Morgunblaðið - 31.10.2019, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 31.10.2019, Qupperneq 49
suðuverksmiðju K. Jónssonar & Co á Akureyri. Tilgangur félagsins var að reka niðursuðuverksmiðju og kaupa og selja hvers konar sjáv- arafurðir. Kristján rak einnig Nótabrúk og þrjá báta sem notaðir voru til veiða á smásíld á Pollinum og átti K. Jónsson síðasta úthaldið, áður en þessi veiðiaðferð lagðist alveg af. Hann rak einnig verslanirnar Kjöt & fisk og Didda-bar. Hann var með pylsugerð, kartöflu- geymslu og fiskhús. Árið 1962 stofnuðu hann og nokkrir aðrir hlutafélagið Norð- urver sem rak hina glæsilegu matvörubúð Kjörver. Árið 1969 var Almenna toll- vörugeymslan stofnuð á Akur- eyri með miklum myndarbrag. Þar gátu innflytjendur varnings geymt ótollafgreiddar vörur sín- ar og leyst þær út eftir hendinni. Árið 1972 var Sölustofnun lag- metis stofnuð. Niðursuðuverk- smiðja K. Jónsson & Co var ein hann verkstjóri í fyrirtækinu um tíma. Þetta voru fyrstu spor Kristjáns í þessari iðn sem síð- ar varð hans ævi- starf. Árið eftir fór hann til Þýskalands og vann þar í fyrir- tækinu Nordsee. Það fyrirtæki var með frystingu á fiski, síldarsölt- un, reykingu, niðursuðu og nið- urlagningu. Það má segja að þar hafi hann verið í verklegu námi. Árið 1947 stofnuðu Jón, börn hans og Lovísu, þau Kristján, Mikael, Jón Árni og María ásamt Hjalta Eymann, sem var mikill vinur Kristjáns, Niður- Kristján Niku- lásson Jónsson fæddist í Aðalstræti 50 á Akureyri 31. október 1919. Foreldrar hans voru hjónin Sess- elja Lovísa Jóns- dóttir húsfreyja, f. 1892, d. 1974, og Jón Björn Krist- jánsson, síldar- kaupmaður, hús- gagnasmiður og bólstrari, f. 1890, d. 1962. Kristján fór að vinna hjá föð- ur sínum strax og hann hafði aldur til, við síldarsöltun á Siglu- firði. Árið 1938 fór Kristján til Kaupmannahafnar til starfa við verksmiðjuna VINCO og var af 20 aðilum innan samtakanna. Hlutafélagið Oddeyri var stofnað árið 1986 um rekstur skipsins, Oddeyrin EA-210 sem smíðað var í Slippstöðinni á Ak- ureyri. Kristján var í stjórn þessara félaga um árabil. Kristján hafði fá áhugamál fyrir utan vinnuna en þó lét hann ekkert sumar líða án þess að renna fyrir fisk. Uppáhalds- áin hans var Laxá í Aðaldal. Kristján kvæntist Sigþrúði Helgadóttir 14. október 1944. Sigþrúður var fædd í Aðalstræti 40 á Akureyri 25. ágúst 1922. Hún lést 24. mars 1985 á 63. ald- ursári. Sigþrúður var dóttir hjónanna Kristínar Jóhannsdóttur, f. 1894, d. 1959, og Helga Tryggvasonar, f. 1891, d. 1986. Kristján og Sigþrúður eign- uðust fjögur börn. Þau eru Kristín, f. 1945, Anna María, f. 1949, Jón Kristján, f. 1950, og Helga, f. 1956. Kristján lést 3. febrúar 1999. Kristján Nikulás- son Jónsson MINNINGAR 49Aldarminning MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2019 Björn tengdafaðir minn fór á vit forfeðranna og veit ég að þar hefir verið tekið vel á móti honum. Ég hitti Björn fyrst hjá systur hans Kristínu og Guð- mundi lögfræðingi ásamt fleiri fjölskyldugestum en Kristín bauð okkur alltaf þangað þegar Björn kom í heimsókn til Ís- lands og var oft mikið spjallað enda stórmenn á staðnum svo maður hlustaði bara á þessa karla. Björn var líka kallaður Toby heima hjá fjölskyldu sinni. Hann hafði mikinn áhuga fyrir útiveru frá unga aldri og síðar voru laxveiðar hans yndi þegar hann kom í heimsókn og fór venjulega í Norðurá í Borgar- firði og Laxá á Ásum. Vorið 1969 hittum við Guðrún hann, þá nýgift og bæði með ævin- týraþrá, á leið okkar til Alaska Björn Þorbjarnarson ✝ Björn Þor-bjarnarson, fyrrverandi skurð- læknir í New York, fæddist á 9. júlí 1921. Hann lést í New Jersey 4. október 2019. Minning- arathöfn um Björn mun fara fram á Flórída síðar. en Björn starfaði þá við New York- spítala. Þarna var mikið spjallað og sagðist hann eiga sér þann draum að komast til Alaska með fjölskyldunni og sagði eftir að börnin væru búin í skólanum færum við. Björn