Morgunblaðið - 31.10.2019, Síða 22

Morgunblaðið - 31.10.2019, Síða 22
FRÉTTASKÝRING Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Ein umfangsmesta aðgerð rúss- neska Norðurflotans frá lokum kalda stríðsins er nú í fullum gangi. Talið er að minnst tíu kafbátar taki þátt, af þeim eru átta kjarnorku- knúnir. Tilgangur aðgerða er að lík- indum að sýna mátt og megin Norð- urflotans, meðal annars með því að sigla óséðir um GIUK-hliðið svo- nefnda og inn á Atlantshaf, en undir því heiti gengur hafsvæðið milli Grænlands, Íslands og Bretlands- eyja. Á tímum kalda stríðsins ríkti ósjaldan spenna á þessu svæði þegar kafbátar Sovétríkjanna gerðu sams konar tilraunir. Var þá haldið uppi miklu eftirliti og kafbátaleit á haf- svæðinu frá herstöðvum Atlants- hafsbandalagsins (NATO) á Kefla- víkurflugvelli og Bretlandseyjum. Norska leyniþjónustan segir rúss- neska kafbáta hafa látið úr heima- höfnum sínum á Kólaskaga við aust- urlandamæri Noregs snemma í síðustu viku. Er talið að aðgerðirnar muni standa yfir í minnst 60 daga. Sérfræðingar í öryggis- og varnar- málum telja að verið sé að sýna Bandaríkjamönnum að Rússar geti vel ógnað þeim heima fyrir með Norðurflota sínum. Handan GIUK- hliðsins geti kafbátar þeirra hæft skotmörk í Bandaríkjunum með langdrægum flaugum. Þá er jafnvel talið að kafbátar Rússa taki stefnu á Grænland og í kjölfarið austurströnd Bandaríkjanna. Leyniþjónustan seg- ir Rússa með þessu vilja vekja upp viðbrögð af hálfu NATO sem sýni eftirlits- og leitargetu bandalagsins. Vilja láta reyna á getu NATO „Rússar vilja segja: „Þetta er okk- ar hafsvæði, okkur er þetta fært. Við getum náð til Bandaríkjanna.“ Það er þetta sem Rússar vilja segja við okkur. Þeir vilja láta reyna á getu Vesturlanda til að finna þá og bregð- ast við ferðum þeirra,“ hefur NRK eftir norsku leyniþjónustunni. Sömu heimildarmenn segja pólitíska ákvörðun um kafbátaaðgerð af þess- ari stærðargráðu að líkindum vera tekna á æðstu stöðum, yfirstjórn rússneska flotans ákveði þetta ekki. Norska leyniþjónustan segist hafa „viðunandi eftirlit“ með því hvar rússnesku kafbátarnir halda sig. Greint hefur verið frá því á NRK að tveir kjarnorkukafbátar séu fyrir vestan Bjarnareyju, milli Svalbarða og Finnmerkur, nyrsta hluta Nor- egs. Tveir kafbátar eru fyrir sunnan og austan Bjarnareyju í varðstöðu við þá leið sem liggur inn í austur- hluta Barentshafs og tveir eru sagðir við æfingar í norðurhluta Noregs- hafs. Þeir eru af Sierra-gerð kafbáta og nefnast Nizhny Novgorod og Pskov. Voru bátarnir teknir í notkun árin 1989 og 1992, en endurbættir að stórum hluta 2008 og 2015. Kafbátar af Sierra-gerð eru svo- kallaðir árásarkafbátar, um 110 metra langir og vel vopnum búnir. Skrokkur þeirra er, ólíkt mörgum öðrum kafbátum, búinn til úr títaní- um sem eykur getu þeirra til að kafa á mikið dýpi. Í Noregshafi má finna mun meira dýpi en á Barentshafi og telja sérfræðingar það ástæðu þess að Rússar stundi nú djúpsjávaræf- ingar á þessu hafsvæði. Stór en hefðbundin æfing Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra, segir æfingu Rússa vera í stærra lagi. Í grunninn sé hún þó enn sem komið er hefðbundin. „Þessi æfing snýst um að æfa varnir í norðanverðu Noregshafi og Barentshafi þar sem Rússar halda úti kjarnaeldflaugakafbátum, sem segja má að sé eitt af djásnunum