Morgunblaðið - 31.10.2019, Síða 59

Morgunblaðið - 31.10.2019, Síða 59
ÍÞRÓTTIR 59 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2019 Á ÁSVÖLLUM/Í AUST- URBERGI/Á AKUREYRI Ívar Benediktsson Jóhann Ingi Hafþórsson Einar Sigtryggsson Haukar voru sjálfum sér verstir gegn baráttuglöðum Eyjamönnum þegar liðin mættust í toppslag 7. um- ferðar Olís-deildar karla í hand- knattleik í Schenker-höllinni á Ás- völlum í gærkvöld. Liðin skildu með skiptan hlut, 28:28, í viðureign þar sem Haukar voru með frumkvæðið lengst af. Leikmenn ÍBV skoruðu fjögur af síðustu fimm mörkum leiksins og tóku með sér eitt stig heim til Eyja eftir tvo tapleiki í röð með einu marki. Kári Kristján Krist- jánsson jafnaði metin þegar tvær mínútur voru til leiksloka. Sóknarleikur Hauka var öflugur en hins vegar fóru leikmenn illa að ráði sínu og brást á tíðum bogalistin í góðum marktækifærum. Liðinu tókst að leysa vel framliggjandi vörn ÍBV og hefði átt með réttu að skora vel yfir 30 mörk. Varnarleikur liðsins var ekki eins góður og stundum áð- ur. Markvarslan var á hinn bóginn vart merkjanleg sem er harla óvenjulegt. Eyjamenn léku illa í fyrri hálfleik, einkum í sókninni. Þeir söknuðu Kristjáns Arnar Kristjánssonar sem glímir við eymsli í baki. Leikmenn ÍBV lögðu hins vegar ekki árar í bát. Þeir seigluðust áfram og unnu vel fyrir einu stigi sem hlýtur eftir allt að vera harla uppörvandi á útivelli eftir tvo tapleiki á heimavelli í röð í jöfnum leikjum. Stórkostlegur fyrri hálfleikur FH bauð upp á eina bestu frammi- stöðu tímabilsins til þessa í fyrri hálfleiknum gegn ÍR á útivelli. Loka- tölur urðu 32:27, en staðan í hálfleik var 19:8, FH í vil. FH var spáð Ís- landsmeistaratitlinum af flestum fyrir mót og liðið sýndi í gær hvers vegna. ÍR átti engin svör við hröðum og skemmtilegum sóknarleik FH- inga og Phil Döhler fór á kostum í markinu hinum megin. Döhler varði 28 skot í leiknum og bauð upp á frammistöðu sem beðið hefur verið eftir þar á bæ. Döhler kom til FH frá stórliði Magdeburg í Þýskalandi og var búist við miklu af kauða. Hann hefur átt ágæta spretti en heilt yfir valdið vonbrigðum. Í gær var annað uppi á teningnum og verður mjög erfitt fyrir hvaða lið sem er að stoppa FH með Döhler í stuði. FH-ingar mættu nokkuð væru- kærir til leiks í seinni hálfleik, enda staðan glæsileg og tókst ÍR-ingum að minnka muninn töluvert. Þeir voru þó aldrei líklegir til að jafna. ÍR vann fimm fyrstu leiki sína en hefur nú tapað tveimur í röð. Það verður áhugavert að sjá hvernig ÍR-ingar glíma við fyrsta alvörumótlætið á tímabilinu. Í gær voru of margir leik- menn undir pari. Björgvin Þór Hólmgeirsson, Kristján Orri Jó- hannsson og Hafþór Már Vignisson skoruðu samtals fjögur mörk og spili þeir ekki betur mun ÍR ekki vinna marga leiki. ÍR er enn einu stigi á undan FH en miðað við leikinn í gær, verður það ekki mikið lengur. KA kreisti fram jafntefli Stjarnan fór illa að ráði sínu í gær þegar liðið mætti á KA í KA- heimilinu á Akureyri. KA lék án Færeyinganna Áka Egilsnes og All- an Norðberg og munaði um minna. Stórskyttan Tarik Kasumovic var svo lítið með þannig að KA var án þriggja stærstu póstanna sinna í leiknum. Stjarnan fékk fljúgandi start í leiknum án þess þó að spila mikla sókn. KA fór hörmulega af stað í sóknum sínum og Stjarnan skoraði sex hraðaupphlaupsmörk á fyrsta kortérinu. KA tók sitt annað leikhlé í stöðunni 4:10 og reyndi að berja í brestina. Staðan var 10:15 í hálfleik og Stjarnan í mjög góðum málum. Langt fram í seinni hálfleik var fjögurra marka munur á liðunum og Stjarnan gaf ekkert eftir. Með miklu harðfylgi og einhvers konar krafta- verki náðu KA-menn að jafna leikinn á lokamínútunum en KA skoraði þrjú síðustu mörkin á lokamín- útunum tveimur. Patrekur Stefánsson var bestur hjá KA og sá eini sem virkilega þorði að skjóta á markið. Dagur Gautason var svo mikilvægur á endasprett- inum. Stjörnumenn voru flestir ágætir í leiknum og var vörnin sterk lengstum. Leó Snær Pétursson og Andri Þór Helgason skoruðu mikið en mörk þeirra komu flest úr hraða- upphlaupum.  