Morgunblaðið - 31.10.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.10.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2019 NÝJ UNG ! Öruggar þvaglekavörur Extra rakadræg 100% Lyktarvörn Passa frábærlega Hlæðu, hoppaðu, hóstaðu og hnerraðu áhyggjulaus! Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Árið í ár hefur verið gjöfult fyrir Íslendinga í Hollywood. Tvær konur hafa haldið uppi merki þjóðarinnar og gert það með miklum sóma. Nýstirnið Hildur Guðnadóttir er á hvers manns vörum en hún samdi tónlistina í kvikmyndinni Joker. Förðunarmeistarinn Heba Þórisdóttir var titluð yfirmaður förð- unardeildar í tveimur stórum myndum í ár og geri aðrir betur. Hún hélt vitaskuld áfram gjöfulu samstarfi sínu við Quentin Tarantino í nýjustu mynd leikstjórans en tók auk þess að sér ofurhetjumyndina Captain Marvel. Heba hefur hin síðustu ár unnið talsvert í of- urhetjumyndum og þá gjarnan séð sér- staklega um förðun ákveðinna stórstjarna. Misstór hlutverk á ferilskránum Þegar horft er yfir sviðið og framlag Ís- lendinga í kvikmyndum í Hollywood síðasta áratuginn eða svo er skoðað kemur margt forvitnilegt í ljós. Leikstjórinn Baltasar Kor- mákur hefur til að mynda farið mikinn og stýrt myndum sem fengið hafa góðar við- tökur. Auk þeirra Hildar og Hebu má einnig nefna Jóhann heitinn Jóhannsson sem getið hafði sér gott orð í bransanum. Og svo eru það leikararnir og leikkonurnar en ófáir Ís- lendingar hafa nælt sér í hlutverk í drauma- verksmiðjunni á liðnum árum. Þeir Ólafur Darri Ólafsson og Ingvar E. Sigurðsson hafa leikið í nokkrum stórum myndum þó hlutverkin hafi ekki alltaf verið stór. Hera Hilmarsdóttir virðist vera á góðri siglingu í Hollywood og þannig mætti áfram telja. Jóhannes Haukur bætir sífellt við feril- skrána og greinir raunar frá ferðum sínum samviskusamlega á samfélagsmiðlum. Svo eru það þau sem voru í fyrstu bylgjunni. Anita Briem lék í Ferðinni að miðju jarðar fyrir rúmum áratug og Gísli Örn Garðarsson vakti mikla athygli sem vondi karlinn í Prins- inum af Persíu. Ótrúlegar tölur Þegar ferilskrá Íslendinga í Hollywood á liðnum áratug er skoðuð kemur margt for- vitnilegt í ljós. Sérstaklega er áhugavert að sjá hversu miklar tekjur þær kvikmyndir sem okkar fólk hefur komið að hafa tekið inn. Þó að hlutverkin séu misstór þá telur þetta nú allt, í það minnsta í þessari sam- antekt sem gerð er til gamans, og tölurnar tala sínu máli. Íslendingar hafa, sé þessi listi tæmandi, komið að kvikmyndum sem skilað hafa eitt þúsund þrjú hundruð fjörutíu og einum milljarði króna. Ríflega 1,3 billjónum króna. Ólafur Darri Ólafsson Samfara velgengni Baltasars Kor- máks hefur Ólafur Darri byggt upp farsælan feril. Þó hlutverkin hafi ver- ið misstór hefur hann samt sem áður leikið í níu stórum myndum á liðnum áratug. Sumar þeirra teljast meira að segja risastórar. Og meðfram því í nokkrum minni auk hlutverka í sjónvarpi. 294 ma.kr. Ingvar E. Sigurðsson Einhvern tímann var sagt að það væri ekki gerð kvikmynd á Íslandi án þess að Ingvar léki í henni. Hann hefur passað sig á að vanda valið á erlendum markaði og hefur tekist vel upp. Tvær stórmyndir sem hann lék í á liðnum áratug nutu fá- dæma vinsælda í kvikmyndahúsum. 163 ma.kr. Hildur Guðnadóttir Hefur tekið við kefl inu af Jóhanni Jóhannssyni, samstarfsmanni sínum, sem okkar kunnasta tónskáld í kvikmyndaheim- inum. Tónlist hennar í stór- myndinni Joker hefur hlotið mikið lof og myndin stefnir í að verða ein sú stærsta á árinu. 