Morgunblaðið - 31.10.2019, Blaðsíða 48
48 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2019
✝ Valborg Odds-dóttir, Birki-
hlíð 38, Reykjavík,
áður Neðra-Hálsi í
Kjós, fæddist á fæð-
ingardeild Lands-
spítalans 19. febr-
úar 1950. Hún lést
á Líknardeild
Landsspítalans 8.
október 2019.
Foreldrar Val-
borgar voru Oddur
Andrésson, f. 24.11. 1912, d.
21.6. 1982, bóndi á Neðra-Hálsi í
Kjós og kona hans Elín Jóns-
dóttir, f. 29.6. 1921, d. 26.12.
2010. Systkini Valborgar eru
Ágústa, f. 1947, Ólöf, f. 1948,
Ólafur, f. 1951, Kristján, f. 1954,
og Lilja, f. 1960. Sonur Val-
borgar er Emil Örn Evertsson, f.
í Kaupmannahöfn 4.1. 1975, raf-
eindavirki. Faðir hans er Evert
Ingólfsson leikari og garð-
yrkjumaður. Fyrir átti Evert
dæturnar Kristínu og Gyðu.
Evert býr með Elínu Njáls-
dóttur. Börn þeirra eru Elín
Helena og Kristinn. Valborg var
í sambúð með Lárusi Má Björns-
fjörðum. Þar kynntist hún Lár-
usi Má Björnssyni, félagsmála-
fulltrúa og ljóðskáldi. Valborg,
Lárus og Emil Örn fluttu frá
Ísafirði til Stokkseyrar þar sem
Valborg kenndi við grunnskól-
ann í tvö ár. Frá Stokkseyri
fluttu þau til Reykjavíkur og þar
vann Valborg á Náms-
gagnastofnun. Einnig kenndi
hún um tíma við Fjölbraut-
arskóla Suðurnesja. Hún skráði
sig í námsráðgjöf við HÍ og lauk
námi í þeirri grein samhliða
fullri vinnu og vann síðan sem
námsráðgjafi í Hvassaleitisskóla
og í Háteigsskóla. Valborg hafði
opin og leitandi huga og eftir að
hafa tekið námsskeið í teikningu
og málun í Myndlistarskólanum
í Reykjavík fór hún að læra
Maóri-nudd og svæðanudd og
starfaði sem heilsu- og svæð-
anuddari síðustu 15 ár ævi sinn-
ar. Hluta þess tíma bjó hún á
Neðra-Hálsi og naut þess til
fullnustu að vera í sveitinni og
sinna þar náttúrutengdum
áhugamálum. Hún prjónaði
listavel, bæði eftir eigin upp-
skriftum og annarra. Hún prjón-
aði mikið fyrir Handprjóna-
sambandið í gegnum árin, sem
og fyrir stórfjölskylduna.
Bálför Valborgar hefur farið
fram í kyrrþey að ósk hennar og
verður hún jarðsett í Reyni-
vallakirkjugarði í Kjós.
syni, f. 1952, d.
2014. Sonur Lár-
usar er Kári.
Emil Örn er
kvæntur Þórhildi
Knútsdóttur, f. 5.7.
1979, sjúkraþjálf-
ara og eru börn
þeirra Kári, f. 15.4.
2007, Sindri, f. 1.7.
2010, og Ásta Sól-
ey, f. 11.2. 2014.
Valborg ólst upp
á Neðra-Hálsi þar sem foreldrar
hennar stunduðu blandaðan bú-
skap. Hún lauk kennaraprófi frá
Kennaraskóla Íslands vorið
1970 og kenndi við barnaskól-
ann Ásgarð í Kjós og við Foss-
vogsskóla þar til hún hélt til
Kaupmannahafnar til frekara
náms haustið 1974. Þar lagði
hún stund á uppeldis- og sál-
arfræði. Í Kaupmannahöfn
kenndi hún íslenskum börnum á
laugardagsmorgnum í litlum
skóla sem stóð börnunum til
boða einu sinni í viku. Valborg
og Emil Örn fluttu aftur til Ís-
lands árið 1983 og var hún þá
ráðin sérkennslufulltrúi á Vest-
Elsku amma Valborg.
