Morgunblaðið - 31.10.2019, Side 4

Morgunblaðið - 31.10.2019, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2019 SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS KÓÐI í VEFVERSLUN “HREKKUR” Hrekkjavökutilboð 30% AFÖLLUMVÖRUM Guðni Einarsson gudni@mbl.is Ólafur Karl Nielsen, vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, sem m.a. annast vöktun rjúpna- stofnsins og rannsóknir á vistfræði hans og veiðiþoli, hefur aldurs- greint 3.356 rjúpur frá veiðitím- anum í fyrra. Hann gerir ráð fyrir að fá fáeina fugla til viðbótar en það á ekki að hafa teljandi áhrif á niðurstöðuna sem sést í meðfylgj- andi töflu. Ólafur sagði í tölvupósti til rjúpnavina að víðast hvar hefði ver- ið lágt hlutfall unga. Ástandið var þó hvað skást á Norðausturlandi og Austurlandi. Hann ætlar áfram að safna rjúpnavængjum til aldurs- greiningar. Ólafur biður veiðimenn að hirða annan vænginn af veiddum rjúpum og senda til sín á Náttúru- fræðistofnun Íslands. Með vængj- unum þurfa að fylgja upplýsingar um veiðistað og veiðimann. Gögnin verða notuð við útreikning á stofn- stærð og afföllum rjúpunnar. Vantar þingeyskar rjúpur Rannsóknir á heilbrigði rjúp- unnar og tengslum heilbrigðis fuglanna og stofnbreytinga stóðu yfir í Þingeyjarsýslum frá 2006 til 2018. Þótt rannsókninni sé lokið ætlar Ólafur að halda áfram að meta holdafar fuglanna og verður það hluti af árlegri vöktun rjúpna- stofnsins. Rannsóknir á heilbrigði rjúpunnar hafa sýnt skýr tengsl heilbrigðis og sofnbreytinga. Holdafar fuglanna sýnir marktæk tengsl við stofnbreytingar og vetrarafföll. Ólafur höfðar því til þeirra sem veiða rjúpur í Þingeyj- arsýslum og biður um að fá aðgang að um 100 til 150 fuglum til að gera á þeim einfaldar mælingar. Til að byrja með ætlar hann að leita til sunnanmanna sem fara norður til veiða. „Ætlun mín er að fá fuglana til mín á Náttúrufræðistofnun í Garða- bæ og mæla þá þar. Fuglarnir þurfa að vera þíðir. Það sem ég geri við þá er að taka þrjú stærð- armál (hauslengd, vænglengd og ristarlengd) og vigta þá. Fyrir vigt- un þreifa ég sarp og ef fæða er í sarpi þá fjarlægi ég hana með ca. 1 sm löngum skurði í gegnum húð á hálsi og tæmi síðan sarpinn með te- skeið. Fuglarnir verða geymdir í kæli meðan þeir eru á Náttúrufræðistofnun og að mæl- ingu lokinni komið til síns heima,“ skrifaði Ólafur til rjúpnavina. Þeir sem vilja taka þátt í þessu verkefni eru beðnir að hafa sam- band í tölvupóstfangið okn@ni.is. Aldurshlutföll lesin úr vængjum veiddra rjúpna  Náttúrufræðistofnun óskar eftir aðstoð veiðimanna Heimild: Náttúrufræðistofnun Íslands Landshluti Fullorðnir Ungfuglar Samtals % ung- fugla Ungar á kvenfugl Vesturland 216 499 715 70% 4,6 Vestfi rðir 176 313 489 64% 3,6 Norðvesturland 131 292 423 69% 4,5 Norðausturland 196 585 781 75% 6,0 Austurland 125 348 473 74% 5,6 Suðurland 173 302 475 64% 3,5 Samtals 1.017 2.339 3.356 70% 4,6 Aldursgreining veiddra rjúpna 2018 Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Einstaklingur sem tók 25 milljóna kr. lán í danskri mynt í Landsbank- anum árið 2007 var sýknaður af kröfu bankans um endurgreiðslu lánsins í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudaginn. Landsbankinn krafði lántakann um 36,3 milljónir króna sem voru eftirstöðvar af höf- uðstól lánsins. Fyrningarfrestur kröfu Landsbankans var hins vegar 16. júní 2018 en bankinn stefndi ekki lántakanum fyrr en 1. nóv- ember 2018. Krafa bankans um endurgreiðslu lánsins var því fyrnd og var lántakinn sýknaður. Í dómn- um kemur fram að tilefni lánsins hafi verið kaup á hlutafé í Færeyja- banka (nú Bank Nordik). Lands- banki Íslands hafði auglýst