116 ma.kr. Jóhannes Haukur Jóhannesson Rétt eins og Ólafur Darri hefur Jóhannes Haukur byggt sér ágætan feril úti í heimi. Hann sést kannski ekki á plakötunum eða í stiklunum en hann sér afraksturinn af fi mm bíómyndum á bankabókinni. 72 ma.kr. Heba Þórisdóttir Það er ekkert smáhlutverk að vera förðunar- meistarinn í kvik- myndum Quentins Tarantino. Fjórar myndir á liðnum áratug hafa gert Hebu að lykilmanneskju í Hollywood. 386 ma.kr. Hera Hilmarsdóttir Hefur leikið í fjölbreyttum myndum á liðnum árum. Fimm þeirra hafa skilað vel í kassann og Hera á nóg eftir, rétt þrítug. 50 ma.kr. Gísli Örn Garðarsson Leikarinn og leikstjórinn Gísli Örn þarf ekki nema eina Hollywoodmynd til að komast á listann, Prinsinn af Persíu. 42 ma.kr. Anita Briem Hefur látið lítið fyrir sér fara síðustu ár og stóra mynd hennar kom raunar út fyrir réttum áratug. En Ferðin að miðju jarðar var ekkert smá dæmi. 31 ma.kr. Baltasar Kormákur Hefur leikstýrt sex kvikmyndum á liðnum áratug. Alls hafa myndir Baltasars tekið inn rífl ega 800 milljónir dollara. 103 ma.kr. Sigurjón Sighvatsson Framleiddi kvikmyndina Z is for Zachariah ásamt Skúla Fr. Malmquist og Þóri Snæ Sigurjónssyni hjá ZikZak. 15 ma.kr. Jóhann Jóhannsson Samdi tónlist fyrir átta kvikmyndir áður en hann lést í fyrra. Sú stærsta var Arrival. 69 ma.kr. Íslendingar í Hollywood Framlag Íslendinga til kvikmynda í Hollywood síðasta áratuginn er athyglis- vert. Þjóðin getur státað af frambærilegum leikstjóra, förðunarmeistara, tónskáldum, framleiðendum og auðvitað leikkonum og leikurum. Þegar rýnt er í þær myndir sem Íslendingar hafa komið nálægt á þessum áratug kemur í ljós hversu ótrúlegir peningar eru þar að baki. Þó hér sé aðeins stiklað á stóru er ljóst að umræddar myndir hafa tekið inn vel yfi r þrettán hundruð milljarða íslenskra króna. Þrettán hundruð milljarðar króna  Hildur Guðnadóttir og Heba Þórisdóttir í stórum hlutverkum við gerð stórmynda í Hollywood í ár  Íslendingar komu að gerð fjölda mynda vestanhafs síðasta áratug sem tóku inn háar fjárhæðir Svokölluð hrekkjavaka fer fram í kvöld, en hátíðarhöld í tengslum við hana hafa verið að sækja í sig veðrið á Íslandi. „Það hefur borið meira og meira á þessari vetrarhátíð í þessu formi hrekkjavökunnar undanfarinn áratug eða tvo. Vissulega eru þarna erlend áhrif á ferðinni; hér á fyrri öldum hefur þessi vetrarhátíð verið kölluð vetrarnætur eða veturnætur. Þá voru haldin haustblót og fólk kom saman. Algengt var að hafa brúð- kaup á þessum tíma,“segir Kristinn Helgi Magnússon Schram, dósent í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Hann segir hrekkjavökuna eiga rætur sínar að rekja til kelt- neskra þjóða sem fluttu hátíðina með sér til Bandaríkjanna. Í Íslendingasögum kemur að sögn Kristins víða fram að haldin hafi verið vetrarnáttablót. Hann segir að bandarísk og ensk áhrif hafi undirbúið jarðveginn hér heima fyrir núverandi vin- sældir hátíðarinnar í gegnum menningarefni, s.s. sjónvarp og kvikmyndir. „Það er þar sem við kynnumst hrekkjavökunni vestra. Svo nýta kaupmenn sér þetta af miklum áhuga.“ Á árum áður friðaði fólk vættina með matargjöfum á þessum tíma og segir Kristinn mögulegt að þaðan gæti siðurinn um að ganga milli húsa og sníkja sælgæti átt uppruna sinn. mhj@mbl.is Hrekkjavakan aldagömul hefð  Sjónvarp og kvikmyndir undirbúið jarðveginn fyrir hátíðina hérlendis  Vættir friðaðir á árum áður með matargjöfum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hrekkjavaka Gestir Partýbúðarinnar máta grímur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.