Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Qupperneq 55

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Qupperneq 55
Fólkið04/04 sambærilegum rannsóknarhópi. Rannsókn 4 var framvirk ferilrann­ sókn á áhrifum viðhorfa kvenna til fæðinga á útkomu fæðinga. Þeir þættir, sem skilgreina sjálfræði kvenna um val á fæðingarstað, eru upplýsing, hæfi og frelsi. Hríðaörvun með lyfjum, mænurótardeyfing og miklar blæðingar (≥500 ml) voru marktækt minni í fyrirframákveðnum heimafæðing­ um en sjúkrahúsfæðingum. Útkoma fyrirfram ákveðinna heimafæðinga var marktækt verri ef frábendingar voru til staðar. Áhrif frábendinga voru mark­ tækt neikvæðari í fyrirframákveðnum heimafæðingum en í sjúkrahúsfæðingum. Viðhorf kvenna til fæðinga og inngripa hafði áhrif á sambandið milli viðhorfa þeirra til heimafæðinga og útkomu fæðinganna. Sú þekking, sem birtist í þessari rannsókn, mun auðvelda upplýst val kvenna á fæðingarstað á Íslandi. Leiðbeinandi Berglindar í verkefninu var dr. Herdís Sveinsdóttir, prófessor við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Auk hennar sátu í doktorsnefndinni dr. Ólöf Ásta Ólafsdóttir, lektor við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, dr. Alexander Kr. Smárason, prófessor við Heilbrigðisvísindastofnun Háskólans á Akureyri, og dr. Ingegerd Hildingsson, prófessor við Háskólann í Uppsölum. Andmælendur í vörninni voru dr. Ank de Jonge, dósent við Vrije Universiteit Amsterdam, og dr. Helga Zoéga, dósent við Læknadeild Háskóla Íslands. Dr. Helga Jónsdóttir, deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar, stjórnaði athöfninni sem fram fór í Hátíðasal Háskóla Íslands. Berglind hefur starfað sem ljósmóðir við meðgönguvernd og fæðingarfræðslu á heilsugæslustöðvum Lágmúla, Hlíðasvæðis og Efstaleitis, við fæðingarþjónustu á Landspítala og Heilbrigðisstofnun Vesturlands og sem sjálfstætt starfandi ljósmóðir við heimaþjónustu í sængurlegu. Markmið rannsóknar- innar var að skoða sjálfræði kvenna um val á fæðingarstað, bera saman árangur fyrirframákveðinna heimafæðinga og sjúkrahúsfæðinga á Íslandi og meta áhrif frábendinga og viðhorfa kvenna á útkomu fæðinga.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.