Morgunblaðið - 31.10.2019, Side 47
Ég kynntist Agli fyrst fyrir
réttum 30 árum. Ég hafði þá með
höndum samskipti við arkitekta
og byggingastjóra við byggingu
stórrar verslunarmiðstöðvar og
síðan annarrar nokkrum árum
síðar.
Því er skemmst frá að segja að
með okkur tókust góð kynni. Það-
an í frá unnum við oftsinnis náið
saman. Fórum utanlands saman,
stundum tveir saman, stundum í
stærri hópi.
Minnisstæð er ferð okkar
tveggja til Færeyja og svo áfram
til Kaupmannahafnar með Vig-
dísi hans og Regínu minni.
Þar rifjaði Regína upp dvöl
sína í gömlum sumarbústað Guð-
mundar frá Miðdal, föður Egils,
við Hafravatn.
Öll sú upprifjun á því sem þar
gerðist myndi sannfæra mestu
efasemdarmenn um að endamörk
heimsins eru okkur ekki sýnileg.
Oft síðar ræddum við flókin ætt-
artengsl Egils og reyndar margt
fleira sem á ekki erindi við alla.
Í starfi sínu var Egill allra
manna fremstur. Hann var list-
fengur eins og hann átti kyn til.
Skipulagður, tillögugóður, flinkur
teiknari og úrræðagóður svo af
bar. Í samstarfi kom hann fram af
einstakri virðingu við samstarfs-
menn sína og reyndar við alla
aðra.
Ef maður segði t.d. um ein-
hvern (með sönnu) að hann væri
alveg ómögulegur þá myndi Egill
svara eitthvað á þá leið að sá hefði
ekki náð alveg fullum tökum á
verkinu.
Aldrei minnist ég þess að hann
lenti í ágreiningi að fyrra bragði;
ef einhver gerði ágreining við Eg-
il, þá færði hann þeim sama allt til
betri vegar.
Egill var allra manna ljúfastur
í framkomu. Honum sagðist
skemmtilega frá. Aldrei fór mað-
ur bónleiður af fundi hans. Þann-
ig maður var hann.
Nú skiljast leiðir að sinni. Egill
lagði gott eitt til allra mála, hann
lagði Oddfellowreglunni gott og
umfangsmikið lið í mannúðarmál-
um.
Í stjórnmálum fylgdum við
Sjálfstæðisflokknum, hvor með
sínum hætti.
Mikill harmur er að okkur
kveðinn, auðvitað mest að Vigdísi
og fjölskyldu þeirra. Megi Guð
vaka yfir Agli og fjölskyldu hans,
nú og að eilífu.
Einar S. Hálfdánarson.
Hinsta kveðja til góðs vinar.
Ég sakna vinar míns, sam-
starfsfélaga og ferðafélaga Egils
Guðmundssonar sem nú er fallinn
frá.
Egill var á margan hátt ein-
stakur maður, listrænn, góður
arkitekt, góður vinur, en aðalein-
kenni hans var þessi góða nær-
vera, ljúfmennska og velvilji.
Við höfum brallað margt sam-
an, bæði innan og utan vinnu.
Vinahópur okkar fimm hjóna
„Fjallalambið fagurblátt“ þar
sem Egill var æviráðinn formað-
ur fór í jeppaferðir, menningar-
ferðir og nú síðar leikhúsferðir
auk fjölda samverustunda um
langt skeið.
Fundarboð frá formanninum
var oftar en ekki í bundnu máli.
Egill átti mörg áhugamál, fjalla-
mennsku, bíla, veiðimennsku, ís-
lenska náttúru og um tíma vorum
við saman í hlaupahópi Grafar-
vogs í góðra vina hópi.
Minnisstæð og ógleymanleg er
ferð okkar hjóna með Vigdísi og
Agli til Ekvador þar sem við
kynntumst líka nokkrum systk-
ina hans, svo og til Kína í brúð-
kaup Arnars og Biancu.
Við Egill höfum unnið saman
við hönnun að fjölmörgum hönn-
unarverkefnum og -samkeppn-
um, og var einstaklega gott að
vinna með honum.
Elsku Vigdís og fjölskylda,
megi alvaldið veita ykkur styrk á
þessum erfiðu tímum, okkar inni-
legustusamúðarkveðjur.
Pétur Jónsson
og Sigrún.
MINNINGAR 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2019
✝ Halldóra Krist-jánsdóttir
fæddist í Reykja-
vík 22. apríl 1965.
Hún lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi 28. september
2019 eftir skamma
sjúkdómslegu.
Foreldrar henn-
ar voru Hólm-
fríður Há-
konardóttir, f. 5.
september 1942, d. 1980, og
Kristján Oddgeirsson, f. 20.
október 1940.
Halldóra var næstyngst í sex
systkina hópi en hin eru: Hjör-
dís, f. 1959, d.
2008, Oddgeir, f.
1961, d. 2018,
Baldvin, f. 1962,
Guðfinna Jóna, f.
1964, og Helga, f.
1968. Samfeðra er
Ósk Dís, f. 2000.