í krúnunni hjá þeim. Einnig er verið að æfa varnir Norðurflotans, stöðva hans á Kólaskaga og varnir Norð- vestur-Rússlands. Þetta eru grund- vallarhernaðarmarkmið Rússa í Norðurhöfum og á norðurslóðum og þannig hefur það verið alveg frá ár- unum milli 1970 og 1980,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið. Greint hefur verið frá að aðgerðir Rússa muni að líkindum teygja sig í átt að GIUK-hliðinu. Albert segir það hafa verið markmið Norðurflota Sovétríkjanna á sínum tíma að hafa framvarnir sínar á þeim slóðum. Sovéski flotinn hafði þó yfir að ráða mun fleiri skipum, kafbátum og flug- vélum en sjóher Rússlands gerir nú. Segist Albert því ekki eiga von á miklum umsvifum við GIUK-hliðið. „Burðir rússneska Norðurflotans til að koma svo langt út ég hef miklar efasemdir um það,“ segir Albert og bætir við að Norðurflotinn muni á næstunni taka í notkun nýja tegund langdrægra stýriflauga, svokallaðar Kalibr. Flaugar þessar geta hæft skotmörk í allt að 2.000 km fjarlægð. Þá er verið að þróa aðra útgáfu sem sögð er geta dregið allt að 4.500 km. „Það þýðir að Rússar geta náð markmiðum sínum miklu norðar. Þeir munu því ekki hafa sömu þörf fyrir því að teygja sig svona langt út. Eins mun Norðurflotinn í fyrsta sinn fá hlutverk í hugsanlegum átökum á meginlandi Evrópu, en þeir geta skotið þessum flaugum niður á meg- inlandið frá Noregshafi og Barents- hafi,“ segir Albert. Flugmóðurskip góð skotmörk Spurður hvort hann telji líklegt að Rússar reyni að sigla kafbátum að austurströnd Grænlands og í átt til Bandaríkjanna kveður Albert nei við. Segir hann Rússa ekki þurfa á því að halda til að ógna austurströnd Bandaríkjanna með kjarnavopnum. „Ef markmið þeirra er að koma kafbátum svo langt suður í haf þá væri það, að mínu mati, miklu frekar til þess að ógna bandarískum flug- móðurskipum á leið þeirra norður,“ segir hann og bætir við að slík skip séu afar mikilvæg skotmörk í hern- aðarátökum. „Og það er eðlilegt að vilja gera það eins langt í burtu og hægt er,“ bætir hann við. Fari svo að kafbátar Rússa færi sig nær GIUK-hliðinu telur Albert líklegt að viðbúnaður aukist í Kefla- vík. „Og þá er ég ekki að tala um eina eða tvær vélar heldur hóp. Kafbátar eru eltir allan sólarhringinn og þá þýðir ekki að vera með fáar vélar. Þetta er eitt þeirra atriða sem fróð- legt verður að fylgjast með í tengslum við þessa æfingu Rússa.“ Norðurfloti Rússa á hreyfingu  Minnst tíu rússneskir kafbátar héldu til æfinga frá Kólaskaga í síðustu viku  Ein umfangsmesta aðgerð flotans frá lokum kalda stríðsins  Búast má við viðbúnaði í Keflavík nálgist þeir GIUK-hliðið Ljósmynd/Wikipedia Hernaðarmáttur Rússneski kafbáturinn Severodvinsk sést hér við bryggju. Hann er af Yasen-gerð og var tekinn í notkun 2013 en fyrst sjósettur í júní 2010. GIUK-hliðið milli Grænlands, Íslands og Bretlandseyja Kortagrunnur: Heritage Foundation research GIUK-hliðið Fl ug dr æ gn i B oe in g P- 8 Po se id on k af bá ta le ita rv él a 1. 20 0 sj óm ílu r GRÆNLAND Kefl avík Severomorsk Skipahöfn Norður- fl ota rússneska sjóhersins Norður-Íshaf Norður-Atlantshaf 22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2019 Jólamatseðillinn byrjar 14. nóvember Tryggðu þér borð á www.matarkjallarinn.is Aðalstræti 2 | s. 558 0000

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.