var orð- inn 70 þegar hluti af þessum draum rættist þegar hann fór í flúðasiglingu niður Copper River í suðurhluta Alaska og lét sig ekkert muna um það þrátt fyrir aldur og smá óhapp eins og hann orðaði það að hann fótbrotnaði við ein- hverja athöfnina og þegar það átti að kalla eftir flugvél og koma honum til byggða sagði karlinn nei og setti spelkur á sig og sat restina af ferðinni í gúmmíblöðrubátnum, en þetta var viku ferð. Þarna vildi hann ekki láta eitt fótbrot eyðileggja draumaferðina. Næst þegar ég hitti hann sagði hann haltrandi: „Ég fer bara að vinna aftur ef ég get ekki ferðast út af löppinni.“ En svo lagaðist þetta og hann ferð- aðist um víðan heiminn, þar á meðal suðurheimskautið svo eitt sé nefnt. Hann hafði mikinn áhuga á lífríkinu og eftir að hann keypti sér Brady-bátinn niðri í Flórída fór hann mikið að skoða fugla innanskerja og var hann sem heima hjá sér á þeim slóðum, sérstaklega innan um krókó- dílana og sú spurning hefur oft hvarflað að mér hvort sonur hans heitinn John hafi fengið krókódílaáhugann frá honum. John var oft kallaður Krókó- díla-Dundee, en hann var með fremstu í þeim fræðum en hann var á kafi í bæði krókódílum og stórum kyrkislöngum, s.s. ana- conda-risaslöngunum, og spurn- ing er hvort hann var fyrir- mynd Krókódíla-Dundee bíómyndar. Ég hafði mikla ánægju að fara með Birni á Brady-stang- veiðibátnum hans að veiða sunnan við Canaveral-höfða en þar var alltaf nægur fiskur. Við fjölskyldan fengum oft að vera á vorin á Canaveral með börnin okkar þegar þau voru minni en þá var maí uppáhalds- tíminn okkar. Þetta voru ynd- isleg ár sem gleymast aldrei. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Þetta ljóð gæti ekki átt betur við Björn og líka son hans John því orðstír þeirra mun aldrei gleymast á heimsvísu. Öll okkar samúð er með fjölskyldunni. Frá fólkinu Kleifarási 3, Valdimar Samúelsson. ✝ Eyjólfur G.Jónsson fædd- ist í Reykjavík 18. apríl 1938. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Eir 3. október 2019. Hann var sonur Valgerðar M. Eyj- ólfsdóttur sjúkra- liða og Jóns Eyþór Guðmundssonar, listmálara og kennara. Eyjólfur ólst upp í Reykjavík, stundaði fyrst nám í matreiðslu og lauk sveinsprófi í matreiðslu 31. maí 1958. Síðar nam hann tannsmíði og lauk sveinsprófi í tannsmíði 23. maí 1964. Eyjólfur starfaði lengst sem tannsmiður, bæði hjá Erni barn sitt, Eyþór Eyjólfsson. Eldri sonur þeirra hjóna, Eyjólfur Magnús Eyjólfsson gæðastjóri, er búsettur á Akra- nesi. Hann eignaðist þrjú börn með fyrri konu sinni, Jórunni Arnbjörgu Magnadóttur ábyrgðafulltrúa. Þau heita Ey- rún Arna, Elísabet Eir og Ívar Trausti og á hann tvö börn, þau Alexöndru og Axel Róbert. Sambýlismaður Eyrúnar er Jal- dert og sambýlismaður El- ísabetar er Bjarnfinnur Ragn- ar. Seinni eiginkona Eyjólfs er Hugrún Sigurðardóttir fram- leiðslustjóri og eiga þau dótt- urina Yrsu Þöll. Sambýlis- maður Yrsu er Logi Breiðfjörð og eiga þau soninn Sævar Loga. Yngri sonur Eyjólfs og Ingu er Eyþór, forstjóri, búsettur í Tókýó og Mosfellsbæ. Maki Ey- þórs var Junya Nakano, en hann lést í bílslysi árið 2008. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Bjartmars tann- lækni sem og sjálf- stætt. Síðustu árin vann hann hjá Kjötsmiðjunni og síðar Ísfugli en lét af störfum 2005. Eyjólfur giftist eftirlifandi eigin- konu sinni, Ingu Jónu Sigurðar- dóttir, hinn 5. október 1958. Inga Jóna er fædd 14. mars 1939 og er dóttir hjónanna Magneu Jó- hönnu Ingvarsdóttur og Sig- urðar Jónssonar. Hinn 12. mars 1959 eignuðust þau son sinn, Eyjólf Magnús Eyjólfsson. Fjór- um árið síðar, hinn 29. júlí 1963, eignuðust þau seinna Minning um mann. Já, góðan og hjartahlýjan mann sem er nú fallinn frá. Faðir minn andaðist í svefni 3. október 2019. Margar góðar minningar á ég um hann, minningar sem ég geymi sem gull í hjartastað. Árin í Árbæn- um voru með miklum ágætum og mikið um útivistarferðir hjá okkur