Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Side 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Side 46
Fagið02/07 stjórnarmEnn FagdEildar heilsugæsluhjúkrunarfræðinga lögðu land undir fót og fóru í námsferð til Jyväskylä í Finnlandi í október síðastliðnum. Tilgangur ferðarinnar var að kynnast nýjungum í menntun, ábyrgðarsviði og verkefnum heilsugæsluhjúkrunarfræðinga á heilsugæslustöðvum í Finnlandi. Huhtasua­heilsugæslustöðin er hverfisstöð í Jyväskylä. Íbúar svæðisins eru 9000 manns. Þar er öflug þverfagleg teymisvinna og forgangsröðun sem er stýrt af hjúkrunarfræðingum. Í JAMK­ háskólanum fer fram framhaldsnám í hjúkrun og þar var kynning á finnska heilbrigðiskerfinu, hjúkrunarnáminu í Finnlandi, ábyrgðar­ sviði, verkefnum og lyfjaávísunum hjúkrunarfræðinga í Finnlandi. Í þessari grein munum við segja frá Huhtasua­heilsugæslustöðinni og þeim nýjungum sem þar hafði verið unnið að síðustu árin. Námsferðin var skipulögð af Háskóla hagnýtra vísinda (JAMK) í Jyväskylä í Finnlandi. Hjúkrunarstýrð þjónusta á Huhtasuo-heilsugæslustöðinni Fyrir nokkrum árum stóð Huhtasuo­heilsugæslan frammi fyrir því að nauðsynlegt væri að gera breytingar á þjónustu stöðvarinnar til þess að sinna þörfum íbúanna. Biðtími eftir þjónustu var langur og fólk fékk ekki þá þjónustu sem það þurfti á að halda. Það var skortur á læknum og þeir sóttu ekki um lausar stöður á heilsugæslustöðinni. Læknarnir, sem störfuðu á stöðinni, voru ekki ánægðir í vinnunni. Þeim fannst þeir ynnu ýmis störf sem aðrir gætu sinnt og fjöldi samskipta væri of mikill. Starfsfólk stöðvarinnar kom sér saman um að skoða hvað væri að og finna hver væri vandinn í raun. Í ljós kom var að skjólstæðingum var ekki nægjanlega mikið vísað til hjúkrunarfræðings. Í stað þess að fara til læknis ættu þeir að fara mun meira til hjúkrunarfræðings. Einnig var ekki nægjanlega vel haldið utan um meðferðaráætlanir langveikra sjúklinga og reyndist það vera vegna þess að hjúkrunarfræðingarnir voru of fáir og höfðu ekki tíma til að gera það. Niðurstaðan var sú að hægt væri að bæta þjónustuna á heilsugæslunni og stytta biðtíma eftir þjónustu með því að ráða fleiri hjúkrunarfræðinga, skipuleggja þverfaglega teymis­ vinnu og láta hjúkrunarfræðinga stjórna utanumhaldi sjúklinga með langvinna sjúkdóma. Hjúkrunarfræðingar heilsugæslustöðvarinnar voru sendir á ýmis

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.