Morgunblaðið - 31.10.2019, Blaðsíða 46
Í dag er borinn til
hinstu hvílu kær vin-
ur og lærifaðir, Egill
Guðmundsson arki-
tekt, fjölskyldufaðir og hugsjóna-
maður fyrir betri og vistvænni
byggð á Íslandi. Maður sem ég á
svo ótalmargt að þakka.
Það var mikið lán fyrir mig,
sem ungan arkitektanema, að
komast í vinnu hjá Arkís árið 1998.
Þar reyndist Egill mér sannur
lærifaðir, jákvæður, hógvær og
lausnamiðaður. Samstarfsárin
urðu sjö og frá Agli fór ég með
„nesti“ sem segja má að ég hugsi
um dag hvern. Þar eru að sjálf-
sögðu tæknileg atriði tengd fram-
kvæmd og hönnun, en einnig holl-
ráð sem hann veitti mér um lífið
og tilveruna. Það vill svo til að
daginn fyrir andlát Egils vitnaði
ég á fundi á vinnustað mínum í lýs-
ingu Egils á einkennum góðs
stjórnanda. Þeim lýsti hann fyrir
mér í bílferð árið 2001 eftir að ég
hafði minnst á hve sérstaklega
gott mér fyndist að vinna í verkum
sem hann stýrði. Egill sagði þá að
hann reyndi sem stjórnandi að
hafa til hliðsjónar samlíkingu sem
ónefndur maður hefði bent honum
á. Sú væri að slæm stjórnun væri
líkt og píramídi þar sem stjórn-
andinn trónir efst á toppnum,
áberandi öllum og eignar sér það
sem hans fólk gerir vel en starfs-
mennirnir sjálfir standa í skugg-
anum.
Á hinn bóginn væri góð stjórn-
un eins og píramídi á hvolfi. Þar
Egill Már
Guðmundsson
✝ Egill Már Guð-mundsson
fæddist 27. janúar
1952. Hann lést 10.
október 2019.
Útför hans fór
fram 25. október
2019.
væri stjórnandinn
neðst, sá sem bæri
uppi skipulagsheild-
ina án þess að mikið
bæri á, hann væri til
staðar og sýnilegur
en það væri fólkið
hans sem fengi að
njóta góðra verka og
valdefldist þar með.
Þessum orðum hef
ég aldrei gleymt og
þrátt fyrir að hafa
síðar tekið háskólanám í stjórnun-
arfræðum er þessi samlíking mér
trúlega minnisstæðust.
Egill hafði einstaka nærveru og
var þeim kostum búinn að vera í
senn flinkur fagmaður, hugsjóna-
maður, mikill mannþekkjari og
mannasættir og fæddur kennari.
Hann var líka einstaklega ósér-
hlífinn og alltaf til staðar fyrir
fólkið sitt hvort sem voru sam-
starfsmenn eða Vigdís og strák-
arnir þeirra.
Blessuð sé minning góðs
manns. Hans arfur lifir í fólkinu
sem hann átti samleið með og
þeim byggingum og samfélögum
sem hann tók þátt í að móta.
Mínar innilegustu samúðar-
kveðjur til Vigdísar og fjölskyldu.
Hvíl í friði, kæri vinur.
Guðrún Ingvarsdóttir.
Við Egill kynntumst eins og svo
margir á árum áður við húsbygg-
ingar. Okkur var úthlutað lóðum
hlið við hlið í Baughúsum. Það
kom fljótt í ljós mikill samhljómur
milli okkar, svipuð sýn á lífið og til-
veruna. Samgangurinn jókst með
árunum og okkur þótti tilhlýðilegt
að gera stíg á milli húsanna til að
stytta leiðina. Og hundarnir
þeirra Vigdísar og Egils voru
sama sinnis og pössuðu húsið okk-
ar fyrir ókunnugum, alveg eins og
þeirra eigið. Næstu tuttugu árin
áttum við ófáar stundirnar saman,
hvort sem var hér í Baughúsum, á
tónleikum eða á ferðalögum um
landið. Egill var meiri jeppakarl
en ég, svo við eigum honum að
þakka að hafa heimsótt og upp-
lifað staði sem við hefðum annars
ekki gert hvort sem var að sumri
eða vetri. Egill var ljúfur í við-
kynningu og vinur vina sinna, þótt
ég efist ekki um að hann gat verið
fastur fyrir. Enda tók hann þátt í
atvinnurekstri sem gat kallað á
erfiðar ákvarðanir. Menn eins og
Egill kalla fram góða hluti í mönn-
um eins og mér og verð ég honum
ævinlega þakklátur fyrir það. Við
Rannveig sendum bestu kveðjur
til Vigdísar og fjölskyldu á þessum
erfiðu tímum.