Eftirlifandi eig-
inmaður Halldóru
er Hannes Clemens
Pétursson, f. 30.
desember 1959.
Þau voru til heimilis á Laug-
arnesvegi í Reykjavik.
Útförin fór fram 3. október
2019 frá Fossvogskapellu í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Elsku Dóra mín er farin, ég er
að átta mig á því, en það gerðist
skjótt og óvænt. Að vísu var
heilsan ekki í lagi, en að þetta
endaði svona var ekki í mínum
huga. Eftir situr eiginmaður og
aðrir ástvinir og spyrja hvers
vegna, en fá engin svör. Nú rifj-
um við upp allar góðar minn-
ingar um hana. Ég man eftir
knúsunum hennar sem voru svo
þétt og einlæg. Svarinu í símann
þegar hún sagði ævinlega sæl og
blessuð með áherslu. Allar
skemmtilegu sumarbústaðaferð-
irnar um allt land og ferðir er-
lendis. Svona gæti ég haldið
áfram að telja upp. Dóra var
sannur vinur og alltaf tilbúin til
að gera allt fyrir alla, bæði fjöl-
skyldu og vini og rétta hjálp-
arhönd. Minni Dóru var einstakt,
hún mundi ótal afmælisdaga og
símanúmer, hún var mjög tölu-
glögg og kom það sér vel þegar
hún var að vinna hjá Rauða
krossinum. Hún var ævinlega
þakklát fyrir það sem fyrir hana
var gert
Dóra átti hann Hannes sinn
sem var beggja lán. Þau studdu
hvort annað á fallegan hátt, undu
sér saman og töluðu vel hvort
um annað. Tími þeirra saman
hefði mátt vera lengri. Ég þakka
Dóru samfylgdina og lofa henni
að vera alltaf til staðar fyrir
Hannes hennar. Ég veit líka að
hún verður alltaf nálægt honum
og hann á góða fjölskyldu sem
mun styðja við hann í framtíð-
inni. Sjálf er Dóra örugglega
komin í englahópinn, laus við all-
ar þjáningar og hittir þar marga
ástvini sem umvefja hana. Dóru
þakka ég fyrir alla ástina sem
hún sýndi mér og allar bænirnar
sem hún bað fyrir mér.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vorn grætir
þá líður sem leiftur úr skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(H.J.H.)
Halldóra Guðmunds-
dóttir (fóstra).
Halldóra
Kristjánsdóttir
Bróðir minn var fjórum árum
yngri en ég. Sumarið 1948 hafði
ég það hlutverk að vekja hann
eftir miðdagsblund. Úlfur vakn-
aði alltaf glaður í bragði – söng
hástöfum „Faðir andanna“ eftir
Matthías; heyrði föður okkar
syngja sálminn.
Úlfur Einarsson
✝ Úlfur Ein-arsson fædd-
ist í Mýnesi 29.
ágúst 1946. Hann
lést 13. mars
2019. Foreldrar
hans voru Laufey
Guðjónsdóttir
kennari og Einar
Örn Björnsson
bóndi á Mýnesi.
Systkini Úlfs:
Arnljótur Ein-
arsson, Sigríður Laufey Ein-
arsdóttir, Björn Einarsson (lát-
inn), Áskell Gunnar Einarsson
(látinn), andvana fæddur dreng-
ur, Guðjón Einarsson og Hjör-
leifur Einarsson (látinn).
Útförin fór fram 26. mars
2019 í kyrrþey.
Úlfur var miklum
hæfileikum búinn,
hafði fallega barns-
rödd og bráðgáfaður.
Eftir fermingu lá
leiðin í Eiðaskóla –
tók próf eftir tveggja
ára nám – hann eign-
aðist þá þegar Bakk-
us að vini og þeir
skólabræður Vil-
hjálmur frá Skjöld-
ólfsstöðum keyptu
sér vín og voru að sjálfsögðu
reknir úr skóla. Mamma fékk
því framgengt að Úlfur tæki
prófin í endurvarpsstöðinni hjá
Gissuri Ó. Erlingssyni, þökk sé
honum.
Eftir Eiðaveruna fór hann á
samning í bifvélavirkjun hjá
Arnljóti Einarssyni bróður okk-
ar er rak verkstæði á Egilsstöð-
um; sóttist honum námið vel.
Um það leyti kvæntist hann
Sigríði Þorvaldsdóttur frænku
sinni en hjónabandið stóð stutt;
Bakkus réð enn ferðinni.
Þá fluttist hann suður, vann
um tíma hjá Sólheimum í
Grímsnesi og sem strætis-
vagnabílstjóri í Reykjavík um
árabil. Síðan rútubílstjóri eftir
70 ára aldur. Úlfur var prýði-
lega ritfær og talsmaður stræt-
isvagnabílstjóra með greinum í
Mbl.
Keypti hann sér íbúð í
Krummahólum og var aldrei
háður Bakkusi eftir það.
Úlfur bjó með Sonju Sigur-
jónsdóttur er vann lengi hjá
BSÍ; þau héldu sambandi í 17 ár
og var hún stoð hans og stytta
gegnum veikindi og sleit hann
endanlega sambandi við Bakkus
með hennar hjálp.
