Morgunblaðið - 31.10.2019, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2019
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a.
595 1000
Tenerife
Castle Harbour aaa
ÚTSALA
HAUST
2 fyrir 1
2 fyrir 1
13. NÓVEMBER
7 NÆTUR
Verð frá kr.
84.945
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
það gríðarleg áhrif á annað lífríki í
kringum okkur og því er mikilvægt
að leggja aukna áherslu á rannsókn-
ir og vöktun á loðnu.
Við teljum að ný aflaregla og sú
aðferðafræði sem tekin var upp við
mat á stofninum samhliða henni hafi
ekki gefið rétta mynd af loðnustofn-
inum. Þess vegna er nefnd að störf-
um við að endurskoða forsendur
aflareglunnar og í því starfi taka þátt
fulltrúar stjórnvalda,
Hafrannsóknastofnunar og út-
gerðarinnar,“ segir Gunnþór.
Loðnan mæld eftir áramót
Gögn um niðurstöður ungloðnu-
mælinganna verða lögð fyrir Al-
þjóðahafrannsóknaráðið (ICES),
sem mun veita ráð um upphafsafla-
mark vertíðarinnar 29. nóvember.
Hafrannsóknastofnun mun að venju
mæla veiðistofn loðnu í janúar/febr-
úar 2020 og endurskoða ráðgjöfina í
ljósi þeirra mælinga.
verið í gangi síðustu ár. Stóra höggið
fyrir útgerðir uppsjávarskipa og
þjóðarbúið allt hafi komið síðasta
vetur þegar engar loðnuveiðar voru
leyfðar. Hann segist enn vona að
loðna finnist og að hún skili sér upp
að landinu til að hrygna á hefð-
bundnum stöðum eins og áður, loðn-
an hafi einfaldlega haldið sig á öðr-
um stöðum en leitaskipin.
Alvarlegar afleiðingar
Væntingar hafi þó verið minni nú
en áður eftir lélega mælingu á ung-
loðnu fyrir ári. Þegar loðna falli út af
markaði í tvö ár geti það haft mjög
alvarlegar afleiðingar til lengri tíma
á mikilvægustu markaði.
„Þetta eykur áhyggjur af stöðu
loðnunnar en minnir okkur um leið á
það sem talað var um þegar ný afla-
regla var tekin upp, að það þyrfti að
stórauka fjármagn sem sett er í
loðnurannsóknir. Ef við trúum því að
loðnan sé að hverfa frá Íslandi hefur
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Að óbreyttu er ekki útlit fyrir loðnu-
vertíð í vetur og yrði það þá annað
árið í röð sem engar loðnuveiðar
yrðu stundaðar við landið. Mælingar
á loðnu nú í haust voru langt undir
viðmiðunarmörkum, en hins vegar
mældist talsvert af ungloðnu, sem
gæti gefið von um loðnuvertíð í árs-
byrjun 2021. Gunnþór Ingvason,
framkvæmdastjóri Síldarvinnslunn-
ar í Neskaupstað, metur að 150 þús-
und tonna loðnuafli, sem er ekki stór
vertíð í sögulegu samhengi, gæti gef-
ið um 20 milljarða króna í útflutn-
ingsverðmæti inn á mikilvægustu
markaði fyrir loðnu og loðnuhrogn.
Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri
uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofn-
unar, segir að niðurstöður loðnu-
mælinga í haust hafi verið þær léleg-
ustu frá því að byrjað var að mæla
loðnu á þessum árstíma árið 2010.
Hann segir ljóst að framleiðslugeta
loðnustofnsins hafi verið skert í
nokkuð langan tíma. Það sjáist vel
með því að bera saman veiðar á 20
ára tímabili fyrir aldamót þegar
meðalafli var rúmlega 900 þúsund
tonn á ári, en síðustu 15 ár hafi
meðalaflinn verið rétt rúmlega 300
þúsund tonn.
Þorsteinn segir að ungloðnumæl-
ing hafi hins vegar verið sú hæsta frá
2010 og það gefi vonir um vertíð eftir
rúmt ár, en spurning sé um afföll og
hvernig ungviðinu reiði af.