Leikjum HK og Fram, og Fjölnis og Vals, var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. Sjá mbl.is/sport/ handbolti. Kári tryggði ÍBV jafntefli  Skoraði tveimur sekúndum fyrir leikslok gegn Haukum á Ásvöllum  FH-ingar sannfærandi í sigri gegn ÍR-ingum í Breiðholtinu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Jafntefli Fannar Þór Friðgeirsson, ÍBV, reynir að komast fram hjá Ásgeiri Erni Hallgrímssyni, Haukum. Sara Björk Gunnarsdóttir, lands- liðskona í knattspyrnu, er komin áfram í 8-liða úrslit Meist- aradeildar Evrópu í knattspyrnu með liði sínu Wolfsburg. Þýsku meistararnir slógu í gær Twente frá Hollandi út úr keppninni 7:0 samanlagt. Wolfsburg vann síðari leikinn í Hollandi 1:0. Sara Björk lék síðari hálfleikinn með Wolfsburg í gær og tók víta- spyrnu á 59. mínútu en brást boga- listin í þetta skiptið. Wolfsburg lék til úrslita í keppninni sumarið 2018 en tapaði þá fyrir Lyon. Wolfsburg í 8-liða úrslitin af öryggi Ljósmynd/Þórir Tryggvason Meistaradeildin Sara er orðin vörn því að fara langt í keppninni. Einn af reyndustu mönnum í ís- hokkíhreyfingunni á Íslandi, Helgi Páll Þórisson, er tekinn við þjálfun karlaliðs SR. Helgi hefur verið leik- maður, dómari og stjórnarmaður í ÍHÍ á ferlinum. Honum til aðstoðar verður Ævar Þór Björnsson sem lengi var markvörður liðsins og landsliðsmaður. Miloslav Racansky, fráfarandi þjálfari, óskaði sjálfur eftir því að hætta og mun einbeita sér að því að spila með liðinu og þjálfa yngri flokka hjá félaginu. SR hefur tapað fyrstu sex leikjum sín- um í Hertz-deildinni. Helgi og Ævar teknir við SR Ljósmynd/SR Léttir Ævar Þór Björnsson og Helgi Páll Þórisson í Laugardalnum. Ásvellir, Olísdeild karla, miðvikudag- inn 30. október 2019. Gangur leiksins: 3:2, 6:4, 10:9, 13:10, 15:12, 15:14, 18:16, 20:20, 23:22, 25:24, 28:28. Mörk Hauka: Halldór Ingi Jónasson 10/3, Vignir Svavarsson 5, Adam Haukur Baumruk 4, Einar Pétur Pétursson 4, Ólafur Ægir Ólafsson 3/1, Ásgeir Örn Hallgrímsson 2. Varin skot: Grétar Ari Guðjónsson 3, Andri Sigmarsson Scheving 3. Utan vallar: 6 mínútur. HAUKAR – ÍBV 28:28 Mörk ÍBV: Dagur Arnarsson 6, El- liði Snær Viðarsson 6, Kári Kristján Kristjánsson 5/1, Hákon Daði Styrmisson 4/2, Fannar Frið- geirsson 3, Theódór Sigurbjörnsson 2, Friðrik Hólm Jónsson 1, Gabriel Martínez 1. Varin skot: Björn Viðar Björnsson 14, Petar Jokanovic 2/1. Utan vallar: 12 mínútur. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson. Áhorfendur: 600. Það er til skammar og angrar mig alveg rosalega hvern- ig stjórnvöld hafa dregið lapp- irnar varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja hér á landi. Í raun finnst mér þó meira pirr- andi að það skuli ekki vera hægt að setja fram skýr svör og stefnu í þessum málum. Nú eru bara fínar líkur á því að íslenska karlalandsliðið í fót- bolta þurfi að spila heimaleik annars staðar en á Íslandi í mars. Við gætum hugsanlega haft samband við okkar gömlu herraþjóð Dani eða leitað á náðir Færeyinga, sem manni virðist að séu mun betur á tánum en við í þessum efnum. Þetta er auðvit- að