Morgunblaðið - 31.10.2019, Side 44
44 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2019
Fagmennska og þjónusta
SKÚTUVOGI 1C | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 550 8500 | WWW.VV.IS
ASSA ABLOY á heima hjá okkur
- Lyklasmíði og vörur
Nýverið var haldin Líffræðiráð-
stefnan 2019. Þar fjallaði ein mál-
stofan um áhrif aðgerðaráætlunar
stjórnvalda í loftslagsmálum á þurr-
lendisvistkerfi, m.a. um áhrif skóg-
ræktar án þess þó að nokkrum úr
skógræktargeiranum væri boðið til
leiks. Í kjölfarið birtust viðtöl í Morg-
unblaðinu 20. október við tvo fyrirles-
ara á málstofunni, Ólaf K. Nielsen
fuglafræðing og Þóru Ellen Þórhalls-
dóttur grasafræðing, og fjallað var
um það sem þau höfðu út á skógrækt
að setja.
Gagnrýni er af hinu
góða. Sé hún á rökum
reist gefur hún okkur til-
efni til að staldra við og
íhuga hvort eitthvað
megi betur fara. Það höf-
um við í skógræktargeir-
anum líka gert og mun-
um gera áfram. Sé hún
hins vegar byggð á
hæpnum eða jafnvel
fölskum forsendum
flokkast hún sem rógur
en ekki rýni til gagns.
Skógrækt og varplönd fugla
Í viðtalinu greinir Ólafur K. Niel-
sen frá útreikningum sínum á því að
stofnar sumra fugla kunni að minnka
verulega vegna skógræktar. Þar gef-
ur hann sér að skógar geti mögulega
vaxið á 12% af landinu öllu, að skóg-
rækt og útbreiðsla birkis fari ein-
göngu fram á landi neðan 400 m hæð-
ar yfir sjávarmáli og einungis á
tilteknum landgerðum. Þannig er
mögulegt skógræktarland að hans
mati komið niður í tæp 25% af land-
inu. Þar af eru þessi 12% sem talað er
um til skógræktar tæpur helmingur.
Þá gefur hann sér að bein og einföld
tengsl séu á milli flatarmáls varp-
landa og stærðar fuglastofna.
Þau 12% sem Ólafur vísar til eru
samanlögð möguleg þekja nátt-
úrulegs birkis og ræktaðra skóga
sem finna má í ritinu Skógar á Íslandi
– stefna á 21. öld. Er þar m.a. miðað
við að birki muni breiða úr sér þar
sem landnotkun leyfir og fræupp-
sprettur eru fyrir hendi. Birki breið-
ist nú þegar út á allmörgum stöðum í
yfir 400 m hæð og það mun aukast
eftir því sem hlýnar. Einnig á hraun-
um á láglendi, sem Ólafur útilokar.
Því er ljóst að forsendur sem hann
gefur sér fyrir mögulegu flatarmáli
lands til útbreiðslu birkiskóga og
skógræktar eru óraunhæfar.
Margir aðrir þættir en flatarmál
mögulegra búsvæða hafa áhrif á
stofnstærðir fugla. Nefna má gæði
búsvæða eða breytingar á afráni.
Breytingar á vetrarbúsvæðum í Suð-
ur-Evrópu eða Afríku geta einnig
haft áhrif á þá fugla sem hér eru mest
til umræðu. Þó að við tölum einungis
um flatarmál búsvæða á Íslandi, þá
eru þau einnig breytingum háð af
öðrum ástæðum en skógrækt. Til
dæmis er verið að græða upp land og
skapa þar með mólendi úr auðnum á
umtalsvert stærra flatarmáli en verið
er að rækta skóg á. Einnig má benda
á aðrar fyrirhugaðar breytingar á
landnotkun, þ.á m. áform um stór-
fellda endurheimt votlendis, hug-
myndir um stórfellda ræktun olíu-
repju og hugmyndir um eflingu
sauðfjárræktar vegna útflutnings á
lambakjöti til Kína. Allt getur þetta
haft áhrif á fuglastofna.
Spár um stofnstærðarbreytingar
fugla eru flóknari en svo að hægt sé
að miða aðeins við einn þátt lífsferils-
ins og áhrif eins þáttar landnotkunar
á hann. Þó að lítið sé að marka þær
tölur sem Ólafur K. Nielsen slær
fram þá vil ég ekki heldur útiloka að
áhrif aukinnar útbreiðslu skóga á
fuglastofna geti verið einhver og þá
ýmist jákvæð eða neikvæð. Skógrækt
er ekki að fara að útrýma neinni
fuglategund á næstu áratugum og því
er óþarfi að örvænta. Það er þó full
ástæða til að stunda frekari rann-
sóknir á áhrifum skógræktar, sem og
annarrar landnotkunar, á fugla-
stofna. Á grundvelli þeirra verður
hægt að betrumbæta áherslur í land-
notkun m.t.t. fuglaverndar.
Hvað gerir tegund ágenga?