Björn og Rannveig.
Eins óraunverulegt og það er
þá er það samt staðreynd að sam-
starf okkar í lifandi lífi hefur tekið
enda. Í yfir tuttugu ár höfum við
starfað saman, eða allt frá því að
ég flutti aftur heim eftir nám. Því
taka nú við sérstakir tímar. Öll
þessi ár hef ég dáðst að dugnaði
þínum og ástríðu þinni á því fagi
sem þú valdir þér og allt frá fyrsta
degi hef ég horft, lært og reynt að
tileinka mér margar af þeim
dyggðum sem þú sem persóna og
fagmaður bjóst yfir. Þú varst ein
af mínum fyrirmyndum og ert
enn, því að ljúfari og traustari
mann er vart hægt að hugsa sér að
eiga sem vin eða samstarfsfélaga.
Þú varst minn trúnaðarvinur og
sannur leiðtogi okkar sem unnum
með þér.
Þú varst alltaf tilbúin að hlusta
og gefa þér tíma til þess að ræða
málin eða aðstoða, jafnvel þó svo
að þín dagskrá væri yfirleitt meira
en full. Þú áttir auðvelt með að
finna lausnir á erfiðum málum og
náðir yfirleitt að leysa þau þannig
að öllum liði vel með þau. Þetta
var einn af þínum mörgu, góðu
eiginleikum.
Það eru einnig litlu hlutirnir
sem ég á eftir að sakna. Úrklippa
úr einu dagblaðanna með frétt um
fyrirhugað útboð sem oftar en
ekki lá á borðinu mínu þegar ég
mætti á morgnana, ásamt smá
skilaboðum um það hvort við ætt-
um ekki að bjóða í þetta verk.
Skissubækurnar þínar þar sem þú
skrifaðir allt skilmerkilega niður í
og skriftin þín, sem ég var farinn
að vera ansi lunkinn við að lesa úr,
svo eitthvað sé nefnt. Þó er það
þín þægilega nærvera sem ég á
eftir að sakna hvað mest.
Það er með sorg í hjarta að ég
kveð þig, Egill minn, en á sama
tíma þakka ég óendanlega mikið
fyrir það sem þú hefur í gegnum
árin kennt mér og þær ómetan-
legu stundir sem ég hef átt með
þér.
Minning um yndislegan mann
stendur eftir og sú minning er mér
dýrmæt.
Elsku Egill, þín verður sárt
saknað.
Þorvarður Lárus
Björgvinsson.
Þú komst til að kveðja í gær.
Þú kvaddir og allt varð svo hljótt.
…
(Freymóður Jóhannsson)
Nú ert þú farinn í ferðina löngu,
kæri vinur. Ég sit hérna og horfi á
tómt borð þitt og átta mig ekki á
hvernig komið er og kannski ekki
farinn að meðtaka það ennþá.
Tryggari og betri vin var ekki
hægt að hugsa sér né heldur betri
samstarfsfélaga og læriföður. Ég
hóf störf hjá þér að námi loknu og
leiðir okkar hafa aldrei skilið eftir
það fyrr en dauðinn tók þig svona
grimmilega frá okkur. Það er nýr
veruleiki fyrir mig að fóta mig í
starfi án þín, án klettsins sem ég
gat alltaf leitað til, fengið leiðbein-
ingar hjá og orð frá fagmanni sem
ég virkilega trúði og bar virðingu
fyrir. Nærvera þín, kurteisi og
umburðarlyndi fyrir öllu og öllum
var einstök og því er enn erfiðara
fyrir okkur sem eftir sitjum að
átta okkur á hvernig kletturinn
okkar gat sokkið í hyldýpið án
þess að við áttuðum okkur á.
Sterkustu stráin bogna ekki held-
ur brotna og það er það sem kom
upp í hugann kæri vinur.
