Morgunblaðið - 31.10.2019, Page 36
36 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2019
EIRVÍK FLYTUR HEIMILISTÆKI INN
EFTIR ÞÍNUMSÉRÓSKUM
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is
Það er ekki hægt að
gera öllum til geðs á
sama tíma. Að sama
skapi er ekki neitt eitt
mataræði sem hentar
öllum einstaklingum
alltaf. Rannsóknum á
sviði heilsu og nær-
ingar fer ört fjölgandi
og er það vel. Slíkt
leiðir jú af sér nýja og
betri þekkingu sem
getur komið að gagni í heilbrigð-
isþjónustu og víðar. Hvernig við
förum með þessar upplýsingar og
hvernig þær eru túlkaðar í fjöl-
miðlum og samfélagsmiðlum skipt-
ir máli. Að hlutirnir séu ekki teknir
úr samhengi og einfaldaðir um of.
Almenningur verður stöðugt
áhugasamari um hvernig hann get-
ur eflt sína heilsu og jafnvel árang-
ur í líkamsrækt eða íþróttum. Þetta
er líka áskorun því það getur verið
vandasamt að greina rétt frá röngu
í þessu heilsu-upplýsingaflóði sem
býður upp á hvers kyns mataræðis-
lausnir og kúra. Hvernig veistu
hvort eitthvað hentar þér í raun?
Gott dæmi um nýjungar (erlend-
is) eru genapróf sem fólk getur
keypt til að safna lífssýni heima og
senda með pósti til greiningar.
Þessum einstaklingsmiðuðu próf-
um er ætlað að svara spurningunni
um hvers konar mataræði hentar
þér. Slík próf eru síst fullþróuð og
gallalaus, og hefur reynslan sýnt að
próf frá ólíkum framleiðendum
geta gefið mismunandi nið-
urstöður. Jafnvel þótt þú gætir
fengið hina einu sönnu lausn senda
með póstinum í umslagi má spyrja
sig hversu praktískt þetta er í
raun. Eitt er að tileinka sér matar-
æði sem skilar betri niðurstöðum
úr blóðprufum og öðrum heilsu-
tengdum útkomum. Annað er hvort
þetta henti okkur og okkur líki til-
tekinn matur, sem og hvort fé-
lagslegir þættir og fjölskyldu-
aðstæður, aðgengi og kostnaður
geri okkur kleift að halda út á til-
teknu fæði. Með öðrum orðum
þurfum við að taka hegðun ein-
staklingsins með í reikninginn og
vinna út frá þörfum hans og að-
stæðum.
Hér getum við líka
velt því upp hvort vin-
sælar mataræð-
islausnir og kúrar geti
hentað öllum almenn-
ingi. Ef marka má orð
þeirra sem standa á
bak við þessar lausnir
og selja bækur eða
vörur til að vísa þér
leiðina er það svo. Ef
við svo veltum þeirri
staðreynd upp að dag-
leg rútína og þarfir
okkar eru æði mis-
jafnar vakna spurningar. Þá er líka
þekkt að ekki allir halda slíkt út til
lengri tíma og jafnvel skoða eða
kaupa næstu lausn. Ég þekki orðið
ansi marga sem hafa prófað alls
konar og ýmislegt með takmörk-
uðum árangri.
Jafnvel þegar ákveðin tegund
mataræðis á sér einhverja stoð í
vísindunum þurfum við að muna
eftir þessum sálfræðilegu og fé-
lagslegu þáttum sem hafa áhrif á
fæðuval okkar og hegðun. Ef ein-
staklingsmiðað fæði er markmiðið
þurfum við að vinna út frá bestu
þekkingu hvers tíma til að há-
marka heilsu og árangur en á sama
tíma koma til móts við einstakling-
inn og hans lífsstíl. Til þess þarf
ákveðna sérþekkingu. Ein áskor-
unin er jú hversu oft niðurstöður
eru rangtúlkaðar og einfaldaðar af
markaðsöflum og áhrifavöldum.
Önnur að fólki hættir til að gleyma
hinum ýmsu áhrifaþáttum fæðu-
vals.
Eitthvað fyrir mig?
Eftir Birnu
Varðardóttur
»Ef einstaklingsmiðað
fæði er markmiðið
þurfum við að vinna út
frá bestu þekkingu
hvers tíma til að há-
marka heilsu og árang-
ur en á sama tíma koma
til móts við einstakling-
inn og hans lífsstíl.
Birna Varðardóttir
Höfundur er með BSc-gráðu í nær-
ingarfræði og MSc-gráðu í þjálf-
fræðivísindum/íþróttanæringarfræði.