Veiðistofn 186 þúsund tonn
Í niðurstöðunum kemur fram að
heildarmagn loðnu mældist 795 þús-
und tonn. Þar af var metin stærð
veiðistofns vertíðarinnar 2019/2020
einungis um 186 þúsund tonn. Tölu-
vert var hins vegar um ungloðnu og
mældust tæplega 83 milljarðar, eða
608 þúsund tonn, af ókynþroska
loðnu en samkvæmt aflareglu þarf
yfir 50 milljarða til að mælt verði
með upphafsaflamarki fiskveiðiárs-
ins 2020/2021.
Gildandi aflaregla byggir á því að
skilja eftir 150 þúsund tonn til
hrygningar í mars 2020 með 95%
líkum. Tekur aflareglan tillit til
óvissumats útreikninganna, vaxtar
og náttúrulegrar dánartölu loðnu,
auk afráns þorsks, ýsu og ufsa á
loðnu. Í samræmi við aflaregluna
ráðleggur Hafrannsóknastofnun að
ekki verði leyfðar loðnuveiðar á ver-
tíðinni 2019/2020.
Gunnþór segir að léleg mæling á
loðnu að hausti sé þróun sem hafi
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Rannsóknir Útlit er fyrir að ekki verði loðnuveiðar í vetur, annað árið í röð.
Engar loðnuveiðar
ráðlagðar í vetur
Lélegasta loðnumæling í áratug Ungloðna lofar góðu
Loðnuleit og
útbreiðsla loðnu
Haustið 2019
<10
10-50
50-100
100-500
500-1.000
1.000-1.500
>1.500
Útbreiðsla loðnu
í sept.-okt. 2019
Þéttleiki (t/sjm2)
Leiðangurs-
línur Bjarna
Sæmunds-
sonar, Árna
Friðrikssonar
og EROS
í sept. 2019
Í S L A N D
G RÆ N L A N D
Heimild:
Hafrannsókna-
stofnun
Ragnhildur Þrastardóttir
Sigurður Bogi Sævarsson
Vinnustöðvanir hefjast á stærstu
fréttamiðlum landsins á föstudag í
næstu viku. Undir kvöld í gær lágu
fyrir niðurstöður talningar í at-
kvæðagreiðslu meðal félagsmanna í
Blaðamannafélagi Íslands sem fram
fóru fyrr á deginum. Alls greiddu
109 eða 86,5% þeirra sem afstöðu
tóku atkvæði með vinnustöðvun en
17 voru á móti, eða 13,5%. Kjörsókn
var 62,1% en á kjörskrá voru 211
blaðamenn. Auð og ógild atkvæði
voru fimm.
Vinnustöðvanirnar ná til blaða-,
frétta- og myndatökumanna á Morg-
unblaðinu og mbl.is, Ríkisútvapinu,
Sýn, sem rekur fréttastofu Vísis,
Stöðvar 2 og Bylgjunnar, og Torgi,
útgáfufélagi Fréttablaðsins.
Greidd voru atkvæði um fjórar
vinnustöðvanir í nóvembermánuði
og er sú fyrsta fyrirhuguð föstu-
daginn 8. nóvember. Semjist ekki
verður vinnustöðvun aftur 15. nóv-
ember og þá í átta stundir og tólf 22.
nóvember. Aðgerðir ná eingöngu til
netmiðla og ljósmyndara og töku-
manna í fyrstu þremur skiptunum
og lengist um fjórar klukkustundir í
hvert sinn.
„Þetta gefur okkur byr undir
báða vængi og sýnir bæði hve mikil
samstaða er í stéttinni og mikil
óánægja með kjörin,“ segir Hjálmar
Jónsson, formaður Blaðamanna-
félags Íslands, um niðurstöðuna. Að-
spurður hvort verkföllin hafi áhrif
segir Hjálmar svo ekki, miðað við
gang viðræðna til þessa. Vonandi
sjái viðsemjendur þó að sér.
„Skynsamt fólk leitar ekki að
vandræðum heldur reynir að leysa
þau,“ segir Hjálmar sem kveðst
ánægður með hve afdráttarlausan
stuðning við verkfallsaðgerðir fé-
lagsmenn sýndu.
