Morgunblaðið - 31.10.2019, Page 18

Morgunblaðið - 31.10.2019, Page 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2019 Café AUSTURSTRÆTI • SKÓLAVÖRÐUSTÍG • LAUGAVEGI AKUREYRI • VESTMANNAEYJUM Komdu í kaffi Við bjóðum uppá glæsilegar borgir allt árið í A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt 2, 3, 4 daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er hægt að gera góð kaup í hinum ýmsu verslunum og mörkuðum. Við bjóðum upp á skoðunarferðir fyrir hópa og fyrirtæki, svo og kvöldverði/veislur í höllum, köstulum eða húsum frá miðöldum. www.transatlantic.is Sími 588 8900 GLÆSILEGARMIÐALDA BORGIR Í A-EVRÓPU Wrocalaw er ein mesta ferðamannaborg Póllands. Wroclaw var kosin menningarborg Evrópu 2016. Wroclaw hefur svo mikið uppá að bjóða. Borgin er ægifögur menningarborg með svo margt fyrir ferðamanninn sem gerir hana svona vinsæla. Gamli bærinn er augna- yndi með fagrann arkitektur frá fyrri tímum, mikið er af söfnum og menningarviðburðir í borginni hafa ætíð verið fjölbreyttir. Miðaldaborg frá 12. öld. Gamli og nýji tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka. Gamli bærinn er frá árinu 1201 og er vernd- aður af Unesco. Þar ber hæst kastalinn í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan. Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi hvert sem litið er og setur borgina á stall með fallegri borgum Evrópu. RIGA Í LETTLANDI WROCLAW TALLINN EISTLANDI NOKKUR DÆMI UM BORGIR SEM VIÐ BJÓÐUM UPPÁ Vilnius, Budapest, Prag Gdansk, Krakow, Varsjá, Bratislava Vínarborg og Brugge Tallinn er ein allra fallegasta borg Evrópu og er gamli bæjarhlutinn sá hluti borga- rinnar sem mesta aðdráttaraflið hefur á ferðamenn. Þar eru götur steini lagðar, byggingar frá 11. öld sem hefur tekist að varðveita ótrúlega vel. Þú ferð úr 21. öldinni beint aftur í miðaldir. Þar sem Tallinn er best varðveitta miðaldaborg N-Evrópu hefur henni verið bætt við á heimslista UNESCO. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Gunnar Valur Gíslason, fram- kvæmdastjóri Íþöku fasteignafélags, segir bankana hafa dregið úr útlán- um til nýrra fasteignaverkefna, þ.m.t. nýrra íbúðaverkefna. Það muni væntanlega draga úr framboði nýrra íbúða á næstu misserum. Tilefnið er umfjöllun í Morgun- blaðinu undan- farna daga um takmarkað að- gengi að lánsfé. Fasteigna- félagið Íþaka leigir m.a. út hús- næði á Höfða- torgi, þ. á m. undir Fosshótel Reykjavík, en einnig leigir fé- lagið stórum aðil- um eins og Össuri, verkfræði- stofunni Eflu, Reykjavíkurborg, Bankasýslu ríkisins o.fl. Haft var eftir Yngva Erni Krist- inssyni, hagfræðingi Samtaka fjár- málafyrirtækja, í Morgunblaðinu í gær að minnkandi framboð lánsfjár ætti sér kerfislægar skýringar. Vísaði Yngvi Örn meðal annars til hertra krafna um lausafjárhlutfall bankanna. Leki úr peningaframboði Seðlabankans, eins og til dæmis inn- lánsviðskipti við Íbúðalánasjóð eða inngrip á gjaldeyrismarkaði, drægi úr peningaframboði. Seðlabankinn hefði brugðist við þessu með því að fækka þeim aðilum sem gætu átt við- skiptareikning í bankanum frá og með 1. apríl, þ. á m. Íbúðalánasjóði. Kom fram haustið 2018 Gunnar Valur segir hafa farið að bera á erfiðara aðgengi að lánsfé haustið 2018. „Fjármálastofnanir gáfu svo sem ekkert út um ástæðuna heldur varð maður var við þetta í samræðum við tengiliði okkar hjá bönkunum. Þá skynjaði maður hvað var í gangi. Það fór að þrengjast um lausafé í bönkunum, sérstaklega í ís- lenskum krónum,“ segir Gunnar. Til upprifjunar jókst óvissa í hag- kerfinu síðsumars 2018 með umræðu um mikla erfiðleika flugfélagsins WOW air og vegna vaxandi hörku í kjaraviðræðum. Áhrif þessarar óvissu komu fram í sölu íbúða. Þannig kemur fram í nýrri hagspá Landsbankans að viðskipti með íbúðarhúsnæði í mars til ágúst voru minni en í fyrra (sjá graf). Gunnar Valur telur aðspurður að skert aðgengi að lánsfé muni leiða til minna framboðs nýrra íbúða. Því geti sú staða komið upp eftir nokkur misseri að eftirspurn eftir nýjum íbúðum verði aftur meiri en framboð, ekki síst eftir hagkvæmum íbúðum. „Það hefur verið mikil uppbygging á íbúðum hér á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár. Nú eru þeir íbúðar- reitir flestir komnir í sölu og íbúð- irnar munu seljast. Sveitarfélögin eru að undirbúa ný svæði til upp- byggingar en hvenær þau verða tilbúin veit maður ekki. Það á líka eftir að skýrast hvenær fyrirtækin fara aftur af stað og hversu mikið út- spil Seðlabankans bætir lausafjár- stöðu bankanna. Vonandi verður þetta útspil til þess að bankarnir muni auka framboð nýrra fram- kvæmdalána að nýju,“ segir Gunnar Valur og bætir við að „án þess komi lækkun vaxta framkvæmdaraðilum og nýjum íbúðarkaupendum að tak- mörkuðu gagni“. Gerir íbúðirnar dýrari Hann segir ganga illa að skipu- leggja svæði fyrir hagkvæmar íbúðir, án bílakjallara o.s.frv. Krafan um fækkun bílastæða ofanjarðar eigi þátt í því, en hún er hluti af áherslu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu á þéttingu byggðar. Þeirri uppbyggingu hefur gjarnan fylgt fækkun bílastæða ofanjarðar og áhersla á byggingu bílakjallara við fjölbýlishús í staðinn. „Sú áhersla kallar ein og sér á um- talsverða hækkun íbúðarverðs. Að þessu þarf að huga vel við skipulagn- ingu nýrra íbúðahverfa,“ segir Gunnar Valur um horfurnar. Skortur á fjármögnun dregur úr uppbyggingu  Framkvæmdastjóri Íþöku bendir á minni útlán banka Viðskipti með íbúðarhúsnæði, jan.-sept. 2019 Fjöldi viðskipta á höfuðborgarsvæðinu, breyting milli ára 30% 20% 10% 0% -10% -20% -30% -40% jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. Heimild: Landsbankinn, Þjóðskrá Íslands 26% 18% -6% -5% 2% -13% -16% -23% -30% Allt frá árinu 1913 hefur Thor- valdsensfélagið gefið út og selt jólamerki sem seld eru ein- staklingum og fyrirtækjum. Ágóðinn af sölu merkjanna hefur ætíð runnið óskertur til líknar- mála, sem alfarið kemur börnum og ungmennum til góða sem stríða við ýmiss konar vandamál. Í ár hefur Hekla Guðmunds- dóttir listakona lagt félaginu til mynd sem máluð er í anda jólanna. Jólamerkin hafa lengi haft söfnunargildi fyrir safnara, bæði innanlands og utan. Jóla- merkin fást hjá verslun Thorvald- sensbasarsins í Austurstræti 4. Jól Mynd eftir Helgu Guðmundsdóttur. Jólamerki Thorvaldsensfélagsins í ár Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við setjum peninga úr samningnum í loftslagsmálin. Við erum að leggjast á sveif með ríkinu í loftslagsmálum og styðja við þau markmið sem það hefur sett,“ segir Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda. Eitt af markmiðum endurskoðunar á gildandi búvörusamningi í nautgriparækt er að atvinnugreinin verði að fullu kolefnis- jöfnuð fyrir árið 2040. Arnar segir að fjármunirnir verði nýttir til að ná utan um þá þekkingu sem fyrir hendi er og staðreyna. „Við vitum að umræðan fer stundum út í móa og stundum ekki – en erfitt er að greina þar á milli. Sá sem hefur lesið nýjustu greinina í blöðunum er sér- fræðingur á sínum vinnustað þann daginn,“ segir Arnar og bætir við: „Aðeins með því að ná utan um þekk- inguna vitum við hvað þarf að gera og í framhaldinu getum við ákveðið hvernig.“ Nánari útfærsla verk- og fjárhags- áætlunar verður í höndum starfshóps sem skilar af sér eigi síðar en 1. maí 2020. Meðal annars verður fjallað um los- un og bindingu kolefnis með bættri fóðrun, meðhöndlun og nýtingu bú- fjáráburðar ásamt því að auka enn frekar þekkingu bænda á sínu landi og um leið efla getu þeirra til að auka bindingu kolefnis á því og draga úr los- un. Tilboðsmaður endurvakinn Helsta breytingin sem búvöru- samningurinn frá 2016 fól í sér var af- nám kvótakerfis í nautgriparækt í byrjun árs 2021 og tilheyrandi breyt- ingar á kerfinu. Bændur höfnuðu þeirri breytingu í almennri atkvæða- greiðslu og var því snúið til baka til fyrra fyrirkomulags við endurskoð- unina nú. Meðal annars verður tekið að nýju upp tilboðskerfi um viðskipti með greiðslumark á næsta ári þar sem verð og viðskipti ráðast af framboði og eftirspurn. Þó er sett hámark á við- skipti; hver bóndi getur ekki keypt meira en 50 þúsund lítra í hvert sinn, sem gerir 150 þúsund lítra yfir árið. Arnar segir að þetta sé gert til að slá á meiri háttar spennu á markaðnum. Þá er í samningunum hámark á kvótaeign hvers býlis, líkt og í sjávar- útvegi. Hámarkið er 1,2% heildar- greiðslumarksins. Ekkert bú er nú með yfir 1% kvótans. Arnar segir að þetta sé öryggisventill. Vilji sé til þess að kúabúskapur sé um allt land, sem stoð í byggðunum. Nú eru á sjötta hundrað innleggjendur mjólkur en fræðilega séð geta þeir fæstir orðið 83 ef samþjöppunin yrði svo mikil að hver ætti 1,2% kvótans. Forystumenn kúabænda kynna samkomulagið á haustfundum sínum sem verða alls fjórtán. Fyrstu fundur- inn var í Þingborg í Flóa í gærkvöldi. Einnig verður kynnt vinna LK um markaðsfærslu nautakjöts. Í kjölfarið verður almenn atkvæðagreiðsla um samkomulagið. Aðgerðir í loftslagsmálum  Markmið um kolefnisjöfnuð í nautgriparækt Morgunblaðið/Eggert Forvitni Samkomulag bænda og ríkisins um endurskoðun búvörusamnings í nautgriparækt tryggir stöðu greinarinnar næstu árin. Gunnar Valur Gíslason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.