Niðurstöður fjölda
rannsókna leiða í ljós að
margvíslegur sálfélags-
legur stuðningur hefur
jákvæð áhrif á lífsgæði
kvenna sem greinst hafa
með krabbamein. Bæði
hóp- og einstaklings-
stuðningur af ýmsu tagi,
en einnig slökunar-
æfingar, núvitundaræf-
ingar og streitustjórn-
un. Mikill meirihluti kvenna í þessum
rannsóknum var með krabbamein í
brjóstum og niðurstöðurnar því tak-
markaðar við þann hóp. Konum sem
hafa aðgang að sálfélagslegum stuðn-
ingi líður almennt betur, upplifa síður
þunglyndi, kvíða og reiði og eru síður
ráðvilltar. Stuðningur hefur líka þau
áhrif að draga úr sársaukaupplifun
og á það við um allar tegundir
krabbameina. Félagslegt stuðnings-
net, metið út frá fjölda ættingja og
vina og tíðni samskipta við þessa að-
ila, tengist einnig betri líðan hjá kon-
um með krabbamein.
Sambærilegar rannsóknir á hópum
karla sem greinst hafa með krabba-
mein eru ekki það vel á veg komnar
að hægt sé að álykta að fyrrnefnd
áhrif eigi líka við um þá. Hinsvegar
hafa íslenskar og sænsk-
ar rannsóknir leitt í ljós
að einn af hverjum fimm
körlum með krabbamein
hefur engan sem hann
deilir erfiðum tilfinn-
ingum með. Þessum
körlum líður verr en
öðrum körlum með
krabbamein. Þeir eru
þreyttari og uppgefnari
og síður líklegir til að
vera sáttir við sitt hlut-
skipti. Rannsóknir sýna
þó að hægt er að rjúfa tilfinningalega
einangrun karla með langt gengin
krabbamein án þess að ganga yfir
persónumörk þeirra.
Eftir Ásgeir R
Helgason
»Konum með krabba-
mein, sem hafa að-
gang að sálfélagslegum
stuðningi, líður almennt
betur en þeim sem hafa
það ekki. Minna er vitað
um karla.
Ásgeir R Helgason
Höfundur er dósent í sálfræði við HR.
Stafsmaður hjá Krabbameinsfélagi
Íslands.
asgeir@krabb.is
Sálfélagslegur stuðning-
ur í endurhæfingu og
meðferð krabbameina
Ég á 20 ára ör-
yrkjaafmæli í ár. Ekki
það að ég haldi sér-
staklega upp á afmælið
enda var það upphafið
að útskúfun minni úr ís-
lensku vinnusamfélagi,
sem er ansi stórt mengi,
bæði félagslega og fjár-
hagslega. Ég var þó
lengi vel á vinnumark-
aði eða til ársins 2013
þegar veikindi mín versnuðu og ég
þurfti að hætta.
Í kjölfarið fannst mér ég vera
gengisfelld sem manneskja í sam-
félaginu, aftur félagslega og fjárhags-
lega. Ég gat ekki unnið og ég skamm-
aðist mín fyrir það. Í heimi
normaliseringar ýttu geðhvörf og
flogaveiki mér fram af brúninni. Ég
tilheyrði skyndilega jaðarhópi, hópi
hinna ósýnilegu og ég átti ekki aft-
urkvæmt i normalinn.
Birtingarmyndir í fjölmiðlum
En hvernig lærir almenningur um
kaup og kjör öryrkja? Í fyrsta lagi í
gegnum eigin reynslu, í gegnum að-
standendur og loks úr fjölbreyttri
flóru fjölmiðla en þaðan fær fólk flest-
ar hugmyndirnar og ímynd öryrkja út
á við hverfist um.
Fjórar sögur eru þar algengastar. Í
fyrsta lagi það sagan um hvernig fatl-
að og langveikt fólk sigrast á „harm-
leiknum“ og reynist geta gert það
sem ófatlað fólk getur auðveldlega
gert. Þetta er algeng saga í viðtölum.
Önnur sagan er um vísinda- og
læknisfræðilegar uppgötvanir sem
gagnast fötluðu fólki en þá er sá fatl-
aði oft í gestahlutverki í umfjöll-
uninni. Það er algengara að ítarlega
sé rætt við viðkomandi vísindamann
eða hagsmunasamtök.
Þriðja sagan snýst um peninga eða
skort á fjármagni og mikilvægi þess
að lagt sé fram aukið fé til að bæta úr
brýnni þörf á tilteknu sviði. Þetta er
saga sem öryrkjar hérlendis þekkja
mjög vel og er stór birtingarmynd ör-
yrkja á Íslandi. En eins og við vitum
þá hefur sú saga ekki skilað neinu í
peningaveski öryrkja hér á landi.
