Morgunblaðið - 31.10.2019, Page 62

Morgunblaðið - 31.10.2019, Page 62
62 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2019 Okkar þekking nýtist þér.. Orkusparnaður með Nergeco hraðopnandi iðnaðarhurðum Mest seldu iðnaðarhurðir á Íslandi • Opnast hratt og örugglega • Orkusparandi • Þola mikið vindálag • Öruggar og áreiðanlegar • Henta við allar aðstæður • Yfir 20 ára reynsla á Íslandi • Hafðu samband við okkur og við finnum réttu hurðina fyrir þig Myndlistarmaðurinn Ragnar Kjart- ansson ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og segir nú frá því á vef The Art Newspaper að hann muni endurgera eða -skapa bandarísku sápuóperuna Santa Barbara og sýna í nýrri menningar- miðstöð, GES-2, í Moskvu í sept- ember á næsta ári. Santa Barbara sápuóperan hóf göngu sína á níunda áratugnum og verður endurgerð Ragnars í formi umfangsmikils vídeóverks sem verður dreift um hina miklu menn- ingarmiðstöð. Segir í frétt The Art Newspaper að valdir þættir verði endurleiknir daglega á mjög stóru sviði inni í GES-2 og að Ragnar muni einnig taka upp staka þætti með rússneskum leikurum í stúdíói sínu á Íslandi. Þar verði smíðaðar sviðsmyndir í anda sápuóperunnar og leikið eftir raunverulegum handritum að þáttum Santa Barb- ara. „Þú hefur svikið mig!“ Í Santa Barbara segir af Cap- well-fjölskyldunni í Kaliforníu og var sápuóperan sú fyrsta frá Bandaríkjunum sem sýnd var í Rússlandi en sýningar hófust á rík- isstöðinni RTR árið 1992. „Rússar voru að senda hver öðr- um ljóð og svo kom Santa Barb- ara allt í einu og allt breyttist. Þetta er tilfinn- ingaþrunginn massi, skúlptúr. Við erum í sífellu að leika atriði þar sem fólk læt- ur út úr sér setn- ingar á borð við „Þú hefur svikið mig!“,“ er haft eft- ir Ragnari í fréttinni. Stofnunin sem rekur GES-2 sendi frá sér tilkynningu um verkefnið og segir í henni m.a. að í verkinu megi sjá hvernig skáldskapur og list geti haft áhrif á heiminn. Stofnunin hafi veitt Ragnari leyfi til að nota allt rými menningarmiðstöðvarinnar og allar hæðir, í því skyni að hann geti látið draum sinn rætast eða draumsýn. Flutti „Guð“ fyrir fullu húsi Ragnar framdi gjörning sinn „God“, eða Guð, 28. október sl. í Majakovskí-leikhúsinu í Moskvu, sex klukkustunda langan en í hon- um syngur hann, í rússneskri þýð- ingu, um að sorgin sigri hamingj- una. Var fullt hús og sungu gestir með, samkvæmt fréttinni. Ragnar endurger- ir Santa Barbara  Umfangsmikið verk sýnt í Moskvu Ragnar Kjartansson Tónlistarhátíðin Airwhales verður haldin í fyrsta sinn helgina 7.-9. nóv- ember frá kl. 16 til miðnættis á hót- elinu Hlemmur Square að Lauga- vegi 105 og verður aðgangur ókeypis. Markmiðið með hátíðinni er að koma listamönnum sem eru frá eða búa á Íslandi á framfæri, skv. til- kynningu. „Við trúum á tónlist- arsenuna í Reykjavík og finnst að þetta tónlistarfólk eigi að fá sjálf- stætt svið til að koma tónlist sinni á framfæri og fá tækifæri til að deila þessari helgi og byggja brýr til ann- arra landa. Airwhales er fyrir alla. Alla listamenn sem taka þátt, og alla þá sem hlusta. Við erum að taka bylgj- urnar aftur til okkar. Málstaður okkar kemur frá hjartanu,“ segir í tilkynningu og að boðið verði upp á yfir 20 tónlistarmenn, plötusnúða og aðra listamenn í fyrrnefnda þrjá daga. Hátíðin er í samkeppni við stærstu tónlistarhátíð á Íslandi, að því er fram kemur í tilkynningunni og er þar átt við Iceland Airwaves sem haldin verður 6.-9. nóvember. Meðal listamanna sem koma fram eru Jelena Ciric, Gugusar, Skauti, MSEA, Dead Bird Lady, David Rist, supersport, Ottoman, Skoffín, S.hel, Regn., Marteinn Sindri, Sinah, Sal- óme Katrín og Reykjavik on Stage. Um Hlemm Square segir að hót- elið sé stoltur 0bakhjarl margra listahátíða og viðburða í Reykjavík og að á jarðhæðinni sé reglulega boðið upp á tónlistar- eða listvið- burði. Airwhales-hátíðin haldin í fyrsta sinn á Hlemmi Square Marteinn Sindri Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Rapparinn Countess Malaise, öðru nafni Dýrfinna Benita, sendir frá sér fyrstu breiðskífu sína í dag, á hrekkjavöku, 31. október. Platan ber titilinn Hystería en Countess Malaise segir að platan sé persónu- leg og að í lögunum takist hún á við andlega vanlíðan, femínisma, geð- ræn vandamál og fleira. „Ég er að fjalla um hvernig það er að vera kona með sterkan persónu- leika og geðræn vandamál. Í raun er þetta hreinskilin frásögn af lífi mínu. Þess vegna heitir platan líka Hystería, því ég tala um ofbeldi, nauðgunarmenningu og femínisma í lögunum mínum. Hér áður fyrr var litið niður á konur sem voru með sterkar skoð- anir og töluðu um þessa hluti, þær voru gjarnan taldar klikkaðar eða kallaðar nornir. Mér fannst Hyster- ía vera fullkomið nafn á plötuna vegna sögunnar á bak við orðið og það hvernig orðið hefur verið notað í gegnum tíðina, aðallega til þess að lýsa konum.