Morgunblaðið - 31.10.2019, Síða 56
56 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2019
ARNAR/ALDA
Úlpa Kr. 28.990.-
60 ára Guðlaugur ólst
upp í Reykjavík og á
Tálknafirði en býr í
Mosfellsbæ. Hann er
skipstjórnarmenntaður
og vélstjóri og er skip-
stjóri á eigin bát, sem
heitir Dufan BA. Útgerð
Guðlaugs nefnist Þiljur ehf. og er jafn-
framt fasteignafyrirtæki.
Maki: Bryndís Ingibjörg Björnsdóttir, f.
1956, heimavinnandi.
Börn: Anna Birna, f. 1984, Harpa, f.
1985, og Þórður, f. 1989. Barnabörnin
eru orðin fimm.
Foreldrar: Þórður Guðlaugsson, f. 1933,
vélfræðingur, og Ólöf Þórunn Hafliða-
dóttir, f. 1932, hjúkrunarfræðingur. Þau
eru bús. í Kópavogi.
Guðlaugur Hákon
Þórðarson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þetta er góður dagur til að sinna
verkum sem krefjast einbeitingar og
sjálfsaga. Kannski þarftu að rífa upp
smávegis af illgresi til þess að hleypa
nýjum sprotum að.
20. apríl - 20. maí
Naut Enginn vafi er á því að þú verður
valin/n til að leiða mikilvægt verkefni.
Láttu ekkert standa á milli þín og ástar-
innar.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þegar þú stendur frammi fyrir
vandasömu verkefni, eins og núna, er
gott að byrja á því að greina kjarnann
frá hisminu. Láttu verða af því að taka
þér smá frí.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Fólk er tilbúið til að veita þér all-
an þann stuðning sem þú þarft því það
trúir á það sem þú ert að gera. Æfðu þig
í að vera þakklát/ur.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Forðastu að vera með stóryrtar
yfirlýsingar um líf annarra. Reyndu að
geyma smá orku til kvöldsins.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Saklaus athugasemd sem þú lést
falla hefur fallið í grýttan jarðveg og það
svo að vinur þinn gerir úlfalda úr mý-
flugu.
23. sept. - 22. okt.
Vog Ef þú heldur rétt á spilunum klárast
verkefnið í dag. Morgnarnir nýtast þér
best vinnulega séð. Tuð skilar engu.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Margir taka fjölskyldum sem
sjálfsögðum hlut. Trúðu vini fyrir vanda-
máli. Þú hittir manneskju sem á eftir að
breyta öllu í lífi þínu.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú átt einkar auðvelt með að
ná til annarra. Treystu á eigið innsæi,
það hefur gefist best hingað til.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Notaðu daginn í dag til þess
að pæla í því hvernig þú getur farið að
því að deila hugmyndum þínum með
öðrum.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Nýjar upplýsingar valda því að
þú átt erfitt með að taka ákvörðun.
Félagslífið er í blóma.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Láttu það vera að flýta þér um of
því það býður þeirri hættu heim að þú
skilir ekki þínu besta. Hrósaðu öðrum
meira.
menningarverkefnum á Vestfjörð-
um. Mætti þar nefna tónleikaröðina
Sumar í Hömrum (2007-2009), MN-
hátíðina (2004), tónlistarhátíðirnar
þriggja ára skeið og organisti Súða-
víkurkirkju 1995-2007.
Síðustu áratugina hefur Sigríður
átt virka aðild að mörgum stórum
S
igríður Ragnarsdóttir er
fædd 31. október 1949 á
Ísafirði og ólst þar upp.
„Sem barn og unglingur
eyddi ég flestum sumrum
hjá móðurfólki mínu á Gautlöndum í
Mývatnssveit og tók þar þátt í hefð-
bundnum sveitastörfum.“
Sigríður lagði stund á píanóleik
frá unga aldri hjá föður sínum,
Ragnari H. Ragnar. Hún hélt tón-
listarnáminu áfram við Tónlistar-
skólann í Reykjavík undir leiðsögn
Árna Kristjánssonar píanóleikara og
stundaði jafnframt nám við Mennta-
skólann í Reykjavík. Að loknu stúd-
entsprófi hélt hún til Bandaríkjanna
til náms í tónlistargreinum og forn-
málum við Lindenwood University í
Missouri og lauk þaðan BA-prófi
vorið 1971. Á árunum 1976-1978
dvaldi Sigríður í München þar sem
hún sótti tíma í tónvísindum og forn-
málum við Ludwig-Maximilian-
háskólann. Sigríður lagði stund á
meistaranám í menningarstjórnun
við Viðskiptaháskólann á Bifröst á
árunum 2004-2006 og veturinn 2013-
2014 var hún gestanemandi við List-
kennsludeild Listaháskóla Íslands.
Árið 2018 lauk hún námi í svæð-
isleiðsögn um Vestfirði.
