Morgunblaðið - 31.10.2019, Side 10

Morgunblaðið - 31.10.2019, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2019 94% ökumanna finnst þeir öruggari með EyeSight tækni Þú fyllist hugarró þegar þú veist að bíllinn þinn skerst í leik og aðstoðar þig við að koma í veg fyrir árekstur. Varar þig við þegar aðvífandi ökutæki er á blinda punktinum. Og gerir þér kleift að leggja bílnum áreynslulaust í þröngt stæði með aðstoð myndavélar sem sýnir nálægð við gangstéttarbrún. EyeSight er staðalbúnaður í öllum Subaru Forester. www.subaru.is Komdu til okkar og reynsluaktu nýjum Subaru Forester Subaru Forester Gerður til að kanna ætlaður til að ferðast E N N E M M / S ÍA / N M 9 6 1 4 9 BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 /www.bl.is Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 Erla María Markúsdóttir erla@mbl.is „Þetta er frekar óraunverulegt núna. Þetta er búið að taka fimm ár,“ sagði Freyja Haraldsdóttir eftir að hún hafði betur gegn Barnaverndar- stofu í Hæstarétti í gær. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að Barna- verndarstofu hefði verið óheimilt að hafna umsókn Freyju um leyfi til þess að taka barn í varanlegt fóstur áður en hún hafði farið í gegnum matsferli. Fjögur ár eru síðan Freyja lagði inn umsóknina. „Þetta er búið að taka alveg rosa- lega mikið á en þetta er ótrúlega góð niðurstaða og tryggir að fatlað fólk skuli ekki vera fordæmt á grundvelli fötlunar og eigi að fá tækifæri til að fá sömu málsmeðferð og aðrir,“ segir Freyja. Hæstiréttur staðfesti dóm Lands- réttar frá því í mars sem komst að þeirri niðurstöðu að Barnaverndar- stofa hefði mismunað Freyju vegna fötlunar. Réttindi fatlaðra viðurkennd fyrir æðsta dómstól landsins Sigurður Örn Hilmarsson, lög- maður Freyju Haraldsdóttur, segir niðurstöðuna sérstaklega ánægju- lega. „Bæði fyrir Freyju sem og hygg ég annað fatlað fólk í landinu að réttindi þeirra séu viðurkennd fyrir æðsta dómstól landsins.“ Í dómi Hæstaréttar kemur fram að Freyja byggði kröfu sína fyrst og fremst á því að Barnaverndarstofa hefði ekki rannsakað málið nægilega vel áður en tekin var ákvörðun um að synja umsókn hennar. Umsókninni hefði verið synjað á grundvelli ætl- aðrar vanhæfni hennar án þess að gefa henni áður færi á að sækja nám- skeið sem er haldið á vegum Barna- verndarstofu ætlað áhugasömum fósturforeldrum, en umsækjendum um að taka barn í fóstur er skylt að sækja slíkt áður en leyfi er veitt til að gerast varanlegt fósturforeldri. Næsta skref í máli Freyju er að sækja umrætt námskeið. „Það er mjög „scary“ að eiga að fara á nám- skeið og vera metin af fólki sem er búið að standa í þremur dómsölum og tala gegn mér en við þurfum bara að finna farveg fyrir það. Ég treysti því að Barnaverndarstofa hafi vit á að líta í eigin barm og viðurkenna þessi mistök.“ Treystir að Barnaverndar- stofa viðurkenni mistökin  Freyja Haraldsdóttir hafði betur gegn Barnaverndarstofu í Hæstarétti Morgunblaðið/Eggert Sigur Freyja Haraldsdóttir segir niðurstöðu Hæstaréttar í máli hennar gegn Barnaverndarstofu gefa henni von og kraft til að berjast áfram fyrir frekari réttindum þar sem fatlað fólk er mjög jaðarsett í samfélaginu. „Dómurinn er mjög fordæm- isgefandi að því leyti að hann talar skýrt um það þegar Barna- verndarstofa metur hvort einstaklingar séu hæfir til að gerast fósturforeldrar, þá varðar það hagsmunaréttindi barna. Við fögnum því mjög að fá skýra afstöðu um það frá Hæstarétti,“ sagði Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barna- verndarstofu, í samtali við mbl.is í gærkvöldi. Heiða Björg segir jafnframt að niðurstaðan kalli mögulega á að núverandi regluverk verði skoð- að, en allir sem óska eftir því að taka barn í fóstur þurfa að sitja strangt námskeið Barnavernd- arstofu til að uppfylla ákveðin skilyrði. „Það er spurning hvort það þurfi að hnykkja á því að þeir sem augljóslega uppfylla ekki skilyrðin, að hægt sé að synja þeim þegar búið er að afla grunngagna,“ segir Heiða Björg og bendir á að t.d. einstaklingar með afbrotaferil eða nýlega neyslusögu að baki geti ekki tekið barn í fóstur og segir ekki eðlilegt að þeir þurfi að sitja langt námskeið áður en hægt sé að synja þeim. thorunn@mbl.is Dómurinn gefur skýrt fordæmi BARNAVERNDARSTOFA Heiða Björg Pálmadóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.