Síðustu vikur hafa verið mikill
rússíbani því veikindin bar brátt
að og þau rændu þig öllu þreki á
stuttum tíma. Þegar söknuðinn
ber að garði er gott að hugga sig
við að rifja upp allar góðu stund-
irnar sem við áttum saman. Þú
varst alltaf svo góð og uppá-
tækjasöm og með svo hlýja nær-
veru. Það yljaði barnabörnunum
alltaf um hjartarætur þegar þau
komu heim úr skólanum og þú
beiðst þar og kallaðir eruð þið
komin, elskurnar mínar? Þú
varst mikið inni á heimilinu og
varst alltaf til staðar ef eitthvað
bjátaði á eða til að spjalla um
alla heima og geima, amma
nennti alltaf að hlusta á okkur
og gaf sér tíma, sagði einn ömm-
ustrákurinn. Það var einmitt
málið það fór ekki mikið fyrir
þér en þér leið best í kringum
ömmubörnin þrjú. Engin hug-
mynd var óframkvæmanleg og
lagðir þú mikið á þig til að láta
alla drauma barnabarnanna ræt-
ast. Þú varst mikill náttúruunn-
andi og mjög nýtin og ekkert fór
til spillis og nutum við leiðsagn-
ar þinnar í þeim málum sem var
ómetanlegt og mótaði okkur. Við
munum reyna að viðhalda öllum
þessu skemmtilegu föstu liðum
sem við uppliðum með þér og þú
passaðir svo vel upp á að við nyt-
um sem best eins og að fara að
tína ber saman, taka upp kart-
öflur, setja niður gulrætur í
garðinum og passa upp á jarð-
arberin og finna fallega steina
og jafnvel mála þá.
Amma var líka mikill græðari
og hafði alltaf ráð við öllu, vall-
humalskremið hennar lagaði allt
og græddi og olíurnar voru aldr-
ei langt undan.
Kjósin, þar sem þú ólst upp
og bjóst um nokkurra ára skeið í
seinni tíð, geymir margar minn-
ingar og eyddum við mörgum
stundum á landskikanum þínum
við að reyna að byggja upp
sælureitinn okkar. Létum við
okkur dreyma um húsið sem enn
hefur ekki risið. Það hryggir
okkur að þú náir ekki að sjá bú-
staðinn rísa en hann mun rísa í
minningu þinni þegar að því
kemur.
Við munum sakna þín mikið.
Hvíl í friði, elsku amma, mamma
og tengdamamma.
Emil Örn Evertsson,
Þórhildur Knútsdóttir,
Kári Emilsson, Sindri
Emilsson, Ásta Sóley
Emilsdóttir.
Fuglasöngurinn er hávær,
það er berjaveisla, þessa fallegu
daga í október. Kveðjustundin
nálgast, það liggur í loftinu.
Blanda af sorg og gleði, þakk-
lætið og tárin, það er pláss fyrir
það allt undir reyniviðartrjám
við göngustíginn að líknardeild-
inni í Kópavoginum.
Fuglasöngur fyrir okkur
berjasysturnar.
Valborg var krækiberjakona
eins og Snæfríður og Jói. Hún
elskaði reyndar flestöll ber og
ekki síst beisk og súr ber.
Ég var hissa þegar hún færði
mér öskju af rándýrum kirsu-
berjum sumarið ’92. Ég var
ófrísk af Oddi Goða, „þetta er
fyrir bumbuna,“ sagði hún.
Valborg tók ekki aðeins að sér
að hugsa um mig þegar ég var
þriggja og hún bara þrettán ára
heldur hugsaði hún um öll börn,
alltaf. Það eru mörg dæmi sem
hægt væri að tína til. Í sumar
fékk hún þá hugmynd að gefa
Oddi Goða trompet af því að
hann var jú að læra á trompet
þegar hann var barn og var góð-
ur í því. Henni fannst bara svo
mikil synd að hann ætti ekki
trompet svo hann gæti æft sig,
ef hann vildi, þó að það væru
mörg, mörg ár síðan hann hætti
að læra. Alltaf var Valborg með
hugann við það að ná fram því
góða, ná fram styrkleikum, að
næra líkama og sál hjá þeim sem
henni þótti vænt um, það var
umhyggjan fyrir öðrum: börn,
vinir, fjölskylda og nuddþegar.
