Morgunblaðið - 31.10.2019, Síða 30

Morgunblaðið - 31.10.2019, Síða 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2019 20% AF ÖLLUM SKÓM VERÐ ÁÐUR 17.995.- VERÐ NÚ 14.396.- STÆRÐ 40-47 VERÐ ÁÐUR 19.995.- VERÐ NÚ 15.996.- STÆRÐ 36-42 MIÐNÆTUROPNUN Guðmundur Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Gífurlegur áhugi er á sýningu, sem opnuð var í Louvre-safninu í París í síðustu viku í tilefni af því að 500 ár eru liðin frá því Leonardo da Vinci lést. Hafa yfir 240 þúsund manns þegar bókað miða. Áratugur er liðinn síðan byrjað var að undirbúa sýninguna og þar má sjá 162 verk eftir meistarann, þar af 24 teikningar sem Elísabet Englands- drottning lánaði úr safni bresku hirð- arinnar. British Museum, Hermitage-safnið í St. Pétursborg og Páfagarður lán- uðu einnig verk á sýninguna. Þá féllst ítalska ríkið, eftir talsvert þref, á að lána verk á borð við Vitrúvíu- manninn, teikningu af mannslíkama eftir da Vinci. Á sýningunni í Napóleonssalnum, sem stendur fram í febrúar, má sjá 10 af innan við 20 málverkum, sem stað- fest er að da Vinci málaði auk teikn- inga, handrita, höggmynda og ann- arra muna. Gripirnir eru sýndir í réttri tímaröð og geta gestir rakið sig gegnum ævi da Vincis sem bjó og starfaði í Flórens, Mílanó og Róm og að lokum í Frakklandi. Hann lést í bænum Amboise í Loiredal 2. maí 1519. Tvö af þekktustu verkum da Vincis eru þó ekki á sýningunni. Annað er Mona Lisa, sem raunar er geymt í Louvre en skipuleggjendur sýning- arinnar tóku ákvörðun um að þetta frægasta málverk í heimi verði áfram í Salle des Etats í safninu. Mona Lisa fær þó eigin sýndarveruleikastall á sýningunni þar sem gestir geta ímyndað sér að þeir sitji í tréflugvél, sem da Vinci hannaði, og fljúgi yfir fjöllin og dalina sem sjást í baksýn á málverkinu. Hitt verkið er Salvator Mundi, dýr- asta málverk heims sem seldist fyrir 450 milljónir dala á uppboði hjá Christie’s árið 2017. Sérfræðingar deila raunar um hvort verkið sé í raun eftir da Vinci en það hefur ekki sést opinberlega eftir uppboðið. Tals- menn Louvre-safnsins segja, að ósk- að hafið verið eftir því að fá myndina lánaða en af því varð ekki. Deilt var um það fyrir dómstólum á Ítalíu hvort ítölsk stjórnvöld mættu lána teikninguna af Vitrúvíu- manninum til Parísar. Samkvæmt ítölskum lögum má ekki senda úr landi og lána dýrmæt listaverk sem þykja of viðkvæm fyrir flutninga og loftslagsbreytingar. Niðurstaðan varð þó sú, að lána mætti teikninguna en hún verður aðeins á sýningunni í tæpa 2 mánuði. Að sögn er Vitrúvíu- maðurinn tryggður fyrir 1 milljarð evra, nærri 140 milljarða króna. Verk af ýmsum toga Málverk, þar á meðal af Ledu og svaninum, höggmyndir, teikningar af þyrilvængjum og andlitsmyndir af fólki eru meðal verkanna á sýningunni í Louvre í París. Ævi da Vinci rakin í 162 verkum  Yfir 240 þúsund manns höfðu pantað miða fyrir fram á sýninguna sem stendur fram í febrúar AFP Milljarða virði Maður tekur mynd af teikningunni af Vítrúvíu-manninum á sýningu, sem opnuð var í síðustu viku í Louvre í París á verkum Leonardos da Vinci. Teikningin er tryggð fyrir jafnvirði 140 milljarða íslenskra króna. Leonardo da Vinci var óskilgetinn sonur vel stæðs lögbókara og sveita- stúlku en hann hafði lítið af móður sinni af segja. Leonardo fékk vegna þjóðfélagsstöðu sinnar ekki að stunda formlega skólagöngu en faðir hans kom honum í læri til Andrea del Verrocchio, sem stýrði einum helsta listaskóla Flórensborgar. Leonardo starfaði síðar fyrir valda- mikla menn og fjölskyldur í Flórens og Mílanó. Margir fræðimenn hafa lýst þeirri skoðun að Leonardo hafi verið sam- kynhneigður og bent á langt sam- band hans við lærisvein sinn, Salai, sem hann teiknaði erótíska mynd af. Aðrir fræðimenn hafa dregið þessar kenningar í efa og segja að nánast ekkert sé vitað um einkalíf hans. Leonardo skipulagði veislur og hátíðir við ýmsar hirðar þar sem hann dvaldi og hannaði búninga, leikmyndir og brellur. Þegar hann dvaldi við hirð Frans I Frakklands- konungs bjó hann meðal annars til vélljón sem gat gengið og síðan opn- aðist brjóst ljónsins og afhjúpaði skjaldarmerki konungs. Leonardo aflaði sér þekkingar á líffærafræði með því að kryfja bæði dýr og fólk, þar á meðal að minnsta kosti eina konu sem var þunguð þeg- ar hún lést. Hann hafði mikinn áhuga á svipbrigðum og rannsakaði í þaula hvaða taugar yllu þeim – sem skilaði árangri þegar hann fangaði bros Monu Lisu. AFP Sjálfsmynd Sýningargestur virðir fyrir sér teikningu sem almennt er talið að sé sjálfsmynd Leonardos da Vincis frá upphafi sextándu aldar. Fékkst við margt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.