Morgunblaðið - 31.10.2019, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 31.10.2019, Blaðsíða 60
STJARNAN Kristján Jónsson kris@mbl.is „Við teljum okkur geta farið alla leið. Við förum ekki í felur með það þótt við höfum tapað tveimur leikjum í röð. Við ætlum að vinna markvisst í okkar leik og ætlum okkur að vera betri sem lið í hverri viku,“ sagði Arnþór Freyr Guðmundsson, leik- maður Stjörnunnar, þegar Morgun- blaðið spjallaði við hann í gær. „Ég held að stóri bikarinn sé það sem allir Stjörnumenn hafi augun á. Auðvitað viljum við vinna alla titla en flestra augu eru á Íslandsmeist- aratitlinum.“ Stjarnan féll úr keppni í undan- úrslitum Íslandsmótsins í fimm leikja rimmu gegn ÍR. Stjarnan varð hins vegar bikarmeistari á síðasta tímabili og hafnaði einnig í efsta sæti í deilda- keppninni. Gefur það ekki liðinu meðbyr í vetur? „Jú klárlega. Það var frábært fyrir félagið að vinna tvo titla í fyrra. Við ætluðum okkur auð- vitað að vinna Íslandsmótið í fyrra en það fór eins og það fór.“ Hlynur á sjúkralistanum Garðbæingar hafa ekki farið af stað með neinum látum í Dominos- deildinni þótt allir geri sér grein fyrir því að liðið hafi burði til að vera mjög sterkt. Stjarnan vann Þór Þorláks- höfn og ÍR en tapaði fyrir Tindastóli og Keflavík. „Við erum kannski ekki alveg komnir á þann stað sem við viljum vera á. Hjá okkur eru nýir er- lendir leikmenn og við erum að reyna að púsla þessu saman,“ sagði Arnþór en þess ber að geta að leiðtogi liðsins, Hlynur Bæringsson, missti af báðum leikjunum sem töpuðust en hann er með brákað rifbein. „Ég held að allir geri sér grein fyrir því hversu mikil- vægur hann er fyrir okkur. En það þýðir lítið að tala um það vegna þess að við getum ekki stjórnað því. Við verðum bara allir að þjappa okkur saman og gera betur.“ Tomsick frábær leikmaður Stjarnan fékk Nikolas Tomsick til sín í sumar en hann vakti mikla at- hygli síðasta vetur fyrir frammistöðu sína með Þór í Þorlákshöfn. Tomsick var einn albesti leikmaður deild- arinnar á síðasta tímabili og Garðbæ- ingar vænta sjálfsagt mikils af hon- um. „Hann kemur ágætlega inn í þetta hjá okkur. Hlutverk hans er ekki al- veg það sama og hjá Þór í fyrra. Hann er að venjast því að spila með okkur og við erum að venjast honum. Við leikmennirnir höfum ekki áhyggjur af því að hann skili ekki sínu. Hann er frábær leikmaður og skiljanlegt að fólk búist við miklu af honum. Ég held að Tomsick eigi bara eftir að verða góður fyrir okkur.“ Erfitt að spá í spilin Deildin var mjög sterk á síðasta tímabili og ekki er útlit fyrir annað en að hún verði það einnig í vetur. Mörg lið hafa hins vegar tekið miklum breytingum auk þess sem ýmislegt óvænt getur gerst í úrslitakeppninni eins og dæmin sanna. Spurður um hvaða lið geti slegist um Íslands- meistaratitilinn segir Arnþór erfitt að spá um það á þessum tímapunkti. „Það er erfitt að segja til um það núna. Ég er ekki viss um að það verði í samræmi við það hvernig stigataflan er í dag. Ég á von á því að hún eigi eft- ir að breytast töluvert þegar líður á tímabilið,“ sagði Arnþór Freyr Guð- mundsson enn fremur en hann hefur skorað 9 stig að meðaltali í fyrstu leikjunum og er með hátt í 40% nýt- ingu fyrir utan 3 stiga línuna. Markmiðið að vinna Ís- landsmótið Morgunblaðið/Hari Skytta Arnþór Freyr Guðmundsson er gjarnan fyrir utan 3 stiga línuna.  Mikill metnaður til staðar hjá bikarmeisturunum í Garðabænum 60 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2019 Þjálfari: Arnar Guðjónsson Aðstoðarþjálfari: Hörður Unn- steinsson. Árangur 2018-19: 1. sæti og tap gegn ÍR í undanúrslitum, 3:2. Íslandsmeistari: Aldrei. Tvisvar leikið til úrslita, 2011 og 2013. Bikarmeistari: 2009, 2013, 2015 og 2019.  Stjarnan vann Þór Þ. í fyrstu umferð og ÍR í annarri umferð en tapaði fyrir Stjörnunni í þriðju umferð og gegn Keflavík í fjórðu umferð. Liðið mætir Njarðvík annað kvöld á útivelli. BAKVERÐIR: Arnþór Freyr Guðmundsson Dúi Þór Jónsson Ingimundur Orri Jóhannsson Magnús Bjarki Guðmundsson Nick Tomsick Orri Gunnarsson Ægir Þór Steinarsson FRAMHERJAR: Ágúst Angantýsson Friðrik Anton Jónsson Kyle Johnson MIÐHERJAR: Hlynur Elías Bæringsson Jamar Akoh Tómas Þórður Hilmarsson Lið Stjörnunnar 2019-20 KOMNIR: Kyle Johnson frá Frakklandi Nick Tomsick frá Þór Þorlákshöfn Jamar Akoh frá Montana-háskóla í Bandaríkjunum FARNIR: Brandon Rozzell til Luleå í Svíþjóð Antti Kanervo til Helsinki Seagulls í Finnlandi Egill Agnar Októsson til Fjölnis Collin Pryor til ÍR Eysteinn Bjarni Ævarsson til Hatt- ar Grímkell Orri Sigurþórsson til Álftaness Breytingar á liði Stjörnunnar  Mikilvægi Hlyns Bæringssonar hefur heldur bet- ur komið í ljós en liðið hefur unnið leikina sem hann hefur spilað en tapað báðum án hans.  