Þóra Ellen Þórhallsdóttir gerir
svokallaðar ágengar tegundir að um-
ræðuefni í sínu Moggaviðtali 20. októ-
ber. Þar heldur hún fram að sumar af
þeim trjátegundum sem notaðar eru í
skógrækt hérlendis séu flokkaðar
sem ágengar í öðrum löndum.
Hina opinberu íslensku skilgrein-
ingu á ágengri framandi lífveru er að
finna í náttúruverndarlögum og hún
er mjög almenn: Ágeng framandi líf-
vera: Framandi lífvera sem veldur
eða líklegt er að valdi rýrnun líf-
fræðilegrar fjölbreytni. Í hinni fræði-
legu umræðu er rætt
um eiginleika sem gera
lífverur líklegar til að
verða ágengar. Hraður
vöxtur, ör fjölgun, mikl-
ir hæfileikar til dreif-
ingar og geta til að þríf-
ast við mismunandi
aðstæður eru þar efst á
lista. Við það má svo
bæta sýnileika og við-
ráðanleika, þ.e. hversu
auðvelt er að fylgjast
með útbreiðslu og hvort
hægt sé að stöðva hana með góðu
móti.
Þær innfluttu trjátegundir sem not-
aðar eru í skógrækt á Íslandi hafa
ekki þá eiginleika sem gera tegundir
ágengar. Þær eru mörg ár að vaxa,
mörg ár líða þar til þær bera fræ,
dreifingargeta þeirra er takmörkuð
og þær þrífast ekki hvar sem er. Auk
þess eru þær vel sýnilegar og mann-
kynssagan öll hefur sýnt það og sann-
að að hægur vandi er að eyða trjá-
gróðri, sé hann þar sem fólk vill ekki
hafa hann. Það eina sem situr eftir er
erlendur uppruni trjátegundanna.
Vissulega þrífast ekki sömu teg-
undir lífvera innan skógar og utan
hans. Tilkoma skógar hefur því breyt-
ingar á tegundaauðgi í för með sér á
staðarvís, en ekki þó endilega rýrnun
líffræðilegrar fjölbreytni. Við allar
breytingar á vistkerfum hætta að-
stæður að henta sumum tegundum líf-
vera en fara þess í stað að henta öðr-
um. Oftast líður nokkur tími frá því að
gömlu tegundirnar hopa þar til þær
nýju nema land og því fækkar teg-
undum tímabundið. Þetta fyrirbæri er
vel þekkt og er nánast náttúrulögmál í
tengslum við vistkerfisbreytingar,
hvort heldur það er að breyta móa í
skóg, söndum í móa eða túnum í vot-
lendi. Á milli hvarfs gömlu tegund-
anna og landnáms þeirra nýju er tíma-
bil þar sem tegundum fækkar. Fyrir
tegundaauðgi er ekki allur munur á
skógrækt og endurheimt votlendis
hvað þetta fyrirbæri varðar. Ef skóg-
rækt hefur áhrif á fuglastofna og sam-
setningu gróðurs, þá gerir end-
urheimt votlendis það ekki síður og
útkoman er sú sama – sumum teg-
undum í hag, öðrum í óhag.
Auðvitað!
Auðvitað er enginn áhugi fyrir því
að skógrækt skaði fuglastofna eða
annað í lífríkinu. Auðvitað ekki! Auð-
vitað tökum við hjá Skógræktinni tillit
til umhverfis- og verndarþátta þegar
við skipuleggjum skógrækt. Auðvitað!
Um leið verðum við að rækta meiri
skóg til kolefnisbindingar og það með
blönduðum aðferðum, útbreiðslu nátt-
úruskóga og ræktun skóga stórra og
nytsamra trjátegunda. Finna þarf
leiðir til að láta þetta fara vel saman.
Það hefur verið gert og verður áfram
gert með rannsóknum og með því að
þróa áfram hvernig tillit sé tekið til
verndarþátta við ákvarðanatöku í
skógrækt. Í þeim efnum gera býsn og
upphrópanir gegn skógrækt ekkert
gagn.
Við megum ekki gleyma stóru
myndinni. Það er alveg ljóst að núver-
andi styrkur CO2 í andrúmsloftinu
stuðlar að auknum loftslagsbreyt-
ingum, óháð því hversu vel okkur
tekst að draga úr losun. Slíkar lofts-
lagsbreytingar munu óhjákvæmilega
hafa áhrif á allt lífríkið, þar með talið
fugla. Skógrækt er öflugasta aðferðin
sem við höfum til að binda kolefni úr
andrúmsloftinu og þar með hægja á
loftslagsbreytingum. Auðvitað ber
okkur skylda til að nýta þá aðferð á
skynsamlegan hátt. Framtíðin er í
húfi.
Framtíðin er í húfi
Eftir Þröst Eysteinsson
» Skógrækt er öfl-
ugasta aðferðin sem
við höfum til að binda
kolefni úr andrúmsloft-
inu og þar með hægja á
loftslagsbreytingum.
Þröstur Eysteinsson
Höfundur er skógræktarstjóri og
doktor í skógvísindum.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn
í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu
notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar-
hringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.