Morgunblaðið - 31.10.2019, Síða 52
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2019
Pantaðu borð í síma 483 4700 | hverrestaurant.is
HVER TEKUR VEL
Á MÓTI ÞÉR
OPIÐ
11:30–22:00
ALLA DAGA
Ljúffengur matur, góð þjónusta
og hlýlegt andrúmsloft.
Þóra Kolbrá Sigurðardóttir
thora@mbl.is
„Fyrirtækið verður eiginlega til af
því að ég vildi skapa atvinnu fyrir
sjálfa mig. Ég var orðin þreytt á að
keyra stöðugt á milli og langaði til
að búa til mitt eigið hér á Akranesi,“
segir Kaja um tilurð þess að hún
stofnaði fyrirtækið. Ástríða hennar
fyrir heilnæmri fæðu hófst þó löngu
fyrr eða þegar hún greindist með
krabbamein þegar hún gekk með
annað barn sitt. „Ég var 28 ára
gömul og eðlilega í miklu áfalli. Fað-
ir minn hafði látist úr krabbameini
ári fyrr og ég var staðráðin í að gera
allt til að ná heilsu. Ég sökkti mér
því í mikla rannsóknarvinnu á mat-
aræði og varð heilluð af því sem ég
las. Við erum það sem við borðum
og því skiptir öllu máli hvað við lát-
um ofan í okkur.“
Með það að leiðarljósi breytti
Kaja sínum eigin lífsstíl. Hún er
jafnframt mikill talsmaður þess að
við séum meðvituð um hvað við lát-
um ofan í okkur og að matvælaiðn-
aðurinn noti neytendur eins og til-
raunadýr. „Mér blöskrar alltaf jafn
mikið þegar ég sé til dæmis útskýr-
ingar á iðnaðarframleiddum efnum
þar sem tekið er fram að verið sé að
endurskoða efnið og beðið sé eftir
staðfestingu á því að varan sé örugg
til manneldis. Eða það eru varn-
aðarorð aftan á sælgætisbréfinu
sem segja að litarefnin geti haft nei-
kvæð áhrif á börn. Þetta finnst mér
glórulaust. Hvernig má það vera að
það sé ekki búið að staðfesta öryggi
og gæði vörunar áður hún kemur
inn á borð til neytenda?“ Nýjasta
dæmið er veip þó það sé ekki mat-
vara en gjörsamlega glórulaust að
mínu viti.“
Líkaminn þekkir alvörumat
„Besta leiðin er að vera meðvit-
aður um hvað þú lætur ofan í þig og
hafa samsetninguna rétta. Líkami
okkar er klókur og hann þekkir þeg-
ar hann fær góðan mat sem inni-
heldur næringu. Þegar um
„alvöru“-mat er að ræða segir hann
stopp þegar hann er orðinn saddur,
með öðrum orðum þú borðar minna.
Mín skoðun er sú að næringin
skipti höfuðmáli og það sé mikill
munur á t.d. erfðabreyttri iðnaðar-
vöru og lífrænt ræktaðri náttúru-
legri afurð. Tökum t.d. hveiti. Þegar
þú ert með iðnaðarframleiðslu ann-
ars vegar sem búið er að úða 7-9
sinnum á ræktunartímanum með
skordýraeitri og illgresiseitri eða líf-
ræna vöru sem er ræktuð án allra
eiturefna og ekki búið að bleikja.
Það er tvennt ólíkt hvernig líkaminn
bregst við svona ólíkri matvöru. Líf-
færi okkar þreytast við að vera und-
ir stöðugu álagi í eiturefnaútskiljun
og næringarinnihald er minna í iðn-
aðarframleiðslunni. Mörg okkar
hafa ekki hugmynd um hvað við er-
um að láta ofan í okkur eða börnin
okkar. Þá ekki síst þegar kemur að
unninni vöru sem er oftar en ekki
stútfull af iðnaðarframleiddum E-
efnum sem við vitum ekki hvað inni-
halda.“ E-efnaflóran sé svakaleg og
gott dæmi um þetta. „Mörg E-efni
eru eitruð í mínum huga og maður
hefur séð þess dæmi að sum þeirra
hverfa úr notkun þar sem búið er að
úrskurða þau óhæf til manneldis.
