Morgunblaðið - 31.10.2019, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 31.10.2019, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2019 Athygli vekur að vextir Seðla-bankans hafa verið lækkaðir það mikið að nú heyrast jafnvel þær raddir að frekari lækkun muni ekki skila sér sem mót- vægi við samdrátt í atvinnulífinu. Aðrir telja að enn sé svig- rúm til að hafa já- kvæð áhrif með lækkun vaxta. Þá hefur Seðlabank- inn kynnt aðrar aðgerðir til að ná sama markmiði sem líklegt er að fari að skila árangri.    Samtök iðnaðarins telja vaxta-lækkanir Seðlabankans hafa verið mikilvægar og með réttum að- gerðum í hagstjórn megi breyta efnahagshorfum umtalsvert til batn- aðar. Þó að deilt sé um vaxtalækk- anir er varla deilt um hitt, að sam- dráttur mælist nú á mörgum sviðum atvinnulífsins, eins og Samtök iðn- aðarins benda á.    Þau segja einnig: „Atvinnuleysihefur aukist og launþegum fækkað í öllum helstu greinum hins almenna vinnumarkaðar. Hægt hef- ur á hagvexti í mörgum af helstu viðskiptalöndunum og efnahags- horfur þar dökknað. Hefur þetta dregið úr væntingum um vöxt gjaldeyristekna og hagvöxt íslenska þjóðarbúsins. Samhliða vaxta- ákvörðuninni nú mun Seðlabankinn birta nýja þjóðhags- og verðbólgu- spá. Reikna má með því að versn- andi efnahagshorfur endurspeglist í spá bankans nú.“    Þetta er mikið áhyggjuefni og viðþví þarf að bregðast með öllum ráðum. Bent hefur verið á banka- skattinn, því að afnám hans gæti aukið útlánavilja bankanna. En vita- skuld geta aðrar skattalækkanir ekki síður stutt við atvinnulífið og til þess er nauðsynlegt að horfa. Ekki dugar að treysta eingöngu á aðgerð- ir Seðlabankans í þessum efnum. Atvinnulífið þarf frekari aðgerðir STAKSTEINAR Fæðingum á Landspítalanum á tímabilinu janúar til september í ár fjölgaði um 4,8% miðað við sömu mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í skýslu um starfsemi sjúkrahússins í septembermánuði síðastliðnum, þar sem reksturinn er greindur út frá ýmsum viðmiðum. Alls fæddust 2.466 börn á Land- spítalanum á umræddu tímabili í ár en 2.317 árið 2018. Tvíburafæðingar á sjúkrahúsinu á fyrstu níu mánuð- um líðandi árs voru 52 en 38 þegar sama tímaskeið á síðasta ári er haft sem viðmið. „Skýringarnar á þessari fjölgun geta verið tvíþættar,“ segir Hulda Hjartadóttir, yfirlæknir fæðingar- deildar Landspítalans, í samtali við Morgunblaðið. „Annars vegar að fæðningartíðni sé meiri og hins veg- ar að fleiri konur velji að fæða á Landspítalanum fremur en á sjúkra- húsum úti á landi. Hver skýringin nákvæmlega er sjáum við ekki fyrr en árið allt er gert upp.“ Rétt er að minna á að alltaf er tals- verð sveifla frá ári til árs í fjölda fæð- inga. Athygli vakti til dæmis að fyrst eftir efnahagshrunið fyrir rúmum áratug var barnalán meðal landans því 2009 fæddust 5.026 börn á Ís- landi en í fyrra, árið 2018, 4.428. Munurinn þarna er 16%. sbs@mbl.is Fæðingum á Landspítala fjölgar  2.466 börn á fyrstu níu mánuðum líð- andi árs  Alltaf er sveifla á milli ára Morgunblaðið/Sigurður Bogi Nýburi Framtíðin bíður barnsins. Sambönd og félög iðnaðarmanna innan Alþýðusambands Íslands hafa að undanförnu átt í viðræðum við orkufyrirtæki og stóriðjufyrirtæki um endurnýjun kjarasamninga. Meiri hreyfing hefur komist á kjara- viðræðurnar að undanförnu, sem eru sagðar farnar að skila meiri og sýnilegri árangri en áður og hafa Rafiðnaðarsambandið, Samiðn og VM þegar gengið frá kjarasamningi við HS Orku vegna starfsmanna hjá því fyrirtæki. Hafa þeir þegar sam- þykkt nýgerða samninga sem byggj- ast á lífskjarasamningunum og samningum sem iðnaðarmenn hafa gengið frá í sumar. Iðnaðarmanna- samböndin hafa verið samstiga í við- ræðum við orkufyrirtæki að undan- förnu. ,,Þetta er eini samningurinn með- al orkufyrirtækjanna sem er kominn í höfn en við erum ennþá á fullu í við- ræðum við Landsvirkjun, RARIK, Landsnet og Orkuveituna,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins. Iðnaðarmenn eiga einnig ólokið samningum við ríkið og Reykjavík- urborg, gengið hefur hægar í þeim viðræðum. Boðað er til fundar raf- iðnaðarmanna á föstudag með samn- inganefnd ríkisins. Frumvarpstillögur ,,fara mjög illa í okkar mannskap“ Iðnaðarmenn eru aftur á móti mjög ósáttir við tillögur stjórnvalda um breytingar á iðnaðarlögum sem birtar hafa verið í samráðsgátt stjórnvalda. ,,Þær eru alls ekki já- kvæður vinkill inn í okkar stöðu. Þetta varðar breytingar á lögum til einföldunar regluverks og eru þar lagðar til tiltölulega miklar breyt- ingar á iðnaðarlögunum sem fara mjög illa í okkar mannskap,“ segir Kristján. Í umsögn Rafiðnaðarsambandsins er m.a. gagnrýnt að iðnaðarlögin eigi framvegis samkvæmt drög- unum eingöngu að taka til handiðnar en ekki verksmiðjuiðnaðar. Iðnaðarmenn hafa samið við HS Orku  Gagnrýna tillögur um lagabreytingar Morgunblaðið/Eggert HS Orka Nýlega var skrifað undir kjarasamning iðnaðarmanna. Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. s: 781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 fös: 12-16 MARA GIBUCCI Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.