Í erfidrykkjunni heyrði ég
sögur úr sveitinni. Valborg gat
ekki farið í fjósið eða farið í hin
og þessi störf, hún þurfti að
hugsa um Liljuna. Þessi móð-
urlegu tengsl urðu sterk. Ég er
þakklát.
Við áttum margar dýrmætar
stundir saman m.a. í sveitaferð-
um og á sólpallinum, þar sem
hún bjó í kjallaranum hjá mér
síðustu árin, hún alltaf með
prjónana, ég með tölvuna innan
seilingar.
Valborg kom mér oft á óvart
þessa síðustu vikuna á líknar-
deildinni. Þó að krafturinn væri
að þverra var pláss fyrir góðar
hugmyndir og óskir. Ég fékk að
smyrja hana olíunum, það
styrkti andann og snertingin var
dýrmæt.
„Viltu taka vídeó“ hvíslaði
hún veikum rómi.
Já, ég tók vídeó á símann og
það reyndist vera af síðustu mál-
tíðinni og meira að segja dreypt-
um við á kaffi og opnuðum Síríus
rjómasúkkulaðið og Ópal pakk-
ann, uppáhaldið hennar Val-
borgar, svo sagði hún, svona
með Ópalinu:
„Hún er alltaf að vinna þessi
stelpa.“
Hún Valborg vissi að ég var
oft að vinna, vinna heima, og
þess vegna sparaði hún líka að
trufla mig eða biðja mig um
hjálp.
Ó hvað ég vildi að ég hefði …
já það er þetta sem gerir mig
sorgmædda.
Kópavogurinn er spegilslétt-
ur, það er bjartur dagur, olíur
og rósir í glugganum.
Það var ekki mikil orka á síð-
ustu metrunum en viskan henn-
ar Valborgar sýnir sig:
„Þegar maður horfir framan í
þann sem er handan við tjöldin,
þá skiptir þetta engu máli.“
Já, þetta veraldarvafstur
skiptir víst engu máli.
Blátt lítið blóm eitt er,
ber nafnið: Gleymdu ei mér.
Væri ég fleygur fugl
flygi ég til þín.
Svo mína sálu nú
sigraða hefur þú,
engu ég unna má
öðru en þér.
(Þýsk þjóðvísa)
Elsku Emil, Tóta, Kári, Sindri
og Ásta Sóley, gullmolarnir
hennar Valborgar, við erum hér
fyrir ykkur öll!
Lilja, litla systir.
Elsku Valborg, mín kæra
systir. Það er ekki auðvelt að
hugsa sér að við sjáumst ekki
meir á Stekkjarflötinni, Birki-
hlíðinni né Bakkagerðinu í alls
konar fjölskyldusamhengi.
Við áttum okkar friðsömu
kveðjustund á líknardeildinni og
ég fann þig hverfa hægt og
hljótt á braut í gegnum skynfæri
mín, hendur og hjarta. Skyndi-
lega varð þögnin mjög djúp og
fylltist af fögrum minningum
sem flugu á ógnarhraða um hug-
skotið og aðrar hugsanir sögðu
að ekki væri lengur hægt að búa
til nýjar minningar, lífi okkar
saman væri lokið. Ég kyssti þig
á ennið og hvíslaði „elsku Val-
borg, hvíldu í friði“, gekk út úr
herberginu og hringdi í Emil
sem kom að vörmu spori.
Það skiptir auðvitað engu
máli hvað ég segi úr því sem
komið er nema til að minnast
fallegu stundanna og nærveru
þinnar í okkar samskiptum.
