Morgunblaðið - 31.10.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.10.2019, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2019 Kynntu þér málið áwww.iv.is eða hafðu samband í síma 460-4700 SJÓÐIR OG EIGNASTÝRING Íslensk verðbréf hf. • Hvannavellir 14, 600 Akureyri • Hlíðasmári 6, 201 Kópavogi ÓHÁÐ OG FAGLEG EIGNASTÝRING OG SJÓÐIR SÍÐAN 1987. ÍSLENSKVERÐBRÉF – ÞÍNIR HAGSMUNIR Í EIGNASTÝRINGU. Íslensk verðbréf er faglegt eignastýringarfyrirtæki sem fjárfestir með óháðum hætti í verðbréfum fyrir hönd viðskiptavina sinna. Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Það er óhætt að segja að maður hafi verið kominn á felguna eftir tón- leikana á sunnudagskvöld, fjórðu tónleikana á jafnmörgum dögum,“ segir Sigfús Pétursson, einn Álfta- gerðisbræðra, sem um þessar mund- ir eru að kveðja stóra sviðið, eins og það hefur verið orðað hjá tónleika- haldara, Dægurflugunni ehf. Bræðurnir Sigfús, Pétur, Gísli og Óskar Péturssynir voru ásamt Stef- áni R. Gíslasyni söngstjóra og hljómsveit með ferna tónleika um síðustu helgi. Fyrst voru tvennir tónleikar haldnir í Miðgarði í Skaga- firði, á fimmtudags- og föstudags- kvöldi, og síðan tvennir tónleikar í Eldborg í Hörpu, á laugardags- og sunnudagskvöldi. Uppselt var á alla þessa tónleika og hið sama er að segja um fimmtu tónleikana sem verða í Miðgarði annað kvöld. Samanlagt munu yfir 4.000 manns koma og hlusta á bræðurna syngja á þessum fimm tónleikum. Þetta hafa þeir gert opinberlega í ein 32 ár, eða síðan þeir sungu yfir föður sínum, Pétri Sigfússyni, í Víðimýrarkirkju 3. október 1987. Að sögn Sigfúsar höfðu þeir fyrir þann tíma eitthvað raulað saman, enda aldir upp á miklu tónlistarheimili og höfðu áður verið að syngja með kórum og við ýmis önnur tækifæri. Meðalaldur að nálgast 71 ár Sigfús er bræðranna elstur, orð- inn 76 ára, og hefur ekki alveg geng- ið heill til skógar eftir að hafa fengið heilablóðfall í tvígang. Af þeim sök- um sat hann á stól á tónleikunum og segir það ekki það þægilegasta. „Það er verra að syngja sitjandi, en ég held að þetta hafi sloppið til. Við er- um afskaplega þakklátir fyrir þær hlýju og góðu móttökur sem við fengum. Það er gott að syngja í Hörpunni; þó að það sé fullt hús upp undir rjáfur sjá ljósin til þess að við sjáum bara fólkið á fremsta bekk. Fyrir þá sem efst sitja erum við bara eins og fjögur lítil kríli á sviðinu en það heyrist vonandi eitthvað í okk- ur,“ segir Sigfús, léttur að vanda. Hann segist geta fullyrt að bræð- urnir muni ekki halda fleiri tónleika saman, hætta beri leik þá hæst hann standi. „Þetta er að verða ágætt. Meðalaldur okkar fer í 71 ár í lok þessa árs þegar Óskar, sá yngsti, verður 66 ára. Hann er hins vegar ekkert að fara að hætta, enda þagn- ar hann aldrei,“ segir Sigfús og hlær. Eftir að hafa ekið beint norður eftir seinni tónleikana í Hörpu var Sigfús kominn heim til sín í Varma- hlíð um hálfþrjú aðfaranótt mánu- dagsins. Ekki gafst langur hvíldar- tími því á þriðjudagskvöldið voru þeir Gísli mættir á æfingu hjá Stef- áni R. Gíslasyni með kirkjukór Glaumbæjar- og Víðimýrarsóknar. Mun kórinn syngja við jarðarför næsta laugardag, daginn eftir tón- leika í Miðgarði. Þó að þeir hafi kvatt stóra sviðið má reikna með að þeir hafi ekki sungið sitt allra síðasta saman. Kominn á felg- una eftir ferna tónleika í röð  Ríflega 4.000 manns sjá Álftagerð- isbræður kveðja stóra söngsviðið Ljósmynd/Mummi Lú Eldborg Söngbræður, tónlistarmenn og kynnirinn Atli Gunnar Arnórsson, lengst til hægri, fyrir framan fullan sal af fólki. Atli, sem er tengdasonur Gísla, fékk salinn til að veltast um af hlátri áður en söngveislan hófst. Morgunblaðið/Eggert Bræðurnir Sigfús, Óskar, Pétur og Gísli Péturssynir saman á sviðinu í Eld- borg, ásamt Stefáni R. Gíslasyni við píanóið, sem hefur fylgt þeim alla tíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.