Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Side 4

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Side 4
líkt og komið hefur fram í umfjöllun félagsins hafa um 900 hjúkrun­ arfræðingar leyfi til að fara á eftirlaun á næstu árum. Innan við 150 hjúkrunarfræðingar útskrifast á hverju ári og miðað við þessar tölur er ljóst að við náum ekki að manna í staðinn fyrir þennan stóra hóp sem mun fara á eftirlaun á komandi árum. Á sama tíma eru hjúkrunarfræðingar að hverfa úr stéttinni og leita á önnur mið – eða í háloftin. Sumir fara jafnvel í annað grunnnám og hverfa úr heilbrigð­ iskerfinu. Við verðum að vera samkeppnishæf á atvinnu­ markaðnum, bæði meðal kvenmanna og karlmanna. Við þurfum að leita leiða til að fjölga hjúkrunarfræðingum og koma í veg fyrir brotthvarf úr stéttinni og við verðum öll að taka þátt í því verkefni. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga mun eins og fyrr ekki láta sitt eftir liggja og áformar hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri að fjölga nemaplássum hjá sér í haust. Við hjúkrunarfræðingar erum fulltrúar stéttarinnar út á við. Því er mikilvægt að við spyrjum okkur að því hvernig fyrirmyndir við erum. Hvernig tökum við á móti nemendum í námi og starfi, og hvernig tölum við um starfið okkar? Það hvernig við tölum um hjúkrunarstarfið skiptir miklu máli, ekki síst gagnvart unga fólkinu. Við verðum að tala um starfið af virðingu og benda á hina fjölbreyttu möguleika sem hjúkrunarfræðingar hafa á atvinnu­ markaðnum. Við þurfum að fjölga karlmönnum í hjúkrun og sú vinna þarf að koma innan frá úr stéttinni. Síðasta tölublað Tímarits Formannspistill 01/02 forMannspistill fjölguM hjúkrunar- fræðinguM í starfi Guðbjörg Pálsdóttir, starfandi formaður

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.