Morgunblaðið - 23.10.2019, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.10.2019, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Eiturlyf ogfíkniefnivalda miklu tjóni í sam- félaginu. Þau valda dauðsföllum, eyðileggja heilsu, leggja líf í rúst, splundra fjöl- skyldum og skilja eftir sig sviðna jörð. Í Morgunblaðinu í gær kem- ur fram að miklar breytingar hafi orðið í neyslu hér á landi. Meira sé um örvandi eiturlyf, fyrst og fremst kókaín, og neysla ópíóða hafi einnig auk- ist. Kókaínið á markaði hér sé bæði hreinna og ódýrara en áð- ur. Í vaxandi mæli virðist fólk sprauta sig með eiturlyfjum. Þetta segir Valgerður Rúnars- dóttir, forstjóri SÁÁ. Hún segir að fólk virðist neyta kókaíns ofan í áfengi. Ástæða sé til að staldra við þegar það gerist því slík neysla geti ekki orðið eðlilegt viðmið. Ef neyslan verði normalíseruð aukist hún einfaldlega og það sama eigi við um kannabis. „Þetta eru skaðleg efni sem gera fólk óvirkt í vinnu og á heimilum,“segir Valgerður. Einnig kom fram í máli hennar að nú væru 700 manns á biðlista eftir að komast í meðferð hjá SÁÁ og það væru hundrað fleiri en í fyrra. Að sögn Valgerðar eru inn- lagnir á Vog á milli 2.100 og 2.200 á ári. Allir komist að en sumir þurfi að bíða allt of lengi. „Það er ekkert vit í því að bíða í hálft ár eftir meðferð, sú bið eykur álag á fjölskyldur og snertir svo marga,“ segir hún. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, ræddi hættur fíkniefnanna í fréttaskýring- unni í Morgunblaðinu í gær. Sterku verkjalyfin séu fyrst og fremst sljóvgandi og geti leitt til öndunarstopps og jafnvel dauða. Hins vegar sé kókaínið örvandi efni, sem geti leitt til háþrýstings og jafnvel valdið hjartaáföllum, auk þess sem neysla þess geti valdið miklum kvíða. Fíkniefni hafa fylgt mann- inum frá örófi alda og neysla þeirra verður seint upprætt með öllu. Það er sérstakt áhyggjuefni að svo virðist sem neysla fíkniefna sé að aukast í samfélaginu. Enginn ætlar sér að verða fíkill, en það getur verið erfitt að losna úr klóm fíknarinnar þegar hún hefur gripið um sig. Það getur verið þrautin þyngri að fá fíkil til að horfast í augu við vanda sinn og þegar það tekst er mikil- vægt að geta brugðist hratt við. Því er sú bið eftir meðferð, sem Valgerður talar um í Morgunblaðinu í gær, ekki boðleg. Fíkniefni skilja eftir sig sviðna jörð}Aukin neysla fíkniefna Fullyrt er afýmsum að staðan í efnahags- málunum sé sér- deilis góð um þess- ar mundir. Það væri óskandi. En margt bendir til að þetta kunni að vera mislestur á stöðunni. Hættumerki sjást hið innra og ytra. Kosning Donalds Trumps leysti vissulega efna- hagslegan kraft úr læðingi með lækkun skatta og fækkun fjötra. Spádómar manna eins og Pauls Krugmans reyndust örgustu öfugmæli. En hann hélt að heittrúarleg pólitík og fræg þekking í hagfræði hæfi sig á stall óskeikulla. Í krafti þess fullyrti hann að óáran og efnahagslegir hríðarbyljir myndu bresta á samstundis og kjör Trumps yrði ljóst. Meira áhyggjuefni er að „viðskipta- stríðin“ sem lagt var í og ekki að nauðsynjalausu virðast dragast á langinn og vera þrá- látari en hollt er. Í Evrópu ríkir svartsýni, ekki síst af stöðunni í Þýskalandi. Efnahags- þvinganir á Rússa vegna Krím- skaga reyndust fljótfærnis- belgingur sem engu myndi ná fram. Viðurkennt er að kjarasamningar urðu ekki eins slæmir og gönu- gangur nýliða í launþegahreyfingu gaf ástæðu til að ætla. En þeir urðu þó þyngri en efnahags- og atvinnulíf ræður við eins og er að koma á daginn. Það finna fleiri en Landspít- alinn að útreikningar útkom- unnar stóðust ekki og þeir fá ekki „reikningsvillubætur“ eins og spítalanum er lofað. Sigurður Ingólfsson verk- fræðingur óttast hratt vaxandi atvinnuleysi í byggingargeira eins og fram kom í grein hans í Morgunblaðinu