Nærgætin framkoma þín, hug-
ulsemin, hjálpsemin og ljúf-
mennska situr í hjarta mínu og
hugskoti. Ég heyrði þig aldrei
reiðast né skammast út í nokk-
urn né um nokkuð. Þú dæmdir
ekki fólk og blandaðir þér ekki í
deilur af nokkrum toga. Litla
fjölskyldan ykkar ber þess ljúft
merki. Ávallt hugsaðir þú um
þarfir annarra á undan þínum
eigin og gerðir ekki upp á milli
fólks. Þín ljúfa lund og rólyndi
gerði þér kleift að starfa að mik-
ilvægum málum í þögninni. Allt í
einu sáust litlar plöntur stinga
sér upp úr moldinni; álmar og
þinir, sem nú sjást víða á
bernskuslóðum okkar og bera
vitni um fallega ræktunarsögu
og votta göfuglyndið. Þér var
annt um hið smáa í náttúrunni
s.s. með því að hlúa að berja-
lyngi á Kríuhólnum. Þú varst
eins og furan; ljóselsk, hitakær,
eftirgefanleg og græðandi enda
bjóstu til græðandi smyrsl úr
vallhumli og gafst fólki i kring-
um þig. Þín eigin áföll og erf-
iðleika geymdir þú innra með
þér á þinn hljóðláta hátt.
Gula kaffitrektin sem þú not-
aðir á námsárunum í Kaup-
mannahöfn hefur í mörg ár verið
minn kaffigjafi og mun halda því
áfram og minna mig á þær góðu
stundir. Ég hugsa hlýtt til Em-
ils, Tótu, Kára, Sindra og Ástu
Sóleyjar og verð þeim innan
handar ef þau þurfa á því að
halda í framtíðinni.
Takk elsku Valborg.
Ólafur Oddsson (Óli bróðir).
Hin yndislega Valborg
frænka er fallin frá. Mig langar
til að minnast hennar með
nokkrum orðum og minninga-
brotum. Mér er minnisstæðust
nærgætni hennar í háttum og yl-
urinn í röddinni. Hún var ljúf-
asta mannvera sem sem ég hef
þekkt. Hún bjó í Danmörku þeg-
ar Emil fæddist og vorum við
mamma svo heppin að heim-
sækja þau þar tvisvar. Fyrst
þegar Emil var nýfæddur og al-
gjört krútt og svo þegar hann
var kominn á legg og enn þá
krúttaðri. Það voru mikil ævin-
týr fyrir ungan dreng að heim-
sækja þau, kynnast dásamlegu
frændfólki, leikjum í bakgarðin-
um og hornsílaveiðum í tjörnum.
Valborg var frábær gestgjafi og
Emil hinn skemmtilegasti
frændi, sérstaklega eftir að hann
lærði að ganga og tala. Dagarnir
með Valborgu og Emil í Dan-
mörku eru sveipaðir ljóma og
hlýju í minningunni.
Eftir að þau fluttu heim var
auðveldara að vitja þeirra og
voru stundir okkar saman
skemmtilegar og yndislegar.
Okkur fannst sérstaklega gaman
að heimsækja Valborgu í gamla
húsið í sveitinni. Húsið öðlaðist
nýtt líf, var rifið úr fortíðinni og
fylltist hlýju, væntumþykju og
vallhumalsilmi þegar Valborg
bjó þar. Þar ræddum við himin
og jörð, garðrækt og geimvís-
indi, krækiber og aðalbláber.
Valborg var mikil berjakona
eins og systur hennar og mág-
konur. Með haustinu kom iðu-
lega yfir hana berjahugur og var
þá skoppað um holt og móa í leit
að gjöfulum þúfum. Í gamla hús-
inu voru á þeim árstíma iðulega
ber í skálum, sem hún deildi
glöð með gestum og gangandi.
Valborg var ákaflega örlát á
tíma sinn og ást. Eitt sinn fékk
hún álmfræ til að spíra og ól
upp af þeim nokkra tugi trjáa
upp í reitnum sínum. Af sinni fá-
dæma gjafmildi gaf hún systk-
inum sínum flesta álmana þegar
þeir voru orðnir stálpuð tré.