Besta dæmið er sjálfsagt bláa lit-
arefnið sem var notað m.a. í M&M
súkkulaðikúlurnar en það var bann-
að þegar í ljós kom að það gæti
valdið taugaskemmdum hjá börn-
um.“
Við erum
það sem
við borðum
Á Akranesi er að finna heildsölu, verslun og lífrænt
kaffihús sem hefur að geyma margar þær bestu kök-
ur og kræsingar sem finnast hér á landi. Konan á bak
við þetta allt saman er Karen Jónsdóttir eða Kaja
eins og hún er kölluð og reglan er einföld: allar vörur
eru lífrænar, umhverfisvænar og gæðin í hámarki.
Kaja trúir því staðfastlega að við séum það sem við
borðum og með þann boðskap að leiðarljósi stofnaði
hún Kaja Organic, Matarbúr Kaju og Café Kaju sem
blómstrar á Skaganum og fær alla til að líða vel.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Góð næring skiptir öllu Karen Jónsdóttir er konan á bak við Kaffi Kaju,
Matarbúr Kaju og Kaju Organics. Hágæðavörur sem næra líkama og sál.
Hágæðahuggulegheit Karen segir
það miklu máli skipta að bjóða upp
á næringarríka gæðavöru.
Hveiti er ekki bara hveiti Kaja býð-
ur meðal annars upp á lífrænt pasta.
Umhverfisvænt Kaja er með frábært
úrval af umhverfisvænu og lífrænu
góðgæti sem gælir við líkamann.
Heimilislegt og huggulegt Kaffihúsið er einstaklega heimilislegt og huggu-
legt enda vinsælt meðal heimamanna sem kunna greinilega gott að meta.
Matur er mannsins megin Lífspeki Kaju er sú að maturinn þurfi að vera
lífrænn, umhverfisvænn og ríkur að gæðum. Við erum það sem við borðum.
Hættum í sykri og sykurlaust líf er
eitthvað sem við heyrum oft og iðu-
lega og gleymum ekki sykurlausum
september! Í starfi mínu verð ég oft
vör við að þetta sykurlausa líf veld-
ur ruglingi hjá mörgum sem er
ekkert skrítið þar sem almennt er
hvítur hreinsaður borðsykur (rófu-
sykur) kallaður sykur, viðbættur
sykur er einnig kallaður sykur og í
síðasta lagi er orðið sykur notað
sem flokksheiti yfir alla þá sætu
sem til er, sem er hin rétta notkun á
orðinu sykur. Af þessu leiðir að
margir vita ekki hvaða sykur er
verið að vísa í þegar talað er um
sykur eða að vera sykurlaus.
Hvað þýðir það að vera sykurlaus
eða hætta í sykri? Í fyrsta lagi
gengur ekki upp að hætta í öllum
sykri því heilinn á okkur þrífst og
starfar á sykri, að auki inniheldur
nánast öll matvara einhverja teg-
und sykurs sem sést í næringargild-
istöflu matvöru undir kolvetni, en
það þarf ekki að þýða að matvaran
innhaldi viðbættan sykur en við-
bættur sykur er það sem flestir
vilja minnka eða hætta að borða.
Þetta er sykurinn sem er bætt
aukalega í matinn og kemur fram á
innihaldslýsingunni. Viðbættur
sykur er sykurinn sem við þurfum
ekki til þess að lifa.
Til þess að geta hætt eða minnk-
að viðbættan sykur eða valið þann
skásta þarf maður að vita hvað
hann heitir því listinn yfir tegundir
viðbætts sykurs er að verða æði
langur. Algengustu nöfnin sem við
sjáum á innihaldslýsingu í dag er
erfðabreyttur HFCS/HFC unninn
úr erfðabreyttum maís, stundum
kallað háfrúktósi, einnig eru dext-
rosa, fruktósi, maltose, mannitol,
sorbitol, glyerol, xylitol sem er
mjög mikið unninn sykur eða syk-
uralkóhól. En minna unninn sykur
eins og hvítur borðsykur (hvíttaður
rófusykur), agave og reyrsykur eru
á undanhaldi þar sem verð þykir of
hátt og náttúrusykur eins og
kókónektar, hunang og hlynsíróp
eru lítið notuð í dag þar sem þau
eru mjög dýr. Í mínum huga er ætíð
best að borða sem næst nátt-
úrulegum uppruna og sem minnst
unna matvöru en hafa samsetning-
urna ætíð þannig að þú sért að
borða næringu.
Hvað þýðir að vera sykurlaus?