Það er lykilatriði fyrir Stjörnuna að Ægir og Thomsick nái vel saman.  Bandaríkjamaðurinn í liðinu er meira svona leik- maður sem þarf að þjónusta í sókn en þeir Kanar sem hafa virkað best í Dominos-deildinni eru leik- menn sem geta skorað sjálfir og líka skapað fyrir aðra.  Það vantar ekki mikið upp á að Stjarnan geti ógnað meisturum KR í vor og ég hef trú á því að Stjarnan verði komin á þann stað þegar það skiptir máli. Benedikt Guðmundsson um Stjörnuna  Kvennalið KR í knattspyrnu hefur fengið góðan liðsstyrk en Ana Victoria Cate og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir hafa skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Ana, sem er 28 ára gömul, kemur til KR frá HK/Víkingi en hún hefur spilað hér á landi frá árinu 2014, lengst af með Stjörnunni. Þórdís kem- ur frá Þór/KA eftir að hafa verið hjá Stjörnunni og Breiðabliki hér á landi. Skammt er síðan Lára Kristín Ped- ersen, fyrrverandi samherji Önu og Þórdísar í Stjörnunni, kom til KR frá Þór/KA. Svo gæti farið að sú fjórða úr fyrrverandi meistaraliði Stjörnunnar, Harpa Þorsteinsdóttir, bætist í hóp- inn en hún kveðst í viðtali við mbl.is halda öllum möguleikum opnum.  Spænski fram- herjinn Álvaro Montejo er búinn að framlengja samning við Þór Akureyri og mun því spila með liðinu í 1. deildinni í fót- bolta á næstu leik- tíð. Montejo hefur spilað með Ak- ureyrarliðinu undanfarin tvö ár. Hann skoraði 10 mörk í 18 deildarleikjum á síðustu leiktíð og 16 mörk í 21 leik í deildinni árið áður. Montejo hóf feril sinn hér á landi með Hugin á Seyð- isfirði árið 2014 og þá hefur hann einnig spilað með Fylki og ÍBV.  Knattspyrnumaðurinn Halldór Orri Björnsson er genginn til liðs við Stjörnuna á nýjan leik og hefur skrifað undir þriggja ára samning við Garða- bæjarfélagið. Halldór yfirgaf FH í vik- unni eftir að hafa spilað með Hafn- arfjarðarliðinu undanfarin þrjú ár en hann er uppalinn Stjörnumaður og lék með liðinu í mörg ár áður en hann reyndi fyrir sér í atvinnumennskunni í eitt ár með sænska liðinu Falkenbergs árið 2014. Halldór Orri hefur spilað 188 leiki í efstu deild og hefur í þeim skorað 59 mörk. Hann á tvo A- landsleiki að baki.  Þrír íslenskir körfuboltadómarar og eftirlitsmenn voru við störf á leikjum á vegum FIBA í gær. Davíð Tómas Tóm- asson dæmdi leik TTT Riga gegn Tango Bourges frá Frakklandi í Lett- landi í Evrópudeild kvenna. Davíð dæmdi með Rússa og Úkraínumanni. Rúnar Birgir Gíslason var eftirlits- maður FIBA á leiknum og var þetta í annað sinn sem þeir Davíð eru valdir í sama leik. Ísak Ern- ir Kristinsson var svo einn dómara í leik Bakken Be- ars frá Dan- mörku og Kataja frá Finnlandi í Evrópubik- arnum, en leikið var í Risskov í Danmörku. Dæmdi Ísak með Grikkja og Frakka. Eitt ogannað „Við áttum góðan leik á Íslandi en við erum bara hálfnuð. Við þurfum að taka verkefnið alvarlega og gefa okkur öll í það,“ sagði Olivier Echo- uafni, þjálfari PSG, í gær. PSG og Breiðablik mætast í París í kvöld í seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta kvenna. PSG er í kjörstöðu með 4:0-forskot. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji Blika, er í hópi markahæstu leikmanna keppninnar með 9 mörk. Nær Berglind tug í París? Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Yfirburðir Breiðablik átti erfitt uppdráttar gegn stjörnum PSG. Ada Hegerberg, framherji franska knattspyrnuliðsins Lyon, var á skotskónum þegar Evrópumeist- ararnir fengu Fortuna Hjörring í heimsókn í seinni leik liðanna í sex- tán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í gær. Heger- berg skoraði tvívegis fyrir Lyon í 7:0 sigri og er orðin markahæsti leikmaður í sögu keppninnar með 53 mörk í 50 leikjum. Hin þýska Anja Mittag átti metið með 51 mark. sport@mbl.is Hegerberg sló metið AFP Met Ada Hegerberg skorar í Meistaradeildinni á dögunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.