“ Countess Malaise vill ekki bara tala um konur og karla. „Ég reyni að hafa lögin mín þann- ig að þau séu opin fyrir öll vegna þess að ég er hinsegin listakona og styð allt trans og „gay“ og „non-bin- ary“ fólk. Ég styð alla þá sem eru jaðri samfélagsins vegna þess að það er frábært að vera öðruvísi og á þessari plötu er ég er svolítið að fagna því.“ Mikil kúnst að tjá sig með rappi Spurð hvort rappið sé góður mið- ill til að koma skilaboðum sem þess- um á framfæri segir Countess Mala- ise: „Já. Rapp varð til vegna reiði og valdleysis jaðarhópa. Rappið er í raun ljóð, orð sem maður getur leik- ið sér með og tjáð sig með hætti sem maður getur ekki annars. Það er svo mikil kúnst að tjá sig með rappi.“ Countess Malaise segir að á plöt- unni afhjúpi hún sig enn meira en áður. „Ég syng líka á plötunni og það er í fyrsta skipti sem ég syng opin- berlega. Ég er að prófa nýja hluti á plötunni og fer út fyrir þæginda- ramma minn. Ég ýti sjálfri mér út í það að vera berskjaldaðri en ég hef verið áður.“ Countess Malaise segir að ástæð- an fyrir þessari afhjúpun sé sú að hún vilji að tónlistin sé ekta. „Þannig tengir maður við list. Ég vil að fólk geti hlustað á þetta og fundið fyrir því að það megi finna fyrir öllum þessum tilfinningum, hamingju, losta, kvíða, þunglyndi og reiði, og að það sé allt í lagi. Það er svolítið ástæðan fyrir því að ég lagði áherslu á að platan yrði svona fjöl- breytt í tilfinningum og sögum.“ Countess Malaise er nú þegar bú- in að senda frá sér þrjú lög á þessu ári og nú sendir hún frá sér Hyster- íu, en á henni er að finna átta lög. Hún er því einn af þeim íslensku röppurum sem hafa verið hvað virk- astir þetta árið. Notar vanlíðan í sköpun Countess Malaise útskrifaðist úr háskóla í Amsterdam sumarið 2018 og var henni farið að líða verulega illa undir lokin. Hún ákvað að koma heim til Íslands bæði til þess að skapa tónlist og til þess að vinna í sjálfri sér og andlegri líðan sinni. „Ég rétt svo náði önninni lifandi því mér leið svo illa. Ég notaði allt sem ég upplifði til að vinna að þess- ari plötu og koma mér aðeins niður á jörðina heima á Íslandi, vera í kringum vini og fjölskyldu og fá hjálp og á sama tíma nota allan kvíðann og allt stressið og þung- lyndið til þess að skapa eitthvað þýðingarmikið og líka eitthvað sem fólk getur haft gaman af og lært eitthvað af.“ Sköpunarþörfin dreif Countess Malaise áfram. „Fyrst og fremst skapa listamenn vegna þess að þeir þurfa þess. Ég þurfti bara að koma heim og skapa og þess vegna er þetta allt byrjað að rúlla hjá mér núna. Ég var að gera tónlist á meðan ég var í skóla og spilaði víða í Evrópu. Það var ótrú- lega erfitt að halda öllum þessum boltum á lofti. Núna er ég að reyna að gera eins mikið og ég get,“ segir Countess Malaise, sem er sömuleið- is á fullu í myndlist, en 30. nóvemb- er verður opnuð sýningin Lucky Me í Kling og Bang með verkum eftir hana, Melanie Ubaldo og Darren Mark. Spurð hvaða þýðingu það hafi að platan komi út á hrekkjavöku segir Countess Malaise: „Það er tími þegar fólk getur dressað sig upp og verið hvað sem það vill og leikið sér.“ Hingað til hefur Countess Mal- aise helst gefið út tónlist sem er í gotneskum stíl. „Það verður alltaf hluti af mér og ég myndi segja að platan væri mjög fjölbreytt. Mér líður eins og með hverju lagi sem ég gef út sé alltaf einhver þróun, alltaf eitthvað nýtt sem bætist við. Mig langar að halda því áfram, ýta sjálfri mér út fyrir það sem ég er vön í hvert skipti.“ Á næsta ári mun Countess Mal- aise gefa plötuna út á vínyl og sömu- leiðis mun hún senda frá sér tón- listarmyndbönd við lög af Hysteríu. Hystería Hluti ljósmyndar sem prýðir bakhlið fyrstu plötu rapparans Countess Malaise. Rapparinn er fyrirsætan.  Rapparinn Countess Malaise sendir frá sér nýja plötu  Berskjaldaðri en áður  Vill að tónlistin sé ekta „Hreinskilin frá- sögn af lífi mínu“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.