Vinátta okkar hefur verið mikil
og samstarfið oft og tíðum mjög
náið og þræðir okkar hafa ótrú-
lega víða ofist saman á öllum þess-
um árum sem við höfum fylgst að.
Þú hefur ekki bara reynst mér
sem sannur vinur heldur á öll fjöl-
skyldan fallegar minningar um
Egil, þennan öðling sem alltaf var
umhugað um velferð annarra og
alltaf gaf sér tíma til að spyrja
hvernig gengi og skildir eftir já-
kvæða hvatningu. Áhugi þinn á
faginu var einstakur og þú varst
mikill frumkvöðull í vistvænni
nálgun í skipulags- og byggingar-
málum og engin tilviljun að þú
vannst að öllum fyrstu verkefnum
sem fóru í vottaðan farveg á Ís-
landi. Skipulag Urriðaholts er
frumkvöðlaverkefni á þessu sviði
og hefur hlotið alþjóðlegar viður-
kenningar og skipti það verkefni
þig miklu máli og var þér mikið
kappsmál að vel tækist til. Það er
sama hvar drepið er niður, alltaf
varst þú sá sem mesta orkuna
hafði, var ferskastur í hugsun og
sá sem var mest drífandi með
smitandi jákvæðni.
Fráfall þitt er mikill missir fyrir
alla sem áttu þig að sem samferða-
mann á einhvern hátt og við sem
eftir sitjum munum halda minn-
ingunni á lofti, halda áfram að
reyna að tileinka okkur þína góðu
siði og vera kyndilberar þess
starfs sem þú stóðst fyrir og
rækta þína framtíðarhugmyndir í
skipulagsmálum og byggingarlist.
Bókin okkar sem senn kemur út
er ekki síst þitt hugarfóstur og
mun hún verða vitnisburður um
fallega framtíðarsýn og metnað
sem skiptir okkur öll máli. Ég veit
að hún var þér hjartans mál.
Við gömlu hlaupafélagarnir
munum hlaupa saman á gamlárs-
dag og minnast þín sérstaklega.
Falleg minning um fallinn vin,
stóran persónuleika sem af sinni
hógværð færði umræðuna og
gjörðir dagsins á hærra plan.
Hafðu þakkir fyrir allt, kæri
vinur. Við Ingibjörg og börnin
okkar höfum misst sannan fjöl-
skylduvin og læriföður. Megi al-
góður Guð vernda Vigdísi og fjöl-
skyldu þína og hjálpa okkur öllum
að finna veginn fram á við.
Aðalsteinn Snorrason
arkitekt.
Stórt skarð er höggvið í hóp
okkar starfsmanna Arkís við frá-
fall Egils Guðmundssonar, skarð
sem erfitt er að fylla.
Egill var afskaplega ljúfur
maður og einstakur vinnufélagi.
Þótt hann væri sá elsti í hópn-
um var hann einn sá áhugasamasti
um fagið. Oftar en ekki mætti
hann til vinnu með fullmótaðar
hugmyndir sem hann hafði mótað
heima við. Ástríða hans fyrir arki-
tektúr og skipulagi var mikil.
Hann hafði sérstakan áhuga á
sjálfbærni, lét sér annt um fólk og
umhverfi og var duglegur að miðla
því nýjasta í þeim efnum til okkar.
Egill var góður leiðbeinandi,
alltaf boðinn og búinn að hjálpa
samstarfsfólki sínu og miðla af
reynslu sinni. Egill bar traust til
reynslulítilla starfsmanna og átti
þannig þátt í að efla sjálfstraust
þeirra og þekkingu. Fyrir honum
voru allir jafnir. Hann hafði ekki
aðeins lausnir á vandamálum
tengdum hönnun heldur var hann
góður sáttasemjari. Þegar upp
kom ágreiningur innan verkefna
hafði Egill einstakt lag á leysa
hann á þann hátt að öllum liði vel.
Eitt af því sem einkenndi Egil
var hve umhyggjusamur hann var
um hag og líðan vinnufélaga sinna.
Ef einhver átti við veikindi eða
erfiðleika að stríða gaf hann sér
tíma til að hringja í viðkomandi
eða senda póst. Hann var góður
hlustandi en það var líka gaman að
hlusta á hann segja sögur og gera
kannski létt grín að sjálfum sér í
leiðinni. Utan vinnu var hann allt-
af jákvæður og til í að taka þátt í
alls kyns skemmtunum með okkur
vinnufélögunum.