fjölskyldunni. Má þar helst nefna skautaferðir á Rauða- og Hafravatn og skíða- ferðir í Bláfjöllin. Áratug síðar náði útiveran nýjum hæðum þegar pabbi keypti nýja sex metra seglskútu sem hlaut nafnið Ögn. Var hún óspart not- uð til siglinga um sundin blá og naut faðir minn þess til hins ýtrasta. Einnig var færi gjarnan rennt til að ná í fisk í soðið. Gleymi ég ekki skiptinu þegar við veiddum um 300 kg af væn- um þorski og Landhelgisgæslan mætti á staðinn. Héldum við að þeir væru komnir til að taka okkur að ólöglegum veiðum, en viti menn; þeir ágætu menn fóru um borð í snekkju rétt hjá okkur og gerðu afla og veið- arfæri upptæk. Aflinn þar um borð var 30 kg. Ég hef aldrei heyrt gamla minn hlæja jafn mikið og þá, hvorki fyrr né síð- ar. Skömmu síðar settumst við feðgar saman á skólabekk og tókum 30 tonna skipstjórnar- námið og prófið með glans. Mjög skemmtilegur tími þar. Fyrir fáeinum árum fór hann svo sína síðustu skútuferð, á út- hafsskútu okkar Hugrúnar, Yrsu AK. Fór ekkert á milli mála hvað hann naut sigling- arinnar, þar sem golan kyssti kinn og bárurnar brotnuðu á stafni. Svífandi seglum þöndum. Faðir minn kær, ég óska þér góðrar siglingar inn í drauma- landið og þakka þér fyrir allar góðar stundir. Eyjólfur M. Eyjólfsson, Hugrún Sigurðardóttir. Eyjólfur G. Jónsson Við þökkum auðsýnda samúð og vináttu vegna andláts BENEDIKTS EINARS GUÐBJARTSSONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Edda Hermannsdóttir og fjölskylda. Þökkum samúð og hlýhug vegna andláts móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐLAUGAR HALLDÓRU GUÐMUNDSDÓTTUR Tindum. Hörður Grímsson Fjóla Benediktsdóttir Börkur Grímsson Guðrún Kristín Sigurgeirsd. barnabörn og barnabarnabörn Við þökkum af hrærðu hjarta öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, sonar okkar, bróður, föður og afa, HELGA KRISTJÁNSSONAR aðstoðarskólameistara, Bergstaðastræti 71, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Landspítalans í Fossvogi fyrir einstaka umhyggju og alúð við fjölskyldu og vini. Selma Ósk Kristiansen Baldur Helgason Patty Spyrakos Bryndís Helgadóttir Anton Máni Svansson Jóhanna Bryndís Helgadóttir Kristján Óli Andrésson Sylvía, Hildur, Steingerður og Andrés Kristjánsbörn og afabörnin öll Ástkær eiginmaður minn og besti vinur, faðir, tengdafaðir og afi, MARTEINN GUÐJÓNSSON tæknifræðingur, er látinn. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 8. nóvember klukkan 13. Gerður Hannesdóttir Guðjón Marteinsson Hafdís Huld Steingrímsdóttir Halla Björk Marteinsdóttir Pétur Heiðar Baldursson Hannes Jón Marteinsson Harpa Hrönn Grétarsdóttir og barnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA KRISTJÁNSDÓTTIR Arnarhrauni 23, Hafnarfirði, sem lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 7. október, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 4. nóvember klukkan 13. Guðrún Jóna Knútsdóttir Rúnar Sigursteinssson Ágúst Knútsson Kristján Knútsson Gréta Benediktsdóttir Sigrún Edda Knútsdóttir Janus Friðrik Guðlaugsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, pabbi okkar, afi og langafi, SIGMAR JÖRGENSSON járnsmiður, lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut 27. október. Hann verður jarðsunginn frá Áskirkju þriðjudaginn 5. nóvember klukkan 13. Jónheiður Björnsdóttir Ólafur K. Sigmarsson Aðalheiður Stefánsdóttir Sigfríður Birna Sigmarsd. Hrafnhildur Sigmarsdóttir Sigmar Freyr, Kristinn Björn, Lilja Katrín, Jenný Sif og Steinar Óli Okkar ástkæri JÓN ERNST INGÓLFSSON Hraunhólum 18, Garðabæ, lést á heimili sínu föstudaginn 25. október. Útför hans fer fram frá Garðakirkju föstudaginn 8. nóvember klukkan 15. Dagný Guðmundsdóttir Rósa Dögg Jónsdóttir Helgi Hrannarr Jónsson Harpa Rós Gísladóttir Dagur Geir Jónsson Elísa Rut Hallgrímsdóttir Aðalheiður Jónsdóttir Juan Carlos Melgar Rada barnabörn og barnabarnabarn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.