„Meðan ég var í námi stundaði ég
ýmis störf, einkum almenn skrif-
stofustörf, sem kom mér síðar að
gagni í skólastjórastarfinu.“ Um
áratuga skeið hefur Sigríður tekið
virkan þátt í fjölbreyttum tónlistar-
störfum á Vestfjörðum. Hún starfaði
sem píanókennari við Tónlistarskóla
Ísafjarðar á árunum 1972-1976 og
aftur frá 1979. Hún varð skólastjóri
sama skóla árið 1984 og gegndi því
starfi til 2017. Hún var um áratuga
skeið undirleikari Sunnukórsins á
Ísafirði og kom fram með kórnum á
ótal tónleikum og uppákomum og
lék m.a. á hljómdiski kórsins sem út
kom fyrir nokkrum árum. Þá hefur
hún unnið og leikið með ýmsum fleiri
kórum, einsöngvurum og hljóðfæra-
leikurum, m.a. með Kammersveit
Vestfjarða, sem starfaði á Ísafirði og
Bolungarvík í nokkur ár. Sigríður
hefur einnig verið virk í tónlistar-
starfi kirkna fyrir vestan, hún var
organisti við Ísafjarðarkirkju um
Sellódagar á Ísafirði (2001), Jóns-
messutónar (1995), Sumarsólstöðu-
hátíð (1991) og ekki síst tónlistahá-
tíðina Við Djúpið, sem var lengi
árviss viðburður á Ísafirði. Þá stóð
hún að uppfærslum nokkurra stórra
kórverka á borð við Messías og Sálu-
messu Mozarts og uppfærslum á
söngleikjunum Oliver! (1999) og
Söngvaseið (2003). Hún var einnig
mjög virk í Styrktarfélagi til bygg-
ingar tónlistarhúss á Ísafirði og tók
þar þátt í margs kyns uppákomum,
kabarettum, torgsölum o.s.frv. „Ég
hef einkum helgað starfskrafta mína
eflingu tónlistaruppeldis og tónlist-
arlífs á svæðinu með það að leiðar-
ljósi að tónlistarkennsla sé mann-
rækt og að öflug menning sé
forsenda byggðar á Vestfjörðum.“
Sigríður hefur alla tíð verið mjög
virk í félagsstörfum, sat m.a. í stjórn
Neytendafélags Vestfjarða, Krabba-
meinsfélagsins Sigurvonar, Óperu
Vestfjarða og Delta Kappa Gamma
(félags kvenna í fræðslustörfum).
„Réttindi kvenna og barna hafa
ávallt verið mér mjög hugleikin.
Sigríður var einn af stofnendum
Kvennaframboðsins og Kvennalist-
ans og var margsinnis í framboði
fyrir Kvennalistann bæði í lands- og
sveitarstjórnarkosningum. Hún
gekk síðar til liðs við Samfylkinguna
og var um tíma varaþingmaður fyrir
Vestfjarðakjördæmi.
Sigríður var sæmd riddarakrossi
Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf
sín sumarið 2008 og sama haust var
hún útnefnd bæjarlistamaður Ísa-
fjarðarbæjar.
Fjölskylda
Eiginmaður Sigríðar er Jónas
Tómasson, f. 21.11. 1946, tónskáld.
Foreldrar hans voru Tómas Árni
Jónasson, f. 5.10. 1923, d. 5.11. 2016,
læknir, og Anna Jóhannesdóttir, f.
30.10. 1924, d. 6.5. 2018, húsmóðir.
Þau voru bús. í Reykjavík.
Börn Sigríðar og Jónasar eru 1)
Ragnar Torfi Jónasson, f. 17.6. 1973,
verkefnisstjóri hjá Meniga, býr á
Álftanesi. Maki: Tinna Þorsteins-
dóttir, píanóleikari. Dætur Ragnars
og Tinnu eru Áshildur Jökla, f. 29.5.
2009 og Steinunn Embla, f. 4.5. 2011;
Sigríður Ragnarsdóttir, tónlistarmaður og fyrrverandi skólastjóri – 70 ára
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fjölskyldan Sigríður og Jónas ásamt börnum sínum, barnabörnum og
tengdadótturinni Tinnu, á heimili sínu, en þau eru flutt í Garðabæinn.
Tónlistarkennsla er mannrækt
Kammersveit Vestfjarða Hjónin Jónas og Sigríður, Jakob Hallgrímsson,
Hjálmar Ragnarsson og Gunnar Björnsson.
40 ára Edda er Reyk-
víkingur, ólst upp í Graf-
arvogi en býr í Selja-
hverfinu. Hún er
jarðfræðingur að
mennt, með meistara-
gráðu frá HÍ. Hún er
verkefnastjóri hjá Ný-
sköpunarmiðstöð Íslands og vinnur helst
við malbiksrannsóknir. Edda er hestakona
og í fyrra vann hún áhugamannamót Ís-
lands í fjórgangi.
Maki: Heiðar Vignir Pétursson, f. 1980, bif-
reiðarstjóri hjá Ölgerðinni.
Foreldrar: Þorsteinn Ingi Jónsson, f. 1955,
smiður í Rvík, og Guðný Stefánsdóttir, f.
1956, skrifstofumaður hjá Reykjavíkurborg.
Stjúpfaðir er Grétar Einarsson, f. 1947,
leigubílstjóri. Þau eru bús. í Reykjavík.
Edda Sóley
Þorsteinsdóttir
Til hamingju með daginn
Reykjavík Eva María Sig-
valdadóttir fæddist 22.
febrúar 2019 kl. 3.18. Hún
vó 3.386 g og var 49 cm
löng. Foreldrar hennar eru
Hanna Lea Magnúsdóttir
og Sigvaldi Örn
Gústavsson.
Nýr borgari