Morgunblaðið - 31.10.2019, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 31.10.2019, Qupperneq 35
35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2019 Sólin Það er oft fallegt um að litast í guðsgrænni náttúrunni og fengu þessir fallegu hestar í nágrenni Flúða að njóta haustsólarinnar í allri sinni dýrð, þar sem hún sló gylltum ljóma á jörðina. Kristinn Magnússon Þeir lokuðu fanga- klefanum, ég var einn í myrkrinu. Þetta var stund ótta og óvissu, óvissu sem átti eftir að færa mér tilganginn með lífinu. Í hvert sinn sem þeir börðu mig varð ég sterkari. Í gegnum sársaukann og myrkrið fann ég von. Í ofbeldi og óréttlæti lærði ég að gefast aldrei upp. Undir engum kringumstæðum. Ég var dæmdur til dauða. Glæpurinn var að hverfa frá íslamstrú og taka kristna trú, í mínu eigin landi, Egyptalandi. Með því að lifa pyntingarnar af varð ég að baráttumanni fyrir trú mína. Ég hef helgað líf mitt því að færa öðrum ljós í myrkri trúarofsókna um heim allan. Ég var tvítugur að aldri þegar ég var handtekinn, læst- ur inni í fangaklefa og barinn. Hengdur upp á fótum, ítrekað kaf- færður í heitu og köldu vatni, brenndur með sígarettum og kross- festur – það varði meira en tvo sólar- hringa. Að vera rödd þeirra sem hafa enga rödd Víða um heim er of- beldisfull lífsreynsla sem þessi og ofsóknir daglegt brauð. Þess vegna hef ég helgað líf mitt því að vera rödd þeirra sem hafa enga rödd og stofn- aði samtökin One Free World Int- ernational. Starf okkar felst í að berjast fyrir þá sem eru ofsóttir vegna trúar sinnar. Ég er nú kanadískur ríkisborgari. Í meira en 15 ár hef ég séð að land eins og Kanada blómstrar, land sem virðir grundvallarmannréttindi og er stolt af því að bjóða fólk af öllum trúarbrögðum velkomið. Samtökin okkar eru með höfuðstöðvar í Kan- ada. Starfsstöðvar eru alls 28 í fjöl- mörgum löndum. Við berjumst fyrir frelsi allra, án tillits til litarháttar, trúar eða kynhneigðar. Stúlkum bjargað úr kynlífsánauð Samtökin hafa skipulagt fjöl- margar ferðir til hinna ýmsu landa til þess að frelsa fólk úr ánauð. Eftir að stríðið gegn hryðjuverkasamtök- unum ISIS hófst 2014 hafa samtökin lagt allt í sölurnar til að bjarga Ya- zidi-stúlkum úr kynlífsánauð ISIS í Írak og Sýrlandi. Meira en 600 stúlkum og konum hefur verið bjargað og þær sameinaðar fjöl- skyldum sinum í Norður-Írak eða fengið hæli sem flóttamenn í öðrum löndum. Samtökin hafa sent lyf og matvæli til flóttamannabúða og starfað í löndum eins og Afganistan, Armeníu, Úkraínu, Bangladess, Kúbu, Ísrael og Palestínu svo fáein lönd séu nefnd. Ég er stundum spurður að því hver ég sé í raun. Ég hef svarað því þannig að ég sé Ya- zidi þegar ég er að hjálpa Yazidi- fólkinu. Ég sé gyðingur þegar ég standi andspænis gyðingaofsóknum. Ég sé sunni-múslimi sem eru ofsótt- ir í Búrma og Kína. Ég sé Bahái sem eru ofsóttir í Íran og ég sé kona í Íran sem berst fyrir jafnrétti. Án trúfrelsis mun einræðið aldrei líða undir lok Lykilinn að því að fjölmenning- arsamfélag blómstri þar sem virðing er borin fyrir mannréttindum er að byggja brýr milli samfélaga. Þess vegna er mikilvægt að berjast gegn ofsóknum