hlutafé í Færeyjabanka til sölu í tengslum við skráningu síðarnefnda bankans á hlutafjármarkað. Landsbankinn veitti því einstaklingi, sem er ekki nafngreindur í dómnum, 100% lán til kaupa á bréfunum árið 2007. Hlutabréfin voru sett að hand- veði til tryggingar endurgreiðslu lánsins. Í ágúst 2008 var hluti hinna veðsettu bréfa í Færeyja- banka seldur og keypti lántakinn bréf í Landsbankanum í staðinn. Í september 2008 óskaði síðan lán- takinn eftir því að Landsbanka- bréfin yrðu seld og í þeirra stað keypt aftur bréf í Færeyjabanka. Landsbankinn hafnaði hins vegar að selja bréfin án skýringa. Greiðsluseðill sendur árið 2011 Hinn 9. október hins vegar tók Fjármálaeftirlitið þá ákvörðun að ráðstafa eignum og skuldum Landsbankans til Nýja Lands- banka Íslands (síðar NBI hf. og Landsbankinn hf.) Lánið var end- urreiknað árið 2011 og var lántak- anum sendur greiðsluseðill með gjalddaga 18. maí 2011 þar sem hann var krafinn um greiðslu af eftirstöðum höfuðstóls að fjárhæð 36,3 milljónir króna. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að neitun bankans að selja bréfin í bankanum hafði þær afleið- ingar fyrir lántakann að hlutabréf- in urðu nær verðlaus í efnahags- hruninu. Landsbankinn skýrði ekki frá þeirri höfnun fyrr en í október 2009. Sem fyrr segir var fyrningar- fresturinn liðinn og var lántakinn því sýknaður af kröfu bankans. Bankanum var einnig gert að greiða lántakanum 1,6 milljónir kr. í málskostnað. Tugmilljóna krafa Landsbankans fyrnd  Landsbankinn krafðist endurgreiðslu á 25 milljóna kr. láni í danskri mynt frá árinu 2007  Lánsféð notað til að kaupa hlutafé í Færeyjabanka og síðar í Landsbankanum  Lántakanum stefnt 1. nóv. 2018 Morgunblaðið/Kristinn Landsbankinn Krafa bankans um endurgreiðslu láns var fyrnd. „Fjölbreytni er styrkur samfélags- ins í Snæfellsbæ,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Þau Guðni og Eliza Reid kona hans voru í gær í opinberri heimsókn í Snæ- fellsbæ; litu þar inn í leik- og grunnskóla og á dvalarheimilinu Jaðri. Þau kynntu sér einnig starf- semi sjávarútvegsfyrirtæksins Valafells og KG fiskverkunar á Hellissandi. „Það er áhugavert að sjá hve fiskvinnslustöðvarnar eru orðnar háþróaðar með tækibúnaði sem er framleiddur á Íslandi. Slíkt vekur með manni heilbrigt þjóðar- stolt,“ sagði Guðni Th. Jóhann- esson. Forsetahjónin sóttu einnig málstofu um áskoranir og tækifæri í ferðaþjónustunni sem er orðin stór þáttur í atvinnulífi á svæðinu. Í dag, fimmtudag, heimsækja for- setahjónin Grundarfjörð; kynna sér þar mannlíf og staðhætti og heilsa upp á fólk. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Alfons Finnsson Forseta- hjónin í Snæfellsbæ Heimsókn Í KG-fiskverkun á Rifi í gær. Frá vinstri: Fannar og Daði Kristjánssynir, Guðni Th. Jóhannesson, Eliza Reid og Hjálmar Kristjánsson forstjóri. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Borgarleikhúsið og Kristínu Eysteinsdóttur leikhússtjóra til þess að greiða leikaranum Atla Rafni Sigurðarsyni 5,5 milljónir króna í bætur vegna uppsagnar hans frá leikhúsinu í desember 2017. Er stefndu auk þess gert að greiða Atla Rafni eina milljón króna í málskostnað. Segir meðal annars í dómi Hér- aðsdóms að stefndu hefði mátt vera ljóst að ákvörðun þeirra um að víkja stefnanda frá störfum og fresta frumsýn- ingu leikverks með tilkynningu í fjölmiðlum væri til þess fallin að vera meiðandi fyrir stefnanda, sem væri þekkt persóna og hefði átt farsælan leik- feril. Hefðu stefndu þar með vegið að æru og persónu Atla Rafns. Gert að greiða Atla 5,5 milljónir í bætur Atli Rafn Sigurðarson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.