í gær. Innleggi ríkisins var spilað allt of fljótt út við kjarasamningsgerð og því gripið og hirt og ekkert gert með. Þar varð reynsluleysið dýrkeypt. Seðlabankinn nemur að blikur séu á lofti og hefur réttilega lækkað vexti nokkuð. En það mun veikja sparnaðar- vilja, sem er eins og kunnugt er ein versta meinsemd evrusvæð- isins um þessar mundir. Fráleit hækkun ríkisstjórnar á fjár- magnstekjuskatti upp í það bil að ávöxtun sparnaðar kemur öfug út bætir ekki úr skák. Horfurnar eru mun lakari en látið var og verður ekki leynt lengur} Matið var óraunsætt H ún var rétt um hálfs árs gömul þegar ríkisvaldið tók hana frá foreldrum sínum. Nú, rúmlega sex árum seinna hefur hún enn ekki fengið að hitta foreldra sína. Hvað gerðist eiginlega? Hún fæddist inn í óvissuástand, hrunið var í hámarki og margir áttu erfitt uppdráttar, en fyrir foreldrana var koma hennar ákveðinn vonarneisti á annars erfiðum tímum. Hún var sólargeisli í myrkrinu og leið til þess að lýsa upp betri og bjartari framtíð. En nei, vonin um þá framtíð var tekin burt með valdi og síðan þá hafa foreldrarnir aldrei fengið að hitta hana. Engin umgengni, ekki einu sinni á afmælinu hennar, þó að oft hafi verið lofað bót og betrun í þeim efnum þá hefur ekkert gerst. Nýjustu gjörningar í þessu máli eru að ríkisvaldið ætl- ar að bjóða foreldrunum að taka þátt í einhvers konar könnun, þar sem það á að sannfæra foreldrana um að pínulítil umgengni undir eftirliti sé sniðug hugmynd. Nú er hún orðin sjö ára gömul og ef hún væri venjulegt barn væri hún nýbyrjuð í öðrum bekk. Hún hefði mætt í foreldraviðtal í skólanum um daginn, með foreldrum sín- um. En hún er ekki venjulegt barn heldur haldið í gísl- ingu valdhafa. Enginn skóli. Engin frístund. Hún heitir Nýja Stjórnarskráin og hefur verið hunsuð af valdhöfum alla sína ævi. Foreldrar hennar eru íslenska þjóðin sem sköpuðu hana með þjóðfundum, víðtæku sam- ráði og með þjóðaratkvæðagreiðslu. Allt var gert nema það sem valdhöfum bar að gera, gefa henni frelsi. Því sem þjóðin gaf líf, fangaði valdið og heldur enn. Ég heyri ýmsar réttlætingar á þessu varð- haldi. Að þátttaka í atkvæðagreiðslunni hafi verið lítil. Að það verði svo mikil óvissa. Koll- vörpun. Ekkert af þessu stenst minnstu mót- rök. Niðurstaðan var afgerandi og þó að þátt- takan hefði auðvitað mátt vera meiri þá var hún alls ekki slæm. Það er engin óvissa því nýja stjórnarskráin er lagfæringar á núver- andi stjórnarskrá, ásamt viðbótum sem hafa bæst við í stjórnarskrár víða um heim á und- anförnum áratugum. Nýja stjórnarskráin er lausn: „Við sem byggjum Ísland viljum skapa réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð. Ólíkur uppruni okkar auðgar heildina og saman berum við ábyrgð á arfi kynslóð- anna, landi og sögu, náttúru, tungu og menn- ingu. Ísland er frjálst og fullvalda ríki með frelsi, jafnrétti, lýðræði og mannréttindi að hornsteinum. Stjórnvöld skulu vinna að velferð íbúa landsins, efla menningu þeirra og virða margbreytileika mannlífs, lands og lífríkis. Við viljum efla friðsæld, öryggi, heill og hamingju á meðal okkar og komandi kynslóða. Við einsetjum okkur að vinna með öðrum þjóðum að friði og virðingu fyrir jörðinni og öllu mannkyni. Í þessu ljósi setjum við okkur nýja stjórnarskrá, æðstu lög landsins, sem öllum ber að virða.