ömurleg staða. Á sama tíma er bara beðið eftir því að ekki megi lengur spila handbolta- landsleiki hér á landi og að- stöðuleysið hér á landi varð til þess að Selfyssingar máttu ekki spila í Meistaradeild Evrópu í vetur. Frábært. Ég veit í raun ekki hvar keppnisaðstaðan er góð á Íslandi. Er eitthvert íþróttalands- lið ánægt? Ísland vann silfur á Ólympíu- leikum og brons á Evrópumóti í handbolta, og fótboltalandsliðin okkar hafa komist á hvert stór- mótið á fætur öðru, en íþrótta- heimurinn hér á landi er verð- launaður með blómum og kossum. Minnir í raun svolítið á jarðarför, sem er kannski ekki til- viljun. Mætti ég frekar biðja um aðgerðir. Ég gæti hugsanlega fyrir- gefið allan þennan seinagang við uppbyggingu íþróttamannvirkja (það er að segja ef hann væri ekki orðinn svona mikill) ef stjórnvöld kæmu bara fram og segðu skýrt: „Sorrý, það eru ekki til neinir peningar núna en við erum búin að reikna út að hægt verði að gera nýjan völl og höll eftir 10 ár.“ En í staðinn hefur í mörg, mörg ár verið boðið upp á japl, jaml og fuður sem allir hafa svo gaman af. Engin skýr svör um hvert við stefnum og hvað verður gert hvenær. Ég hlakka til þess dags þegar úr þessu verður bætt. BAKVÖRÐUR Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Austurberg, Olísdeild karla, miðviku- daginn 30. október 2019. Gangur leiksins: 2:4, 5:8, 7:13, 8:15, 8:19, 11:21, 15:24, 19:26, 21:29, 23:31, 27:32. Mörk ÍR: Sturla Ásgeirsson 8/7, Bergvin Þór Gíslason 6, Sveinn Andri Sveinsson 6, Þrándur Gíslason 2, Hafþór Már Vignisson 2, Viktor Sig- urðsson 1, Kristján Orri Jóhannsson 1, Björgvin Þór Hólmgeirsson 1. Varin skot: Sigurður Ingiberg Ólafs- son 12, Óðinn Sigurðsson 2. ÍR – FH 27:32 Utan vallar: 4 mínútur Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 10/3, Egill Magnússon 5, Einar Rafn Eiðs- son 5, Arnar Freyr Ársælsson 4, Ágúst Birgisson 3, Birgir Már Birg- isson 2, Bjarni Ófeigur Valdimarsson 1, Jakob Martin Ásgeirsson 1, Leon- harð Þorgeir Harðarson 1. Varin skot: Phil Döhler 28. Utan vallar: 14 mínútur Áhorfendur: Á að giska 150. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Sig- urjón Þórðarson Olísdeild karla Haukar – ÍBV ....................................... 28:28 KA – Stjarnan....................................... 27:27 ÍR – FH ................................................. 27:32  Leikjum Fjölnis og Vals, og HK og Fram, var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. Sjá úrslit og stöðu á mbl.is/sport/ handbolti. Meistaradeild karla A-RIÐILL: Flensburg – Barcelona ....................... 27:34  Aron Pálmarsson skoraði 5 mörk og gaf 5 stoðsendingar fyrir Barcelona. Danmörk Mors-Thy – Aalborg............................ 33:30  Janus Daði Smárason skoraði 3 mörk. fyrir Aalborg. Ómar Ingi Magnússon er meiddur. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins. Svíþjóð Kristianstad – Hallby.......................... 26:17  Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði 2 mörk fyrir Kristianstad og Teitur Örn Ein- arsson 1. Skövde – Sävehof .................................30:32  Ágúst Elí Björgvinsson varði 14 skot í marki Sävehof. Helsingborg – Alingsås ...................... 23:38  Aron Dagur Pálsson skoraði 1 mark fyr- ir Alingsås. Noregur Elverum – Haslum............................... 28:24  Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 3 mörk fyrir Elverum. Follo – Oppsal ...................................... 19:26  Thea Imani Sturludóttir skoraði 4 mörk fyrir Oppsal. 

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.