Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Page 53

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Page 53
Fólkið02/04 lagi var markmiðið að skipuleggja fræðslu­ og stuðningsmeðferð á veraldarvefnum fyrir fjölskyldur barna með krabbamein, meta gagn­ semi viðkomandi heimasíðu og kanna áhrif meðferðarinnar á lífsgæði út frá sjónarmiðum barna og foreldra. Í öðru lagi að meta ávinning af tveimur meðferðarsamræðum við foreldra barna með astma hvað varðar fjölskyldustuðning og lífsgæði barnanna. Í þriðja lagi að kanna hvort fræðsla og þjálfun í aðferðum fjölskylduhjúkrunar fyrir hjúkrun­ arfræðinga og ljósmæður á kvenna­ og barnasviði hefði áhrif á starfsálag, sjálfstæði í starfi, starfsánægju og stuðning á vinnustað. Að lokum var fjórða markmið rannsóknarinnar að kanna hvaða þættir spá fyrir um ánægju með heilbrigðisþjón­ ustuna meðal foreldra barna og unglinga sem fengu þjónustu á barnadeildum kvenna­ og barnasviðs Landspítalans. Ein af forsendum rann­ sóknarinnar var sú að alvarleg veikindi barna eða unglinga hafa áhrif á alla innan fjölskyld­ unnar. Meginniðurstöður rannsóknarinnar voru þær að foreldrar barna með krabbamein voru ánægðir með heimasíðuna og þótti hún gagnleg og hjálpleg. Mæður barna með astma í tilraunahópi upplifðu marktækt meiri stuðning eftir fræðslu­ og stuðningsmeðferðina. Auk þess fundu börnin, sem áttu foreldra sem tóku þátt í fræðslu­ og stuðningsmeðferðinni, einnig til minni astmaeinkenna eftir fræðslu­ og stuðningsmeðferðina sem foreldrarnir fengu heldur en börn foreldra í samanburðarhópi. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu einnig í ljós að hjúkrunarfræðingar og ljósmæður, sem töldu sig verða fyrir auknu starfsálagi og hafa litla stjórn á aðstæðum, álitu stuðning frá yfirmönnum og samstarfsfólki marktækt meiri ef þær höfðu farið á námskeið í fjölskylduhjúkrun. Að lokum spáði fjölskyldustuðningur marktækt fyrir um ánægju foreldra með heilbrigðisþjónustuna. Þessar niðurstöður ættu að vera hjúkrunarfræðingum, og öðrum Niðurstöður rannsóknar- innar leiddu einnig í ljós að hjúkrunarfræðingar og ljósmæður, sem töldu sig verða fyrir auknu starfs- álagi og hafa litla stjórn á aðstæðum, álitu stuðning frá yfirmönnum og sam- starfsfólki marktækt meiri ef þær höfðu farið á námskeið í fjölskylduhjúkrun.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.