“ Björn Leví Gunnarsson Pistill Til hamingju með afmælið … Höfundur er þingmaður Pírata. bjornlevi@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Samþykki íbúar í fjórumsveitarfélögum á Austur-landi að sameinast í eittkemur til framkvæmda metnaðarfull tilraun til íbúa- lýðræðis, svokallaðar heimastjórnir. Sveitarstjórnarmenn í byggðar- lögum með marga þéttbýliskjarna líta til Austurlands í þessu efni. Ef þessi tilraun heppnast má búast við að það dragi úr andstöðu íbúa við sameiningu, á stöðum þar sem að- stæður eru hliðstæðar. Íbúar á Fljótsdalshéraði, Seyð- isfirði, Djúpavogi og Borgarfirði eystra ganga til kosninga um sam- einingu nk. laugardag. Spennandi tilraun Ein af forsendunum fyrir hugs- anlegri sameiningu er heimastjórn- um sem kosnar eru í hverju byggð- arlagi verða falin ákveðin völd á nærþjónustu. Rætt er um ákvarð- anir um deiliskipulag, veitingu ým- issa leyfa og friðlýsingar, svo dæmi séu tekin. Þessi tilhögun byggist á tilraunaákvæði um stjórn og stjórn- skipulag sveitarfélaga í sveitar- stjórnarlögum og verður þetta í fyrsta skipti sem það er nýtt. Sveitarstjórnarmenn sem tala fyrir könnun á sameiningu sveitar- félaga í Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu, líta til Austurlands í þessu efni og eru spenntir að sjá hvernig það verður útfært og hvern- ig til tekst. Það gera sveitarstjórn- armenn víðar. „Mér finnst þetta spennandi til- raun og hef heyrt svipuð sjónarmið í kringum mig,“ segir Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarð- arbæjar. Í hans sveitarfélagi eru fimm þéttbýliskjarnar og utan þess eru tvö sjálfstæð sveitarfélög með þéttbýliskjarna sem gætu þurft að sameinast á næstu árum. Þær raddir heyrast í þéttbýlis- stöðunum sem sameinuðust Ísafirði á sínum tíma að þeir hafi orðið af- skiptir. „Það er sama hversu ásetn- ingurinn er góður hættan er alltaf sú að það sem menn hafa ekki fyrir augunum alla daga, er þeim ekki efst í huga. Þess vegna finnst mér spenn- andi að fylgjast með tilrauninni fyrir austan,“ segir Guðmundur. Hann segir að þær myndu áreiðanlega koma til skoðunar ef teknar yrðu upp viðræður við ná- grannasveitarfélög en þótt ekkert yrði af þeim þykir honum sennilegt að þeir sem ráða í Ísafjarðarbæ myndu skoða slíka valddreifingu innan núverandi sveitarfélags. Það ráðist væntanlega af því hvernig til tekst með útfærslu sameiningar fyr- ir austan. Íbúasamtök og hverfaráð eru nú starfandi í Ísafjarðarbæ og geta forgangsraðað ákveðnu fjár- magni en heimastjórnahugmyndin fyrir austan gengur lengra. Engin ljón á veginum Svo aftur sé vikið að sameining- unni í Sveitarfélagið Austurland, Múlaþing, Austurríki eða hvað sem nýja sveitarfélagið mun heita þá er það mat Björns Ingimarssonar, bæj- arstjóra á Fljótsdalshéraði og for- manns samstarfsnefndar, að sam- eining verði samþykkt. Hann telur að engin mál séu uppi sem dragi úr möguleikum á því. Samgöngumál skipta íbúa miklu máli og þess vegna er það ákveðinn léttir að Fjarðar- heiðargöng til Seyðisfjarðar og heilsársvegur um Öxi, á milli Djúpa- vogs og Héraðs, eru á fimm ára sam- gönguáætlun. „Þetta skiptir miklu máli til að sameinað sveitarfélag nái að virka vel en er ekki forsenda sam- einingar. Ef við náum saman verð- um við öflugri til að ná slíkum mál- um í gegn,“ segir Björn. Fylgst með hugmynd um heimastjórnir Fljótsdalshreppur er fjölmennasta sveitarfélagið af þeim fjórum sem lagt er til að sameinist. Þar eru 3.600 íbúar, 685 íbúar eru á Seyðisfirði, 472 á Djúpa- vogi og 109 á Borgarfirði eystra. Íbúar verða 4.800- 4.900. Miðað við stefnu stjórnvalda verður Borgar- fjörður að sameinast einhverjum fyrir næstu kosn- ingar en Seyðisfjörður og Djúpavogur fjórum árum seinna. Verði sameining felld í einu af þremur minni sveitarfélögunum er sveitarstjórnum þeirra sem sam- þykktu heimilt að sameinast án nýrra kosninga. Kosið er næstkomandi laugardag. Rúmlega 3.500 íbúar eru á kjörskrá og er kosningaréttur sá sami og í sveitarstjórnarkosningum. 5.000 manna sveitarfélag SAMEININGARKOSNING Björn Ingimarsson Morgunblaðið/Sigurður Bogi Miðja Egilsstaðir verða stærsti þéttbýliskjarni sameinaðs sveitarfélags. Héraðsstjórnir verða yfir öllum núverandi hlutum sveitarfélagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.