Blaðamenn á
leiðinni í verkfall
Netmiðlar stöðvaðir 8. nóvember
Morgunblaðið/Hari
Kjörnefnd Frá talningu atkvæða í
gær. Niðurstaða var afdráttarlaus.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Ásgeir Karlsson, deildarstjóri
greiningardeildar ríkislögreglu-
stjóra, hefur ritað Áslaugu Örnu
Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráð-
herra bréf þar sem hann lýsir yfir
áhyggjum af framtíð embættisins.
Ráðherra hefur sagt að breyting-
ar á skipulagi lögreglu, þar með tal-
ið hjá ríkislögreglustjóra, séu í
skoðun.
Ásgeir vildi aðspurður ekki ræða
málið. Fyrst myndi hann vilja ræða
persónulega við ráðherrann.
Morgunblaðið hefur bréfið undir
höndum en það var líka sent á alla
starfsmenn embættisins.
Íþyngjandi fyrir starfsmenn
„Ég skrifa þér fyrir hönd yfir-
manna hjá embætti ríkislögreglu-
stjóra. Tilefnið er vaxandi uggur í
röðum starfsmanna embættisins
vegna þeirrar óvissu sem ríkir um
framtíð þess og umræðu á opinber-
um vettvangi. Að höfðu samráði við
aðra deildarstjóra embættisins þyk-
ir mér rétt að upplýsa þig um að nú-
verandi staða er íþyngjandi fyrir
starfsmenn og við teljum mikilvægt
að miðlað verði svo fljótt sem auðið
er upplýsingum til þeirra í þeim til-
gangi að slá á vaxandi áhyggjur og
kvíða í þeirra röðum. Skortur á upp-
lýsingum veldur því að stjórnendur
geta ekki svarað spurningum starfs-
manna um stöðu mála og hvers
megi vænta. Sögusagnir og getgát-
ur um framtíð embættisins og ein-
stakra deilda auka enn á vanlíðan
starfsfólks,“ skrifaði Ásgeir.
Við embætti ríkislögreglustjóra
starfi um 140 manns. „Þeir starfs-
menn sem ekki eru lögreglumenn
eru ekki síst uggandi um stöðu sína
enda eru réttindi þeirra önnur og
minni. Ástæða er til að hafa áhyggj-
ur af áhrifum þessarar óvæntu at-
burðarásar. Starfsmenn eru
undrandi á því að ekki sé haft við þá
samráð um framtíð embættisins.“
Mannauður geti tapast
„Enginn efi er á að mannauður
stofnunarinnar er mikill og metn-
aður í röðum starfsfólks til að leysa
þau verkefni vel af hendi sem það
hefur hlotið menntun og þjálfun til.
Aðstæður starfsmanna eru ólíkar og
við teljum að viðvarandi óvissa geti
orðið til þess að dýrmæt þekking og
reynsla tapist,“ skrifaði Ásgeir sem
kallaði eftir svörum ráðherra.
Dómsmálaráðherra vildi ekki tjá
sig um efni tölvupóstsins þegar eftir
því var leitað í gær.
Ráðherra eyði óvissunni
Yfirmaður greiningardeildar ríkislögreglustjóra ritar dómsmálaráðherra bréf
Óvissa um embættið slæm Ritaði bréfið fyrir hönd yfirmanna hjá embættinu
Þrír karlmenn
sitja í gæslu-
varðhaldi
vegna gruns
um innflutning
á kókaíni og
nokkrum lítr-
um af amfeta-
mínvökva.
Einn þeirra er
sagður starfs-
maður á Keflavíkurflugvelli og
hinir tveir eru fyrrverandi starfs-
menn. Lögreglan á Suðurnesjum
handtók mennina. Í kvöldfréttum
Stöðvar 2 í gær var haft eftir
rannsóknarlögreglumanni hjá lög-
reglunni á Suðurnesjum að rann-
sókn málsins miðaði vel. Mennirnir
voru handteknir 23. október. Þeir
eru sagðir fæddir árin 1991 og
1992. Hald var lagt á efnin í
heimahúsi.
Starfsmaður flug-
vallarins í haldi