Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Qupperneq 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Qupperneq 43
Þankastrik03/04 útbreiðslu veirunnar. Síðasliðin 15 ár hefur lyfjameðferð verið notuð til að fyrirbyggja smit frá móður til barns en á undanförnum árum hafa sérfræðingar beint sjónum sínum í auknum mæli að lyfjameðferð til að fyrirbyggja smit af öllum toga. Þetta er það sem kallað er meðferð sem forvörn (e. treatment as prevention, TasP) og er lykilþáttur í að draga úr HIV­smiti á heimsvísu. Og hér komum við að kjarna málsins: Ef HIV­jákvæðir eru á lyfjameðferð, eru með ómælanlega veiru í blóði og án annarra kynsjúkdóma teljast þeir ekki vera smitandi (Sviss­yfirlýsingin). Á Íslandi getum við státað okkur af því að öllum HIV­jákvæðum er boðin lyfjameðferð fljótlega eftir greiningu, óháð stöðu ónæmiskerfisins, og 95% HIV­jákvæðra eru með ómælanlega veiru í blóði. Þunglyndi allt að sex sinnum algengara meðal HIV-jákværa Vegna þeirra framfara, sem hafa átt sér stað í lyfjameðferð síðustu ár, er HIV­smiti oft líkt við aðra langvinna sjúkdóma, eins og sykursýki eða háan blóðþrýsting. Líkindin felast þá fyrst og fremst í líffræðileg­ um þáttum, það er að sjúkdómurinn sé meðhöndlanlegur en krefst daglegrar lyfjainntöku. Svo lengi sem að hinn HIV­jákvæði tekur lyfin sín þarf hann ekki að hafa stórkostlegar áhyggjur af heilsu sinni. Sumum þykir þessi samanburður vera kæruleysislegur og óttast að forvarnargildi hræðsluóróðursins, sem hefur viðgengist hingað til, verði að engu og hugsa: Er þá bara ekkert mál að vera með HIV? Bara ein pilla á dag og málið er leyst? Eru þetta réttu skilaboðin? Mér þykir samanburðurinn ekki kæruleysislegur, en hann er ósanngjarn. Staðreyndin er sú að það er alltaf talsvert mál að greinast með langvinnan sjúkdóm og varla nokkur manneskja sem tekur þeim tíðindum af léttúð. En ef tekið er mið af sálfélagslegum þáttum þess að fá HIV­greiningu horfir málið allt öðruvísi við en með aðra langvinna sjúkdóma. Fyrir flesta er það mikið áfall að greinast með HIV því þrátt fyrir að að sjúkdómurinn sé vel meðhöndlanlegur tekur það marga óratíma að sætta sig við greininguna og tala um hana við aðra. Sumir leggja mikið á sig til að halda greiningunni leyndri og skuggi skammar og ótta við opinberun og höfnun í kjölfarið vofir stöðugt yfir þeim og hefur áhrif á allt þeirra líf. Samanburðurinn við

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.