gegn minnihlutahópum og vera rödd þeirra gagnvart stjórn- völdum víða um heim. Án trúfrelsis mun einræðið aldrei líða undir lok. Ég hef átt fundi með mörgum þjóð- arleiðtogum og komið fyrir þing- nefndir ýmissa ríkja til að vekja at- hygli á þeim fjölmörgu sem eru ofsóttir vegna trúar sinnar. Skömmu fyrir komu mína til Íslands átti ég fund með forseta Íraks vegna stöðu mála á landamærum Tyrk- lands og Sýrlands. Ísland er lítið land en það er stórt land þegar kem- ur að því að berjast fyrir mannrétt- indum og mannlegri reisn. Ísland getur verið birtan sem ryður burt myrkrinu í fangaklefa trúarofsókna. Að misstíga sig segir ekki hver við erum heldur það að neita að gef- ast upp. Ef við berjumst ekki fyrir hvert annað glötum við mennskunni. Við megum aldrei gleyma sögunni sem hefur sýnt okkur að heimurinn getur verið myrkur og ósanngjarn. Ekki vegna hins illa, heldur vegna þess að álengdar situr fólk þögult hjá. Eftir Majed El Shafie » Ísland getur verið birtan sem ryður burt myrkri trúarofsókna. Majed El Shafie Höfundur er stofnandi hjálpar- samtakanna One Free World Inter- national, ofwi.org. Hann er hér á landi á vegum Birgis Þórarinssonar alþing- ismanns og fundar með íslenskum stjórnvöldum um baráttuna gegn trúarofsóknum víða um heim. info@ofwi.org Fangelsaður og pyntaður – að gefast aldrei upp Aldrei fyrr hafa mál- efni norðurslóða verið jafn fyrirferðarmikil í umræðunni á alheims- vísu og núna. Stærstu þjóðir heims vilja seil- ast til áhrifa á svæðinu og virðast sjá tækifæri í þeim afleiðingum sem hlýnun jarðar hefur en auðvitað hefur hún á sama tíma í för með sér miklar ófyrirséðar breytingar fyrir þá sem á norðurslóðum búa. Á dögunum var haldið Hringborð norðurslóða í Reykjavík og í tengslum við það var á Akureyri stofnaður sérstakur vettvangur bæj- ar- og borgarstjóra á norðurslóðum, Arctic Mayors. Á hringborði norður- slóða komu íbúar, sérfræðingar og ráðamenn alls staðar að úr heiminum saman til þess að ræða málefni dreifðra byggða í heimshlutanum. Áhuginn á málinu fer stigvaxandi enda verður okkur sífellt ljósara hví- líkar breytingar eru að eiga sér stað og hversu mikilvægt það er að mæta þeim breytingum með samstilltu átaki allra sem hags- muna eiga að gæta – sem er í raun veröldin öll. Ég fagna þessum áhuga enda eru byggðamál gríðarlega mikilvæg og verða það á komandi árum. Með stofnun Arctic Mayors, vettvangs bæj- ar- og borgarstjóra á norðurslóðum, taka 13 sveitarfélög í ólíkum löndum höndum saman til að vinna að sameig- inlegum hagsmunamálum sem teygja anga sína inn á flest svið mannlegrar tilveru í breyttum heimi. Akureyri fer með formennsku í þessu samstarfi næstu tvö árin. Eitt helsta markmiðið okkar er að Arctic Mayors fái áheyrnaraðild að norð- urskautsráðinu. Við teljum að sveit- arfélögin geti lagt umtalsvert af mörkum í umræðunni um norð- urslóðir. Leiðarljós okkar er: „Ekk- ert um okkur án okkar. Saman erum við sterkari.