Standa þeir nú víða á reitunum
sem minnismerki um hverju ást-
ríki, nærgætni og einlæg sam-
skipti fá áorkað. Hún prjónaði
einnig afburða fallegar peysur,
sem margir ættingjanna voru
svo heppnir að eignast. Í peys-
unum og álmunum erum við svo
heppin að geta horft á eða borið
utan á okkur handbragð, hlýju
og ást Valborgar þótt hún sé nú
farin.
Við vottum Emil, Þórhildi,
Kára, Sindra og Ástu Sóleyju
okkar innilegustu samúð, sem
og systkinum hennar, ættingj-
um og ástvinum öllum.
Arnar Pálsson og fjölskylda.
Viltu
vera
stilltur
gera
einungis það
sem gott er hverjum
og gefandi
og öðrum að
líði sérhverjum
sem væri í unaðslandi
(Guðl. Ósk.)
Fyrir hartnær 50 árum gekk
út úr Kennaraskóla Íslands
vaskur hópur kennara sem
„lagði út á lífsins braut“ eins og
segir í fallegu ljóði Freysteins
Gunnarssonar, fyrrverandi rekt-
ors þess skóla. Í hópnum var
tvítug stúlka sem gekk til móts
við lífið, hæglát en þó með létta
og glaða lund, það var Valborg
Oddsdóttir. Hún var góður vin-
ur og félagi og áttum við saman
gott samfélag í fjóra vetur bæði
innan skóla og utan. Það var eft-
irminnilegt þegar við vorum
saman í partíi í Hlíðunum á H-
daginn, hinn 26. maí 1968, þegar
við gengum út í nóttina og
fylgdumst með umferðinni fær-
ast af vinstri akrein yfir á þá
hægri. Einnig þegar Hekla gaus
vorið sem við útskrifuðumst og
við fórum saman austur fyrir
fjall og upp að eldfjallinu – sér-
stök útskriftarferð. Valborg
mætti yfirleitt í jólamáltíðina
okkar, en við bekkjarfélagarnir
höfum í áratugi hist hinn 29.
desember ár hvert og átt góða
stund saman. Þeir mæta sem
geta. Einnig höfum við hist síðla
sumars í nokkur skipti og var
Valborg með okkur í uppsveit-
um Borgarfjarðar 2017 þar sem
við áttum ógleymanlega sam-
veru. Við munum Valborgu
glaða og hressa í góðra vina
hópi, hún hafði gaman af því að
syngja og gerði það vel en
stundum var eins og hún bæri
með sér sorg í sinni, enda eru
fáir sem fara gegnum lífið án
þess að glíma við erfiðleika af
einhverju tagi.
Valborg var alla tíð heil í vin-
áttu sinni, hún bar með sér
mildi og gaf mikið af sér. Við
þökkum fyrir að eiga góðar
minningar um ljúfa bekkjarsyst-
ur og sendum fjölskyldu hennar
samúðarkveðjur.
Fari hún í friði umvafin engl-
um og góðum vættum.
Hver veit hvort
hinsta vort kvöld
er nær
eða fjær
lofum því líðandi stund
hvern ljúflingsfund
vinur kær
(Guðl. Ósk.)
Fyrir hönd D-bekkjar Kennaraskóla Ís-
lands 1966-1970,
Guðrún Þóranna Jónsdóttir.
Valborg
Oddsdóttir
✝ Ólafur Ágústs-son fæddist í
Grindavík 22. júlí
1935. Hann lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Víðihlíð 25.
október 2019.
Foreldrar hans
voru Matthildur
Sigurðardóttir, f. 1.
júní 1914 d. 10.
september 2005, og
Sveinbjörn Ágúst
Sigurðsson, f. 11. ágúst 1906, d.
28. júní 1975.
Systkini Ólafs; Bjarni Guð-
mann, f. 1931, d. 2012, Hildur
Sigrún, f. 1936, Hallbera Árný,
f. 1938, Alda, f. 1940, Bára, f.
1940, Ása, f. 1941, Þórdís, f.
