Morgunblaðið - 23.10.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.10.2019, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019 1. nóvember 1979, átta leikir á tíu dögum. Ísland var í riðli með Sovét- ríkjunum, sem áttu titil að verja, Vestur-Þýskalandi, Hollandi, Portú- gal og Sádi-Arabíu. Þess má geta að Vestur-Þjóðverjar undir stjórn Vlados Stenzels, sem jafnframt var þjálfari U21 liðsins, urðu heims- meistarar eftir jafnan úrslitaleik við Sovétríkin á HM 1978, en meðal- aldur heimsmeistaranna var um 23 ár. Ísland byrjaði á því að vinna Portúgal 25:19. Síðan kom 25:20-tap á móti Sovétríkjunum og þá örugg- ur 25:17-sigur á Hollendingum. Tvö lið komust áfram úr riðlinum og var Vestur-Þjóðverjum spáð öðru sæt- inu, en íslensku strákarnir gerðu sér lítið fyrir og unnu hina þýsku jafn- aldra sína 16:14. Riðlakeppninni lauk með 35:13-sigri á Sádi-Aröbum. Í milliriðli töpuðu Íslendingar 22:19 í jöfnum leik á móti Dönum. Þegar 10 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik og staðan 12:12 meiddist Andrés Kristjánsson, lykilmaður í vörn og sókn, illa og varð að stöðva leikinn í 10 mínútur. Þar með fór von um verðlaunasæti og í kjölfarið fylgdi 17:14-tap á móti Ungverjum. Stolt og bjartsýni Jóhann Ingi Gunnarsson lands- liðsþjálfari hvatti leikmenn til dáða fyrir lokaleikinn með því að leggja áherslu á að hann væri að leita að framtíðarlandsliðsmönnum. „Þá höfðaði ég til þjóðerniskenndar leik- manna og það bar þann árangur sem menn sjá nú,“ var haft eftir honum í Morgunblaðinu eftir sig- urinn á Austur-Þjóðverjum. „Þetta verður að teljast einhver besti árangur sem íslenskt landslið hefur náð á erlendri grund. Þótt ekki sé nú talað um HM-keppni. Við lögðum Þýskaland þvert og endilangt í keppninni.“ Sigurður Sveinsson skoraði fimm mörk í lokaleiknum. „Ég komst ein- faldlega í stuð og lék minn besta leik í ferðinni til þessa. Þetta var besti hugsanlegi endirinn á skemmtilegri ferð. Við hefðum auðveldlega getað leikið um eitt af efstu sætunum í keppninni en við köstuðum frá okk- ur leikjunum á móti Ungverjum og Dönum.“ Stefán Halldórsson tók í sama streng. „Þetta small vel saman hjá okkur, við hlupum í gegn um þetta eins og að bryðja brjóstsykur.“ Theodór Guðfinnsson bætti við að leikmennirnir hefðu verið ákveðnir í að sanna að frammistaðan fram að lokaleiknum hefði ekki verið til- viljun. „Við ætluðum ekki að koma heim með þrjú töp á bakinu.“ Verkefnið var tekið alvarlega og æfði hópurinn markvisst saman um sumarið fyrir keppnina. Liðið lék æfingaleiki við félagslið og A- landsliðið en vakin var athygli á því að það lék aðeins einn æfingalands- leik fyrir keppnina, á móti Tékkum, þar sem gestirnir unnu 23:17 á Sel- fossi. Hugarfarsbreyting Með undirbúningnum og keppn- inni varð hugarfarsbreyting í ís- lenskum handbolta. Menn sáu að hægt var að ná langt með skipulögð- um og markvissum vinnubrögðum. Alfreð Gíslason bendir á að á þessum árum hafi viðhorf til æfinga einnig breyst. Jóhann Ingi Gunn- arsson hafi kynnt sér vel þjálfun í Júgóslavíu og verið öllum hnútum kunnugur. Margir þjálfarar frá Austur-Evrópu hafi komið til lands- ins með Bogdan Kowalcyk fremstan í flokki á meðan aðrar þjóðir hafi sóst eftir leikmönnum frá sömu löndum. Síðast en ekki síst hafi leik- menn verið tilbúnir að leggja mikið á sig til þess að ná árangri. Þeir ruddu brautina fyrir 40 árum Hópurinn 1979 Landsliðið sem keppti á HM U21 og starfsmenn þess. Menn voru samstiga jafnt utan vallar sem innan. Aftari röð frá vinstri: Jóhannes Sæmundsson aðstoðarþjálfari, Sigurður Gunnarsson, Sigurður Sveinsson, Kristján Arason, Alfreð Gíslason, Guðmundur Þórðarson, Theodór Guðfinnsson, Friðrik Þorbjörnsson, Atli Hilmarsson, Halldór Matthíasson sjúkraþjálfari og Ólafur Jónsson fararstjóri. Fremri röð frá vinstri: Andrés Kristjánsson, Sigmar Þröstur Óskarsson, Birgir Jóhannsson, Stefán Halldórsson, Guðmundur Magnússon, Brynjar Kvaran, Ársæll Haf- steinsson, Ólafur Gunnlaugsson, Jóhann Ingi Gunnarsson þjálfari og Friðrik Guðmundsson, formaður unglingalandsliðsnefndar og stjórnarmaður Handknattleikssambands Íslands. Ljósmynd/Friðrik Guðmundsson SVIÐSLJÓS Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Íslenska unglingalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri tók þátt í heimsmeistarakeppninni í Dan- mörku og Svíþjóð fyrir um 40 árum. Þetta var frumraun Íslendinga í slíkri keppni, en þeir létu það ekki á sig fá, stóðu sig með prýði og end- uðu í sjöunda sæti eftir þriggja marka sigur á Austur-Þjóðverjum, 27:24, í leik um sætið. Þar með var tónninn sleginn um framhaldið, sem ekki sér enn fyrir endann á. Í liðinu voru leikmenn, sem áttu eftir að láta að sér kveða í alþjóð- legum handbolta um árabil, menn eins og Alfreð Gíslason, Kristján Arason, Sigurður Sveinsson, Atli Hilmarsson og Sigurður Gunn- arsson. Þétt var leikið frá 23. október til  SJÁ SÍÐU 20 OG 64 Enski boltinn frá Síminn Sport á Nova TV 2.500 kr./mán. með ótakmörkuðum Ljósleiðara hjá Nova. Verð áður 4.500 kr./mán.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.