“ Það kom berlega í ljós bæði á hringborði norðurslóða og á fundum Arctic Mayors hversu margt lítil sveitarfélög á norðurslóðum eiga sameiginlegt. Við erum öll að fást við sömu áskoranir en af ólíkri stærð- argráðu. Mikilvægt er að sveitar- félögin sjálf séu virkir þátttakendur í umræðunni um norðurslóðamál enda er það hlutverk sveitarfélaga að fylgja eftir stefnumótun ríkisvalds- ins. Fólkið sem býr í smærri sveitar- félögum vítt og breitt á norðurhveli jarðar býr yfir yfirgripsmikilli þekk- ingu á nærumhverfinu sem er dýr- mætt fyrir ríkisvaldið að hafa aðgang að. Sveitarfélögin leika enn fremur lykilhlutverk í því að vinna að stað- bundnum áætlunum varðandi lofts- lags- og umhverfismál. Um fjórar milljónir manna búa nú í löndum eða á landsvæðum sem liggja að norðurheimskautinu og þetta fólk treystir á náttúruauðlindir til að afla sér lífsviðurværis. Jaðar- byggðir Íslands tilheyra sannarlega þessum hópi. Samfélög á norð- urslóðum búa fæst við þróaða innviði, samgöngur eru torveldar eða engar, ljósleiðarasamband skortir víðast hvar, traustu rafmagni og traustri heilbrigðisþjónustu er sjaldnast til að dreifa. Mörg samfélaganna standa höllum fæti. Atvinnutækifæri eru fá og atgervisflótti mikill. Menntað fólk sér oft og tíðum ekki framtíðina fyrir sér á afskekktum stöðum þar sem innviðir standast ekki ýtrustu kröfur nútímans. Ég er eindregið þeirrar skoðunar að það sé skylda okkar að snúa vörn í sókn. Tækifærin búa á norður- slóðum. Við getum bætt innviðina og til að mynda boðið upp á bestu menntun í heimi með fjarnámi. Þetta hefur sannast í því umfangsmikla starfi sem unnið er við Háskólann á Akureyri þar sem fjarnámið er á heimsmælikvarða, mjög tæknivætt og faglegt. Vettvangur bæjar- og borgar- stjóra á norðurslóðum, Arctic Mayors, mun leggja á það höfuð- áherslu að þróa innviðina og afla nauðsynlegs fjármagns í þá upp- byggingu sem verður að fara fram. Þess vegna segjum við: „Ekkert um okkur án okkar. Saman erum við sterkari.“ Sókn stærstu þjóða heims til áhrifa á norðurslóðum verður að miða að því að byggja upp innviði þeirra samfélaga sem þar eru og stuðla að bættum lífsskilyrðum. Við samþykkjum ekki að þessi sókn stór- þjóðanna snúist um hernaðarbrölt eða ofnýtingu viðkvæmra auðlinda. Hér þarf að fara að öllu með gát. Akureyri hefur um alllangt skeið verið miðstöð norðurslóðastarfs á Ís- landi. Sveitarfélagið hefur verið virk- ur meðlimur í Northern Forum frá 2003 og er fulltrúi Íslands á þeim vettvangi. Akureyri er einnig mið- stöð rannsókna á norðurheimskaut- inu þar sem Háskólinn á Akureyri gegnir veigamiklu hlutverki. Það er yfirlýst markmið bæjarstjórnar Akureyrar að styrkja stöðu Akureyr- ar enn frekar á þessum vettvangi enda er um gríðarlega mikilvægan málaflokk að ræða. Skilyrði fyrir allt lífríki manna og dýra á norðurslóðum hafa breyst ört á síðustu árum og breytast með vax- andi hraða ef fram fer sem horfir. Við þurfum því að vera gildandi í allri umræðu og ákvörðunum um framtíð byggðar á norðurslóðum. Ekkert um okkur án okkar. Eftir Ásthildi Sturludóttur » Við þurfum að vera gildandi í allri um- ræðu og ákvörðunum um framtíð byggðar á norðurslóðum. Ásthildur Sturludóttir Höfundur er bæjarstjóri á Akureyri og formaður Arctic Mayors. Ekkert um okkur án okkar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.