Morgunblaðið - 23.10.2019, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 23.10.2019, Qupperneq 59
MENNING 59 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019 Silja Hauksdóttir hefur kom-ið víða við í íslenskri kvik-myndagerð. Árið 2004 leik-stýrði hún kvikmyndinni Dís og hún hefur leikstýrt ýmsu efni fyrir sjónvarp. Agnes Joy er önnur mynd hennar í fullri lengd. Agnes Joy segir frá fjölskyldu af Skaganum. Akranes er virkilega skemmtilegt val á sviðsmynd, þessi bær sem er svo stutt frá borginni að hann jaðrar við að vera úthverfi en er á sama tíma svo óralangt í burtu. Raunar verður þessi staðsetning af- ar táknræn í myndinni, oftar en ekki sitja persónur í fjörunni og horfa yfir flóann á björt ljós borgar- innar, sem eru svo nálæg en standa samt fyrir allt sem er utan seilingar. Myndin hverfist um þrjár kyn- slóðir kvenna, Rannveigu, Agnesi dóttur hennar og svo ömmu hennar. Rannveig glímir við ýmislegt; kuln- un í starfi og hjónabandi, ágenga og stjórnsama móður og unglinginn Agnesi, sem er að fullorðnast með tilheyrandi uppreisnum og ung- lingaveiki. Líf fjölskyldunnar geng- ur sinn vanagang þar til Hreinn, leikari úr Reykjavík, flytur inn við hliðina á þeim. Allir meðlimir fjöl- skyldunnar heillast af Hreini, sem er bæði sjarmerandi og frægur. Fljótt kemur í ljós að Hreinn er ekki allur þar sem hann er séður og kynni fjölskyldunnar af honum snú- ast upp í allsherjar glundroða. Handrit myndarinnar er feikilega gott. Það vekur athygli að handrits- höfundarnir eru þrír, Gagga Jóns- dóttir og Jóhanna Friðrika Sæ- mundsdóttir auk leikstjórans Silju Hauksdóttur. Í ræðunum sem haldnar voru fyrir frumsýningu á myndinni var gert ljóst að þetta hefði verið mikið samstarfsverkefni og þetta fyrirkomulag hefur greini- lega gefist mjög vel, lokaafurðin ber því vitni. Samtölin eru lipur og snjöll og framvindan heldur manni vel við efnið og þrátt fyrir að efniviðurinn sé hversdagslegur næst að viðhalda húmor og spennu gegnum allt verk- ið. Persónusköpunin er frábær og minnir að vissu leyti á höfundarverk Woodys Allens, þar sem allar per- sónur eru svolítið óþolandi en samt fyndnar og brjóstumkennanlegar. Leikur og leikstjórn er ekki síðri og greinilegt að Silja er afskaplega fær í að vinna með leikurum því allir leikararnir eru frábærir, líka þeir sem eru í litlum hlutverkum. Katla Margrét vinnur hér leiksigur, hún gengur algjörlega inn í marglaga persónu Rannveigar sem er allt í senn viðkvæm, kímin og þver- móðskuleg. Donna Cruz, sem leikur Agnesi, ryður sér til rúms með glæsibrag í sínu fyrsta stóra hlut- verki. Auðvitað er ánægjulegt að sjá Íslending af erlendum uppruna í svona hlutverki þegar maður hefur ekki tölu á því hversu oft maður hef- ur séð Íslendingum, sem eru ekki hvítir, skipað í hlutverk glæpa- manna og mansalsfórnarlamba. Í frábæru atriði undir lok mynd- ar, sem er best að spilla ekki alveg fyrir áhorfendum, verður Agnes fyrir því að íslenskur karlmaður dregur vissar ályktanir um hana vegna útlits hennar. Agnes stingur rækilega upp í hann sem er ótrúlega skemmtilegt. Ég efast ekki um að allar konur, sem hafa lent í óviðeig- andi athugasemdum frá körlum og óskað sér að þær hefðu svarað með einhverri baneitraðri pillu, upplifi þetta sem mikið siguraugnablik. Aukapersónurnar eru hver ann- arri skemmtilegri. Anna Kristín Arngrímsdóttir er alveg dásamleg í hlutverki ömmunnar, sem er stjórn- söm og gríðarlega taktlaus. Þor- steinn Bachmann er að vanda góður en hann leikur Einar, eiginmann Rannveigar, vinalegan en fremur lífsleiðan mann. Björn Hlynur er svo algjörlega kostulegur sem leik- arinn Hreinn. Persónan er brjál- æðislega fyndin, listakarl sem er við það springa undan eigin egói. Allir halda að hann sé voða næs en al- mennilegheitin eru augljóslega bara yfirvarp, í raun er honum sama um allt nema að ná sínu fram. Búningavalið fyrir Hrein kórónar svo þetta allt saman og gerir það að verkum að þú veist nákvæmlega hvaða týpa þetta er; manni finnst eins og maður hafi margoft séð