Við fyllumst þakklæti fyrir að
hafa kynnst Agli, þakklæti fyrir að
hafa verið okkur góð fyrirmynd í
starfi og fyrir að hafa kynnst
svona hjarthlýjum manni sem
hafði einstaklega góða nærveru.
Egils verður sárt saknað.
Við starfsfólk Arkís sendum
Vigdísi og fjölskyldu okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Margrét Björg
Guðnadóttir.
Kveðja frá Verkfræðinga-
félagi Íslands
Látinn er í Reykjavík Egill
Guðmundsson arkitekt.
Egill teiknaði, ásamt Þórarni
Þórarinssyni, Verkfræðingahúsið
á Engjateigi 9. Efnt var til opinnar
hugmyndasamkeppni um hönnun
hússins árið 1982.
Tillaga þeirra félaga hlaut
fyrstu verðlaun og Húsráð Ver-
fræðingafélags Íslands var ein-
huga um að byggja eftir tillögu
þeirra. Bygging Verkfræðinga-
húss reyndist stórt verkefni fyrir
félagið og oft á tíðum erfitt fjár-
hagslega. Í tímans rás hefur kom-
ið í ljós hversu farsæl þessi
ákvörðun var og í dag er húsið ein
meginstoðin í öflugu starfi Verk-
fræðingafélags Íslands.
Undirritaður kannaðist lítillega
við Egil frá fyrri tíð en samskiptin
jukust þegar ég tók við sem starfi
sem framkvæmdastjóri Verk-
fræðingafélagsins árið 2008.
Það var ætíð gott að leita til
Egils. Hann var úrræðagóður og
umhugað um að allar fram-
kvæmdir og breytingar á húsinu
væru vandaðar og til bóta. Egill og
samstarfsfólk hans sinnti verkefn-
um í Verkfræðingahúsi af kost-
gæfni og vandvirkni í góðu sam-
starfi eiganda hússins, aðra
hönnuði og iðnaðarmenn.
Að lokum þakka ég Agli sam-
starfið og sendi fjölskyldu hans og
samstarfsmönnum samúðarkveðj-
ur frá Verkfræðingafélagi Ís-
lands.
Árni B. Björnsson,
framkvæmdastjóri VFÍ.
Yndislegur vinur okkar, Egill,
hefur kvatt okkur. Hann hafði allt
sem prýddi góðan vin og fjöl-
skylduföður. Hann var trygglynd-
ur, kærleiksríkur og alltaf til í að
hjálpa hverjum þeim sem þurfti á
að halda.
Egill var myndarlegur maður á
velli. Hann var meðalmaður á
hæð, dökkur yfirlitum, með hrafn-
svart hár og brúneygur. Hann var
giftur Vigdísi Magnúsdóttur
hjúkrunarfræðingi og þau eignuð-
ust tvö börn: Tönju fædda 1970 og
Arnar Óskar fæddan 1978. Barna-
börnin eru Páll Skírnir og Guð-
mundur Logi.
Egill varð MA í arkitektúr frá
Arkitekthøgskolan í Ósló árið
1978 og starfaði við fag sitt til ævi-
loka. Hann var einn af eigendum
arkitektastofunnar ARKÍS og
kom að ýmsum verkefnum á ferli
sínum.
Má þar nefna stúdentagarða,
íbúðahverfi og aðrar opinberar
byggingar. Hæfileikar Egils sem
arkitekts nutu sín vel meðal fjöl-
skyldu og vina. Hann teiknaði hús
þeirra hjóna að Baughúsum 36 og
listrænt stigahandrið á heimili for-
eldra minna sem minnti á pípu-
orgel.
Egill var fágaður maður og
mikill listamaður. Hann hafði fal-
lega rithönd og hann skrifaði alltaf
á öll heillaóskakort. Rithönd hans
var hvort í senn fáguð og listræn.
Egill og Vigdís voru mjög sam-
rýnd hjón og lifðu mjög fallegu og
innihaldsríku lífi saman. Þau ferð-
uðust mikið með foreldrum mín-
um og fleirum bæði innan lands og
utan og fóru oft í leikhús.
