áttu sameiginlegt ræktuðu þau vel. Maja var glaðleg og hláturmild, talaði hátt, hló skærum hljóm- miklum hlátri og tjáði sig af ákveðni og einurð. Benedikt var hægur og íhugull, talaði lágt og hló ekki hátt en hafði skemmtilega kímnigáfu og það höfðu þau bæði. Sameiginlega deildu þau áhuga á heilbrigðismálum, höfðu yndi af tónlist og lásu mikið, bæði fræði- bækur og skáldskap og Benedikt var mikill ljóðaunnandi. Það skorti því ekki umræðuefn- ið á heimilinu og mikið eru dýr- mætar minningarnar um sam- verustundir með þeim og foreldrum okkar. Benedikt og Maja bjuggu alla tíð á Víðimel og voru heimsóknir tíðar meðan við bjuggum líka í Vesturbænum en eftir að við flutt- um í Breiðholtið fækkaði þeim. Frændi taldi vetrarheimsóknir þangað ekki áhættulausar, vildi ekki verða „veðurtepptur“ En þegar dró úr heimsóknum fjölgaði símtölum að sama skapi og þau voru skemmtileg og gefandi. Eftir lát Benedikts, 1990, bjó Maja áfram á Víðimelnum og sýndi vel hversu sjálfstæð og lífs- hæf hún var. Hún synti á hverjum degi, fór út að ganga og var dugleg að sækja ýmsa listviðburði. Dætur Benedikts, þær Ragn- hildur og Þorgerður, ræktu Maju vel alla tíð. Hún ferðaðist töluvert meðan hún gat, fór oft til Finn- lands og einnig til Ameríku til Hildar, dóttur Ragnhildar. Við systur eigum kærar minn- ingar um frænda okkar og Maju og margt gott að þakka. Heimili þeirra stóð okkur alltaf opið og í veikindum móður okkar, sem lést langt um aldur fram, voru Maja og frændi stoðin. Það var ómetanlegt. Maja lést 16. ágúst sl. og útför hennar fór fram frá Fossvogskap- ellu þann 6. september. Við þökkum og blessum minn- ingu hennar. Margrét Erlendsdóttir Álfhildur Erlendsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, ÞÓRARINN BRYNJAR ÞÓRÐARSON, Pósthússtræti 3, Keflavík, lést á Landspítalanum v/Hringbraut, sunnudaginn 20. október. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, fimmtudaginn 7. nóvember klukkan 13. Jóhanna Valtýsdóttir Þóranna Þórarinsdóttir Kristmann Klemensson Valdís Þórarinsdóttir Kristján Þórarinsson Erla Sólbjörg Kjartansdóttir Brynjar Þórarinsson Hulda Guðlaug Sigurðardóttir Ásta Þórarinsdóttir Árni Þór Árnason Sigurþór Þórarinsson Inga Sif Gísladóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, DR. ODONT. ÞÓRÐUR EYDAL MAGNÚSSON, Suðurlandsbraut 62, lést á Vífilsstöðum laugardaginn 19. október. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 24. október, klukkan 15. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Kristín S. Guðbergsdóttir Magnús Þórðarson Kristín Kristjánsdóttir Björn Eydal Þórðarson Dögg Káradóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN JÓHANNA JÓNSDÓTTIR, Kjóalandi 9, Garði, lést 4. október. Útför hennar fer fram frá Lindakirkju föstudaginn 25. október klukkan 15. Hafsteinn Á. Ársælsson Ragnar Lövdal Kristín Halldórsdóttir Jóhann Lövdal Inga Þórsdóttir Ólafía Lövdal Sigrún Edda Lövdal Rögnvaldur Ólafsson Ingiberg Baldursson Steinunn Kristinsdóttir Sigurgeir Gunnarsson Ársæll Hafsteinsson Ingveldur Ýr Jónsdóttir Bergþóra Hafsteinsdóttir Ólafur S. Hauksson Klara Guðrún Hafsteinsd. ömmu- og langömmubörn Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, HANNESÍNA TYRFINGSDÓTTIR, Sísí, Vallarbraut 10, Njarðvík, lést í faðmi fjölskyldunnar miðvikudaginn 9. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til starfsfólks D-deildar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir yndislega umönnun. Andrés Magnús Eggertsson Eggert Þór Andrésson Guðrún Arthúrsdóttir Sæunn Andrésdóttir Tryggvi Einarsson Þóranna Andrésdóttir Halldór Reinhardtsson Tyrfingur Andrésson Guðríður Kristjánsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA JÓHANNA KRISTJÁNSDÓTTIR, Gnoðarvogi 20, Reykjavík, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund fimmtudaginn 3. október. Útförin fer fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn 24. október klukkan 13. Kristjana G. Magnúsdóttir Egill Jónsson Erla G. Magnúsdóttir Helgi M. Magnússon Ingunn G. Björnsdóttir Hafdís Magnúsdóttir Hjörleifur L. Hilmarsson Jóna Björg Magnúsdóttir Smári Magnússon Regína Ásdísardóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.