þennan gaur á stjákli um bæinn, án þess þó að persónan vísi beint til einhvers ákveðins einstaklings úr veruleikanum. Myndin hefur marga styrkleika en ef maður ætti að finna helsta styrk myndarinnar þá tel ég að hann felist í gríðarlegri virðingu fyrir smáatriðum. Sem dæmi má nefna að í einni senu tekur pabbinn mjólkurfernu úr ísskápnum, tæmir úr henni í kaffibollann sinn og setur svo tóma fernuna aftur í ísskápinn. Rannveig segir ekki neitt við þessu en lætur vanþóknun sína í ljós með augnagotum og líkamsburði. Fyrir vikið uppskar þetta pínulitla augna- blik mikil hlátrasköll og ég heyrði enduróm í kollinum á mér af minni eigin móður að bölsótast yfir tómum fernum í ísskápnum. Þetta er bara eitt dæmi af mörgum um vönduð smáatriði sem gera myndina extra fyndna og extra sannfærandi. Tónlistin í myndinni er reglulega góð en hún eftir hina hæfileikaríku tónlistarkonu Jófríði Ákadóttur, sem hefur gefið út tónlist undir listamannsnafninu JFDR og með hljómsveitunum Pascal Pinon og Samaris. Jófríður hefur áður samið tónlist fyrir stuttmyndir en þetta er í fyrsta sinn sem hún semur fyrir mynd í fullri lengd. Þetta tekst virkilega vel og ljóst að Jófríður á framtíðina fyrir sér á þessu sviði. Agnes Joy er afar skemmtileg kvikmynd sem fjallar á djúpvitur- legan, fallegan og sprenghlægilegan hátt um uppvöxt, eftirsjá og fjöl- skyldusambönd. Horft yfir flóann Frumraun Donna Cruz, sem leikur Agnesi, stendur sig einkar vel í sínu fyrsta stóra hlutverki og gagnrýnandi er hæstánægður með Agnesi Joy. Bíó Paradís, Smárabíó, Borgarbíó og Háskólabíó Agnes Joy bbbbm Leikstjórn: Silja Hauksdóttir. Handrit: Gagga Jónsdóttir, Jóhanna Friðrika Sæ- mundsdóttir og Silja Hauksdóttir. Kvik- myndataka: Víðir Sigurðsson. Klipping: Kristján Loðmfjörð og Lína Thoroddsen. Tónlist: Jófríður Ákadóttir. Aðal- hlutverk: Donna Cruz, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Björn Hlynur Haralds- son, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Þor- steinn Bachmann, Kristinn Óli Haralds- son. Ísland, 2019. 95 mín. BRYNJA HJÁLMSDÓTTIR KVIKMYNDIR Íslenska hönnunarfyrirtækið Tuli- pop hóf í gær hópfjármögn- unarherferð á vefsíðunni Kick- starter til að fjármagna prentun á sinni fyrstu barnabók sem mun koma út bæði á íslensku og ensku, að því er segir í tilkynningu. Bókin mun bera titilinn Sögur frá Tuli- pop: Leyniskógurinn og er skrifuð og myndskreytt af Signýju Kol- beinsdóttur, teiknara og vöruhönn- uði en hún er annar stofnenda Tuli- pop. Sögusvið bókarinnar er ævin- týraeyjan Tulipop sem Signý hefur skapað og er rakin sagan af því hvernig sveppasystkinin Búi og Gló hitta skógarskrímslið Fredda í fyrsta sinn. „Líkt og í öðrum sögum sem gerast í Tulipop-heiminum þá eru meginþemu bókarinnar náttúr- an og vináttan og er bókin mik- ilvægt skref í átt að því að gefa Tulipop-unnendum fleiri sögur og tækifæri til að tengjast persónum ævintýraheimsins betur,“ segir í til- kynningu. Tulipop hefur hlotið fjölda verð- launa og er höfuðstöðvar sínar og verslun í miðbæ Reykjavíkur auk þess að vera með skrifstofu í New York. Fyrirtækið var stofnað árið 2010 af Signýju og Helgu Árnadótt- ur, tölvunarfræðingi og MBA, með það að markmiði að búa til einstakt vörumerki sem myndi höfða til barna á öllum aldri. Fyrirtækið framleiðir og selur hönnunarvörur og hefur einnig framleitt tvær teiknimyndaseríur sem byggjast á Tulipop-heiminum og þeim sem þar búa. Hafa seríurnar verið talsettar á fjórum tungumálum og sýndar á RÚV og YouTube-rásum Tulipop. Frekari fróðleik um Tulipop má finna á tulipop.com. Ævintýraheimur Signý Kolbeinsdóttir, annar tveggja stofnenda Tulipop. Sögur frá Tulipop væntanlegar á bók Heill frumskógur af gæludýrum... Í fiskana mig langar svo að setja í búrið stóra mamma segir þú færð tvo en pabbi segir fjóra. Kauptúni 3 | Garðabæ | Sími: 564 3364 | fisko.is Opið laugardag 10-18 sunnudag 12-18 L i f and i v e r s l un kíktu í heimsókn Hundar Kettir Fiskar Fuglar Nagdýr
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.