Egill var mikill náttúruunnandi
og þau Vigdís fóru oft í sumarbú-
staðinn Lynghól sem var griða-
staður þeirra. Hundarnir sem þau
áttu voru ómissandi hluti af þess-
um ferðum og var mikil ánægja að
hafa þá með í för. Þar áttu þau
ánægjustundir með vinum og fjöl-
skyldu.
Ég vil þakka Agli fyrir yndisleg
kynni í gegnum árin. Ég er ríkari
eftir að hafa kynnst honum og
Vigdísi og fjölskyldu þeirra. Ég
votta Vigdísi, Tönju, Arnari Ósk-
ari, Biöncu, Páli Skírni og Guð-
mundi Loga samúð mína.
Kristjana Jónsdóttir.
Það er mánudagsmorgunn og
ég geng inn um bakdyrnar okkar í
vinnunni. Þarna situr þú yfirveg-
aður við gluggann, með bláa kaffi-
bollann þinn og klæddur í Birken-
stock-inniskóna þína. Fyrir utan
gluggann þinn stendur drauma-
bíllinn okkar beggja. Innilega bið-
ur þú góðan daginn og ég finn fyr-
ir væntumþykju þinni og þinni
góðu nærveru. Að koma í vinnuna
var eins og að koma heim í stofu,
svo heimilislegt og notalegt. Egill,
ég vildi að ég hafði sagt þér hvað
góðmennska þín og nærvera gerði
mikið fyrir vinnudaginn minn.
Við sátum hlið við hlið og sötr-
uðum morgunkaffið okkar og
spjölluðum um allt og ekki neitt.
Þögnin okkar var notaleg og
spjallið okkar dýrmæt. Þú spurðir
mig reglulega hvernig mér gengi í
skólanum og áhugi þinn á því sem
ég hafði að segja skein í gegn.
Ég fann hvernig metnaðurinn
helltist yfir mig og hvað ég varð
stolt. Ég fann að ég skipti máli og
þér var annt um mig og það sem
ég hafði að segja. Þú kunnir sam-
skipti upp á hundrað og það er eitt
af því sem ég ætla að halda fast í
og tileinka mér í gegnum lífið.
Egill, ég hef lært svo margt af
þér og horfi upp til þín alla daga
og ég vildi óska þess að þú vissir
það.
Ég er þakklát fyrir að hafa
kynnst þér og þakklát fyrir allt
það sem þú hefur kennt mér og ég
vona að þú hafir fundið fyrir vænt-
umþykju minni eins og ég fann
fyrir þinni.
Sjáumst seinna, elsku Egill,
takk fyrir allt.
Ég mun sakna þín.
Hlýja þín, okkur hefur fært
jákvæðni, hún skín svo skært.
Um alla eilífð við höfum lært
samskipti okkar, ó svo kært.
Þú svífur nú um tunglið bjarta,
og heldur áfram með þitt fagra hjarta.
Í flóði og fjöru, við stöldrum hér,
og minnumst alls hins góða frá þér.
Tunglskinið, það lýsir upp myrkur
og saman þéttist okkar liðsstyrkur.
Hönd í hönd, við hjálpumst hér að,
og ávallt þú fylgir okkur í hjartastað.
Þín,
Sesselja Þrastardóttir
(Setta).
46 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2019
Pálína Margrét
Stefánsdóttir
✝ Pálína Mar-grét Stef-
ánsdóttir fædd-
ist 12. febrúar
1925. Hún lést
20. september
2019.
Útför Pálínu
fór fram 4. október 2019.
Meira: mbl.is/andlat
Minningar á mbl.is
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Lára Árnadóttir,
umsjón útfara
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna Sálm. 16.11
biblian.is
Kunnan gerðir þú
mér veg lífsins,
gleðignótt er fyrir
augliti þínu, yndi í
hægri hendi þinni
að eilífu.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
AÐALHEIÐUR HELGA JÚLÍUSDÓTTIR
Lækjasmára 6, Kópavogi,
lést 26. september á heimili sínu.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Hallmann Sigurðsson
Brynjar Hallmannsson Helga Valgeirsdóttir
Bjarney M. Hallmannsdóttir Gestur Pétursson
Ragnheiður J. Ragnarsdóttir Kjartan Þ. Kjartansson
barnabörn og barnabarnabörn