1942, Sigríður Björg, f. 1946,
Sigurður Magnús, f. 1948,
Hrönn, f. 1951, Matthildur
Bylgja, f. 1952, d. 2009, Svein-
Börn hennar eru Sölvi Snær,
Adrían Elí og Indía Lind.
2) Ágústa Hildur, f. 4. mars
1961, maður hennar er Hjálmar
Hallgrímsson. Börn þeirra eru
a) Gréta Dögg, f. 1986, börn
hennar eru Unnur Embla og
Hjálmar Logi. b) Hallgrímur, f.
1992, í sambandi með Geir And-
ersen, f. 1994, dóttir Hallgríms
er Katrín Eva. c) Unnar, f. 1997.
3) Íris, f. 25 september 1964.
Börn hennar eru a) Egill Geir-
dal, f. 1985, í sambúð með Evu
Lind Matthíasdóttur, f. 1985.
Börn þeirra eru Ólafía Hrönn,
Natalía Freyja, Viktor Veigar,
Silvía Rán og Kjartan Darri. b)
Alma Rut, f. 1990, í sambúð með
Robert Slover, f. 1988. c) Elmar
Ágúst, f. 1993, í sambúð með
Kristjönu Margréti Guðmunds-
dóttur, f. 1991. d) Vignir Páll, f.
1995. e) Arent Númi, f. 2005.
Útför Ólafs fer fram frá
Grindavíkurkirkju í dag, 31.
október 2019, og hefst athöfnin
klukkan 13.
björn Ægir, f. 1954,
Sjöfn, f. 1956.
Ólafur kvæntist
25. desember 1958
Unni Guðmunds-
dóttur, f. 10. júlí
1938, d. 25. apríl
1997. Foreldrar
hennar voru Sigrún
Guðmundsdóttir, f.
23. janúar 1915, d.
18. ágúst 2008, og
Guðmundur Guð-
mundsson, f. 18. maí 1905, d. 14.
september 1981.
Börn Ólafs og Unnar eru:
1) Sigurþór, f. 14. september
1959, kona hans er Hallfríður
Traustadóttir. Börn þeirra eru
a) Ólafur Unnar, f. 1984 maki
Ásdís Bjarnadóttir, f. 1984.
Börn þeirra eru Alexander
Máni, Sigurþór Nökkvi og Unn-
ar Orri. b) Kristín Ósk, f. 1986.
Elsku afi, þá ertu kominn í
sumarlandið til ömmu eftir 22
ára fjarveru hennar. Það sem
einkenndi þig var að þú varst
alltaf hlæjandi og með húmor-
inn á lofti og þegar þú fórst á
böll varstu hrókur alls fagnað-
ar. Mér finnst svo skemmtileg
saga af þér þegar þú komst á
ball á Sjómannastofuna og ég
var að vinna á barnum og alltaf
keyptirðu bara kók og ég skildi
ekkert í því að þú varðst alltaf
meira og meira hress af þessari
einu litlu kók, svo fór ég að
fylgjast betur með þér þá sá ég
að minn maður var allan tímann
með nesti, það er nú varla
barnabarnið hans sem fer að
segja eitthvað við því.
Þið amma byggðuð sumarbú-
stað 1990 sem var sameining-
artákn fjölskyldunnar og áttum
við nú margar góðar minningar
þaðan og einhvern veginn
fannst mér þér líða alltaf best í
sumarbústaðnum og vildir helst
vera þar allt árið. Við Unnar
bróðir fórum með þér eitt
skiptið í vinnuferð upp í bústað
og það var farið í búðina á und-
an til að kaupa eitthvað fyrir
helgina, ég spyr: afi, hvað eig-
um við að borða í kvöld? (Inni í
búðinni) þá svarar þú: haldið
þið að þið séuð bara að koma
hingað upp í bústað til að éta!?
Svona var húmorinn hans afa,
mjög svartur og góður.
Takk fyrir allt, elsku afi, ég
mun minnast þín með virðingu
og söknuði, en ég veit að samt
sem áður var þetta gott fyrir
þig að fá að fara.
Hallgrímur Hjálmarsson.
Ólafur Ágústsson