En þar spilar líka inn
í fjórða og síðusta birt-
ingamyndin en hún
snýst um réttindamál
og það ranglæti sem
fólk með fötlun er beitt,
sérstaklega af hinu op-
inbera með lágum bót-
um og skertri þjónustu.
Þetta er líka sögn sem
við þekkjum vel hér á
landi.
Ég held að flestir ör-
yrkjar kannist í raun við
ofangreindar birting-
armyndir en inn í þær fléttast staðal-
ímyndir sem eru einnig mjög algeng-
ar í fjölmiðlum. Það eru hinn
hættulegi, sem oftar en ekki er geð-
sjúkur, snillingurinn eða hetjan og
fórnarlambið eða byrðin. Þessar
myndir eiga sér djúpar, sögulegar
rætur sem ganga aftur í umfjöllun nú-
tímafjölmiðla.
Eigin fordómar og annarra
Ég hafði sjálf fordóma gagnvart
þeim hópi sem ég tilheyri hvað sterk-
ast núna. Ég hef um árabil skrifað að-
sendar greinar í Morgunblaðið um ör-
lög öryrkja og það sem mér þykir
sæmanleg mannréttindi í íslensku
samfélagi. Það er samt ekki fyrr en
nýlega að ég fór að skrifa undir það að
ég væri öryrki, ásamt þeim starfs-
heitum sem ég hef menntað mig til og
starfað við lengst af ævi minnar, eins
og kennari, blaðamaður og diploma í
fötlunarfræði.
Ég er sem sagt að hægt og bítandi
að viðurkenna að ég tilheyri hópi sem
nefnist öryrkjar, ef til vegna þess að
það fylgja því enn svo miklir for-
dómar, sem höfðu áhrif á hug minn og
gjörðir. Ég upplifði skömm þar sem
ég gat ekki unnið vegna heilsuleysis
og neyddist til að þiggja bætur frá
ríkinu. Smánarlegar bætur takmarka
svo aftur getu mína til þess að vera
virkur samfélagsþegn. Og svo halda
sumir að ég hafi leikið mér að því að
verða öryrki – af því að það sé svo
mikið lúxuslíf.
En hvað mína eigin sjálfsmynd
varðar þá er hún brotakennd og teng-
ist vinnusjálfinu meira en nokkuð
annað. Ég vil vera með en finn mér
hvergi rými og mér er hvergi boðið.
Ég vil vera meira en „bara öryrki“ og
afgangsstærð enda ætlaði ég ekki að
verða öryrki þegar ég yrði stór og
lengi vel var ég ekkert að auglýsa það
sérstaklega.
Af þjóðfélagsumræðunni upplifði
ég oft að ég væri óæskileg og það
sama á við þegar hún snýst um bóta-
svik. Ég vil vitaskuld ekki að fólk upp-
lifi mig sem hugsanlegan bótasvikara
eða að ég sé bara „kostnaður“ og
byrði á skattborgurum. Ég er ekki
hlutur, ég er manneskja.
Mannauður öryrkja
Við eigum að lyfta upp umræðu um
þann mannauð sem öryrkjar sem
hópur býr yfir. Hvað getum við gert
og hverju getum við breytt til að öðl-
ast betri kjör? Við því er ekkert ein-
hlítt svar en við eigum ekki að þurfa
að réttlæta tilveru okkar og heilsufar.
Við getum borið höfuðið hátt. Við er-
um ekki svikarar eða lygarar, okkur
skortir einfaldlega heilsu til að geta
verið á vinnumarkaði, enda er hann
oft og tíðum mjög ósveigjanlegur og
harður. Vinnumarkaðurinn vill okkur
ekki. Horfumst bara í augu við það.
Ríkisvaldið sýnir að mínu mati ekki
næga sanngirni þegar kemur að kjör-
um öryrkja. Ég vil betri kjör vegna
þess að það er sanngjarnt. Núverandi
örorkubætur eru langt frá almennum
framfærsluviðmiðum, jafnvel þeirra
sem ríkið setur. Ég ætlaði svo sann-
arlega ekki að verða öryrki en þar
sem það eru örlög mín þá vil ég efla
skilning bæði skilning ríkisvaldsins
og almennings á málefnum öryrkja.
Ég vil frekar finna fyrir stolti en
skammar. Þannig er það bara.
20 ára öryrkjaafmæli – staðal-
ímyndir, sjálfið og skömmin
Eftir Unni H.
Jóhannsdóttur »Ég gat ekki unnið og
ég skammaðist mín
fyrir það. Í heimi norm-
aliseringar ýttu geð-
hvörf og flogaveiki mér
fram af brúninni og ég
átti ekki afturkvæmt.
Unnur H. Jóhannsdóttir
Höfundur er kennari, blaðamaður
og öryrki.
uhj@simnet.is