Innilegar þakkir og kveðjur
til hennar.
Úlfur var fjölhæfastur og
greindastur af okkur systkin-
um, fór oft í gegnum dimman
dal en vann sigur að lokum.
Blessuð sé minning hans.
Faðir ljósanna,
lífsins rósanna,
lýstu landinu kalda.
Vertu oss fáum,
fátækum, smáum
líkn í lífsstríði alda.
(Matthías Jochumsson)
Sigríður Laufey
Einarsdóttir.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SVALA NIELSEN,
lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum
14. október.
Örlygur Antonsson
Jónas Antonsson Sonja María Sigurðardóttir
Ómar Antonsson Kristín Gísladóttir
Þorsteinn Þorsteinsson Íris Gunnarsdóttir
Ína Björg Guðmundsdóttir Sigurður Friðrik Guðfinnsson
barnabörn og barnabarnabörn
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN RAGNAR HARALDSSON
bóndi,
Gautsdal,
lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi að
morgni sunnudags 20. október.
Útför fór fram í kyrrþey að ósk hins látna þriðjudaginn
29. október frá Bólstaðarhlíðarkirkju.
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför.
Fyrir hönd aðstandenda,
Kristín Sigríður Jónsdóttir Gísli Garðarsson
Gauti Jónsson Rannveig Runólfsdóttir
afa- og langafabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SVERRIR GUÐVARÐSSON
Hlaðhömrum 2,
áður Fálkahöfða 4,
lést á Landakotsspítala þriðjudaginn
22. október. Útför hans fer fram frá
Áskirkju föstudaginn 1. nóvember klukkan 14.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Landakotsspítala L2 fyrir
frábæra umönnun.
Sigríður Bjarnason
Hjálmar Sverrisson
Oddrún Sverrisdóttir Gísli Guðmundsson
Sverrir Sverrisson Kristrún Leifsdóttir
Pétur Sverrisson Helena Ragnarsdóttir
Karl Friðrik Sverrisson Susan Ellekær
Birgir Þór Sverrisson Kolbrún Eva Valtýsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær sonur okkar, bróðir og mágur,
HALLGRÍMUR ÞORMARSSON
veitingastjóri á Hótel Búðum
lést af slysförum 27. október.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni
fimmtudaginn 7. nóvember klukkan 13.
Þuríður Hallgrímsdóttir Finnbogi Kjartansson
Þormar Ingimarsson Þórunn Stefánsdóttir
Kjartan Henry Finnbogason Helga Björnsdóttir
Fjóla Finnbogadóttir Davíð Sigurbergsson
Ása Lind Finnbogadóttir
Thelma Þormarsdóttir Óskar Örn Hauksson
Rakel Þormarsdóttir Auðunn Blöndal
Bryndís Begga Þormarsdóttir
Einar Ólafsson Kahina Ólafsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
STURLÍNA STURLUDÓTTIR
fyrrum húsfreyja
á Þorvaldsstöðum í Hvítársíðu,
lést á heimili sínu, Hrafnistu í Hafnarfirði,
sunnudaginn 27. október. Jarðsett verður frá Reykholtskirkju
þriðjudaginn 5. nóvember klukkan 11.
Aðstandendur þakka starfsfólki Hrafnistu fyrir alúðlega og góða
umönnun síðastliðin ár.
Ásgeir Sigurðsson Sigrún Finnjónsdóttir
Kristján Sigurðsson Sigurveig Sjöfn Einarsdóttir
Halldór Sigurðsson
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar elskulegi
VALDIMAR BJARNASON,
Þorlákshöfn,
lést mánudaginn 21. október. Útförin fer
fram frá Þorlákskirkju laugardaginn
2. nóvember klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Píeta samtökin.
Þorbjörg Jónína Magnúsdóttir
Bjarni Már Valdimarsson Eva María Hilmarsdóttir
Bryndís Ósk Valdimarsdóttir
Magnús Þór Valdimarsson Lilja Margrét Sigurðardóttir
Salka Liljan Bjarnadóttir
Bjarni Valdimarsson Guðfinna Karlsdóttir
Magnús Snorrason Friðgerður Pétursdóttir
Þóra, Emma og Sandra Bjarnadætur og fjölskyldur
Pétur, Jón, Arnþór og Fjóla Rós Magnúsarbörn
og fjölskyldur
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
EINAR PÁLSSON
Furugerði 1
Reykjavík
lést í faðmi dætra sinna á Landspítalanum
þriðjudaginn 29. október.
Jarðarförin verður tilkynnt síðar.
Gerður Einarsdóttir Guðmundur Páll Óskarsson
Kristrún Einarsdóttir Gunnar Valur Steindórsson
og barnabörn
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru
vinsamlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Smellt á
Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi lið-
ur, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr felliglugg-
anum. Einnig er hægt að slá
inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu
ekki lengri en 3.000 slög. Ekki
er unnt að senda lengri grein.
Lengri greinar eru eingöngu
birtar á vefnum. Hægt er að
senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur.
Ekki er unnt að tengja við-
hengi við síðuna.
Minningargreinar